Alþýðublaðið - 30.11.1947, Page 6
6
ALÞYOUBLAÐSO
Sunnudagur 30. nóv. 1947.
-*■
EINTAL SÁLARINNAR
„Þetta er sem ég hef alltaf
sagt, — æ, sittu ekki þarna eins
og eitthvert dauðyfli. Þú gætir
að minnsta kosti reynt að rétta
svolítið úr þessum fáu hálslið-
um, sem þér hafa verið gefnir!
Guð minn góður! Ég vildi að ég
hefði aldrei séð hann Tæpó, því
á eftir er mér helmingi ljósara
hvað mikið vantar á að, þú sért
stjarna.-------Er þetta ekki
sem ég hef alltaf sagt! Það er
meira en lítið grunsamlegt við
stelpuna. Hefurðu séð hvernig
hún læðist um og gýtur augun-
um út undan sér? Nei, auðvitað
hefur þú ekki tekið eftir því. Þú
heldur auðvitað, að hún- sé að
gjóta augunum til þín; þú geng-
i ur með þá dellu, að þú sért ein-
hver sjarmör! Já, þú hefðir átt
að sjá hann Tæpó! Nei, þú mátt
reiða þig á, að hún spilar með
þig og hlær að þér. En hún er
grunsamleg. Hefurðu ekki séð
greinina eftir danska lögreglu-
spæjarann? Nei, ekki það; þú
sérð aldrei neitt. Hann var
hérna uppi í sumar, og hann
þekkti allan þennan lýð, og það
eru bara stórsvindlarar, hip-
hoppmenn og Þjóðverjasmygl-
arar. Ja, ég gæti trúað, að þessi
vinnukona okkar hafi smyglað
nokkrum nazistum úr landi.
Gott ef hún hefur ekki komið
með einn eða tvo með sér hing-
að upp í ferðatöskunni! O, það
fer nú ekki svo mikið fyrir sigr-
uðum nazistum! Já, þú skalt
bara glotta. Það er skárra, held-
ur en að þú reynir að brosa, því
það sýnir svo áþreifanlega mun-
inn á þér og Tæpó, þú hlærð
ekki þegar-------------—
SÚ SAGA FLÝGUR
um bæinn, að hingað hafi
verið fengið eitt exemplar af
hinum svonefnda lygamæli, sem
mjög hefur verið notaður við
yfirheyrslur og vitnaframburð
erlendis og gefið góða raun.
Það fylgir fregninni, að hér eigi
að vígja og sannprófa mælinn
með því að setja hann á hátt-
virta alþingismenn, þegar at-
kvæðagreiðslan fer fram um
ölfrumvarpið. •— ----
jafn. Hefur nú upp á síðkastið
orðið vart við svonefnda gull-
borðahákalla á sokkamiðunum,
sem spilla mjög veiðum og hafa
veiðiskúturnar orðið fyrir
margs konar hrellingum af
þeirra völdum. — — — Er
jafnvel hætta á, að þetta ein-
staklingsframtak stöðvist, ef
ekkert verður að gert.
BJÖSSI SPYR;
Hérna um daginn vorum við
strákarnir að rífast út úr ein-
hverjum smámunum, þegar við
áttum að vér.a að læra, og þá
spurði pabbi okkur, hvort við
héldum að við værum orðnir
þingmenn. Hvers vegna skyldi
toann hafa spurt að því?
Félagslíf
Skátar
Piltar og stúlkur, skemmti-
fundirr verður á morgun 1.
desember kl. 8,30 í Skáta-
heimilinu. Til skemmtunar:
Félagsvist, ýms’ skemmtiat-
riði og dans. Aðeins fyxir
skáta eldri en 15 ára. Aðgöngu
miðar seldir frá kl. 4—6 og
við innganginn.
Skemmtun
fyrir skáta yngri en 15 ára
Ijósálfa og ylfinga verða sama
dag kl. 4.
Aðgöngumiðar frá kl. 2.
Ylfingar
FRÁ HÖFNINNI
Síldaraflipn óhemjumikill. —
Nylonsokkaaflinn nokkuð mis-
Deildarfundur í dág kl. 5.
Skátafélags Reykjavíkur
Deildarforinginn.
Daphne du Maurier
mín?“ hermdi maðurinn eft-
ir. ,,Hvar er mín kæra föður-
systir til að kyssa mig og
kjassa og gera veður út af
mér? Geturðu ekki beðið
svohtla stund án þess að
hlaupa til hennar? Geturðu
ekki kysst hann Joss frænda
þinn?“
* Mary hörfaði aftur á bak.
Hugsunin um að kyssa hann
kom henni í upnám. Hann
var annaðhvort geggjaður
eða drukkinn eða hvort-
tveggja. Hún vildi ekki
styggja hann samt; hún var
of hrædd við hanm til þess.
Hann sá að þetta fór í gegn
um huga hennar, og hann hló
aftur. ,,Ónei,“ sagði hann,
,,ég ætla ekki að snerta þig;
þú ert örugg eins og í kirkju
hjá mér. Mér hefur aldrei
geðjazt að dökkhærðum kon-
>um, góða mín, og ég hef ann-
að að gera en að fara að
daðra við frænku mína.“
Hann leit á hana og glotti
fyrirlitlega, hann fór með
hana eins og bjána. Síðan leit
hann upp stigann.
,,Patience,“ öskraði hann,
1 ,,hvað í fjandanum ertu að
gera? Hérna er stúlkan kom-
in og farin að kjökra og biðja
um þig, hún er þegar búin að
fá sig fullsadda af mér.“
Það heyrðist eitthvert
þrusk uppi á stigapallinum,
og fótatak. Síðan kom bjarmi
af kerti- og upphrópun. Niður
þröngan stigann kom kona og
skyggði hönd fyrir augu
vegna ljóssins. Hún var með
óhreina nátthúfu yfir þunnu,
gráu hárinu, sem hékk í
drönglum niður á herðar.
Hún hafði snúið upp á það að
neðan og reynt að gera það
lokkað aftur, en liðirnir voru
alveg horfnir úr því. Andlit
hennar var orðið imnfallið og
skinnið var eins og strengt
yfir kinnbeinin Augu hennar
voru stór og starandi, eins og
þau væru alltaf að spyrja
einhvers, og hún var með
einhvern kæk við munninn,
ýmist að kipra varirnar eða
láta slakna á þeim. Hún var
í. upplituðu, röndóttu pilsi,
sem einu isinni hafði verið
rósrautt, en var nú orðið föl-
bleikt af þvottum, og á herð-
um sér bar hún karbætt sjal.
Hún hafði auðsjáanlega sett
alveg nýtt band í húfuna sína
til þess að reyna að hressa
örhtið upp á búning sinn, en
það var herfilega ósamstætt
hinu. Það var ljósrautt og var
hræðilega ljótt við fölt andlit
hennar. Mary starði sljólega
á hana, harmi lostin. Var
þessi vesæla, tötralega mann-
vera hin töfrandi Patience
drauma hennar, klædd nú
eins og subba og sýndist tutt-
ugu árum eldri en hún var.
Litla konan kom niður
stigann og út í forstofuna;
hún tók báðar hendur Mary í
sínar og horfði framan í
hana. „Ertu þá í raun og veru
komin?“ hvíslaði hún. „Þetta
er hún Mary Yellan systur-
dóttir mín, er það ekki?
Barnið hennar systur minnar
sálugu?“
Mary kinkaði kolli, og
þakkaði guði fyrir, að móðir
hennar gat ekki séð hana
núna. „Kæra Patience
frænka,“ sagði hún léttilega,
„mér þykir gaman að sjá þig
aftur. Það eru svo mörg og
löng ár síðan þú komst til
okkar í Helford.“
Konan hélt áfram að
klappa henni og strjúka fötin
hennar, koma við hana, og
allt í einu greip hún fast í
hana, gróf höfuð sitt við öxl
hennar, og svo fór hún að
gráta hástöfum og angistar-
fullt og með miklum ekka.
„Ó, hættu þessu,“ urraði
eiginmaður hennar. „Hvers
konar móttökur eru nú
þetta? Hvers vegna ertu að
væla þetta, bjáninn þinn?
Sérðu ekki að stúlkan þarf að
gefðu henni svolitla svínsíðu
með hana fram í eldhús og
gefðu henni svolitla sínssíðu
og eitthvað að drekka.“
Hann beygði sig og tók
koffort Mary upp á axlirnar
eins og það væri ekki þyngra
en pappakassi. „Ég ætla að
fara með þetta upp í her-
bergið hennar,“ sagði hann,
„og ef þú ert ekki búin að
finna einhvern kvöldmat
þegar ég kem aftur, þá skal
ég gefa þér einhverja ástæðu
til að gráta, og þér líka ef þú
vilt,“ bætti hann við og rak
andlitið alveg að Mary og
lagði stóran fingur sinn á
munn hennar. „Ertu tamin,
eða bíturðu?“ sagði hann, og
svo hló hann aftur, svo að
glumdi og tók undir í þakinu,
og þaut svo upp þrönga stig-
ana með koffortið vagagndi á
öxlunum.
Patience stillti sig. Hún
reyndi með erfiðismunum að
brosa, strauk þunna lokkana
á sama hátt og Mary mundi
óljóst eftir, og svo deplaði
hún augunum óróleg og kæk-
urinn byrjaði um munninn,
hún fór á undan inn í önnur
skuggaleg göng og svo fram
í eldhúsið, sem var lýst með
þrem kertum, og á eldstónni
brann mór.
,,Þú skalt ekkert taka
þeta illa upp fyrir hónum
Jossi frænda þínum,“ sagði
hún, og hún breyttist skyndi-
lega í framkomu, og - varð
næstum því fleðuleg eins og
vesaldarlegur hundur, sem
hefur verð vaninn með stöð-
ugri hörku til skilyrðislausr-
ar hlýðni, og mundi, þrátt
fyrir barsmíði og skammiar-
yrði, berjast eins og ljón fyr-
ir húsbónda sinn. ,,Það verð-
ur að laga sig dálítið eftir
skapi hans, hann er dálítið
undarlegur stundum og ó-
kunnugir skilja hann ekki
alltaf fyrst í stað. Hann er
mér mjög góður eiginmaður
og hefur verið það síðan á
brúðkaupsdegi okkar.“
Svona masaði hún eins og
hún væri að þyljia eitthvað
utanbókár meðan hún gekk
fram og aftur um eldhúsið og
iagði á borð til kvöldverðar
og tók brauð, ost og ídýfu út
úr stórum skáp, en Mary
hnipraði sig við eldinn og
reyndi árangurslaust að
verma á sér dofna fingurna.
ÖRN; Það er leitt, að ég skulii
verða að hafa hér svo skamma
viðdvöl. Ég á-aðeis að taka hér
benzín — og líta á hlutina; og
halda síðan brott.
EFTIRLITSMAÐURINN: Og þetta
gengur a'llt saman. Japanir —--
leðurblökur — — og bölvaðir
eýjaskeggarnir.
ÖRN: Já; — nóg eru verkefnin,
en ég verð að hafa hraðan á.
fcJJLUpí. Oí