Alþýðublaðið - 29.01.1948, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 29.01.1948, Qupperneq 5
Fimmtudagur 29. jan. 1948. ALÞÝÐUBLAÐiÐ LJON hafa ekki sézt um aldaraðir í Persíu, en eðlan er þar enn þá, og hún er ein í „hirðinrii þar sem Jamshid drottnaði og d-rakk“. Eg sá hana fyrir skömmu í rústum Persapohs, sem minnir glöggt á það, að Persía er elzta kon- ungsríki í heimi, konungs- ríki óslitið í 2500 ár. Egypta- land og Grikkland lutu öld- um sariian Tyrkjaveldi og öðrum valdhöfum, og veldi hinna fornu Rómverja leið undir lok, en þótt oft yrðu Persar fyrir innrásum og lytu stjórn erlendra vald- hafa um stundarsakir, unnu þeir œtíð bug á þeim, því að menning Persa var æðri. Eg skoðaði gröf Dariusar, sem Grikkir sigruðu við Maraþon. Eg kleif upp í hana i sitiga, því að gröfin er í fimmtíu.feta hæð uppi í þver hníptum hamravegg, og stóð þar, sem líkami hans einu sinni lá. Framan á hamrin- um er lágmynd af konungi konunganna með fórnandi hondum upp til Ahuramazda, guðs gæzku og ijóss, vængj- aðrar \7eru með mannsandlit. Yfir höfði hans er sólin og neðan við hann er hinn heil- agi eldur. Það er vissulega „helgiathöfn höggvin ♦ 1 stein“. Þetta ber þess vitni, að Persar hugsuðu jafnvel þá upp heimspekikenninga-r til þess að ileysa gátu, sem allt a£ hefur raskað ró manns- ins, ráðgátuna úm hið góða og vonda. Og þeir fundu lausn, sem dugði að mínnsta 'kosti í bili, með því að skapa tvígyðistrúarbrögð með guði gæz.ku og ljóss og guði vonzku og mýrkurs. Um það bil fjórðung mílu frá gröf Dariusar stóð ég við altari höggvið í harða klöpp, þar sem hinn heilagi eldur einu sinni brann nætur og daga. Þessa viðurkenningu á bar- áttunni milli hins góða og vonda breiddu Persar út meðal menningarlanda forn- aldarinnar. En þessar höggmýndir á klettunum gefa annað til kynna. Önnur lágmynd sýn- ir Xerxes taka við hinum heilaga sveig frá guðinum Ahuramazda, hring, sem veitti honum guðlegt vald til þess að stjórna þjóðum jarð- arinnar. Hásætið stendur á palli og umhverfis það her- menn og embættismenn rík- isstjórnar hans cg skatt- skyldra þjóða, er hann drcttn aði yfir. Klerkavald og góð- viljuð einræðisstjórn er hið hefðbundna stjórnarfyrir- komulag' Persíu. Það hefur lifað af, þótt konungsættir falli og aðrar fcomi í sitaðinn. Shah Riza fylgdi alveg dæmi Dariusar og' Xerxesar. Hann fyrirskipaði að byggja skyldi járnbrautir og verksmiðjur ættu að rísa upp, og svo varð. Hann velti um koll vellrík- um landhöfðingjum og vold- ugum skattlandsstjórum. Nú er hans tími liðinn og lýðræði og þingræði er í vændum. Eru Persar á sömu leið og Tyrkir og skyggnast í vesturátit? Verða þeir að segja skilið við erfðavenjur hins forna, eða fara þeir að dæmi hinna norðlægari ná- granna sinna? Svo virðist á yfirborðinu að minnsta kosti, að stjórnarfyrirkomu- lag Sovétríkjanna standi nær GREIN SÚ, sen^ hér fer á eftir birtist í enska stór- blaðinu „The Manchester Guardian“, en höfundurinn heitir M. Philips Price- Er höfundurinn staddur á rúst um hinnar fornu höfuðborg ar Persaveldis, Persapolis, eins og Grikkir nefndu hana, en á máli Forn- Persa hét hún Istakr, og Iætur hugann reika um liðna tíma og skoðar Bersa nútímans í Ijósi þeirra menningaráhrifa, sem þar hafa ráðið. hinni fornu Persíu en þing- ræðisstjórnir og borgaraleg réttindi. En önnur öfl eru að verki, sem geta breyitt. þessu sjónarmiði. Því að aðra lexíu má læra -af standmyndunum í Persa- polis. Þegar, Persar voru sigruð þjóð um stundarsakir, veittu þeir ævinlega hug- sjónum i nnrá sar þ j óðarinnar í sína eigin farvegi. Er ég reika um hinar stóru hallir Dariusar og Xerxesar, milli súlna, sem ekkert þak hvílir lengur á, og vængjaðra uxa með mannshöfðum, verður mér Ijóst að þetta voru rústir fyrir 2000 árum. I safninu rétt hjá rústunum er kista úr ask. Þetta eru leifarnar af því, sem fórst í hinum geysi- lega eldi, er Alexander mikli ilét eyðileggja tákn Persa- veldis. Segja sumir, að hann ■hafi látið gera þetta í ölæði, en aðrir, að hann hafi verið að hefna með því fyrir það, er Persar brenndu Aþenu. Þó segja rithöfundar fornaldar- innar frá því, hversu Alex- ander mikla varð skapfátt, er hann kom í gröf Kyrusar og sá, a ðhún hafði verið rænd. Fyrirskipaði hann, að gengið skyldi fr-á gröfinni eins og hún var og hún innsigluð á ný. Alexander mikli kvænt- ist pérsneskri prinsessu og fnæ-ti svo fyrir við hershöfð- ingja sína, að þeir skyldu nema persneska tungu og til- einka sér persneska menn- iri'gu. Aður en 150 ár voru Afríku, og í orustunni við Nehavend árið 642 eftir Krists burð veltu þeir sassan- ísku konungsættinni af stóli; bu,ðu trú á spámanninn Mú- hameð og bundu enda á elds- dýrkunina. Og þar sem Mú- hameðs'trúin réði lögum og lofum, voru standmyndir brotnar og máðar af allar myndír af mannsandlitum eða myndir höggnar í berg, sem orðið gætu orsök í skurðgoðadýrkun. Einu *sinni enn ,,helg athöfn, höggvin í stein“. En urðu Persar undir í þessu rétttrúarflóði? Hinn eini strangi guð Arabanna var of kaldur fyrir hið næma persneska hugarfar. Múha- meðstrúin hefur gefið Pers- um mikið, þar á meðal per- sónulega tign og sjálfsvirð- ingu.sem allt af fylgir þeirri trú. Og það getur gert það örðugt fyrir þá, að veita rúss- neskum áhrifum viðtöku, sem meir leggja upp úr fjöld- anum en mönnunum. A hinn bóginn hafa Persar með rás tímanna breytt Mú- hameðstrúnni á sinn háitt. Er ég fór frá hihni dauðu tign Persgpolis til hinnar lifandi borgar Shiraz, sem er skammt þar frá, umlukt nöktum fjöllum í fjarlægð, en girt nær sér aldingörðum með iogrum ávöxtum, heim- kynnum næturgalanna á voi’- í in, þóttisit ég verða var við að Persía hefði igætt Múha- meðstrúna nýjum anda. I Utjaðri borgarinnar í skuggsælum garði hvíla jarð- neskar leifar skáldsins dul- úðga, Hafiz, undir varða úr dýrmætum persneskum tíg- ulsteini. Hann er itákn upp- reisnar hins persneska hug- arfars ‘gegn rétttrunaði- Arab- anna. Andlegt frelsi Persa stafar af klofningi í Múha- meðstrúnni um Sunni og Shia, og þar að auk kemur Sufidultrúin, en Hafiz átti mestan þátt í henni, því að hann boðaði algyðistrú og sagði, að mannssálin rynni saman við>hina guðlegu veru. Persía reis aftur gegn yfir- ráðurn erlendra hugsjóna, en í heimi nútímans, þegar ver- ið er að draga úr áhrifum liðin höfðu hin ..hellenzku menningaráhrif þurrkazt út, tíma og rúms, getur pers^ neska þjóðin notið þess hæfi- en þau höfðu auðgað pers- neska menningu. Aldirnar liðu. Ég sköðaði í gær lágmynd neðah við gröf Artaxexeser. Hún sýnir sassaníska konunginn Shar- pur itaka á móti hinum sigr- aða keisara Rómaveldis, Va- lerian, og krýpur keisarinn fyrir honum í böndum. Persar hafa einu sinni enn sýnt, að þeir megna að reka af hönd- um sér erlend áhrif. Enn fremur branri allan þennan tíma heilagur eldur hins góða guðs í rústum muster- ■anna í Istakr, sem ég gat séð yfir ána þaðan sem- ég var. Eg fann aðra lágmynd, og var hún af öðrum sassanísk- um konungi, er ríkti seinna. Var hann einnig að þiggja hinn guðlega sveig af Ahura- mazda, en ég veitti því at- hygli, að andlitin á myndinni voru að sumu leyti afmáð, eins og meitill hefði verið látinn á þeim ganga. Hinir leika síns að taka til sín og breyta því, sem hana lystir, eins og hún hefur gert á liðn- um códum. Ég skoðaði gröf Hafiz. Fagrar Ijóðlínur eru grafnar á hana. Ljóðlínur, er hann orti sjálfur um þær hugsjón- ir, er hann barðist fyrir. En þar er ein, lítil setning, sem ekki er persnesk, heldur eign allra, manna. Hún hljóða-r svo: „O, þú, sem varir, þótt aliir hlutir farist.“ Symfóníuhljómsveitin leikur á sunnudsg SYMFÓNÍUHL J ÓMSVEIT REYKJAVÍKUR endurtekur hljómleika sína enn á sunnu- dag í Austurbæjarbíó og verð- ur það ófrávíkjanlega í síðasta skipti, sem mönnum gefst tæki ofstækisfulíu ' "arabísku “hiú- !færi á aS 'hljómsveitina hameðstrúarmenn höfðu\°g Rögnvald Sigurjón-sson beint árásum sínum gegn i leika verk Beethovens og Persíu eftir sigra sína í Haydns, 5 Sjémannaíélags Reykjavíkur verður haldinn föstudaginn 30. jan. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. DAGSKRÁ samkv. 25. gr. félagslaganna. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn, er sýni félagsskírteini við innganginn. STJÓRNIIN. ' Ölfa, Aramco.og Ibn Saod. VIÐ MUNUM ÖLL eftir Ara- bíu úr landafræðinni okkar. Gríðarstór skagi, sem mark- ast af Persaflóa og austan og Rauða hafinu að vestan. Það var Rauða hafið, sem Biblíu- sögurnar sögðu að ísraels- menn hefðu gengið yfir þurr um fótum, en nú hafa vís- indamenn alveg nýlega sann að, að það var alls ekki Rauða hafið. EN HVAÐ MUNUM VIÐ meira um Arabíu? Tvær borgir, Mekka og Medina, sú fyrr- nefnda heilög borg Múham- eðsmanna, þar sem engir vantrúaðir mega koma. Svo munum við eftir eyðimörk, kameldýrum, vinjum og döðlum, og þeir sem lesa fréttirnar vel, muna eftir því, að Roosevelt lieimsótti konunginn af Arabíu einu sinni á tundurspilli og kon- ungurinn sló upp tjaldi á‘ þilfari skipsins og kom með lifandi sauðfé um borð. Fénu var svo slátrað og þeir konungur og forseti átu það með beztu lyst. ARABÍA er geysilega stórt og að einu leyti auðugt land. Það er ríkt af olíu. En þjóð- in stendur á lgu stigi enn þá og er mest hirðingjar, sem flakka um hálendið. Konurig urinn, Abtful-Aziz Ibn Saud, er 'algerlega einvaldur, og hann hefur nýlega tekið á- kvörðun, sem þjóðhöfðingj- ar margra frumstæðra þjóða hafa áður tekið — að hleypa erlendu fjármagni inn í land sitt. • IBN SAÚD átti í landi sínu geysimikil óunnin olíu- svæði. Öll stórveldi heims- ins hefðu ginið við því að komast í þau. Hann valdi Ameríku, að eigin sögn af því að hann treysti því, áð Ameríkumenn mundu minnst skipta sér af innan- ríkismálum og einbeita sér mest að því að vinna sem mesta olíu og græða sem mest á henni. ARAMCO var árangurinn af samningunum, en það er stytting á „Arabian-Ameri- can Oili Co“. Þetta félag er þegar orðið eitt mesta olíu- félpg heimsins, og á næstu þrem árum ætlar það að eyða 350 rh.il! j. dollara í framkvæmdir og 150 millj. í olíupípu til Port Sidon í Lebanon á Miðjarðarhafs- strönd. Pélagið hefur reist heilar borgir í Austur-Ara- . bíu, til dæmis Dhahran, og þar eru ný íbúðarhús, skemmtistaðir, bókasöfn og hvers konar mannvirki. Fé- lagið er einnig að byggja hafnarbórg við Persaflóa og járnbraut frá henni til höf- uðborgarinnar, Riyadb, sem er inni í landi. ÞÚSUNDIR ARABA vinna nú fyrir féiagið. Þeir fá 3 rysis (arabamynt) ' á dag (kr. 6,50), og er það þrisvar sinn um hærra en meðallatm voru áður í Iandinu. Þeir \íá frídaga með launum, sern var áður óþekkt fyrirbrigði þar í landi, og' þeir fá sum- arfrí,. sem þeir safna þangao til þeir eiga inni nægan tíma til að fara pílagrímsför til Mekka. ALLT ÞETTA er í stórurn dráttum gömul saga að end- u,rtaka sig. Slík félög, sem vinna auðæfi frumstæðra , 'vþjóða, hafa oft gert þeim mikið gagn um leið. Ibn Saud fékk í fyrra um 17 millj. dollara hjá félaginu og mest af því rennur til end- urbóta.í landi hans. En þetta félag er fyrst og fremst stofnað í gróðaskyni og stutf af amerísku stjórninni í pólitísku skyni, vegna um- ráða þeirra, sem Bandaríkin fá yfir olíunni, eil hún nem- ur nú 260 000 tunnum á dag, IBN SAUD vlssi hvað haim gerði, er hann undirritaði þennan samning við amer- ísku olíuhringana. Arabar hefðu aldrei getað unnið olí- una cins og félagið, og þótt Ameríkumenn hi'agnist á vinnslunni, munu Arabar einnig hagirast á henni. Olíu réttindin eru til ársins 2005, en það er erfitt að segja fyr-“ (Framh. á 7. siöu.) j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.