Alþýðublaðið - 29.01.1948, Side 6

Alþýðublaðið - 29.01.1948, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐiÐ Fimmtudagur 29. jan. 1948. Leifur Leirs: KÍ. 23.17,59 Hann stendur við gluggann., starir í hyldýpi nætur stofuna fyllir hvikull, . kynjarænn' skuggi. Fölleitur maður með fjölræða brosdrætti um varir. Hversvegna, hversvegna stendur hann þarna og starir — Og stæði hann þarna, ef væri þar alls enginn gluggi? í SKÓASLAG „Je minn almáttugur, held- urðu það sé nú hópur, sem bíð- ur! Bara langar raðir út á götu. Það tók því fyrir okkur að hlaupa frá öllu leirtauinu óupp þvegnu---------Hvernig fólkið getur látið! Ekki má það við neinum sköpuðum hlut, þá verð ur það band-sjóðandi vitlaust. Nei, það'þarf ekki meira með, en að það komi einhvers stað- ar skór!“ „Eða hvernig þær geta lát- ið. Að þær skuli nú ekki geta staðið kyrrar á sínum stað í röðinni eins og siðaðar m.ann- eskjur. Nei, ryðjast, ryðjast, skammast og ryðjast. Je minn almáttugur, svei mér, ef maður skammast sín ekki fyrir að vera kvenmaður, þegar maður sér þetta brjálæði!“ „Heyrðu! Getum við ekki stjakað þessari rauðhærðu kerl ingu þarna svolítið frá, svo að við komumst að glugganum og getum kíkt inn. — Já, hún læt- ur sig.-----Við að hrinda? — Nei, ég held nú síður! Þér verð ið að afsaka, en það er ýtt á okkur. Fólkið er brjálað! Nei, rekið ekki olnbogann svona í mig, þetta er, sko, ekki hægt. Við eigum þó víst að teljast sið aðar manneskjur, er það ekki? Erum það við, sem stjökum og hrindum? Nei, takk! Við erum siðaðar manneskjur. Það er lygi! — — — En það getur verið, að við hrindum frá okk- ur, ef illa er að okkur farið. — — ■—■ Svona, þykir yður þetta betra? Jú, við getum líka gefið olnbogaskot. — Svona. ■— — Nei, takk, þér byrjuðuð------“ —„Jæja, þar komum við henni frá! Je minn! Hvað hún gat ver ið frekk og óforskömmuð. Við hefðum bara átt að kalla á lög- regluna. Nú sjáum við inn um gluggann. Sérðu — sérðu þessa sætu skó þarna, sem hann er að sýna ógeðslegu stelpunni? Je minn almáttugur, þeir eru svoddan draumur, að ég gæti étið þá. Hún ætlar þó víst ekki að kaupa þá, — veit manneskj- an virkilega ekki, hvernig hún er. Jú, hún kaupir þá! Drottinn minn dýri..— Við verðum að muna eftir að kaupa okkur ekki líka skó. — Ekki get ég hugsað mér að ganga á svipuöum skóm og hún! Ég gæti drepið hana“. „Ætlar mannskráttinn ekki að fara að opna og hleypa okk ur inn? Er hann Brjálaður! Þar ýtir einhver á mig. Ó—æ—æ ég kalla á lögregluna. Er fólkið brjálað" -—- — — Bærinn ku vera reiðubúinn að leggja eina milljón króna í síldarbræðsluna! Von er að prívatmenn séu í vandræðum með seðla sína vegna eignakönnunarinnar, fyrst svo stóropinberir aðilar þurfa að lauma slíkum fjár- fúlgum undan. En hvers vegna að láta alla þessa seðla í síld- arbræðslu? Að vísu hef ég séð kámuga seðla, en varla svo, að sennilegt geti talizt, að úr þeim fengist lýsi að nokkru ráði. Væri ekki þarfara að kynda undir hitaveitunni með þeim einhvern frostdagmn? Daphne du Maurier: DULARFULLA VEITINGÁHUSIÐ Efnalaug Hafnarfjarðar h.f. Strandgötu 38, sími 9219. Kemisk fatahreinsun og pressun. Vönduð vinna. Fljót 'afgreiðsla. En Mary var þegar búin að fylla bolla og rétti honum hann þegjandr. „Við vorum öll fædd hér,“ sagði Jem og benti með höfðinu upp að loftinu, „þarna í herberginu uppi.jEn Joss og Matt voru, fullorðnir menn þegar ég var smástrák ur, sem hékk í pilsunum á mömmu. Við sáum pabba ekki mikið; .en þegar hann var heima, þá vissum við af honum. Ég man eftir, að hann kasitaði hníf í mömmu einu sinni; hann særði hana fyrir ofan annað augað, og blóðið rann niður andlitið á henni. Ég var hræddur og hljóp og faldi mig í hornimu hjá eldstónni. Mamma sagði ekki neitt; hún baðaði aðeins augað með köldu vatni og svo gaf hún pabba kvöldmat- inn. Hún var hugrökk kona, það á hún, þó að hún talaði ekki mikið né gæfi okkur ekki mikið að borða. Hún hafði mig fyrir eftirlætisgoð þegar ég var lítill, af því að ég var yngstur, hugsa ég, og bræður mínir voru vanir að berja mig þegar hún sá ekki til. Við vorum ekkert sérlega ástúðlegir hver við annan bræðurnir — og ég haf séð Joss berja Matt þangað til hann gat ekki staðið á fótun- um lengur. Matti var skrítinn skratíti; hann var þögull, lík- ur mömmu. Hann drukknaði þarna í mýrinni. Þú gætir kallað þar af öllum kröftum, og enginn myndi heyra til þín nema fuglinn fljúgandi eða einmana hestur. Ég var einu sinni nærri orðinn fast- ur þar sjálfur.“ „Hve langt er síðan móðir þín dó?“ spurði Mary. ,,Sjö ár á jólunum,“ svar- aði hann og fékk sér meira kjöt. ,,Nú, þegar búið var að hengja pabba og Matt var drukknaður og Joss farinn til Ameríku og ég að alast upp eins og villingur, þá varð mamma mjög trúrækin og lá á bæn öllum stundum og kallaði á drottinn. Ég gat ekki þolað það, og ég kom mér í burtu héðan. Ég var til sjós á Padstow, skonnortu, um tíma, en það átti illa við magann í mér og ég kom heim aftur. Ég fann mömmu, sem varorðin horuð eins og beinagrind. ,,Þú ættir að borða meira,“ sagði ég við hana, en hún vildi ekki hlusta á mig, svo að ég fór í buftu aftur og var í Plymouth um tíma og vann fyrir mér á minn hátt. Ég kom hingað aftur til að fá mér jólamat- inn, og ég kom að staðnum yfirgefnum og læstum dyr- unum. Ég var brjálaður. Ég hafði ekkert borðað í sclar- hring. Ég fór til North Hill og þar var mér sagt, að mamma væri dáin. Hún hafði verið jörðuð fyrir þremur vikum. Ég hefði eins vel get að verið kyrr í Plymouth vegna maitarins, sem ég fékk þessi jólin. — Það er ostur í skápnum á bak við þig. Viltu helminginn af honum? Það er maðkur í honum, en hann gerir þér ekki mein.“ Mary hristi höfuðði, og hún lét hann fara og ná í hann sjálfan, „Hvað er að?“ sagði hann. „Þú ert eins og veik belja á svipinn. Er þér strax orðið illt af kjötinu?“ ' Mary sá hann fara aftur í sætið sitt og setja þurran óstinn ofan á gamalt brauðið. „Það verður gott, þegar enginn Merlyn er til í Corn wall,“ sagði hún. „Það er betra að hafa sjúkdóm í sveit inni heldur en fjölskyldu eins og ykkar. Þið bræðurn- ir voruð fæddir sundraðir og illir. Datt þér aldrei í hug, hvað móðir þín hlyti að líða?“ Jem leit undrandi á hana og var búinn að stinga brauðsneiðinni upp í sig. „Mamma var ágæt,“ sagði hann. „Hún kvartaði aldrei. Hún var orðin vön okkur. Hún giftist pabba þegar hún var sextán ára* hún hafði engan tíma til að láta sér líða illa. Joss fæddist árið eftir að hún giftst, og svo Matt. Tíminn fór í að hugsa um þá, að þegar þeir voru komnir af höndum varð hún að byrja upp á nýtt með mig. Ég var örverjið. Pabbi varð fullur á Janneeston markaðn- um, þegar hann var búinn að selja þrjár kýr, sem hann átti ekkert í. Ef það hefði ekki farið svona, sæti ég ekki hér núna að tala við þig. — Réttu mér skálina þarna.“ Mary var búin að borða. Hún stóð upp og fór að taka diskana af borðinu, þegjandi. „Hvernig líður liúsbónd- anum á Jamaicakrá?“ sagði Jem og hallaði sér aftur á bak í stólinn og horfði á hana setja diskana í vatnið. „Fullur eins og pabbi hans á undan honum,“ sagði Mary stuttdega. „Joss eyðileggur sig á því,“ sagði bróðir hans alvar- lega, „Hann drekkur alveg frá sér vitið og liggur eins og svín í nokkra daga. Einn daginn drepur hann sig á því. Bölvaður bjáninn. Hvað hef- ur það staðið lengi núna?“ „Fimm daga.“ „O, það er nú ekki mikið Ævintýri Bangsa Dabbi digri starir undrandi á þetta furðufley og segir fátt í fyrstu. „Já, ég skal reyna að hjálpa þér, lagsmaður!“ segir Dabbi, „en komdu fyrst sjálfum. þér á land!“ Bangsi gerir það, og þá gerir Dabbi digri sér lít- ið fyrir, grípur með rananum í segl bátsins. og hnykkir honum upp á bakftann. En hann hefur gert ráð fyrir að báturinn væri þyngri, en hann er, og fellur flatur aftur á bak við átakið. „Hvað er þetta!“ segir hann. „Báturinn er léttur sem fis. Úr -hvaða efni er hann eiginlega gerður?“ MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING 1 Ncwsleaturet FORSTJÓRINN: Þér hafið nýjan kunningja í fylgd með yður, herra Ching. CHING KAI: Já; — og hann er, eins og þér, einlægur aðdáandi kínverskra söngleikja. FORSTJÓRINN: Gleður mig. — Sem Bandaríkjamaður hlýtur hann að kannast við Gerðu Lind. hina kunnu söngkonu, sem skemmtir hér löndum hans. ÖRN: Hver skyldi ekki kannsatt við hina glæstu Gerði? — ;— GERÐA: Hvað —þú. — ÖRN: Vindling?-------Eld? — -

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.