Alþýðublaðið - 06.02.1948, Page 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudaginn 6- febrúar 1948
Ein milljón króna í erlendum gjaldeyri á dag. —
Höfum við gert okkur bað lióst. — Búskapur
heimilanna og búskapur þjóðarinnar. — Bréf um
skringilegt útvarpskvöld.
HÖFUM VIÐ í raun og veru
gert okkur það Ijóst, að við
þurfum eina milljón króna í
erlendum gjaldeyri á hverjum
einasta degi til þess að afla
brýnustu nauðsynja handa okk-
ur erlendis frá? Mér finnst alltaf
að fólki sé það einhvern veginn
ekki Ijóst, að það gildir ná-
kvæmlega sama um þennan bú-
skap okkar og búskap hvers
heimilis. Ef heimilið hefur ekki
nægilega miklar tekjur til að
fjölskyldunni geti liðið sæmi-
Iega, fer allt um þverbak. Ef
við öflum ekki nóg íil útflutn-
ings eða erum ekki samkeppn-
isfærir við aðrar útflutnings-
þjóðir, þá sverfur að, nauðsynj-
ar vantar, kaffiskammturinn
minnkar, fatnaðurinn verður af
skornum skammti, glysið hverf
ur alveg.
ÓÁNÆGÐUR HLUSTANDI
skrifar þetta bréf: „Ég er einn
af þeim, sem lesa öll blöðin og
hlusta á útvarp þegar ég hef
stund frá störfum mínum og
eitthvað er að hafa í því ágæta
menningartæki. Ég vil finna
eitthvað gott v.ið alla hluti, en
útvarpið er eitt af þeirn tækjum
menningarinn'ar, sem mér
finnst vera alveg búið að íyrir-
g-era rétti sínurn með að fólk
hlusti nokkru sinni á það, í það
minnsta ef manni skyldi liggja
á að bera það fyrir sig sem ó-
yggjandi heimild.“
„ÉG ER MIKILL unnandi
Slysavarnafélagsins og hef æv-
inlega glaðzt af hverjum sigri
þess og hryggzt að sama skapi
af hverju óhappi og mistökum,
sem því hafa orðið á.“
„EÍNS GG FLESTIR VITA
af frásögn blaða og útvarps, þá
átti þetta ágæta félag 20 ára af-
mæli nýlega, og hafði ég ætlað
mér að vera viðstaddur skemmt
un félagsins í Sjálfstæðishús-
inu, en vegna óviðráðanlegra
atvika g'at ekki orðið. af því. Ég
ásetti mér því strax að reyna að
fylgjast svo sem unnt væri með
dagskrá félagsins í útvarpinu,
því ég á kost á að hlusta á það
á vinnustað. Ég var búinn að
lesa í öllum dagblöðum bæjar-
ins samhljóða tilkynningu um
dagskrá' útvarpsins, þar sem
meðal annars var g.etið um, að
hinn góðkunni gamanleikari A1
freð Andrésson myndi annast
eitt skemmtiatriði í hófi félags-
ins um kvöldið.“
„EINS OG KUNNUGT ER,
er þessi ágæti listamaður búinn
að dvelja lengi utanlands til að
fullnuma sig í list sinni og
hugði ég nú gott til að hlusta á
hann og það fyrir- lítinn pen-
ing. En hvað skeður svo? Kvöld
útvarpið tilkynnir, að Brynjólf
ur Jóhannesson annist þetta at-
riði. Þessi ágæti og vinsæli leik-
ari er að vísu ákaflega góður
kraftur í skemmtanalífinu, en
það er nokkur missmíði á, að
maðurinn heitir alls ekki Al-
freð Andrésson. Það var svo
sem allt eins hjá útvarpinu.
Það tilkynnti ekki einu sinni að
Brynjólfur kæmi í stað Alfreðs.
Það virðist ekki vera upp á
marga fiska háttprýðin hjá
þeim þarna í útvarpinu gagn-
vart hlustendunum, eins og
raunar kom allt of átakanlega
fram hjá þulnum síðar um
kvöldið.“
„ÞAÐ VAR ALLTAF öðru
hvoru allt kvöldið verið að til-
kynna þetta atriði, sem fram
átti að fara í Sjálfstæðishúsinu,
en svo þegar kemur að hinni
stóru stund, tilkynnir þulurinn
að ekkert verði af ,þessu og
verði þess í stað leikin nokkur
danslög, að vísu a£ skemmti-
stað, en í lok dagskrárinnar tal-
ar þulvurinn enn einu sinni til
okkar og tilkynnir, að eins og
áður hafi verið tilkynnt, þá falli
þetta margnefnda atriði niður
að þessu sinni í útvarpinu, en
þetta fari að vísu fram, en
Brynjólfur hafi óskað eftir að
þuría ekki að flytja það í .út-
varþ að þessu sinni. En aftur á
móti, segir þulurinn, sé hverj-
um manni, sem þess óskar,
heimilt að koma niður í hús og
hlusta þar á leikarann, ef hann
vilji kaupa sig inn.“
„NÚ ÍMYNDA ÉG MÉR, að
margir vilji spyrja: r Hvaðan
fcom þulnum heimild til að hafa
þessi orð? Var honum ekki
kunnugt um að klukkan var
orðin 23.35 og búið að loka hús
inu fyrir 5 mínútum? Kemur
þetta kannske frá æðri stöðum?
Ef svo er, hver er það þá, sem
gefur þessa fáránlegu fyrirskip-
Frh. 'af 7. síðu
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h-f.
Skorfur vinnuafls og
opinberar frara-
kvæmdir.
KOMMÚNISTAR hafa
gert írtikið að því að full-
yrða, að núverandi ríkis-
stjórn legði áherzlu á að
draga úr hinum og þessum
verklegum framkvæmdum.
Ályktunin, sem þeir hafa
svo dregið af þessari fullyrð
ingu sinni, er sú, að ríkis-
stjórnin s;tefni að atvinnu-
leysi og hruni.
Þeir, s'em fylgzt hafa með
íslenzku atvinnulífi síðast lið
ið ár, eru auðvitað ekki í
neinum vafa um, að þessi
'flutningur kommúnista hef-
ur ekki við minns-tu rök að
styðjast. Það hefur til þessa
verið hér skortur á vinnu-
afli, og svo er enn. Atvinnu-
leysi hefur ekki þekkzt hér
á landi á þessu tímabili,
nema hvað verkamenn gengu
iðjulausir óhæfilega langam
tíma á síðast liðnu sumri,
meðan hið pólitíska verk-
fallsbrölt kommúnisita stóð
yfir- En sök þess var öll hjá
kommúnistum, sem hafa gert
íírekaðar tilraunir ttil að
koma á vinnustöðvunum og
. atvinnuleysi, en saka svo
ríkisstjórnina um afbrot,
sem þsir einir hafa framið.
’ >!:
Kommúnistar hafa nú eimu
sinni enn byrjað að kyrja
sönginn um það. að verið sé
að stofna rtil atvinnuleysis.
í sambandi við afgneiðslu
fjárlaganna, sem alþingi hef
tur nú til maðferðar, fullyrða
þeir sem sé, að verulegur
niðurskurðuir á verklegum
framkvæmdum eigi sér stað,
en þar með sé verið að kalla
yfir þjóöina hrun og atvinnu
levsi.
Fjárveitingar þær, sem á-
ætlaðar eru til verklegra
framkvæmda á vegum ríkis
ins á yfirsitandandi ári, gefa
ekkert tilefni til þessa mál-
flutnings kommúnisita. Kom
múnistar verða að reyna að
gera sér grein fyrir því, að
hér á landi er.u fleiri atvinnu
rekendur en ríkið og að fleiri
framkvæmdum að vinna en
framkvæmdum ríkisins. Bæj
arfélögin víðs vegar um
, land hafa til dæmis marg-
iþæltt og aðkallandi v-erkefni
með höndum, og hér í Reykja
'vík eru framkvæmdir bæj-
larfélagsins nú orðnar , mun
umfangsmeiri en framkvæmd
ir sjálfs ríkisins 'voru fyrir
nokkrum árum. Til þessara
framkvæmda þarf mikið
vinnuafl, eins og raun hefur
borið vitni undanfarin ár.
En fyrst og fremsit ber þó að
mimnast þess, að framleiðslu
tækin til lands og sjávar
þarfnasit mun m'eiri1 vinnú-
brafts en áður var og að í
þeim efnum hefur okkur ís-
lendingum borið vandamál
að höndum, sem full ástæða
er til að hyggja að.
*
Nú þegar er svo komið
málum, að sum fiskiskip okk
ar íslendinga geta ekki sótt
veiðar, vegna þess að ekki
fæst (til þeirira það vinnuafl,
sem nauðsynlegt er. Þetta
vandamál verður stærra og
alvarlegra svo að segja með
hvierjum nýjum mánuði, þar
eð stórfelld aukning á sér
stað á sviði skipaflotans. Með
tilliti til þess, að hagur og
afkoma þjóðarinnar allrar
stendur og fellur með því,
að hægt sé að starfrækja til
fulls hin nýju, stórvirku at-
Alþýðuflokksfélags Eeykjavíkur verður í
Alþýðu'húsinu við Hverfisgötu sunnudag-
inn 8. febrúar.kl. 2 e. h.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Áríðandi að sem flestir félagsmenn mæti.
Stjórnin.
um uppkasf ai viðbófarsamnfngi
við kaups og-kjarasam ningi á bofn
vörpuskipum frá 20. sepf. 1942
fer fram á skrifstofum Sjómannafélaganna í
Reykjavík og Hafnarfirði, laugardagmn 7. febrú-
ar 1948 og' stendur yfir' frá kl. 10—22.
Atkvæðagreiðslan er fyrir þá togarasjómenn,
úr Sjómannafélagi Reykjavíkur og Sjómanhafé-;
'lagi Hafnarfjarðar, sem í landi eru þann dag. Sam
tímis fer fram atkvæðagreiðsla á þeim togurum,
sem eru utan heimahafnar.
Uppkast að viðbótarsamningnum liggur
frammi á skrifstofunum þann dag. Félagsmenn
'sýni félagsskírteini sín er iþeir mæta við atkvæða-
greiðsluna.
Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur
Stjárn Sjómannaféiags Hðfnarfjarðar,
.'ti'ftsVfi*' k:k fú k. f&hLtz hihúhi hú fti T
a Kaupum hreinar léreftstuskur. &
Álþýðuprentsmiðjan hJ.
Auglýsið í áijifðublaðinu
vinnutæki, sem framleiða
mesitan hluta þjóðarauðsins,
og útflutningsins, er í meira
lagi tvísýnt, að ríkið eigi að
stuðla að manneklu við þau
með því að ráðast í verkleg
ar framkvæmdir, sem ekki
eru tengdar nauðsyn Iíðandi
stundar. íslendingar sem
aðrar þjóðir verða að ein-
beita kröftum sínum að fram
leiðslustörfum, sem tryggja
aukinn úitflutning. Rekstur
framleiðsluitækjanna verður
að sitja í fyrirrúmi fyrir öI3-
um öðrum framkvæmdum,
sem á annað borð þola bið.
Þessi viðhorf skilja komm-
únistar ekki; en þjóðin, og
verkalýðurinn sér í lagi, mun
skilja þau og svara á viðeig-
andi hátt á sínum tíma blekk-
ingunum um það, að forustu-
menn landsins stefni að hruni
og atvinrauleysi og láti stjórn-
ast af hneigðum, sem ekki
hvarfla lað nei,num nemat
kommúnistum-