Alþýðublaðið - 07.02.1948, Side 5

Alþýðublaðið - 07.02.1948, Side 5
Laugardagur 7. febr. 1948 ALÞÝÐUBLAPIÐ- 5 Vifmundyr Jórssoei: Ueh fyfsöfumáf. Baráffusagi ég ekki fengið haggað og því miður litlar horf- ur á, að mér endist til þess embættisaldur. Ligg- ur ljóst fyrir mér, hvað þessu veldur. Það eru undirtök fárra, en óbilgjarnra sérréttindamanna í sambandi við lyfsölumáíin, fáfræði og hleypi- dómar, eða algert sinnuleysi alls almennings um allt, er að .málum þessum lýtur, og síðast, en ekki sízt umkomuleysi löggjafarvalds og ríkis- stjórna, sem hættir við að hverfa til tveggja skauta og vera ýmist algert handbendi hvers konar sérréttindaburgeisa þjóðfélagsins eða telja sig helzt aldrei hafa umboð til að lyfta sér skör hærra en allra aumasti lágkúruskapur al- mennings segir fyrir um. Nú hafði ég ætlað, ef nokkurn tíma yrði saga af þessum málum, að hún yrði þurr og sann- íræðileg, í hæsta lagi lærdómsrík, án nokkurs bókmenntagildis. En einnig um það ætlar mér að skeika. Þegar ég, sem staðið hef í svo löngu Sýningin í Lisfamannaskálanum opin í dag frá kl. 1—11. Ef þið viijið fylgjast með tímanum, þá verðið þið að kunna nokkur skil á mest umrædda vandamáli núíímans, Skýringar-kvikmyndir sýndar um byggingu efn- isins og rafmagnið og myndir frá aomsprenging- um sem hér segir: kl. 2, 4, 6, 8,30 og 10 síðd. Svo sem þakkarlaust er, mun ég á undan öðr- um og betur en aðrir hafa gert mér ljóst, hversu áfátt er orðið allri skipun lyfsölumála vorra, sem búa við forna og löngu úrelta danska lög- gjöf frá árinu 1672. Árið 1929 reit ég ýtarlega tímaritsgrein um skipun þessara mála (Vaka, 3. árg.) og markaði þar róttæka stefnu, sem ég hef ekki síðan þótzt sjá ástæðu til að hvika frá í höfuðatriðum. Fróðlegt þótti mér að heyra nú nýverið, að prófessorinn í lyfjafræði við Há- skólann í Kaupmannahöfn, hinn merkasti mað- ur, hefur á næst liðnu ári lýst svipaðri grund- vallarskoðun þeirri,' sem ég hélt fram í grein minni fyrir rúmum 18 árum, enda vakið úlfa- þyt meðal lyfsala af liinum gamla skóla í Dan- mörku. Ekki fyrir það, að mér detti í hug, að nokkuð hafi verið til mín sótt í þessu efni, heldur þykir mér þetta vitnisburður um, að ég hafi ekki farið með staðleysur einar, enda verð- ur með hverju ári ljósara, hvert stefnir í lyf- sölumálum um allar jarðir, þó að ýmislegt valdi því, að þróunin sækist seinna en skyldi. Þegar ég tók við núverandi embætti mínu, hafði ég á fáu meiri áhuga en að taka lyfsölu- málunum tak. Og satt að segja hef ég við fátt eða ekkert lagt meiri alúð en að mega einhverju ’.im þoka í þeim efnum. Þó hefur farið svo, að mér hefur auðnazt að koma nafni á endurskoð- un að kalla allrar heilbrigðislöggjafarinnar — en hinni nærri 300 ára gömlu lyfsölulöggjöf hef stríði og leitað alls lags við að koma fram sem róttækustum endurbótum á skipun lyfsölumál- anna, almenningi til öryggis og hagsbóta, verð ekki eingöngu að una þeim gangi sögunnar að bíða ósigur. í hverri atrennu, heldur á síðan þeim sögulokum að verða stimplaður af hinum sama almenningi sem höfuðdragbítur allra end- urbóta í þessari grein heilbrigðismálanna, þá eru það í sannleika svo listræn sögulok, að ég kveinka mér við að hagga við þeim á þann hátt; sem gert verður hér á eftir. Skólafólk, sem kemur í heilum bekkjum með kenn- ara, fær aðgang fyrir hálft gjald. Skólastjórar eða kennarar geta pantað tíma fyrir eða eftir hádegi í síma 4878 kl. 11—12. Stúdentar úr Verkfræðideild háskóíans niunu artnazt skýringar frá kl. 8 á hverju'kvöídi. Ég hafði ekki lengi setið í landlæknisembætt- inu og kynnt mér horfur á að koma fram endur- bótum á skipun lyfsölumálanna í þá stefnu, er ég hafði markað, þegar mér varð ljóst, að um ekkert slíkt gæti verið að ræða, á meðan lyf- sölufróðir menn íslenzkir væru ýmist allir í sérréttindastöðum lyfsala eða teldu sig þá og þegar eiga slíka stöðu vísa. Hins vegar hugði ég viðhorfið mundi breytast, er lyfsölufræðing- um*) hefði fjölgað verulega um fram það, að helzt allir hlytu að helga sig þrengstu lyfsala- sjónarmiðum. Þótti mér því ráðlegast að láta lyfsölumálin kyrr liggja um hríð að öðru leyti en því, að löggilt var ný lyfjaskrá og endurnýj- aðar allar reglur um afgreiðslu lyfja til sam- ræmis við það, sem tíðkaðist í nálægum lönd- um, auk þess sem fræðslu lyfsölufræðinga var skipað með lögum. Á kreppuárunum fyrir ófriðinn þrengdi gjald- eyrisskortur, sem kunnugt er, mjög að allri verzlun landsmanna og m. a. tilfinnanlega að lyfjaverzluninni. Horfði jafnvel til stórvand- ræða að birgja landið að lífsnauðsynlegum lyfj- um. Algert skipulagsleysi á lyfjainnflutningn- um gerði málið enn tprleystara, en lyfjainn- flutningur er að lögum frjáls, ekki einungis öll- um lyfjabúðum, heldúr hverjum heildsala og umboðssala, sem vera skal. Nú er minnstur hluti lyfja lífsnauðsynleg lyf,-öllu til skila haldið, að helmingur þeirra hang'i í að vera nauðsynleg lyf og hæpið að telja vei'ulegan hluta þess,' sem f) Svo af ásettu ráði. Pliarmaeologia er lyfja- fræSi í víðtækustu merkingu og hefur ætíð heitið svo á íslenzku. Hún er ein aðalgrein læknisfræði, enda geta læknar einir tileinkað sér hana að gagni. Pharmacolog er læknir sér- fróður í lyfjafræði og verður samkvæmt því að heita lyfjafræðingur á íslenzku. Pharmacia (Apotekerkunst) er aftur sérgrein lyfjafræð- innar og lætur sig einkum varða iðnfræðilegar og verzlunarfræðilegar hliðar hennar. Á hana leggja stund og að miklu leyti verklega þeir, sem ætla sér að starfa að lyfjagerð og (eða) lyfjasölu og ljúka námi sínu með lyfsalaprófi, sem ætíð hefur heitið svo. Samkvæmt þessu virðist eðlilegt að kalla þessa sérgrein lyfja- fræðinnar lyfsölufræði á íslenzku, en sérfræð- ingur í greininni, pharmaceut, verður þá að heita Iyfsölufræðingur (lyfjari kæmi einnig til greina). Á hugtökunum annars vegar pharma- cologia og pharmacolog og hins vegar pharma- eia og pharmaceut hefur hingað til verið full- kominn ruglingur, að því. er tekið hefur til þýðingar á íslenzkt mál, og er tími til þess kominn að greiða úr, ekki sízt eftir að vér höf- um eignazt báðar tegundir þessara lyfjasérfræð- inga (kennari læknadeildar háskólans í lyfja- fræði ér pharmacolog: lyfjafræðingur) og mun- um • eftirleiðis eiga. þá er eftir, til nauðsynjavöru. Drjúgur. hluti lyfja og lyfjaefna er jafnframt hversdagslegasta verziunarvara. Auk þess er eitt og sama lvfið falt og að þarflausu flutt inn í hégómlega breytilegu formi, iðulega heitið eitt, sem skilur tegundirnar, en jafnvel fróðustu læknum um megn að átta sig á öllum þeim glundroða. Þeg- ar svo er í pottinn búið, má geta nærri, að gjald- eyrisyfirvöldum er algerlega ókleift að hafa nokkurn skynsamlegan hemil á innflutningnum. Einmitt þegar þetta er skrifað, hef ég til um- sagnar verðlagsmál á hendur lyfsala, sem játar sig hafa keypt stórkaupum samkvæmt lyfjainn- flutningsleyfi eftirsóttan brjóstsykur, sem læ- víslega er kenndur við hósta, en er á boðstólum I hverri sælgætisbúð og almennum verzlunum, að svo miklu leyti sem slíkar verzlanir fá hðnn innfluttan. Vill lyfsalinn skjóta sér undan á- . kvæðum verðlagslaganna um rétt verð á brjóst- sj’krinum, með því að hann sé fluttur inn og seldur sem lyf. Þessi brjóstsykurpóstur er skýr vísbending um, að ekki sjá lyfsalar sér undan-1 tekningarlaust hag í því, jafnvel ekki á tímum hins hörmulegasta gjaldeyrishallæris, að halda gjaldeyriskvóta sínum til hinna lífsnauðsjmleg- ustu lyfja. Var það einmitt sá veikleiki lyfsala og annarra lyfjainnflytjenda, er stóð í svo skíru Ijósi, serri orðið gat, í hinum illrændu gjaldeyriskröggum fyrir ófriðinn. Jafnskjótt sem ófriðurinn hófst, bættist það ofan á gjaldeyrisskortinn, að við blasti sú ægi- lega hætta, að ófriðurinn tæki þá stefnu, að lyfjaútvegun til landsins yrði torsótt, jafnvel þó að ekki stæði á gjaldeyri, eða tepptist þá og þegar gersamlegá. Mátti hverju barni vera skiljanlegt, hver höfuðnauðsyn var á því, eins og á stóð, að nota hinn takmarkaða gjaldeyri til að birgja landið, svo vel sem unnt væri, að hinum lífsnauðsynlegustu lyfjum, þá að öorum nauðsynjalyfjum, en láta allan gjaldeyrisfrekan hégóma og hindurvitni, sem státa með lyfjaheit- um, sitja á hakanum; enn fremur að kleift.yrði gert að koma við gagngerðu eftirliti, ekki aðeins með innflutningnum, heldur lyíjabirgðunum á hverjum tíma til trýggingar því, að hvorki yrði of né van einstakra tegunda með tilliti til þarfa og geymsluhæfis. Landið átti að minnsta kosti einn lyfsala, sem duldist ekki, hvað hér var í húfi, og var gædd- ur þeim þegnskap að láta sig það varða. Rædd- um við málið ýtarlega og urðum fljótt ásáttir um, að viðhlítandi árangurs væri ekki að vænta af minna háttar aðgerðum en þeim, að allur lyfjainnflutningur til landsins kæmist á eina hönd, og þá að sjálfsögðu undir ríku opinberu cftirliti. Höfðum við hröð handtök.og gengum frá tillögum til ríkisstjórnarinnar (í september 1939) þess efnis, að löggilt yrði eitt alls herjar lyfjainnkaupasamband lyfsala og ríkis í sam- Fr.amhald á 7. síðu. Áf marg gefnu filefni skal það enn- einu sinni tekið fram, að Leikfélag Reykjavíkur lánar ALLS EKKI búninga á grímudansleiki. ■4 um uppkast að viðbétarsamnmgi við kaups og kjarasamningi á boin : vörpuskipum frá 20. sepf. 1942 j i fer fram á skrifstofum Sjómannafélaganna í S í Reýkjavík og Hafnarfirði, í dag 7. febrúar 1948 | • | og stendur yfir frá kl. 10-^22. Atkvæðagreiðslan er fyrir þá togarasjómenn, ij úr Sjórpannafélagi Reykjavíkur og Sjómannafé- j| lagi Hafnarfjarðar, sem í landi eru þann dag.'Sam-- S 1 tímis fer fram atkvæðagreiðsla á þéim togurum, | sem eru utan heimahafnar. Uppkast að viðbótarsamningnum liggur 1 frammi á skrifstofunum þann dag. Félagsmenn sýni félagsskírtemi sín er þeir mæta við atkvæða- greiðsluna. j Sfjórn Sjéiíiannaféfaii iefijaviur 1 Sfjðrn Sjémannaféfags Hafnarfjarðar. ; ÞÓRS-CAFÉ. Gömlu dansarnir Laugardaginn 7. febrúar klukkan 9 síðdegis. Aðgöngmniðar í síma 6497 og 4727. — Miðar af- hentir frá klukkan 4—7. Ölvuðum mönnum stranglega bannaður aðgangur. rrrrvrrrrrrrmiYiYrrrmi^^ Auglýsið í Alfiýðublaðinu J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.