Alþýðublaðið - 19.02.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.02.1948, Blaðsíða 5
Fimmíudagur 19. fébr. 1948 ALÞYÐUBLAÐIÐ Vlimundur Jónsson: Um iyisðiumál. Baráttusaga. IX-X Sumum kann að finnast þessi greinargerð orðin í lengra lagi um ekki yfirgripsmeira mál. En jafnvel hin minnstu mál eru oft flóknari en ætla mætti í fljótu bragði, auk þess sem þau eru stundum eins og til þess kjörin að varpa ljösi á víða vegu í kringum sig. Og þá hefur málsútlistunin algerlega mistekizt, ef sinnugur lesandi sér hér ekki mynd og líkingu hinnar almennu baráttu, er hagsmunum heildarinnar. lýstur saman við sérhagsmuni einstaklinga, og um leið spegilmynd skrykkjóttrar afstöðu hinna svo kölluðu málsvara almennings til þeirra átaka. Vara vil ég eindregið við því að líta svo á, að lyfsölumálin eigi hér nokkra sérstöðu, að öðru leyti en því sem þau kunna að varða al- menning meira en mörg önnur mál. Ég hef einnig ríka tilhneigingu til að taka lyfsala og lyfsölufræðinga í algert forsvar, ef svo kynni að verða litið á, að þeir væru yfirleitt síðri þjóð- .félagsþegnar en aðrir borgarar. Þegar þeir standa í því efni hallara en skyldi, er það efa- laust fyrir það eitt, að þjóðfélagiðý meira und- ir þegnskap þeirra en flestra annarra starfs- stétta. Fyrir örfáum árum voru þrjár konur fluttar fárveikar nokkurn veginn samtímis og með svipuðum einkennum á sjúkrahús og benti til mjög alvarlegrar eitrunar. Bárust böndin að einu og sama lyfi, sjóveikislyfi, er þær höfðu allar fengið úr sömu lyfjabúð og tekið af fyrir- skipaðan skammt. Hryg'gileg mistök um blönd- un lyfja koma fyrir í lyfjabúðum og þó miklu sjaldnar en óttast mætti, þegar þess er gætt, hver heimilisiðnaðartök eru höfð á lyfjagerð- inni við þá skipun, sem viðgengst og of mörg- um lyfsölum og lyfsölufræðingum er hagsmuna- og metnaðarmál að halda uppi. Það er m. a. þessi ægilega misfer,lishætta, sem gerir það að verkum, að ólíku er saman að jafna að stofna til lyfjabúðarrekstrar og rekstrar brauðbúðar eða mjólkurbúðar, sem sumir virðast leggja nokkurn veginn að jöfnu. Lyfsalar eiga þess kðst að bregðast mjög misjafnlega við, er misferli verða í lyfjabúðum þeirra. Nokkru áður en konunum slysaðist, urðu ekki óáþekk, en reyndar ekki eins afdrifarík mistök í annarri lyfjabúð. Lyfsalinn, nýlátinn heiðursmaður, varð fyrstur til að skýra frá, hvað orðið hafði. Lagði hann þegar öll gögn á borðið, svo að hvert smáatvik lá skýrt fyrir, m. a. það, hver starfsmanna lyfjabúðarinnar átti beina sök á misferlinu, og sá bað sér engrar miskunnar. Hins vegar skýrði lyfsalinn svo frá, að þrátt fyrir hina slysalegu yfirsjón, væri þessi starfsmaður ekkþ aðeins prýðisvel. kunn- andi, heldu'r einhver samvizkusamasti lyfsölu- fræðingur, sem hjá sér liefði unnið fyrr og síð- ar. Baðst lyfsalinn þess eins að fá að taka per- sónulega á sig alla sökina, og mætti til sanns vegar fæfa að rekja hana til ónógs eftirlits af sihni háifu og ekki násgilfega góðra starfsskil- yrða, sem hann einn ætti að bera ábyrgð á. Það er erfitt að taka hárt á yfirsjónum, þegar á þann hátt er við brugðizt, og víst virtist engra refsiáðgerða þörf til þess, nð hlutaðeigendur létu sér mistökin til varnaðar verða eftirleiðis. Yar þetta og aðeins Iátið sæta áminningu, en orkaði þó tvímælis að taka ekki harðara á mál- inu.með tilliti til siðferðilegs uppeldis stéttar- innar sem heildar. Plér er rétt lýst viðhorfi trúrra þjóna almennings, er vita sig eiga að taera og vilja bera jafnvel hina þyngstú ábyrgð verka sinna og er fullkomin andstæða viðhorfs af- 'brptamanna til þjóðfélagsins, sem vinna verk sín með gúmglófum og skipta síðan um nafn og raka Skegg sitt til frekára öryggis. Svo að aftur sé vikið ao misferlinu, sem leiddi til óhappa kvennanna þriggja, var þegar unnt að reka sig úr skugga um, að við lyfseðla lækn- anna, er lyfinu höfðu ávísað, var ekkert að at- huga. Til hlutaðeigandi lyfjabúðar var hins vegar ekkert að sækja nema blákalda synjun, meðan stætt var, en síðan vífilengjur og undan- brögð. Ekkert var eftir af sams konar l'yfi, sem úti hafði verið látið, og hafði þó verið gert í slumpum, en ekki jafnótt sem hver lyfseðill var afgreiddur. Engu síður var teflt fram eiginni rannsókn(!), er átti að sýna, að lyfið hefði verið eii^s og því bar að vera. Opinber efnagreining leiddi hins vegar í ljós, að hið verkandi eitur- efni í hinu úti' látna lyfi var fyrir hendi í átttug- földum þeim skammti, sem vera átti. Jafnvel réttarrannsókn fékk ekki leitt í ljós, hver starfsmanna lyfjabúðarinnar hefði gert lyfið. Hvers var þá ábyrgðin á þessu misferli? Að vísu kostaði það ekkert mannslíf, en aðeins fyrir það, að svo vildi til, að hið háskalega eitur lyfs- ins var seindrepandi, en um fjölda annarra eit- urefna gat verið að ræða þess eðlis, að margfalt minni mistök hefðu getað valdið skjótum dauða tuga manna. Ég og þáverandi eftirlitsmaður lyfjabúða, sem bjuggum málið í hendur réttvís- innar, höfðum tilhneigingu til að líta svo á, að í hlutarins eðli lægi, að lyfsala bæri ætíð að hafa þá reglu á framleiðslu lyfja úr eitruðum efnum í.lyfjabúð sinni, að jafnan mætti ganga að hlutaðeigandi lyfsölufræðingi og koma fram ábyrgð á hendur honum, ef út af bæri, en ella yrði meiri eða minni ábyrgð að skella á lyfsal- anum sjálfum. Ákæruvaldið leit á annan veg á málið og hugði engan verða hér. sakfelldan. Þá beiddumst við þess, að dómur gengi í málinu, svo að í ljós kæmi, löggjafanum til glöggvunar, öryggisleysi almennings í þessum efnum, einnig með tilliti til þess, að sú eftirtekt, sem máls- sóknin vekti, gæti orðið hlutaðeigandi lyfjabúð makleg áminning, en lyfsölum og lyfsölustarfs- fólki yfirleitt næsta þarfleg ábending til viðvör- unar. En við það var alls ekki komandi. Þá var komið á framfæri við Alþingi frumvarpi til laga um aukna ábyrgð lyfsala í sambandi við mis- I ferli í lyfjabúðum. Lyfsalar og lyfsölufræðing- ar snerust þegar öndverðir gegn þeirri lagasetn- ingu, og nægði það auðvitað til þess, að þingið gerði ekkert í málinu. Vel má vera, að ákvæði frumvarpsins hafi verið í strangara lagi, með því að það var samið að nýorðnu því misferli, sem greint er frá hér næst á undan, og við blöskrun á ábyrgðarleysi allra á því misferli. En reyndar hefði það ekki átt að vera Alþingi óviðkomandi að sníða af frumvarpinu misfell- urnar. í frúmvarpi því til lyfsölulaga, sem svo i oft hefur verið minnzt á hér að framan, er ábyrgð lyfsala gerð slík, að ætla má, að það svari allvel tilgangi sínum, og ákvæðum þar að lútandi hagað svo, ao tæplega verður með rök- um að fundið. En á meðan beðio er þeirrar lagasetningar, býr almenningur, að fróðustu manna áliti, við það öryggisleysi í þessum efn- um, að misferli getur hvenær sem er orðið hér í lyfjabúð, svo að jafnvel hálf Reykjavík liggi dauð eftir, án þess að sakarábyrgð verði komið fram á hendur nokkrum manni, ef þess er að- eins trúlega gætt að halda því vandlega leyndu, hver er persónulega valdur að misferlinu, og er ekkert auðveldara. Hvorki ríkisstjórn né Al- þingi getur verið þetta ókunnugt, en sú vitn- eskja nægir þó ekki til þess, að hinir háu aðilar sjái nokkra nauðsyn á því að hraða endurskoð- un lyfsölulöggjafarinnar, sem ótalmargt annað kallar þó ríkt eftir. . Enginn skyldi nú ætia, að hér segi frá eins- dæmi um lög og rétt í þessu landi, og get ég jafnvel fundið þess átakanleg dæmi í mínum þrönga verkahring. Áriö 1935 voru sett hér lög um fóstureyðingar, og vöktu þau athygli og umtal víða um heim, sem mun fágætt um ís- lenzka lagasetningu. Heimskumiur fræðimaður um fóstureyðingarmál ritaði yfirlitsrit um það efni skömmu síðar og' taldi íslendinga forustu- þjóð á þessu sviði og fóstureyðingarlöggjöf þeirra mega vera öðrum stærri þjóðum tii fyr- irmyndar og eftirbreytni. Það hvílir á herðum örfárra lækna vorra að halda uppi þessari merku löggjöf, en margir læknar um hve.rn einn þeirra hafa aðstöðu til að traðka hana nið- ur í svaðið og snúa viðleitni hinna í hjákátlegan skrípaleik. Þó að fóstureyðingarlöggjöi vor sé svo mannúðleg, að öllum heilbrigðum kröfum sé unnt að sinna á fullkomlega löglegan og sið- . samlegan hátt, er það því miður á almanna vit- orði, að hér viðgangast ólöglegar fóstureyðing- ar, jafnvel í stórum stíl. Hvað eftir annað hafa slík mál komið til kasta réttvísinnar, en verið æ óg aftur tekin þeim vettlingatökum, að við ekkert er hægt að líkja annað en það, sem á er- landu máli er kallað „sabotage“, þó að auð- ’vitað sé öðru máli að gégna. Svo langt hef- ur þetta gengið, að þá virðist sakborningur meg'a ætla sig öruggastan gegn því að þurfa að bera ábyrgð gerða sinna, ef svo má hejta, að hann sétstaðinn að verki. Þegar sýnt var, að rétt- vísin ætlaði gersamlega að bregðast í málinu, var sent neyðarkall til læknastéttarinnar og hún beðin að neyta samtaka sinna löggjöfinni til, verndar — sinni eiginni löggjöf, því að lækna- stéttin hafði ágreiningsíaust staðið að hverju smáatriði löggjafarinnar með mér. Því kalli var ekki sinnt, en ég kaldsvitna, í hvert skipti sem mér flýgur í hug, að ég verði þá og þegar kraf- inn reikningsskapar fyrir hönd þjóðarinnar, Framhald á 7. síðu. Hafarbúððn, Ingólfsstræti 3. Sími 1569. hefur daglega á boSstóIum: Svínasteik Kálfasteik Lambasteik Nautasteik. úíargar tegundir smárétta. Allt á kalt borð. Allar íegundir af á-Ieggi, salöt. Afgreiðum eftir pöntunum allar te.gundir af ábætum. Smurt brai’ð og snittur. Allt smurt brauð er smurt með smjöri. f Ingólfsstræti 3. Sími 1569. ' Fréffabréf frá Ákureyri AKUREYRI í ja-núar. UM ARAMOTIN verður flestum hugsandi mönnum að lítá yfir liðið ár og meta hvort á því hafi eitthvað mið að áfram þeim mál'um, sem í byrjun þess. voru efst á baugi eða héidu innrejð sína á því herrans ári. Vill bá oft svo fara, að jafnvel aukaat- burðir og smámál koma fram á sjónarsviðið og vilja líka gera sig gildand't. A síðast liðnu ári gerðist ýmislegt hér norður frá, sem ekki telst til daglegra við- burða. Sumt af því var sorg legt. Annað gleðilegt og at- hyglisvert. Sumt líka mikil- vægt, sem sjá má á því sem hér verður getið. Árið var eitt af beztu at- vinnuárum, sem yfir bæinn hafa komið, og það þóít si'id veiðin brygðist eins og vitað er. Fleiri og stærri skip voru gerð út héðan, en nokkru sinni fyrr. Sumarið eitt hið bezta og fegursta, sem elzíu menn muna. Heilbrigði í meðallagi og bæjarbragur ekki versnandi. Svo margar íbúðir voru reistar að veru- lega dró úr húsnæðisleysinu. Nokkrlr einstaklingar tóku upp þá nýbreytni að byggja bús vfiir sig sjálfir undir um sjón byggingameistara. . — Unnu þeir hver hjá öðrum og sparaðist mikill aðkeypt- ur vinnukraftur með þessu. , Työ stórhýsi — fjórðungs- sjúkrahúsið og heimavistar- hús menntaskólans —- koiiv, ust undir þak á árinu, og frímúrarar luku samkomu- hússbyggingu sinni. Ríargir góðir gestir, hmlendir og er- lendir; gisitu bæíinn. Þar bar hæst krónprins Norðmanna. Ferðaskrifstofa — útbú frá Ferðaskriifstofu ríkisins í Reykjavik — starfaði yfir sumarmánuðina. Söfntiðurinn fékk nyjan aðstoðarprest, sem þegar hefur safnað um sig allstórum hópi, ung- menna, sem sækja. sunnu- dagaskóla hans í vetur. Virt ur og vinsæll menntaskóla- meiistari lét af störfum. Nýr tók við. Sama saga gerðist við barnaskóla bæjarins. Ekki verður svo skihð við þennan þátt bæjarannálsins að ekki sé getið þeirra sorgar daga, sem flugslysið mikla í Héðinsfjarðarfjalli leiddi yf- dr þæinn, þar sem 13 af íbú- um bæjarins fórust. Líkfylgd irnar þrjár — frá höfninni upp í kirkju kvöldið eftir slys'ið, frá kirkjunni um borð í Ægi, þegar Sunnlending- arnir voru kvaddir, og frá kirkjunná suður í garð þegar Akureyringarnir voru jarð- aðir — munu flestum Akur- eyringum minnisstæðar. Svo stórfenglegt, hljótt, en þó' tignarlegt og fagurt var alit í sambandi við þennan. ein- stæða atburð, að hann gleym ist trauðla. Tvær nýjungar í atvinnu- málum bæjarins áttu sér stað á árinu. Bærinn keypti Krossanesverksmi ðjuna og rak hana yfir sumartímann. Mun hann hafa sloppið skað lítill frá þessu þrátt fyrir síldarleysið, en sá var ljóður á þessu fyrirtæki, að Akur- eyr'ingar njóta ekki atvinn- unnar við það, heldur íbúar Glæsibæjarhrepps Annað var tilkoma togarans Kald- baks, sem er upphaf nýs þátt ar í atvinnulífi bæjarins. Hefur heill og hamingja fylgt þessu óskabarni bæjar- ins og reksturinn gengið' með , ágætum. Verður því ekki með réttu neitað að á árinu hafi nokkuð miðað fram á við, og þeir itienn, sem fyrir því hafa barizt, að allt hjakkaði ekki í sama far- inu og áður, hafi séð nokk- urn árangur iðju sinnar. En hvernig er þá útlitið, þegar litið er til framitíðar- innar? Hvaða verk-efni bíða. á hinu nýbýrjaða ári? A atvinnumálasviðinu b'er þar hæst tvo nýja togara., sem von er á að komi á ár- inu. Annar er bæ-jartogari. Hinn er eign Guðm. Jörunds sonar útgerðarmanns. Eru itogararnir báðir nýtízku skip. Næst eru hin ráðgerðu hafnarmannvirki og dráttar- brautin í sambandi við þau, sem Alþýðuþlaðið hefur get- ið nýlega . HlutafjársÖfnun til þessa fyrirtækis er ákveð in og söfnunin hafin. Eru undirtektir agætar, og velt- ur n.ú á því, hvort fjárfest- inigarleyfi fæst og gengið verður frá skipulagi þessara. mannvirkja við höfnina, svo að hægt verði að hef ja fram kvæmdir. Þá standa vonir til að hægt verði að halda á fram með þær byggingar,. Frh. af 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.