Alþýðublaðið - 06.03.1948, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.03.1948, Blaðsíða 7
Laugardagur 6- marz 1948. alþýðublaðíð 7 •------------------------• Bœrinn í dag. -------------------——<* Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Leiðrétting. Missögn var í greininni „Hver verður heimsmeistari í skák?“ sem bií'tist í blaðinu í gær. Sagt var að Botvinnik hefði orðið skákmeistari Sovét- ríkjanna í ár og Keres töluvert lægri, en það skákþing, sem þar er átt við, var ekki skákþing Sovétríkjanna, heldur skákmót, sem haldið var til minningar um skáksnillinginn Tchigorin. HANNES Á HORNINU (Frh. af 4. síðu.) litið í heiminum er svona ægi- legt, þá er lítið gert af hálfu ráðamanna þjóðfélagsins til þess að brýna menn um að rækta nú í sumar sem allra mest af matjurtum?“ Félagslíf GUÐSPEKISTÚKA HAFN- ARFJARÐAR. Fundur á morgun kl. 4 e. h. f Sjálf- stæðishúsinu. — Erindi, Gretar Fells o. fl. FERÐIR UM HELGINA: Hekluferð á laugardag kl. 4. — Kynnisför á Kefla- víkurflugvöll á sunnudag kl. 1.30 e- h. —- Skíðaférð á sunnudag kl. 10 f. h. Ferðaskrifstofa ríkisins. Sími 1540. Skíðaferðir að Kolviðarhóli í dag kl. 2 og kl. 6 og á sunniudag kl. 9 f. h. Farmiðar iseldir í Pfaff í dag. Skíðadeildin. Skíðafélag Reykjavíkur fer skíðaferð í Hveradali í fyrramálið kl. 9 ef veður leyfir. Farseðlar hjá L. H. Muller og við bíl- ana ef eitthvað óselt. Farið frá Austurvelli. •ajwri* Glímu- og íþróttanámskeið Ungmennafélags Reykjavík- ur fer fram í leikfimisal Menntaskólans þriðjudag og fimmtudag. Námskeiðið er fyrir unglinga og fullorðna. Glíma kl. 19,30. — Frjáls- íþróttir kl. 20,30 — Vikivak ar kl. 21. Handknattleikur karla er á miðvikudögum kl. 20,30 í ÍBR-hú'jinu. Þakkarávarp Eigendur bókabúðarinnar Helgafells hafa sýnt okkur mikla rausn og vinarhug með því að senda okkur tvívegis álitlegan f jölda ágætra nýrra og verðmætra 'bóka að gjöf. Um leið og við færum hinum rausnarlegu gefendúm innilegustu þakkir, viljum við geta þess, að bækumar voru vel þegnar og hafa veitt okkur margar ánægjustundir á hafinu. Skipshöfnin á bv. Helgafelli RE 280. MESSUR Á MORGUN ASaifundur 6uð- spekisíúku Hafnar- fjarðar AÐALFUNDUR Guðspeki stúku Hafnarfjarðar var hald inn 22. f. m. — Hafði starf- semi stúkunnar legið niðri, vegna fráfalls formannsins, Frú Unu Vagnisdóttur, á s. 1- hausti. Formaður var kosinn Þoirvaldur Árnason, skatt- stjóri, og varaformaður Ósk- ar Jónsson, forstjóri, en að öðru leyti var fráfarandi stjórn endurkosin. Framvegis verða fundir haldnir annan hvorn sunnu- dag (næst 7. þ. m.) í Sjálfstæð ishúsinu, og eru bæði meðlim ir, og aðrir, sem áhuga hafa á þeisisum málum, hvattir til að koma a fundina. Flóðið Framhald af 1. síðu. ið til hestanna á bátum og þeir sundreknir á þurrlendi. HVERIRNIR VIÐ LAUGAR- VATN KÓLNA Frá ýmsum öðrum stöðum að austan berast fréttir um mikla vatnavexti. I Laugar- vatni hækkaði svo, að það flæddi upp í hverina, og kóln- uðu þeir. Varð Laugarvatns- skólinn því upphitunarlaus í gær. Tvær vatnspípur sprungu þar einnig, en í gær var unnið að viðgerð þeirra. Síðdegis var allmikið farið að lækka í vatninu aftur, og var byrjað að rjúka úr hver- unum á ný. Finnland Framhald af 1. síðu. hernaðarbandalag milli Rússa og Finna muni verða- báðum þjóðunum til góðs. Fréttir seint í gærkvöldi greindu frá því, að ýmislegt benti til þess, að finnskir kommúnistar hugsi sér að fara að dæmi samherjanna í Tékkóslóvakíu um stofnun svokallaðra „athafnanefnda“ og eigi þær að reka ofsóknir gegn andstæðingum samn- ingsgerðarinnar við Rússa. Hefur finnski Alþýðuflokk- urinn varað félagsmenn sína við þessu og beint til þeirra fyrirmælum um, að þeir séu á verði, ef þeir verði á vinnu- stöðum eða annars staðar varir við af hálfu kommún- ista starfsemi, sem bendi tit þess, að þeir hafi pfbeldis- ráðstafanir í huga. Félag veggfóðrara 20 ára AÐALFUNDUR Félags veggfóðrara í Reykjavík var haldinn 22. ■ febrúar síðast liðinn. Var stjórnin öll end- urkjörin, en hana skipa: For maður Ólafur Guðmundsson, varaform. Þorbergur Guð- laugsson, æitari Sæmu.ndur Kr. Jónsson, gjaldkeri Frið- rik Guðmundss- go mieðstjórn andi Guðmundur Björnsson- Félagið minnist 20 ára af mælis síns með hófi að sam komuhúsinu Röðli í kvöld. i ráði að hafa aðra dýrasýningu í sumar. AÐALFUNDUR Sjómanna dagsráðsins var haldinm að Tjarnarcafé þriðjudaginn 2. marz- Á aðalfundinum voru lagðir fram reikningar Sjó- mannadagsins. Hagnaður af þeim 10 sjó- mannadögum, er haldnir hafa verið, nemur alls kr. 365 212,54. Um kr. 300 þús. eru handbærair, hitt er fólgið í ýmsum eignum, sem sjó- mannadagurinn á. Hagnaður af síðasta sjó- mannadegi var kr. 31 834,78 þegar búið er að draga frá um 26 þús. kr. vegna hug- myndasamkeppni vegna dval arheimilis aldraðra sjó- manna og annað því viðvíkj- andi. Alls voru um ármót í sjóði kr. 1 238 254,89, sem verja á til byggingar dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Alls eru handbærar um 1,6 millj. kr. til byggingar dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Ekki er enn ákveðið hve- nær byggingarframkvæmdir hefjast. Sjómannadagsráðið efndi til dýrasýningar í Örfirisey á s-1. sumri. Um 70 þús. kr. hagnaður varð af henni. Verður það fé lagt í bygging- arsjóð. Sjómannadagsráð hefur hug á að efna til annarrar sýningar að sumri komanda ef möguleikar eru til þess. Stjórn Sjómannadagsráðs var endurkjörin og er hún þannig skipuð: Formaður Henry Hálfans- son, gjaldkeri Bjarni Stefáns son, ritari Jón Halldórsson, varaformaður Þorvarður Björnsson, varagjaldk. Böðv- ar Steinþónsson, vararitari Pálmi Jónsson. Endurskoð- endur Kristmundur Guð- mundsson og Jónas Jónasson. i>egar Hitler og... Framh. af 5. síðu. Stalin og Molotov gátu ekki framfylgt fullkomlega vin- samlegri stefnú vegna stór- mennskúbrjálæðis og geysi legra útþenslu tilhneiginga, sem greip leiðtoga Sovét- ríkjanna eftir ágústmánuð 1939. Það er ráðgáta, hvers vegna Sovétforingjarnir á- litu nauðsynlegt að heimta Búkóvínu, til dæmis, og gengu með því í berhögg við grundvallarsáttmálann við Hitler. Þeir vildu fá Búlgar- íu, þótt á engan hátt verði séð, hvað hernaðaraðstaða Rússa gegn Þjóðverjum styrktist við það. Sennilega gátu Rússar ekki með neinu móti sloppið við stríð. Einhvern fíma hefði að því komið að Hitler hefði ráðizt á þá. En mjög bar á því, eftir skjölunum að, dæma, að hæfileikaskortur Stalins og Molotovs til að vera ánægðir innan þeinra takmarka, sem sett eru, hafi valdið árekstri í alþjóðamál um þá í öndverðri styrjöld- inni, svo sem nú eftir sigur- inn. Dómkirkjan Messa kl. 11 f. h. Séra Pétur Magnússon frá Vallarnesi. Séra Jón Auðuns þjónar fyrir altari. — Kl. 5 messa (altarisganga) séra Bjarni Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 1,30. Séra Jón Auðuns. Hallgrímssókn Messað kl. 2. Séra Jakob Jóns son. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Séra Sigurjón Árnasson. Laugamessókn Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Séra Garðar Svavarsson. Fríkirkjan Messa kl. 5 síðd. Unglingafé- lagsfundur í kirkjunni kl. 11 f. h. Séra Árni Sigurðsson. Nessókn - Messað á morgun kl. 2 í Kap ellu Háskólans, séra Jón Thorarensen. Hafnarfjarðarkirkja Messað kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson. Felix Guðmundsson flytur erindi á vegum Stór- stúku íslands í útvarpið kl. 1.15. Kvenfélag Hallgrímssóknar heldur afmælisfagnað sinn næstlcomandi mánudagskvöld að Þórscafé. Félagskonur til- kynni þátttöku sína sem fyrst. Báfar aðstoðaðir til hafna V ARÐBÁTURINN Faxa- boirg hefur nýlega dregið 3 báfca til hafnar hér við Faxa- flóa vegna vélbilunar. Bát- arnir voru þessir: 1. 23/2 m/b Nanna, SU. 24, skipstjóri Bogi Finnbogason. Bilaður var hringur í skipt- ingu vélar. Báturinn var dreginn til Hafnarfjarðiar. 2. 25/2 m/b Mummi, GK. 120, iskipstjóri Garðar Guð- mundsson. Báturinn dreginn undir Vogastapa, en þá komst vélin í lag, og var ekki npplýst um hvað að henni hefði verið. 3. 28/2 m./b Hilmir, GK. ■98, skipstjóri Þorsteinini Þor sfceinsson. Báturinn dreginn LT Keflavíkur. Kælivatns- ’æla var biluð. Þá hefur varðskipið Ægir 'ðstoðað þessa báta: 1- 17/2 m/b Skaftfelling- -rr. VE. 33, skipstjóri Brynj- ólfur Guðlaugsson. Báturinn Skátafélagið „Einherjar" 20 ára Frá ÍSAFIRÐI. SKÁTAFÉLAGIÐ „EIN- HERJAR“ á ísafirði varð 20 ára þann 29. febrúar. Stofn- endur félagsins voru 15, félag ar úr íþróttafélaginu Magni. Hefur félagið starfað vel und anfama áratugi og haft for- göngu um stofnun annarra skátafélaga á Vestfjörðum. Hafa félagar úr því farið á öll alþjóða skátamót og lands mót skáta síðan það var stofn að. Eiuherjar eignuðust eigin félagsheimili 1947 og eiga • skátabústaðinn Valhöll í TuUgudal. Skátarnir hafa und anfarið varið mikilli vinnu til endurbóta félagsheimili sínu og er þeim endurbótum nú langt komið, og eru húsa kynnin mjög vistleg. í tilefni afmælisins buðu skátar foreldrum sínurn og öðrum gestum að húsi og starfsemi sinni og á sunnu- dagsskvöldið héldu þeir sam sæti fyrir 80 boðsgesti!. Var þ'ar kaífidrykkja, ræðuflutn ingur, þá fór fram vígsla sex nýliða, úthlutun heiðurs- mierkja, varðeldur, leikir og söngur. Félagiruu bárust ýmísar góð ar gjafir og fjöldi heillaóska. m. a. 10 þúsund krónur frá bæiarstjóm ísafjarðiar. Starfandi Einherjar eru nú 120. Frá stofnun hafa aðeins verið tveir félagsforingjar, Gunnar Andrew, nú fram- kvæmdastjóri Rauða kross- ins í Reykjavík til 1941 og síð an Hafsteinn J. Hannesson i ’ bainkagjaldkeri. Á sunnudaginn fór fram söfnun meðal bæjarbúa veffra barnahjálparimhar og söfniuðu skátastúlkurnar Val kyriur 27 bús. kr í peningum oq- 82 fatapökkum. dreginn til Vastmannaeyja vegna brotins sveifarás!s í vél. 2. 24/2 m/s Jökull, VE. 163, skipstjóri Stemgrímur Biörrsson. Báturinn dreginn til Vest m a n n aayia, vegna þess að brætt var úr legum í vélinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.