Alþýðublaðið - 13.03.1948, Blaðsíða 5
liMi^rdagm* 13u -marz 1948.
ALÞÝÐUBLAQIÐ
f-tr
ÞAÐ ber oft við, að nem-
endur í iskólum í grennd við
Reykjavík, og jafnvel úr
meiri fjarlægð, skreppa til
hofuðstaðarins í hópum til
þess1 að líta á eitthvað af því
mlarkverða, sem þar er að
sjá. Þetta er hvort tveggja í
senn, skemmtiferðir og náms
ferðir.
Nú kann það í fljótu bragði
ekki að þykja neitt stórfyrir-
tæki að fylgja hóp skóla-
fólks á nokkra opinbara
staði í Reykjavík. En það er
þó svo, að vandfarnara. er
með hóp en einstakling við
slík tækifæri. Ferðin þarf að
vera allvel skipulögð og und
irbúin, svo að ekki fari í
handaskolum. T. t. eru ráða-
menn sumra opinberra stofn
ana í höfuðstaðnum svo
drýldnir og miklir af sér og
sínu embætti, að aðkomu-
menn geta ekki alltaf átt hjá
þeim. von skjótrar fyrir-
greiðslu,
Er hér ekki tilvalið hlut-
verk fyrir hina nýju og efni
legu ferðaskrifstofu okkar?
Það eru hreint ekki síður
ferðalög en hvað annað, þeg
ar utanhæjarfólk kemur til
DRÁGTIR
og fertningarkápur
KLÆÐAVERZLUN
Andrésar Andréssonar.
Kaupum fuskur
Raldurgöíu 30.
Reykjavíkur og æílar sér að
skoða borgina.
Ég er sannfærður um, að
skólamenn utan Reykjavíkur,
sem koma þangað msð nem-
endur í námsferðum, mundu
fagna því stórlega að mega
vænta þar ráðaneytis og full
tingis, sem ferðaskrifstofan
er- Þegar allt væri þar að stað
aldri á einni herdi, ætti að
ganga greiðara og fljótara að
fá aðgang og fyrirgreiðslu á
ýmsum opinberum stöðum og
stofnunum.
Annars er þessi hugmynd
að nokki’u leyti komin á rek
spöl, og skal ég víkja að því,
því áð ég er þar nokkuð hnút
um kunnugur. — Fyrir
skömmu var ég á ferð í
Reykjavík í fylgd með rúm-
lega tuttugu gagnfræðinga-
efnum frá Akrar.esi. Átti að
litast um á .einhverjum merk
isstöðum syðra. Fyrra dag-
inn, sem við vorum í lsið-
a.ngrinum, var hið versta veð
ur, auk þess sem nemendur
voru bundnir við handknatt-
leikskeppni þann tíma dags-
ins, sem heppilegastur er til
að heimsækja opinbera staði.
Ég átti þá af tilviljun leið
um í ferðaskrifstofunni og
skaut því fram- við starfs-
m-ennina þar, —-.þá fremur
í ga-mni en alvöru, — að
svona ferðalag ætti ferðaskrif
stofan að hjálpa til að skipu
leggja. Und-ir þessi orð var
tekið með -svo mikilli alúð,
að við fórum að ræða málið
í alvöru og athuga, hvað
hægt væri að gera. Við undir
bjuggum -síðan án frekari um
svifa fyrstu skólaferðina á
Kefl-avíkurflugvöll, og þótts
mér árang-urinn góður. Við
fórum næsta morgun, og
tókst ferðin með ágætum,
þrátit fyrir hvimlei-tt veður.
Gunnar Stefánsson, starfs-
maður ferðaskrifstofunnar
var leiðsögumaður okkar og
leysti það st-arf af höndum
með mikilli samviskusemi og
alúð, svo að á betra varð
ekki kosið.
Það má áreiðanlega læra
margt og mikið á því að skoða
Keflavíkurflugvöll, -einn
mesta flugvöll í heimi. M-arg
!r halda, að þar sé ekker.t eða
lítið annað að sjá en -auðn-
ina aina, og hana ömurlega,
en því fer fjarri, að svo sé.
Auk hinna risavöxnu vallar-
manrvirkja er þar að isjá
glæsilegar og geysistórar flug
vélar, hjálpartæki af full-
komnustu gerð, radartæki,
nýtízku hó-telrekstur o. m.
fl. Fyrir skól-afólk er slík
ferð, án nokkurs efa, varan-
Iegri fræðsla en j'afnlangt
flakk um Reykjavíkurgöt-ur
— að þeim ólöstuðum.
Ég sé mér ítil mikillar á-
nægju, að síðan þessi fyrsta
nemendaferð var farin á þess
ar slóðir, hafa fleiri skólar
komið á efítir á vegum ferða-
skrifstofunnar. Það er óhætt.
Þar syðra mæta menn alúð-
legum viðtökum, og auk þess
eru þessar ferðir skrifstofunn.
ar hræódýrar.
Gott er, að þeissi nýbreytni
ferða-skrifstofunnar hefur
t-ekizt vel. En viss er ég um,
að það mundi líka verða v-el
þegið, að skrifstofan greiddi
á sama hátt fyrir ferðalögum
um sjálfa Reykjavíku-rborg
— fyrir hópa námsfólks og
-aðra ferðamannahópa utan
af landi, sem þess óskuðu.
Það var til þess að skjóta
því erindi til réttra aðila, að
ég -stakk niður penna í þetta
sir.n.
Ragnar Jóhannesson.
Félagslíf
FfUfÐAFÉLAG
Reykjavíkur
fer skíðaferð í
Hv-eradali í
fyrramálið kl.
9 ef veður lyefir. Farseðlar
hjá L. H. Miiller og við- bíl-
ana >ef -eitthvað v-erður óselt.
Farið frá Austurvelli.
eru flulfar á Laugaveg 24
01 símanúmerill er 1180
*
Kaupið steypuna bjá -oss, þá sparið þér steypu-efni. Ekfcert efni fer í súginn. Nýtízku tæki
tryggja fljóta afgr-eiðsiu -og mikil afkös-t. Nákvæmi-ega vegið ©fni tryggir -góða st-eypu.
Öll steypa seld gegn staðgreið-slu og fást af§'reiðsluseð-kr á neðangreindum sölustöðum:
Ileykjavík.
SölusíaSir:
STEYPUSTÖÐIN H.F.
Laugavegi 24. - Sími 1180.
II. BENEÐIKTSSON & CO.
Hamai'shúsinu. — Sími 1228.
3
125 flugvélar komu
fil Keflavíkur
í marzmánuði
í FEBRÚARMÁNUÐI 1948
komu 125 millilanda flugvél
ar við á Keflavíkurflugvell-
inum, eru það mun fleiri
lendingar en undanfarna
mánuði. Innanlands flugferð
ir með viðkomu hér á vellin
um voru 29, þ-ar með taldar
13 æfingarferðir björgunar-
fl-ugvélanna hér á vellinum.
Eins- og áður var Amerdcan
Overseas Airlines með fíest
ar flugf-erðir, eða 34, næst
var Trans Canada Airlines
með 19, British Overseas Air
ways Corporation v-ar með
15, Air France með 11, og
Royal Dutch Airlines (KLM)
með 10 flugferðir. Sjö flug-
vélar Bandaríkjaflughers,
fimm Air Transport Comm-
an C—54 Skaymaster og tvö
B—29 -risaflugvirki lentu
hér á vellinum á leið sinni
til Þýzkalands.
Þá höfðu einnig viðkomu
sér: Scandinaviian Airlines
System, Seaboard & West-
ern, Trans Ocean Airways,
International Skyways, Oce-
on Air Tradeways og Ieeland
Airport Corporation.
• Með þeissum . flugvélum
voru 2243 farþgar, 48547 kg.
af flutningi og 35554 kg. af
flugpósti. Hingað komu frá
Evrópu og Ameríku 219 far
þegar, 34 800 kg. af flutn-
ingi og 887 kg. af flugpósfi.
Héðan fóru til útlanda 244
farþegar, 1666 kg. af flutn-
ingi og 450 kg. af flugpóst-i.
Trygve Lie, 'aðalritari sam
einuðu þjóðanna, kom hér
vdð á flugvellinum á leið
sinni til New York. Ráðherr-
arnir Stefán Jóh. Stefáhsson,
Bjarni Benediktsson, Emií
Jón-sson og Pétur Benedikt-si
son sendiherra fóru héðan
til útlahda.
Um það bil 1700 íslending
ar skoðuðu Keflavíkurflug-
völl í 'febrúar, þar >af 400
manns á veg-urn Ferðaskrif-
stofu ríkisins, á sunnudög-
um, og enn- fremur um 300
skólanemendur frá ýmsum:
framhaldsskólum í Reykja-
vík.
MESSUR Á MORGUN:
Fríkirkjan
Barnaguðsþjónusta kl. 11. •—-
Messa kl. 2. Séra Árni Sigurðs-
son.
Laugarnesprestakail
Messa kl. 2 e. h. Barnaguðs-
þjónusta kl. 10 f. h. Séra Garð-
ar Svavarsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Messað kl. 2. Séra Kristinn
Stefánsson.
Laugarnessókn
Messa kl. 2. Barnaguðsþjóra-i
usta kl. 10 f. h.
Nesprestakall
Messað í Mýrarhúsaskóla kk
2 e. h.‘ Séra Jón Thorarensen.
Stjórn
Bandalags ísl. listamanna heí
ur mælt með því við alþingi,
að Jóni Leifs tónskáldi verði
veittur fastur lífeyrir eins og
þeim rithöfundum íslenzkúm,
um, sem bezt eru launaðir af
opinberu fé.