Alþýðublaðið - 19.03.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.03.1948, Blaðsíða 5
5 Fösíutíagur r 19. Jnarz u 1948 ■ v I Stjórn Pero Argenfinu B D1 1 er 'komin úí. Nauðsynleg 'handbók þeim, er viðskipti eiga við útlönd. Sjálfsögð til sendingar hverju við- skiptasaanbandi erlendis. Meðal efnis eru upplýsingar um atvinnuvegi og utanríkisviðskipti, útdráttur úr ís- lenzkum lögum, tollskrá o. fl. á ensku, svo og skrár yfir opinberar stofnanir og fyrirtæki. Sendið vinum yðar erlendis DIRECTORY OF SCEEiND 1948 Aður Islands Addressebog. Fæst hjá'bóksölum. — Verð kr. 25.00. !Y 0F KELAND FYRRUM var tali'ð að Ar- gentina væri land kvikfjár og járnbrauta, innlends kvikfjár og brezkra járnbrauta. Það voru Bretar, sem lögðu þessu fjarlægá lýðveldi til mest all ar vélar. og snjalla verkfræð- inga. Öðru hverju, eii smátt og smátt minnkandi, var arð- ur sendur heim til Bret- lands. Frosið kjöt kom reglu lega ftil Bretlands. Ekki þótti allt ganga að óskum, en Bret ar héldu þetta mundi fara batnandi. Þeim fannst að Ar- gentínumenn ættu að vera þakklátir. Síðari heimsstyrjöldin skall á og Argentina var hlut laus, þangað til síðustu mán uði stríðsins, og fregnir frá Ameríku hermdu að Ai’gen tina væri jafnvel hlynnt Þjóðverjum. Þetta er rangur vitnisburður af hegðun Ar- gentinu á stríðsárunum, því að kjötinnflutningurinn hélt áfram til Bretlands í stríð- inu, þótt lítil greiðsla kæmi fyrir. Brezkir sendimenn, félög og blöð urðu sjaldan fyrir árásum, þúsundum sjálfboða ' liða var leyft að ganga í brezka herinn. Þátttaka Ar- gentinu í að koma í veg’ fyr ir njósnir öxulveldanna var meiri en rnargra annarra ríkja 1 Suður-Ameríku, sem í orði kveðnu voru rneð bandamönnum. En í febrúar rnánuði árið 1946 kom Beron fram á sjónarsviðið. Var sagt að hann ætlaði að koma á einræðistjórn í landi sínu. næst tók hann það fyrir að krefjast þess að Argentina fengi brezku járnbrautirnar. Var það t-alið ódrengilega að farið hér í Bretlandi, að hann skyldi vilja skipta á brezkum pundum og dollur- um; hann var enn 'fremur sakaður um að hækka kjöt- verðið svo sem um sölu á svörtum markaði væri að ræða. Og til þess að bíta höf uðið af skömminni krafðist hann þess að Bretar slepptu öllu tilkalli til Falklands- eyja. Þetta var sagt um Per on í blöðum Breta, en sann eikurinn í málinu er ekki svona einfaldur. Argentina er ekki enn þá hálfrar annarrar aldar göm- ul. Þegar Spánverjar höfðu verið reknir úr landinu og indíánar hraktir vestur og suður eftir landinu, urðu víð áttumikil svæði landsins auð. ,,Það að stjórna ríkinu“, sagði einn merkur stjórnmála maðuir. í Argentínu, „er að byggja landið. Innflytjendur komu frá Evrópu og smátt og smátt dreifast þeir yfir hinar óbyggðu sléttur vestur undir fjöllin. Arið. 1914 hafði íbúatalan komizt upp í átta milljónir, en nú byggja fimmtán milljónir landið. Til þess að sameina þá, sem voru nýkomnr, hinni þjóðfé lagslegu heild var stuðlað að þjóðhollustu. Börnum inn- flytjenda frá. Spáni, ítalíu, Mið-Evrópu, Grikklandi, Pól landi og Sýrlandi var kennt að þekkja myndir af hetjum þjóðarinnar, San Martin hers höfðingja og frelsishetju þjóðarinnar, og stjórnmála- mönnum og brautryðjend- um, sem komu á eftir hon um. Fáninn blái og hvíti var hafður á leikvöllum skól- anna og börn á skólaaidri voru Iátin læra ættjarðar- ijóð. -i. GREIN ÞESSI er eftir Georg Pendle og birtist í enska útvarpstímaritinu „The Lislener“. Fjallar greinin um Argentinu og síjórnmálaþróunina þar, en Perón forseti hefur mik il umsvif og gerir til dæm is kröfu tii Falklándseyja, sem talið hafa Bretum lengi. Peron Hinn mikli innflutningur, hillingar auðs og munaðar,, ólga ungra hugsjóna, hrað- inn og fjorið — allt þetta kom í veg fyrir það að of hrokafull þjóðerniskennd yxi. Það voru hin gíf- urlegu náttúrauðæfi og bjart sýni fremur en hetjur, fán- ar og ættjarðarljóð, sem mót uðu skapshöfn þjóðarinnar. Eftir heimsbreppuna órið 1930 var fólksfiutningi til Argentinu takmörk sett Þá hófst annar kaflinn i sögu þjpðernishreyfingarinn ar í Argentinu. Menn fóru þá að þreytast á afskiptum stór veldanna af stjórnmálum og efnahagsmálum. Öfgamenn sögðu að það væri svívirða að ferðast með brezkum járn brautum á argentinsku landi, að vinna hjá brezkum lar.d- búnaðarfyritælijum og nota símalagningar Báudaríkjá- manna. Þeir töldu það rang látt að velmegun þjóðarinn ar færi eftir verðsveifiúm á kornvöru og kjöti á heims- markaðinum, og að hópur er iendra manna rakaði að sér ■rjf'i á þvi að sel; i vörur ''ai.dsins, en bæna irnir, frarn ’e’ðendurnir sjái‘"r, berðust . bökkum. Þóttust þ.vr v'ssir um, að svo lengi, sem auðæfi Argentinu væru öll fólgin í kornvöru og kjöti, væri iðn- aðarþróun landsins hindruð og sömuleðis mundi verða kornið í veg fyrir að landið yrði sjálfstætt efnahagslega. Þannig hófst nútíma þjóð ernisstefna Argentinu. Síð- ari heimstyrjöldin flýtti mjög fyrir þróun iðnaðar- ins. Var það ljóst í lok ófrið arins að sambandið milli brezks iðnaðar og argentinsks landbúnaðar mundi fljótt verða að engu. Var nú sagt í Argentinu, að þar þyrftu menn ekki lengur á erlend- um neyzluvörum að halda, svo sem vefnaðarvörum því um líku, bví að slíkt væri hægt að framleiða heima. Aftur á móti yrði að flytja inn vélar til þess að byggja verksmiðjur og víkka út samgöngukerfið, stál, kol og olíu. Og það var þá, sem Peron hershöfðingi setti stjórnmálaskoðanir föður landsvlna í Argentinu saman í heilsteypta og sannfærandi stefnuskrá. Hann sagði: Hingað til var það landbún- aðuirinn, sem ekki aðeins Djónaði hagsmunum annarra, landa og fárra auðmanna, heldur og Argentinu sjálfr- ar. Engin keppni átti að vera á milli landbúnaðar og iðnað ar, báðar þessar atvinnu greinar áttu að verða máttar stoðir efnalegs sjálfstæðis og velmegunar þjóðarinnar. Mörgum Argentinumönnum var farið að finnast, að þeir væru eins konar yfirþjóð framtíðarinna*-. Þá hafði dreymt um að Argentina væri fær um að skapa þann nýja heim, sem Columbus hafði aðeins fundið. Og þeg ar Peron hershöfðingi steig fram á svalirnar í ok'tóber 1945 og sagðist skilja þessa drauma og mundu láta þá rætast, fannst fjöldanum, sem stundin væri komin. 24 febrúar 1946 var hann í lýð ræðislegum kosningum kos- in forseti lýðveldisins. Um það bil helmingur kjós enda kaus hann og það af fúsum og frjálsum vilja. Þetta var það sem þeir vildu. Og hinn nýi forseti itók til óspilltra málanna. Hann gerði fimm ára áætlun; Argenitína skyldi gerð að miklu iðnaðarlandi, óháðu erlendu fjármagni og erlend um vörum, landi, sem notaði sjálft, ef þörf krefði, allar sínar birgðir af kjöti og korn vöru og væri sem hinn gífur legd jötunn suðursins. Komið var á fót þjóðlegri sölustofn un, sem kaupir kjöt og korn vöru af framleiðendunum og selur erlendis með miklum hagnaði. Er fjármagnið Iátið 'ganga í það að verðbæta mat vælasölu innanlands, koma upp .iðnaðarfyi’iritækjum og öðrum fyrirtækjum, svo sem raforkuverum, samgöngufyr irtækjum og verzlunarflota, sem nú er orðinn töluverður. Gert var ráð fyrir því í stefnuskrá Perons að 4 000 000 manna væru fluttar inn í landið („Það að stjórna ríkinu, er að byggja Iandið“) og þegar eru innflytjendurn ir farnir að streyma þangað frá ítalíu og öðrum löndum Evrópu. Miklar fúlgur erlends gjaldeyris hlóðust upp á stríðsárunum og skyldu þær notaðar til þess að kaupa upp erlendar eignir í land- inu, svo sem brezku járn- brautirnar og bandarísku símalagningarnar. Fleiri þess konar kaup áttu og að fara frarn. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur atriði úr stefnuskrá Perons forseita, en hún kemur víða, við, og er því vinsæl meðal argen- tinsku þjóðarinnar, sem er bjartsýn og þráir framfarir. Stefna Perons forseta í at- vinnumálum og fjármálum hefur sýnilega ákveðnar al- þjóðlegar afleiðingar. Veld- ur hún miklum breytingum á jafnvægi verzlunarmála oig fjármála. Hún gerir það tinu sem stórveldi á sína vísu, ekki hluta úr brezka kerfínu heldur peð í tafli Bandaríkjanna í Suður-Ame ríku. Forsetinn hefur nú fyr ir skömmu hafið baráttu gegn yfirráðum Breta á Falk landseyjum og hjálendum þar í grennd með það íyrir augum að styrkja hina nýju skipan í Argentinu og sam- eina hverflandi landsmenn, ef til sundurþykkju kæmi innanlands. Falklandseyjar, er Argentinumenn þekkja frá blautu barnsbeini sem Islas Malvinas, hefur lengi verið taldar óaðskiljanlegur hluti landsins, en Bretar hafi af frekju gripið þar völd in meðan Argentina átti í baráttu fyrir sjálfstæði sínu við heimsveldi Spánverja. Þetíta er ekki ný krafa. For- setinn hefur í sambandi við Falklandseyjamálið sem óg önnur atriði stefnuskrár sinnar vakið upp, og fylgt fram með mikilli atorku, þrám og hugsjónum, sem lengi hafa blundað í brjóst- um samlanda hans. Astæðan fyrir þessum út- þensluáformum forsetans er sú, að gróði lands hans er efitirsóttur erlendis, að Banda ríkjunum er mjög annt um að varðveita gott samkomu- lag í Suður-Ameríku og að Bretar eru eins og sakir standa veikir fyrir; — en þeir skiptu á járnbrautum sín um í Argentinu fyrir góðar ársbirgðir af kjöti, og er þá ekki itrúlegt að næsta ár selji þeir í örvæntingu eyjarnar fyrir sömu vöru? Svo gæti Parón hugsað. Ekki mundu verzlunarhöldair Bandarík j - anna heldur taka sér það ákaflega nærri þótt Bretar yrðu að láta í minni pokann suður þar. En eigi að síður eru til var hugaverðir þættir í málefn- um Argentinu. Forsetinn-hef ur dregið kjark úr bændum með því að verja ágóða þeirra iðnaðinum til fram- dráttar. Þurrð er nú orðin á dollaraeign þjóðarinnar, en ekki fást vélar frá þeirn lönd um, sem ekki krefjast greiðslu í dollurum ög ekki heldur eldsneyti, en hvort tveggja er mikil þörf fyrir vegna fimm ára áætlunar forsetans. Tekjur verka- manna hafa lækkað og vinna í höfnum minnkað, en verka menn áttu drjúgan þátt í því að bera Perón upp í vald^- stólinn. Dýrtíð fer vaxandi, þrátt fyrir allt, og fólksflutn ingar inn í landið S'tandast ekki áætlun enn sem komið er. Enn fremur er stjórnarand staðan geysihörð. Hún er skipuð prófessorum og dóm urum, sem vikið var úr emb æt'tum, svo og fylgismönn- um þeirra; hagfræðingum, sem ekkert sjá annað en öngþveiti í iðnbyltingu á kostnað landbúnaðarins; sósí alisitar, sem telja stjprnina fasistíska; útgefendur dag- blaða, sem bönnuð hafa ver- ið; -aragrúi einstaklinga, sem hafa haft kynni á franskri frjálshyggju og kenningum innlendra hugs- uða og finna að persónulegt frelsi fyrirfinnst varla í Ar- gentinu, og síðast en alls ekki sízt hérforingjar, sero. eru óánægðír með dekur for seít’ans við verkamenn og telja hækkun launa höfuð- orsök dýrtíðarinnar. Hefur jafnvel orðið vart við upp- þot öfgafullra þjóðernis- sinna; mislíkar þeim, hve stefna forsetans er sam- kvæm stefnu Bandaríkj- anna. Það er samt fjarr lagi að ímynda sér að Perón njóti ekki lenigur trausts meiri- hluta þjóðarinnar. Hvers vegna hefði þjóðin átt að missa trú á hann? Hann er persónugerfingur drauma hennar, myndarlegur, auð- ugur og lánsamur. Aldrei hsfur Argentina verið jafn auðug og nú, aldrei jafn sjálf stæð og aldrei hafa stórveld in sýnt henn^ jafn mikla virð ingu og nú. Það væri einnig mikil skammsýni að vanmeta hæfni Peróns sjálfs. Hann hefur góða dómgreind og er laginn , við að finna hinn rétta tíma fyrir hvert vsrk. Hann er viljasterkur og at- orkusamur. Enginn stjórn málamaður gerþekkir svo eðli þjóðar sinnar sem hann. Olíklegt virðist, að hann muni leggja í áframhaldandi bai’áttu við erlend ríki. Ar- gentinumienn eru viðkunnan leg og greiðvikdn þjóð, sern nýtur þess mest af öllu að lifa í auði og munaði, og þar í mun leynást hætta fyr dr fimm ára áætlunina og verzlunarstofnun ríkisins. DR. HELGI P. BRIEM hefur nýlega tekið við starfi sínu sem sendifulltrúi Is- lands í Stokkhólmi. Afhenti! hann embættisskilríki sín í íyrradag. og I nauðsynlegt að lita á Argen-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.