Alþýðublaðið - 17.04.1948, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.04.1948, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. apríl 1948 ALÞÝÐUBLAM® 7 ííœr inn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvarzla; ngólfsapótek, sími 1330. Næturakstur: Hreyfill, sími 6633. MESSUR Á MORGUN: Laugarnessókn Messa kl. 2 e. h. Séra Jóhann Hannesson prédikar. Barnaguðs þjónusta kl. 10 f. h. Séra Garð- ar Svavarsson. Nesprestakall. Ferming í dómkirkjunni kl. 2. Séra Jón Thorarensen. Fríkirkjan Messa kl. 2, ferming. Séra Árni Sigurðsson. Húsmæðrafélag Reykjavíkur efnir til sumarfagnaðar n. k. mánudag, 19. þ. m., í Tjarnar- café. Fjölbreytt skemmtiskrá. Allar húsmæður velkomnar. Verðlaunaveiting fyrir Reykjavíkurmótið í skák og landliðskeppnina fer fram að Þórsgötu 1 klukkan 9 í kvöld. Félagslíf Ferðaskrifstofa Ríkisins. Skíðaferð í fyrramálið kl, 10 O’g kynnisför á Keflavíkur flugvöll kl. 1,30. Skíðaferð í kvöld kl. 6 og fyrramálið kl. 9 Farmiðar seldir í Ilerrabúðinni kl. 10 itil 2 í dag. Skíðaferðir að Kolviðarhóli í dag ki'. 2 og 6 og é morgun kl. 9. Fai-miðar £ Pfaff. Inn'anfélagsmótið Laugardag' ttd. 7 e. h. svig kvenna. Sumnudagur kl. 10,30 svig karla kl. 11,30 svig drengja og kl. 4 e. h. skíða- 'ganga. Skíðadeildin. Farfuglar sttdðaferð í Blá- fjöl á sunnudag kil. 9 f. h. Farmiðar við hílana. Langt aá: stað frá Iðnskólanum. Stjómin. Víðavangshl'aup KR fer fram í dag kl. 16.00. Keppenc ur mæti í íþrótta- húsi Háskó'lans !kl. 15,15. Drerugjahlaupið fer fram á morgun fcl. 11. Frjálsíþróttastjómin. « Skátar! Piltar og stúlkur, ylf ingar, iljósálfar. Gönguæfing á morg- un, sunnudag kl. 10 f. h. við S'kátaheknilið. Mætið í bún- ingi. Skátafélögin í Reykjavík. Minniogarorðí ..Kynslóðir koma; kynslóðir fara.“ ÞESSI ORÐ eru . öllum kunn, og við sjáum þetta daglega, að einn fæðist en annar deyr, sem kallað er, og við búumst við þessu, að oreyttir og gamlir kveðji j pennan heim, en samt er það svo, að þegar þeir falla frá, oá veldur það ástvinum og vinum sársauka og hryggðar. Svo er það við lát frá Rakel- ar Jónasdóttur frá Núpi í Dýrafirði, sem lézt að heimili Unnar dóttui' sinnar og tengdasonar síns, Viggós Nathanaelssonar, Bárugötu 23, 2. apríl. Frú Rakel kom hingað að eita sér lækninga, og naut iún hér ágætrar umhyggju hjá dætrum sínum fjórum, sem allar skiptust á um að hjúkra henni sem bezt með ástúð og kærleika. Rakel sál. var skagfirzk að ætt; hún fæddist 4. júní að Skúfsstöðum í Viðvíkur- sveit 1868. Foreldrar hennar voru þau Guðrún Margrét Halldórsdóttir og Jónas Jón- asson. Þau voru bæði af góð- um stofnum runnin í Skaga- firði, en því miður get ég ekki rakið ættir hennar. Þó veit ég, að Ingibjörg, móðir Vil- hjálms Stefánssonar land- könnuðar og Margrét (en svo var hún ávallt nefnd) voru bræðradætur, og gæti ég trú- að því, að kjarkur sá og þrautseigja sú, er Vilhjálmur hefur til að bera, hafi Rakel einnig verið í blóð borin, því að mörgum ísmola hefur hún mátt velta frá fótum sér á frumbýlingsárum sínum, með stórt og gestkvæmt heimili, möirg ;börn og litla heilsu. Ung fór Rakel á kvenna- skólann á Laugalandi og lærði þar bæði tii murtns og handa., sem kallað er-. Nám hennar sóttist svo vel, að allt lék í höndum hennar, og bókhneigð var hún og gáfuð, og alla ævi var það hennar mesta yndi að lesa, og vand- lát var hún á höfunda og bækur. Árið 1894 fluttist Rakel til Dýrafjarðar og giftist sama ár Kristni Gulaugssyni, sem þá var búfræðingur í Mýra- hreppi. Vorið eftir hófu þau búskap á stórbýlinu Núpi í Dýrafirði og bjuggu þar n'okkuð á fimmta áratug, en þá tóku tveir synir þeirra við jöirðinni og búa þar enn. Þau Rakel og Kristinn eignuðust 9 börn; ein dóttir dó 7 ára; hin lifa öll; fjórir synir þeirra búa í Mýra- hreppi, en 3 dætur eiga heima hér í Reykjavík; ein er gift, tvær reka prjónastofu og ein er kennslukona nú á Lauga- vatns kvennaskóla-. Öll eru systkinin ágætar manneskj- ur, trygg og vinföst, og má þar segja, að eplið falli ekki langt frá eikinni. Með þessum fáu og ófull- komnu orðum langar mig að minnast þessarar ágætu konu sem samstarfsmanns og félaga í góðtemplararegl- unni. Ég igekk í stúkuna Gyðu ^nr. 120 1916, og störfuðum yið þar saman þar til 1923, að ég futti til Reykjavíkur. Stúkan Gyða var fámenn ■sveitairstúka, þá stofnuð fyrir nokkrum árum af þeim bræðrum Kristni Guðlaugs- syni, manni Rakelar, kunn- um baráttumanni frá 'banns- árunum og mörgum öðrum nýtum störfum, og Sigtryggi Guðlaugssyni, skólastjóra og presti, Rakel og Bimi Guð- mundssyni skólastjóra og öllum eldri börnum þeiirra hjóna, Rakelar og Kxistins og fleiri ágætum félögum, sem enn halda heit sín í regl- unni. I þeim verkahring kynnt- ist ég Mka Rakel, en annars vorum við nágrannar í 7 ár, og ávallt reyndist hún mér vinur. í stúkunni okkar starf- aði hún rólega og með festu, og aldrei var hún svo þreytt eða stöirfum hlaðin, að hún kæmi ekki á fundi, og frá stúkufundum í Gyðu hef ég hugljúfair minningar. Þá j starfaði einnig öflugt ung- mennaélag í Mýrahreppi, og þá sást aldrei vín á neinum. karli eða konu; enda sást ó- j víða vín um hönd haft meðan bannið var óspillt. | Þess vil ég geta, að upp- ’ eldisáhrif þessaara hjóna hafa 'yerið svo góð, að ekkert barna þeirra notar tóbak eða vín, og mun það fátítt um 8 hörn, Þökkum innilega auðsýnda ^samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför, Braga Þórhatfssonar. Foreldrar og systkini hins látna. K.R.R. ÍJB.R. 1. leikur Reykjavíkurmófsins í meistaraflokki fer fram sunnudaginn 18. apríl, kl. 2 — Þá keppa: Dómari: Guðm. Sigurðsson. Línuverðir: Helgí Helgason og Ingi Eyvinds. Komið og sjáið spennandi leik. Fylgist með frá byrj- un. Mótanendin. að ekkert þeinra geri svo mik- ið sem að kveikja í sígarettu. Það er gleðilegt að iíta yf- ir ævistarf Rakelar og vita hið erfiða stríðið búið, og þó að ég sakni hennar og sjái eftir að mega ekki oftar taka útrétta vinarhöndina, þá veit ég, að bráðum styttist leiðin og að ég fæ þá enn að njóta kærleika hennar í vinahópnum. Þá finnumst við heilar og lausar við þraut- ir. — Blessuð vertu á lífsins landi. Guðný Guðmundsdóttir. Æskulýðsfundimir Eramhald af 3. síðu. anum. Enda væri svo komið, að þjóðin öll tsæi, hvernig þeir lúta stjórn erlendis frá og láta sig engu skipta hag þjóðarinnar ieða afkomu. Ó- sigrar kommúnista í verka- lýðsfélögunum nú bæru þess vitni, en við næstu alþingis- kosningar myndi það þó koma enn betur í ljós. Helgi Sæmundsson flutti svarræðu fyrir F.U.J. og hrakti fullyrðingar kommún istanna lið fyrir lið og henti slíkt gaman að þeim, að fund axmlenn höfðu hina mestu skemmtun af. Auk þess, sem Helgi hafði svarræður fyrir F.U.J., hélt harm uppi hörðuni og mark- vissum árásum á íslenzka kommúnistaflokkinn fyrir .þjónustu hans við hvert það pólitískt ofbeldi, sem bræðra flokkar hans ynnu úti i heimi. Hann sýndi fram á hvernig tékkneskir og ís- lenzkir kommúnistar reyndu að nota nafn tékkneska jafn- aðarmannaflokbsins í valda- ráninu til þess að fullvissa þjóðirnar um réttlæti verkn aðarins- Hann benti á það, að maðurinn, sem bezt hefur dugað itékknesku kommúnist unum væri Fierlinger, sá hinm sami, sem kolféll úr for mannssæti í tékknaska jafn- aðarmar, naflokknum og fékk ekki nema Vé greiddra at- kvæða á síðasta flokksþingi flokksins og síðan hefði svo gengið á mála hjá kommún- ístum og hjálpað til að fjar- ^æcrja hina ráðandi menn i afnaðarmaxmaf lokksins Tékkóslóvakí u. * Af bessu yfirliti frá fund- umiin geta menn dæmt um N-ð. hv>e feitum hesti komm ’w'star muni hafa riðið frá ^eim. Ragnar ^viaira hafa eftirtaldir menn á Ak- nrpvri verið löggiltir af Skíða •imbandi íslands sem skíða- ’dmarar: Ármann Dalmanns- ■in Ólafur Jónsson, Dr. Sveinn '-^rðarson. Útbreiðið llbýðublaðið! HraSsuða og sorp Framh. af 5. síðu. allir þessi tæki til reynslu, svo að þeir gætu sannfærzt um notagildi þeirra. Ýmsir bæjarfulltrúar tóku til máls um tillögur Gísla, og sýndist ýmsum, að tæki þessi gætu komið að allmiklum notum, einkanlega þó hrað- suðupottamir, þótt menn væru ekki trúaðir á að eim- túrbínustöðin myndi vera ó- xörf, ef pottarnir væru til á iverju heimili, né, að þeir gætu frestað nýju Sogsvirkj- uninni að neinu ráði, eins og Gísli kom inn á í ræðu sinni. Um sorpbrennsluofnana er xað að segja, að mönnum sýndist, að lítil lausn myndi verða að þeim hvað sorp- hreinsun bæjarins snerti, og janfvel gæti sttopð, að að þeim sættu óþrif, þegar farið væri að bræla í þeim sorp við ívert hús í Reykjavík. Borgarstjóri mælti þó með jví, að tillaga Gísla um heim- ild til kaupa á þessum tækj- um fyrir allt að 40 þúsund krónum yrði samþykkt; en já stóð upp Hallgrímur Benediktsson og lagði til að tillögunum væri vísað til bæjarráðs, þar sem sér sýnd- ist, að furðulítil rök eða rann sókn lægi fyrir í þessum mál- um. Væri því ástæðulaust að fleygja 40 þúsund krónum úr bæjarsjóði tií þessara til- rauna, fyrr en nánari rann- sókn lægi þá fyrir. Jarðyrkju- verkíœrL Arfasköfur Garðhrífur Hausakcdsíar 3. t. 'Höggkvíslar Kartöfiugaffíar Komsikófkcr Malarskófhir Saltskóflur Stungugaflar 3. teg. Stunguskófhir Plöntugaff'Iai' / Jómkarlar Vörugeymsla Hverfisgötu 52.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.