Alþýðublaðið - 13.05.1948, Qupperneq 4
ALÞÝÐUBLAÐiÐ
Fimmtudagur 13. maí 1948.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán l’jetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Aiþýðuprentsmiðjan lnf.
SÍÐAN RÚSSAR báru
fram kröfu sína við Finn-
land, þess efnis, að það gerði
við þá varnarbandalag, hef-
ur verið uppi þrálátur orð-
rómur um þáð víða um heim,
að „röðin væri nú komin“
að öðrum Norðurlöndum, og
að rússneskt tilboð um varn
arbandalag hefðí jafnvel þeg
ar borizt Noregi.
Því hefur að vísu þrásinn
is verið mótmælt í Osló, að
Rússar hafi snúið sér til
Norðmanna með nokkra
slíka málaleitun, en úti um
heim eru menn þó ekki al-
veg vissir um, að Rússar hafi
ekki, þrátt fyrir það, þreifað
eitthvað fyrir sér á bak við
tjöldin um hug Norðmanna
í þessum efnum. Og að
minnsta kosti þykja endur-
teknar yfirlýsingar norsku
stjþrnarinnar í sambandi við
' þennan orðróm. um það, að
Noregur myndi ekki ljá
neins máls á því, að gera
varnarbandalag við Rússa,
benda ótvírætt til þess, að
Norðmönnum sé ekki með
öllu grunlaust um, að ein-
hver slák málaleitun Rúss-
lands geti verið í vændum,
og það fyrr en siðar.
*
En hvað, sem hæfit er í því,
er óhætt að fullyrða, að
Noregur, Danmörk og Svi-
þjóð eru nú, eftir hina ó-
væntu byltingu kommúnista
í Tékkóslóvakíu í vetur og
nauðungarbandalag Finn-
lands við" Rússland í vor,
mjög uggandi um öryggi sitt.
Er það og ekki lengur neitt
launungarmál eftir að for-
ustumenn þessara þriggja
landa eru opinberlega farnir
að ræða um nauðsyn þess að
þau geri með sér varnar-
bandalag til að verja frið
sinn og frelsi, ef á þau yrði
leitað. Og ekki þarf þá held-
ur að fara í neinar grafgötur
til þess að sjá, hvaðan þau
ftelja, að öryggi þeirra og
sjálfstæði gæti orðið ógnað.
Hugmyndin um norrænt
varnarbandalag hefur fram
á þetta vor ekki átt miklu
fyifi að fagna á Norðurlönd-
um og sjaldan verið mjög
alvarlega tekin, þó að nor-
ræhni samvinnu á flestum
öðrum sviðum hafi síaukizt
fylgi hina síðustu áratugi.
Það hefur og ekki farið dult,
að hin voldugu herveldi á
meginlandi Evrópu, lyrst
Þýzkaland Hitlers og nú
Rússland Stalins, hafa litið
þá hugmynd illu auga og tal
ið framkvæmd henmar, ef til
kæmi, óvináttuvott við sig,
en Norðurlönd hins vegar
ástundað, að hafa sem bezta
sambúð við öll ríki og vera
stranglega hlutlaus í deilum
þeirra.
En önnur heimsstyrjöldin
færði að minnsta kosti Nor-
kar á milH sagt..
Óþekktu flugvélarnar. — Myndlistasýning
barnaskólanna. — Sigurinn í sundinu.
„EG KANN EKKI VIÐ þess-
ar óþekktu flugvélar yfir land-
inu,“ sagði einn meiriháttar
borgari við blaðið í gær. „Ég
veit ekki hvaðan þær koma,
þessar flugvélar, eða hvað þær
vilja. En við höfmn ekhert að
fela hér á landi. Hér getur hver
sem vill komið og athugað hvað
sem hann vill. Við erum óvopn-
uð þjóð, eigum ekki einu sinni
Iangdrægt radartæki til að
hlusta efíir flugvéhim, hvað þá
meira. Meira að segja á Kefla-
víkurflugvelli eru ekki önöur
radartæki en til að leiðbeina
flugvélum við lendingu í
myrkri eða þoku.“
„EF EINHVERJAR ÞJÓBIR
telja sig þurfa að senda herílug
vélar sínar hingað til lands í
æfingaflug eða til að taka ein-
hverjar myndir, þá geta þær
lent á flugvöllum okkar og
dvalizt hér eins og alþjóðalög
leyfa um*herskip og herflugvél-
ax. Við kunnum illa við, að ó-
kunnugir séu að læðast kring-
um bæ okkar. Þeir geta knúið
á dyr og komið inn,“ sagði
borgarinn.
„ÞAÐ ER AÐ SJÁLESÖGcÐU
brot á alþjóða flugreglum, að
flugvélar séu á lofti án vituncb
ar stjórnturna. Og í þessu horni
veraldar er það stjórnturninn á
Keflavíkurflugvelli, sem fylgist
með flugferðum og gerir flug-
vélum aðvart hverri um aðra til
að fyrirbyggja árekstra. Þessar
tvser flugyélar, sem vorú á
sveimi yfir fjöllunum innan við
Akureyri, hefðu vel getað rek-
izt 4 íslenzku farþegaflugvélarn
ar, sem þarna eru á flugi á góð-
viðrisdögum. Þetta er langsótt
hugmynd, en það er þó hugsan-
legt.“
MYNDLISTARSÝNING
barnaskólanna í Listamanna-
skálanum er án efa ein merk-»
asta sýning af slíku tægi, sem
hér hefur sézt. Það er stór-
skemmtilegt að athuga teikn-
ingar banrnanna. Hvað þeim
dettur í hug, hvernig þau setja
það á pappírinn. Það er aðeins
einn stór galli á þessari sýn-
ingu — hvað hún stendur stutt.
Það er vonandi, að forstöðu-
menn hennar geri allt, sem
hugsanlegt er, til að fá lengri
sýningartíma. Jafnvel þótt
sjálfur Kjarval ætti að fá skál-
ann undir sýningu, mundi ég
biðja hann að bíða — og ég
hyg'g að Kjarval mundi gera
það með ánægju.
ÞAÐ ER ATHYGLISVERT
að skoða myndir eldri barn-
anna, en þó er enn þá skemmti
legra að ahuga myndir yngstu
barnanna. Sumar þeirra eru
hrein klessumálverk og getur
óvanur maður ekki séð mikinn
mun á þeim beztu og ýmsu, sem
fullorðnir og lærðir málarar
hafa boðið hér til kaups fyrir
stórfé. Þarna er „primitivism-
inn“ á einu af sínum frumstæðu
stigum, ólíkt skemmtilegri en
þegar þroskaðir menn reyna að
stæla hann.
EN ÞAÐ ER EKKI RÉTT að
skoða myndir barnanna í ljósi
neinria isma. Börnin teikna og
málá sjálfum sér til ánægju.
Það er auðséð á myndunum, að
sum þeirra firina fljótt hvaða
litir fara vel saman, hvernig
myndin fær gott jafnvægi.
Stundum er þetta að sjálfsögðu
tilviljun, en stundum taka kenn
ararnir eftir, að börnin biðja
hvað eftir annað um sömu lit-
ina. Um allt þetta má sjá ótal
dæmi á sýningunni í Lista-
mannaskálanum.
SUNDKEPPNINNI við Norð
menn er lokið með glæsilegum
árangri fyrir sundmenn okkar.
Bæði piltarnir okltar og stúlk-
urnar sýndu ágætan árangur og
miklar framfarir, sem hljóta að
vera öllum íslendingum til á-
nægju. Þetta er árangurinn af
mikilli sókn, sem hér hefur
staðið yfir í allmörg ár, til þess
að gera sem flesta íslendinga
synda. Sundkennslan í skólun-
um er ekki aðeins börnunum til
gagns, heldur hljóta efnilégir
sundmenn að koma fram.
EN ÞEGAR STÓRSJGRARN-
IR'koma, þá koma ýmsar hætt-
ur, hættúr, sem beztu íþrötta-
menn og íþróttafröntuðir okkar
skilja veí. Slfkir sigrar bíása'áé:
eldum sjálfsálitsins og okkúr
hættir til að líta stórurn áugúm
á sjálfa ókkur. Þetta befur
komið fyrir áður. Éinri sig'ur
yfir nágrannaþjóð hefúr gert
allt snælduvitlaust og menn
halda að við stöndum í fremstu
röð allra þjóða í íþróttinni. Éf
svo fer, þá er íþróttin á villu-
götum.
ÞETTA Á EKKI að vera pré-
dikun til sundmannanna. Bæði
þeir og norska sundfólkið
kepptu drengilega og tóku sigri
og ósigri eins og íþróttamönn-
um sæmir. Þetta er öllu heldur
aðvörun til áhorfendanna,
hinna minni áhugamanna.
SPURNINGIN ER,
hvort velturitstjórar Morgun
blaðsins borgi veltuskatt af
fyrirveltum sínum.
er farin að koma út aftur.
EFNI í MAÍ-IIEFTI 1948:
S'kipulag og þróun (5. gr. um byggingamálefni)
Uno Ábren.
Jónas Hallgrímsson og tvennir fornihættir. Björn Sig-
fússon.
íslenzkt mál. Biarni Vilhiálmsson.
Kaj Munk eins og hann kom mér fyrir sjóríir. Falke
Bang.
Hvers vegna sjúga börnin á sér fingurna? Valborg
Sigurðardóttir.
Smábarnafatnaður. Elsa Guðjónsson.
Þú blá fialla gsimur .... (
Er ráðlegt að halda áfraria að byggja í Hveragerði?
(Nefndaráiit).
C-vítamm í gulrófujni. Júlíus Sigurjónsson.
Leiðbeiningar um gulrófnaræktun.. Sigurður Sveins-
son.
Hinn sigraði. (Saga). W. W. Jacobs.
Bréf til kvenfélaga frá Áfengisvarnarnefndinni.
Ritdómar eftir Ásgeir Hjartarson, Jón Jóhannesson
og Símon Jóh. Ágústsson.
Karladálkur. Ævintýri frá Indlandi. Gátur og
þrautir.
Uppdráttur að veggábreiðu, 4. og 5. 'hluti.
Áskriftarsímar: 3164 og 3230.
Afgreiðslan á Laugavegi 17 er opin kl. 14—17.
(Laugardaga 10—12).
Eg óska að gerast áskrifandi að Tímaritinu
Syrpu frá . .. ... .. .... .. .. .........
Nafn .....................................
Heimili- .........................................
!ö
vi
63,9£ af irmfíötningi okkar kora frá þeim
1 fyrri hluta ársins 1947.
ÍSLAND á hlutfallslega meiri viðskipti við Vestur-
Evrópu en nokkur/t annað af Marshallöndunum, að því er
síðustu skýrslur sýna. Er því meira um vert fyrir íslend-
inga en flestar aðrar þjóðir, að giftusamlega takist urn
endurreins Vestur-Evrópu. Samkvæmt nýgerðum skýrsl-
um fyrir fyrri hluta síðasta árs, fengu íslendingar 63,9%
af innflutningi sínum frá löndum Vestur-Evrópu, en það
er hærri hlutfallstala en nokkurt hinna Marshalllandanna
hefur.
NOKKUR ORÐ hafa fall-
ið niður úr fréttinni um hóf
ið fyrir franska sendiherr-
an í blaðinu í gær. Þar átti
að standa, að Magnús G.
Jónsson kennari hefði talað
fyrir minni sendiherrafrúar-
innar og Alexander Jóhann-
esson prófessor fyrir minni
Frakklands.
Ef litið er á innflutning frá
ríkjum Vestur-Evrópu, eru
íslendingar hæstir með 63,9
%, og kaupir því engin hinna
sextán þjóða hlutfallslega
jafn mikið af Vestur-Evrópu.
Ef atthuguð eru viðskiptin
yið Rússa, kemur í ljós, að
Svíþióð og Sviss. Um 5,6%
af öílum innflutningi íslend-
inga á þessu umrædda miss-
eri komu frá Rússlandi.
Hins vegar sýnir skýrsla
þessi, sem gerð var á vegum
Marshailáætlunarinnar, að
innflutningur hingað frá
Island flutti á fyrri hluta síð- Bandaríkjunum er hlutfalls-
asta árs inn meira frá Rúss-
landi en nokkur h'nna sextán
þjóða, að fjórum undantekn-
um: Austurríki, Danmörku,
lega nokkru minni en hjá
hinum. löndunum, og inn-
flutningur frá Sovétríkjun-
(Frh. á 7. síðu.)
égi og Danmörku heim dýr-
keyptan sanninn um það, að
hlutleysisyfirlýsingar stoða
lítið á okkar dögum, og að
alger hernaðarleg einangrun
hvers hinna þriggja nefndu
Norðurlanda um sig nægði
heldur ekki til þess að
tryg-gia þeim frið og frelsi í
hinum mikla hildarleik.
Slíkir leérdómar hafa að von
um haft gín áhrif á Norður-
löndum; og því eru nú uppi
háværar raddir, ekki hvað
sízt I Noregi, um það, síðan
menn tóku að óttast nýja
stórstyrjöld í Evrópu, að gera
varnarbandalag með þessum
þremur löndum, Noregi, Sví
þjóð og Danmörku.
*
En þrátt fyrir slíkar radd
ir og vaxandi fyl-gi við hug-
myndina um norrænt varn-
arbandalag, virðist enn rík-
ur áhugi á þvi í öllum þess-
um þremur löndum, að varð
veita hlutleysi sitt, ef til
nýrrar styrjaldar skyldi
koma; og það er sem. stend-
ur ekki líklegt, að ‘samkomu
I-ag náist um norrænt varnar
bandalag nema á þeim grund
velli, að það lýsi yfir fu.ll-
komnu hlutleysi í hugsanleg-
um hernaðarlegum átökum
milli austurs og vesturs, milli
Rússlanas og Vesturveld-
anna. Má vera, að nokkur af-
stöðumunur sé þó d því efni
með Norðmönnum og Dön-
um annars vegar, sem telja
öryggi sínu bráðari hættu
búna, og Svíum hins vegar,
sem treysta meira á það, að
ekki verði á þá leitað. En á
j öðrum grundvelli er eining
j um varnarbandalag með
j þessum rikjum ólíkleg á þess
ari stundu.
Um hitt, að hugur þeii;ra
allra er þrátt fyrir það með
Vestur-Evrópu í þeim átök-
um, sem nú þegar eiga sér
stað, þarf enginn að efast;
enda mun engum á Norður-
löndum detta í hug að nor-
rænt varnarbandalag þurfi
til þess að verjast árás það-
an.