Alþýðublaðið - 23.05.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.05.1948, Blaðsíða 5
Siumudagur 23. maí 1948 ALÞÝÐUBLAftlÐ Viíhjálmur S. Vilhjálmsson: Ferðaþætfir slenzkur rilhofundur í paradfs Heimsókn hjá Bjarna M. Gísla- syni í Ry á Jótlandi 5 Þannig Iítur Sólbakki út, cn þar býr Bjarni M. Gíslason. HÉRNA Á ÁRUNUM, þeg- ar allir ungir menn vildu IverSa skald og rithöfundar, kynntist ég ungum sjómanni, Bem orkti kvæði. Við hittumst öft í litlu kjallanaherbergi uppi á Frakkastíg, 'hjá gam- alli einstæðings konu, sem Ihafði barizt áfram með son Binn og misst hann skyndilega, þegar hann var vel vaxinn úr grasi og baráttunni átti að vera lokið. Hún var mjög eir.mana — og líkast til þess vegna kynntist ég sjómannin- um. Við komum sinn úr (hvorri áttinni — og hittumst hjá henni. Hún var gáfuð, Ijóðelsk, orkti sjálf lausavís- ur og ætfð albúin til að gagn rýna ung' skáld, hún var Btundum harðorð, ekki alveg albúin að taka allt gilt og gott, en hins vegar jafn skorinorð um kostinía, þegar hún þóttist verða þeirra vör. — Já, sjó- maðurinn orkti kvæði, — og ías þau upp í kjallaraher- berginu. Stundum sagði gamla konan: „Æ, æ, gerðu þetta nú betur. Þú getur það.“ En oft fblikuðu augu hennar — og sýndu, að þá var hún anægð og þá kveikti hún undir katlinum sínum handa okkur. Við vorum báðir ástfangn- ir, en þó var hún orðin göm- ul, hrukkótt og beygð.Sjómað urinn orkti kvæði, en ég skrif aði ismásögur og las fyrir hana, kvæðin stóðu hjarta hennar nær, en ég reyndi að vinna á með útvegunum og lagði mig fram, enda var ég rnjög afbrýðisamur. Báðir héldum við velli, en hvorug- ur vann fullnaðarsigur. Að Vísu gaf sjómaðurinn út Ojóðabók — og það var mikið afrek, en ég gat eriga bók gef- ið út, en skrifaði hins vegar blaðagreinar daglega — og það var þó dálítið. Svo hvarf sjómaðurinn — ©g gamla konan dó — og kjallaraherbergið varð mér ókunnugt — og þó lít ég alltaf á gluggann með söknuði, þeg- ar ég fer um Frakkastíginn. Mörgum árum seinna sá ég sjómannsins getið. — Hann var seztur að í öðru landi, skrifaði á máli þeirrar þjóðar blaðagreinar, ferðaðist um iandið allt og flutti fyrirlestra — og alltaf um Island og ís- ffiénzk málefni. Og síðar sá ég, að út var fcomin bók eftir hann og svO' önnur og þriðja, einnig Ijóðabók, og síðan stór skáldsaga í tveim bindum. — Jafnframt bárust fréttir um það, að sjómaðurinn berðfst ótt og títt fyrir málefnum Is- lands og að hann væri furðu- lega djarfmæltur, þegar tek- ið væri tillit til þess að hann lifði og skrifaði meðial þeirrar þjóðar, sem hann" beitti geiri sínum 'gegn. Þessi íslenzki sjómaður var Bjarni M. Gíslason, vestfirzki alþýðusonurinn, sem nú hef- | ur dvalið í 14 ár í Danmörku og nýtur þar og víðar um heim meira álits óg trausts, en íslendingar hafa nokkra hugmynd um. Þegar ég hafði dvalið í hótelh erbergi í Kauptoanna- höfn í nokkra daga, heyrt há- vaðann neðan. af strætunum, séð skríðandi þjóna, vélbros, m'albik, — og heyrt herra — herra — falska tóna, svikula alúð — fór mér að hundleið- ast. Bara að ég gæti farið burt, eitthvað þangað sem var kyrrð, óbrotið fólk,' fuglar, skógur, fiðrildi (sem heita sumarfuglar á dönsku — og það finnst mér ágætt). Og eina nóttina, þegar ég vakn- aoi við ruddalega söngva drykkjusvola og götustelpna úr næturklúbbunum, datt mér í hug, að leita uppi sjómann- inn, hringja til hans, vita hvort ég mætti koma til hans í nokkra daga. Eg vissi að hann átti heima einhvers staðar á Jó'tlandi, en Jótland er fjári stórt — og ég vissi ekkert hvemig þar væri um- horfs. Um morguninn snéri ég mér til hótelstjórans og spurði hann um Ry. — Hann brosti og sagði: „Ry, ætlar herrann að fara til Ry? Það er einhver fallegasti staðurinn í Dan- mörku.“ Og svo fletti hann bók: „Jú, hraðlest fer kl. 7.20 að morgni til Skanderborg.Þar tekur herrann aðra lest til Ry, aðeins 20 mínútur þaðan. Farseðill kostar 55 krón'ur og svo sætagjald 4 kr. Á ég að kaupa farseðil fyrir herr- ann?“ „Herrann!“ Eg var orðínn hundleiður á þessu. Eg bað h(ann bíða, fór upp í herbergi mitt, pantaði Bjarna M. Gísla- son í Ry, beið í 2 tíma og svo kom hann í símann. — Hann blótaði hressilega ’ á íslenzku. — „Þú hér — komdu, komdu strax, heitt hús, einn í því, blóma- og trjágarður, sum- tirfuglar — allar tegundir, vatn, bátur, allt — komdu. .“ Og ég fór. Lét vekja mig kl. 6 — því að ég er alltaf meira Bjarni M. Gíslason við starf. en stundvís. Lagði af stað kl. 7.20 og þaut um Sjáland, sil- aðist með ferjunni yfir Stóra- belti, 'hentist áfi'am um Fjón, fór hægt yfir Litlabeltis- brúna til, Jótlands; rabbaði við danskan kaupsýslumann, sem allt vildi fyrir mig gera. „Fluguð þér hingað? Er það ekki stórhættulegt. Koma blöð út á íslandl? Er það norska eða danska, sem þið talið á eynni?“ Stór augu, lít- ið Hitlersskegg, furðuleg og botnlaus vanþekking. Og svo í Skanderborg. Eg stend eins og asni á brautarpallinum og horfi allt um kring. Veit ekki hvað ég á af mér að gera, — taskan mín fjári þung. Hvar í fjandanum er Bjarni? — Og — þama kemur hann. Lágur með brimhár, sem þyrlast í golunni, hægur, brosandi eins og ekkert liggi á. Og ég, sem hélt að allt væri komið í hönk! Hann er alltof sterkur fyrir mig, pappírslófmn kveinkar sér í sjómannskruml unni. Hann þrífur töskuna — ræðui' ferðinni — og svo sitj- um við í svörtum vagni, sem líður áfram áleiðis til Ry. Það dynja á mér spurníng- amr og ég svara eins vel og ég get. En eftir 15 mínútna akstur. staðnæmumst við og erum þá komnir til Ry, en það þýðir: frægðarorð. — Og ég furða mig ekki á því, þegar ég Iafoba um þetta litla þorp. |víða, en aðra eins Paradísar- fegurð hef ég aldrei augum litið, skógar, grænar krónur, hins veginn grænar og aftur j öðruvísi grænar, ég þekki |ekki alla þessa grænu.liti og : hefði ekki trúað, að þeir væru til svona foreytilegir, tré með rautt skrúð og fovítt skrúð ’ og gult skrúð, og svo svört tré í fjarlægð. Og svo áin, Guden- aa, og fljótið bak við þorpið. Og húsin, rauð, lítil, fléttuð gróðri, sem er að»springa út. Þetta er paradís og ekkert annað en paradís. Við löbbum eftir götunni ög menn frukta fyrir Bjarna,æn hann gengur berhöfðaður eýis og ég og þarf því ekki að ihreyfa hendurnar, kinkar aðeins kolli. Og svo staðnæmist hann við hlið: — „Hérna á ég heima.“ i En ég sé ekkert hús í fyrstu. Svo kem ég auga á rauðan gafl og' svo sé ég hús. — Og , foýrðu hér einn? j- „Já, aleinn, en aðeins á efri hæðinni, en labba þó stundum um gólf líka á neðri hæðinni. Húsið fullt af gömlum bókum. Gamall skólamaður átti það. Hjónin dáin og börnin þrjú flogin út í buskann, vilja ekki eiga héma hekna. Uppi á hanabjálka er fullt af leik- föngum barnanna þeirra, nag- aðar dukkur, tréhestar og kubbar. — Nú er allt þetta yfirgefið, en þó -er eins og þetta tali við mann í kyrðinni U Svo sitju-m við og röbbum saman um heima og geima. Bjarni M. Gíslason er traustur maður, hvernig sem á hann er litið. Hann þrælaði mikið, foreldralaus, í upp- vextinum og barðist áfram alls laus, en hann hlífði sér held- ur -ekki og hafði til að bera heilbrigðan metnað. Hann hefur fastmótaðar skoðanir. „Arfurinn er allt, sem við getUm byggt á. Starf handar og foeila verður að fara sam- an; Flótti frá þjóðiarai-finum er sarfia sém -upplausn óg ririgulreið,“ ■ segir hann.' ,',Sö'g u'rnar okkar, foarátta okkar fýrir frelsinu gegnum aldirn- ar og kristindómurinn hlýtur að vera- uppistaðan í menn-- ingu okkar." ' Bjarni hefur gefið út 5 bælkur á dönsku, tvö greina- söfn, eina Ijóðabók og skáld- sögu í tveimur bindum. Hún hefur fengið góða dóma og hefur hann fengið samninga um útgáfu hennar á 8 tungu- málum. Meðan ég dvel hjá honum, berst honum samn- ingur um útgáfu bókarinnar á ítölsku. Hann skrifar strax undir bréfið og labbar með það í póstfoúsið. — Það er alltaf spor í rétta átt að fá bækur sínar gefnar út á nýj- um tungumálum. Bjami M. Gíslason skrifar í fjölda ’mörg tímarit víða um Evrópu og allaí- greinarnar eru um ís- land, ísland liðrnna alda og Island nútímans. Hann er um þessar mundir mjög önnum kafinn — og mér ífinnst hálf- partinn að ég sé að tefja hann með heimsókn minrii. Hann er að leggja síðustu hönd á handritið að allmikilli ís- lenzkri bókmenntasögu, sem kemur út í Danmörku í haust eða seinni hluta sumars. Hann befur unnið' lengi að þessari bók o‘g vandar mjög til hennar. Eg sé við yfir- lestur að hann er hlutlaus í dómum sínum, lætur ekki pensónulegar skoðanir sínar á afstöðu höfunda ,til óskyldra mála ráða neinu um ummæli sín 'um list þeirra. Þetta tel ég aðalsmerki. Eg tel það komi efckert má'linu við hvaða pólitíska skoðun eða trúskoð- un -maður hefur. Ef hann semur listaverk, skal það viðþrkennt. Svo getur mað>- ur á öðrum vettvangi rifið hann í sig fyrir aðrar skoðan- ir hans. Þetta þyrftu komm- únistar heima að læra. Þeir hafa ætíð og alltaf látið póli- tíska afstöðu höfunda ráða um dóma sína um bókrnennta- leg verk þeirra. Ef maðurinn var .kommúnisti, þá var bók hans .listaverk, ef hann var ekki kommúnisti, þá var verk hans fyrir neðan allar hel'lur. ,M-enn hafa verið lofaðir fyrir léleg verk aðeips vegna skoð- ana sinna og fordæmdir fyrir góð ’verk vegna skoðana sinna. En Bjarni M. Gíslason -er- -ekki haldinn fordómum. Hann ,er frjáls og óháður og þannig - er bók hans. Með út- gá'fu 'hennar vinnur Bjarni mikið og gott verk fyrir Is- land — og þá ekki sízt fyrir bókmenntir Islendinga, því að hingað til hafa. veriö uppi mjög fráleitar skoðanir á Ntorðurlöndum um nútíma bókmenntir okkar, enda hefur og verið unnið að því úr 'viss- um áttum að gefa umheimin- um og þá fyrst og fremst Dön- um, Norðmönnum og Svíum rangar hugmyndir um bók- menntir okkar og höfunda. — Þessi bókmenntasaga Bjarna M. Gíslasonar mun og koma út í Noregi á þessu ári og í Svíþjóð á næsta ári. — Væri vel, ef hún væri þýdd á ís- lenzku og gefin út. . . . En Bjarni stundar fleira en ritstörf, enda er erfitt að lifa af þeim einum saman sem stendur. Hann Iferðast um landið og flytur fyrirlestra og ætíð um Island. Hann er vin- Eramhald á 7. síða SJ.T, hefst kl. 8: Gömlu dansarnir að Röðli annan í hvítasunnu kl. 9. — Aðgöngu- miðapantanir í síma 5327. — Sala Húsinu lokað kl. 10V2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.