Alþýðublaðið - 23.05.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1948, Blaðsíða 4
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 23. maí 1948 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt GröndaL Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Kitstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan bJ, r KOMMÚNISTUM hér a landi sem annars staðar et rnjög í nöp við jafnaðar- mannastjórnina á Bretlandi, og hefur áróðurinm gegn henni sízt minnkað eftir að hið endurreista alþjóðasam- band kommúnista gaf fimmtu herdeildum Rússa úti um heim þá dagskipun, að jafn- aðarmenn væru höfuðfjend- urnir og því bæri að beina meginbaráttunni gegn þeim. Afstaða kommúnista til brezku stjórnarinnar er enn ein sönnunin um það, að hug- sjónir sósíalismans liggja þeim í léttu rúmi. Við erfið- ustu aðstæður, sem saga Bret lands á síðari öldum kann frá að greina, hefur jafnaðar- mannastjórnin þar hafizt handa um stofnun sósíalist- ísks ríkis með árangri, er vak- ið hefur aithygli gervalls heirns, og milljónirnar, sem trúa á framtíðarskipulag só- síalismans á vegum lýðræðis- ins, tengja vonir sínar ekki hvað sízt við störf og stefnu brezku jafnaðarmannastjórn- arinnar. * Nú fyrir skömmu fór Þjóð- viliinn mjög svo hörðum orðum um Breta fyrir utan- ríkismálastefnu stjórnar þeirra og afstöðu hennar til nýlendnanna. Þessi málflutn- ingur er að sjálfsögðu ólík- legur til pólitísks framgangs, en hann er þó í meira lagi at- hyglisverður og lærdómsrík- ur. Brezka jafnaðarmanna- stjómin hefur enn ekki setið lengi að völdum, en hún hef- -ur þó komið því í verk að veita þremur fyrrverandi ný- lendum Breta, Indlandi, Cey- lon og Burma, frelsi og sjálf- stæði. Þá hefur hún og feng- ið samþykkt frumvarp um stórfellda nýsköpun í brezku nýlendunum, og mætti sú stefna, sem þar er mörkuð, sannarlega verða öðrum þjóð um til fyrirmyndar. Auk þess hafa Bretar flutt her sinn burt úr ýmsum löndum og lagt þar niður sin fyrri völd og yfirráð. En Þjóðviljinn er ekkert hrifinn af þessari afstöðu í nýlendumálum. Aðdáun hans er hins vegar öll á því stór- veldi, sem á styrjaldarárun- um og síðan hefur innlimað hvorki meira né minna en 10 ríki, er áður voru sjálfstæð og fullvalda og byggð þjóð- um, sem háð höfðu langa og stranga sjálfstæðisbaráttu og mátu frelsishugsjónina öllu öðru meira. Málgagn íslenzka Kommúnistaflokksins níðir og svívirðir það stórveldi, sem afsalar sér nýlendum, en það á ekki nógu sterk orð itil að lofsyngja Rússland og hefur síður en svo nokkuð við það að athuga, þótt það Okkar á milli sagf.. Húsmæður plataðar. — Reýkjavík fyrr og nú. - Mæðradagur og feðradagur. „ÞETTA ER LJÓTA platið sagði húsmóffir viff mig í sím- anum í gær. „Það er auglýst stórum stöfum í öllum blöffun- um, aff blandaffir ávextir séu að koma, og svo er þetta bara ein- hver revya. Eins og þaff hefur nú veriff erfitt meff grauta upp á síffkastiff. Svona blekkingar ætti aff banna með öllu og eig- inkonur þessara manna, sem síanda fyrir svona löguffu, ættu að taka sjálfar í lurginn á þeim og skamma þá fyrir þetta bragff viff okkur húsmæffur.“ ÞAÐ HAFA FLEIRI kvartað um þetta áuglýsingabragð re- vyunnar, enda eru slíkar aug- lýsingar refsiverðar í lögum annarra landa. En ég hef þegar rekið mig á eina konu, sem við- urkenndi, að hún hefði fyrixgef- ið bragðið, þegar hún sá revy- una. „MIKILL MUNUR er á, hvað menn geta gert sér til skemmt- unar í þessum bæ nú,eða fyrir 10 árum,“ sagði maður nokkur, sem leit inn í ritstjórnina í gær. „Nú úir allt og grúir af kvik- myndum, revyum, leikritum, fyrirlestrum, upplestrum, söng- skemmtunum og dansleikjurn, og hér er risinn upp skemmt- garður, svo að nokkuð sé nefnt. En samt sem áður finnst niér bezta skemmtunin í Reykjavík alltaf vera að ganga um bæinn og skoða hann. Þó ég hafi búið hér í yfir 20 ár, finn ég alliaf eitthvað nýtt til að skoða og eitthvað gamalt og ljótt til aö hneykslast á, því að mörg gömlu hverfin eru óneitanlega óskaplega ljót og illa byggS. Það er raun að sjá, að smákofar skuli halda ágætum lóðum inn að hjarta bæjarins, meðan stein- risarnir teygja sig út um holt ng hæðir, en bærinn hefur ekki nokkur ráð á að fylgjast með í götulögnum og hver nýr götu- spotti kostar stórfé. Það verður eitthvað að gera til að hindra brask með lóðir inni í bænum, tryggja það, að nú verði ekki byggt lengra út, heldur endut- nýjað inn á við.“ MÆÐRADAGURINN er í dag. Þessi dagur hefur undan- farin ár verið merkjasöludagur til styrktar mæðrum, aðallega til sumardvalar. Þetta er gbtt mál og ætti enginn maður að láta sjá sig á götunum í dag nema með mérki. En það á að gera meira úr mæðradeginum. Hann á að verða algerður yfir- ráðadagur mæðranna. Þær eiga að nota daginn óspart til að lyfta sér upp og hvíla sig frá störfum eins og unnt er. Látið mennina búa um, gefið þeim og krökkunum eitthvað kalt og létt að borða ef heimilisfaðirinn vill ekki skreppa út með alla fjöl- skylduna. Svo ættu allir feður að gefa mæðrunum smágjöf, myndarlegan blómvönd, ef þeim dettur ekkert betra í hug. íslenzkar mæður eru yíirleitt ekki nógu ákveðnar við að lyfta sér upp, leggja heimilisáhyggj- urnar á hilluna eina kvöld- stund. Þær skiptast, eins og einhver gárunginn sagði, í kon- ur, sem aldrei gera neitt (fáar, sem betur fer) og hinar, sem eru sívinnandi, fara fyrstar á fætur og síðastar í rúmið. Heim ilisvélar og ýmis tækni er nú til að létta þeim störfin, og von- andi verður hægt að veita þeim slík þægindi sem flestum. EF SVO FER, að konurnar gera sér mat úr mæðradeginum og taka öll völd í sínar hendur og nota þau sjálfum sér til skemmtunar, þá munu karl- mennirnir koma fram með gagn kröfur. Þá munu þeir krefjast þess, að stofnað yrði til „feðra- dags“. Þá mætti engin merki selja, ekkert gera opinberlega (enda verða þeir að greiða fyrir merkin hvort sem er). Hátíðin á að felast í því, að mæðurnar segi ekkert nema „Já, elskan,“ allan daginn, framreiði beztu máltíð, sem þær geta, segi ekki orð þótt húsbóndinn fái sér lögg með kunningjunum og gefi hon- um smágjöf (þó ekki blóm og ekki bindi). Slíkir dagar eru til erlendis, bg h'afa sennilega Verið lögboðnir fyrir langt og mikið starf og áróður „karlréttindafé- laga“. Það verðúr áð varðveita jafnrétti í heiminum. SPURNINGIN ER, hvort velturitstjórar Morgun- blaffsins eru ekki utanveltu. FUJ Á AKUREYRI hélt aðalíund. sinn 5. þ. m. í stjórn voru kosin: Þorsteinn Svanlaugsson form., Hjör- leifur Hafliðason varaform., Guðm. Mikaelsson gjaldkeri- Tryggvi. Sæmundsson ritari, Bára Þorsteinsdóttir meðstj í varastjórn: Þorvaldur Jóns son, Jósteinn Kónárðsson, Árni Magnússon, Jón Sig- urðsson, Kolbeinn Helgason. í trúnaðarráð auk aðalstjórn ar: Jóhannes Júlíusson, Hjör- dís Jónsdóttir, Gunnar Jó- hannesson og Baldur Aspar. HAFR. leggi ok kúgmiarinnar og frelsissviþtingarinnax á ná- grannalönd sín hvert af öðru og geri þau að nýlendum sín- um. * Fjandskapur kommúnista í ■garð brezku jafnaðarmanna- stjórnarinnar þarf engum að koma tá óvart, Bretar hafa á þremur árum orkað meiru til sósíalistískrar uppbyggingar en Rússa hafa komið í verk á þremur áratugum. Og til viðbótar er sá munur á brezku jafnaðarmannastjórn- inni og rússnesku kommún- istastjórninni, að Attlee, Morrison, Bevin og Sir Staf- ford Cripps framkvæma só- síalismann með aðferð lýð- ræðisins, en rússneska þjóð- in verður að gjalda gervi- sósralisma Stalins og hjálpar- kokka hans með frelsi sínu og mannréttindum. Brezka jafnaðarmannastjórnin býður ekki upp á „sósíalisma“ fanga búðanna, einræðisins og kúg- unarinnar, heldur hinn sanna sósíalisma frelsis, mannrétt- inda og framfara. Það er vel farið, að Þjóð- viljinn heimski sig öðru hvoru á níði sínu um brezku j af maðarmannast jór nina. Sá málflutningur verður tilefni til samanburðar á ríki lý.ð- ræðisjafnaðarmannanna á Bretlandi og kommúnistanna á Rússlandi. Þjóð með dóm- greind íslendinga ætti að vera auðvelt að skera úr um, hvort þar sé nokkur munur á. KRR. IBR. ISI. 5. leikur Reykjavíkurmófsins í meisfaraflokki fer fram mánudaginn 24. maí og hefst kl. 20.15. Þá keppa Dómari: Þorsteinn Einarsson. Nú er það spemiandi! — Tekst Val að vinna Reykjavíkur og Islandsmeistarana frá í fyrr|a. 'Enginn má sitja heima. ALLIR ÚT Á VÖLL! Mótanefndin. Bekkjarráð Iðnskólans í Reykjavík: í Reykjavík broífskráðir 1948. Fundur verður haldinn með þeim iðnskólanem- endum, sem útskrifuðust í vor — á niorgun mánu- daginn 24. maí klukkan S.3.0 í Iðnskóláhúsinu (Bað- stofunni). Fundarefni: Tekin ákvörðun h-vert fara skuli í Bekkjarráðs- ferðalag. Þátttaka ■ .1. ferðalagið tilkynnist. á fundinum. Bekk-jarráð Iðnskólans 1948. Eggerl Guðmundsson hefur opnað málverkasýningu í vinnuslofu sinni, Hálún 11. Sýningln verður opin daglega frá ki. 1—10. Tilkynning K| i r r r yr r fil Brimabófaféfag Islands hefur stofnað til umboðs í hinum nýja Kópa- vogshreppi. Umboðsmaður er oddviti, Fimibogi Rútur Valdemarsson, Marbakka. Húseigendur í hreppnum og aðrir, sem þurfa að tryggja hús og lausafé, snúi sér til hans varðandi allar tryggingar, hvort sem um er að ræða nýjar tryggingar eða framlengingar á eldri tryggingum. Skylt er að vátryggja hús í smíðum. Umboðsmaður Seltjarnarneshrepps Sigurður Jónsson í Mýrarhúsum innheimtir iðgjöld sem þegar eru fallin í gjalddaga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.