Alþýðublaðið - 09.06.1948, Síða 5

Alþýðublaðið - 09.06.1948, Síða 5
Miðvikudagur 9. júní 1948. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Hofúndurinn leggur aðalá- herzluna á þetta þrennt: fjör- þuga frásögn ,spennandi en þó eðlilega atburðarás — og já- kvæða útkomu. En samt sem áður fáum við allglögga liug- mynd um andann, sem ríkir í fé lagsskapnum, og ennfremur Stórveldin eru ekki beint samtaka um að bjarga sameinuðu þjóðunum og auka veg þeirra, eins og Low setur fram á,’ mynd þessari. Hún sýnir meðferð tveggja lækna, Marshalls og Vishinskys, á hinum sjúku sameinuðu þjóðum. j NÚ eru liðin rétt þrjátíu ár síðan ég tók upp á því að ráða mig í vegavinnu í nágrenni fteykjavíkur í stað þess að leita út á sjóinn eins og ég hafði gert á hverju vori frá því að ég_þótti líklegur til að geta dregið fisk á færi. En mér leiddist vegavinnan, og á sjó- inn hefði ég farið á ný, ef mér hefði þá ekki boðizt tækifæri til - að grípa pennastöngina i stað skóflunnar. En margir hafa sagt mér, áð þeim haf' 'þótt vegavinnan skemmtilegi og ef til vill hefði mér farið eins, ef ég hefði legið við í tjaldi með kátum unglingum og' sérkennilegum körlum ein- hvers staðar fjarri ysi liinnar ungu borgar og „bókadraumn- um“ og „böguglaumnum“. Minnsta kosti hef ég oft haft gaman af að hejera menn segja frá ýmsu, sem gerzt hefur á þeirra vegavinnudögum. Og þá er mér barst nú fyrir skönímu saga, sem segir frá yegagerðarmönnum, varð sú reyndin, að mér þótti hún foráðskemmtileg. Sagan er eftir Loft Gíi3- mundsson og heitir Þrír dreng ir í vegavinnu. Útgefandi er bókaútgáfan Norðri. Frá- gangur bókarinnar er ágætur. Eins og nafnið bendir til, snýst sagan einkanlega um þrjá drengi, sem eru í vega- vinnu, en við sögu. koma og margir af eldri félögum þeirra. En eklti er því að leyna, að meira er þarna dvalið við annað en vinnuna og þá gleði, sem henni fýlgi. Þarna er skýrt frá spennandi sund- keppni -og bændaglímu, hörð- mn áflogum — og ekki sízt glettum og.brellum, sem stund um eru sprottnar af einskæru fjöri og ævintýralöngun, ■ en stundum líka af öðrum og lak ari hvötum. En eitt er víst: ÍHöfundufoinn segir prýðilega frá, ' frásögnin gædd sliku fjöri og atburðaþráðunum svo ■haglega saman tvinnað, að sag an er verulega skemmtiíeg. Sérstæð frásagnargleði höf- undar nýtur sín mætavel, og þá kemur okkur ekki síður að góðu fundvísi hans á spangi- 3eg atvik og skyggni hans á það skoplega r fari manna og háttum. Enda mun lesandinn fylgjast með höfundinum af álíka áhuga og þarna væri nú verið að segja frá atburðum, sem liann varðaði ekki svo litlu, livernig lyki. Þá hefur og liöfundi tekizt að láta sög una tala til þeirra lesenda, sem hún er einkum ætluð, máii drengsliapar og dáða, án þess að grípa til þess venjulega úr- ræðis klaufans að gera eina eða fleiri af aðalpersónunurn að óforbetranlegum fíflum og föntum — og hinar að dyggða dauðyflum. Loftur GuSmundsson mjög skýra og lifandi mynd af drengjunum þremur — og að minnsta Itosti af tveimur af fé- lögum þeirra, Auðuni, sem þó kemur elcki mikið við sögu, og Dana gamla, er stendur fyrir okkur ljóslifandi i allri sinni nautsku værukærni, matarást og neftóbaksgleði. Þá er og bókin á góðu og eðlilegu máli, setn- ingasambönd óvenjurökrétt og snurðulítili stíllinn. Bókin er fyrst og fremst ætl- uð æskunni, og þá einkum drengjum, en mér mun óhætt að fullyrða, að flestir geti les- ið hana sér til ánægju. Ég hygg að sögur eins og þessi, HjaU.i Jitli og Dóra Ragnlieiðar Jóns- dóttur — auk hinna beztu eidri bóka, sem út hafa komið eftir íslenzka höfunda og einkutn eru ætlaðar börnum og ung.Ung um, ættu að geta vanið margan af að hugsa sem svo: ,,Úr því að bókin er ætluð ungdóminum, þá hef ég ekkert gaman af að lesa hana, og þá er hún að minnsta kosti einskis virði íslenzkum bókmenntum". Ég sé ekki betur en við séura á þessu sviði skáldsagnagerðar að komast í hóp þeirra þjóða, sem standa þar mjög framarlega. • Guðmundur Gíslason Kagalín. Vegna endurskoðunar á innflutningsáætl- uninni falla niður viðtalstímar nefndarinnar fyrst um sinn. 8. júní 1948. Viöskiptanefndin. ÞEGAR ég skrifaði um Orm rauöa éftir Frans G. Bengtsson —- í þýðingu Frið- riks Ásmundssonar Brekk- ans, gat ég höfundarins lítið eitt. En nú er hálft annað ár síðan grein mín birtist, og vil ég því drepa á Frans G- Bengtsson nokkrum orðum. Hann er fæddur á Skáni árið 1894, sonur bústjóra á herragaroi. Hanu er lærður í sögu ög bókmenntum og mjög víðlesinn og hámennt- aður maður, og talinn ein- hver mesti mál- og stílsniil- ingur sænskra bókmennta. Hann hefur ort sérstæð og listræn ljóð, þýtt merkileg erlend skáldrit á sænsku, er sérkennilegur og með af- brigðum listrænn greinahöf- undur og hefur sbrifað mjög skemmtilega bók um Karl tólfta, íistræna að formi og’ einstæða í sinni röð. Þá hef- u’r hann og skrifað skáldsög- urnar um Orm. rauða, Ormui rauði, saga um sænska vík- inga í Vesturvegi, er út kom- á íslenzku. árið 1946 — og Ormur rauði. heima og í Austurvegi, sem nú er kornin út hjá Bókfellsútgáfunni í þýoingu Brekkans, og hafa þessar sögur vakið mikla at- hygli í Svíþjóð og náð þar al- mennum vinsældum. Þegar við skildum við Orm rauða Tostason í lok fyrri sögunnar. var hann orðinn kvæntur hinni dönsku kon-. ungsdóttur, Ylfu, og hafði tekið kristna trú, hafði dval- ið um hríð í Englandi, en í sögulok haldið heim. Þar eð fullur fjandskapur var með honum og Sveini, mági hans, Danakonungi, flutti hann úr átthögum sínum og norður á föður!eifð>Ásu móður sinnar, ásamt henni, konu sinni, Hrappi, félaga sínum, og Vil- baldi^ klerki. Segir þessi saga frá lífi hans og framkvæmd- um heima í héraði. viðskipt- um hans við ýmsa nágranna og við flugumenn Sveins konungs. Enn fremur frá kristniboði han^ og Vilbaid- urs, ástamálum margvísleg- um og fjölskyldulífi. Þá er sagt frá för hans til Suður- Rússlands til að sækja fjár- sjóði mikla; en þá för fór hann að tilvísun Ara, bróð- ur síns, sem verið hafði með Væringjum í Mi’klagarði og herskipaf oringi hj á Mikla- garðskeisara — og loks er skýrt frá heimkomunni og þeim aðgerðum, sem nauð- synlegar vóru til að rétta það, sem hallazt hafði að Orrni fjarverandi. ....Atburðir sögu þessarar eru ekki jafn stórkostlegir og hrikafengnir og hinnar fyrri, en mannþekking höfundar, frásagnarsnilld hans, fjölvísi hans um háttu og menningu fyrir 900—1000 árum og síð- ast en ekki sízt hin sérstæða og írábærlega skemmtilega fyndni hans njóta sín ekki miður í þessari seinni sögu. Lesandinn. kynnist margs konar fornum siðum og forn- eskju, ýmsum manngerðum og mörgu kostulegu, er ger- ist á mótum kristins siðar og hinnar römmustu heiðni, og hefur höfundur mikið yndi af að lýsa því, hvernig miskunn- semi , og náunganskærleiki gátu birzt hjá nýkristnum mönnum, .begar þeir þóttust fylgja sem fastast boðskap hins nýja siðar. Þá er og auð- sætt, að honum er allskemmt, þegar hann lýsir viðleitni fólks til velsæmis í ástamál- um, þá er þó lítt verður við ráðið manníegt eðli. Hann kann góð skil á klókindum þeim, er kqnur beita, þá er þær girhast að' tylla sér í kjarnilmandi rjóður utan hins þrönga vegar, og þá þekkir hann og sjálfsblekk- ingarkonst’ karlmanna í við- brögðum við slíku, þegar svo er, að þeir vilja heldur þola en missa. Er þarna víðar dýpra rist en sumum gæti virzt við lítt vandlegan lest- ur, — og vegna sumra les- enda vildi ég benda á það, að oft þá er höfundur virðist Framhald á 7. síðuu LÆKNARNIR ÓSAMMÁLA r

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.