Alþýðublaðið - 13.07.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.07.1948, Blaðsíða 3
Ííriðjudagur 12. júlí 1948. ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ 3 nI til kyölds ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ. AlþýSublaðið birti éftirfarandi frétt frá Austurlandi fyrir réít- um 20 árum: „Á laugardaginn varð hestahópur í Vestdalnum fyrir styggð af hundum. Æddu hestarnir í ána, sem rennur í stokk rétt ofan við Sehossinn, sem er talinn 10—15 metra liár. Komust nokkrir yfir um, en fimm féllu fram af fossinum í hylinn og stórgrýtið. hrír fund- ust dauðir, sá fjórði fótbrotinn, en sá fimmti lifir, virðist hann óbrotinn.“ Sólarupprás var kl. 3.36, sól- arlag verður kl. 23.27. Árdegis- háflæður verður kl. 11.20, síð- degisháflæður kl. 23.53. Sól er hæst á lofti kl. 13.34. Næturvarzla: Laugavegsapó- tek, sími 1618. Næturakstur: Ilreyfill, sími 6633. Sklpafréitir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 7.30, frá Borgarnesi kl. 14.30, frá Reykjavík kl. 18, frá Akra- nesi kl. 20. Foldin fermir í Amsterdam í dag. Vatnajökull er í Liverpool. Lingestroom er í Færeyjum, væntanlegur til Reykjavíkur n. k. fimmtudag. Marleen er í Amsterdam. Brúarfoss er í Leith. Fjall- ross fór í gærkveldi til Siglu- fjarðar. Goðafoss kom til Rvík- ur í gær frá. Antwerpen, Lagar- íoss fór frá Reykjavík 9/7 kl. 20 til Leith, Rotterdam og Kaup mannahafnar. Reykjafoss fór frá Hull 10/7 til Reykjavíkur. Selfoss er á Patreksfirði. Trölla foss er í New York, fer þaðan í dag til Halifax. Horsa er í Reykjavík. Madonna er að lesta í Hull. Southersland lestar í Antwerpen og Rotterdam 16.— 20. júlí. M’ariníer lestar í Leith og síðan í Hull til Reykjavíkur. Brúðkaup Guðrún E. Jónasdóttir, Laug arnesvegi 45, og Vigfús Guð- mundsson, húsasmíðanemi, Öldugötu 44. Heimili þeirra verður að Baugsvegi 30. Ingibjörg Ólafsdóttir og Valdi mar Indriðason vélstjóri. Heim- ili þeirra er á Vesturgötu 21, Akranesi. Flugferðir FLUGFÉL. ÍSLANDS: „Gull- faxi“ fer til Prestvíkur kl. 7.45. SLOFTLEÍÐIR: „Geysir“ fer til Prestvíkur og Kaupmanna- hafnar kl. 8. AOA: í Keflavík kl. 22—23 frá Helsingjafossi, Stokkhólmi og Ósló, — til Gander, Boston og New York. Söfn og sýiíingar Nátíúrugripasafnið: Opið kl. 13.30 — 15.00. Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13.00—15.00. Skemmtanir KVIKMYNDAHÚS: Nýja Bíó (sími 1544) „Glit- lrós“ (amerísk). Peggy Gumm- íngs, Victor Mature, Ethel Barri jmore, Vincent Price. Sýnd kl. B, 7 og 9. „Músík og málaferli“. >Sýnd kl. 3. Gottwald gengur til kirkju eft- ir að hafa látið kjósa sig sem íorseta Tékkó-Slóvakíu. Austurbæjarbíð (sími 1384): „Kvendáðir" Constance Bennett, Grccie Field, Kurt Krenger. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: Lokað um óá- kveðinn tíma. Tripoli-Bíó (sími 1182): — Lokað til 26. júlí. Bæjarbíó, Hafnarfirði (simi 9184): „Sjálfstætt fólk.“ Zac- hary Scott. Betty Field. Sýnd kl. 7 og 9. Hafnarfjarðarbíó (sími9249): ,,Einkaspæjarinn“. George Mont gomery, Nancy Guild. Sýnd kl. 9. SAMKOMUHÚS: Hótel Borg: Danshljómsveit frá kl. 9—11,30 síðd. SKEMMTISTAÐIR: Heillisgerði Hafnarfirði: Op- ið kl. 1—6 síðd. Tivolí: Opið kl. 8—11.30. Úr öilum áttum Sendiherra Frakka og frú Voillery taka á móti gestum á Lárétt, skýring: 1. Skrokkur, 7. uppbirta, 8. gimstein, 10. for- setning, 11. hverfur, 12. kona, 13. ónefndur, 14. skelin, 15. fæðu, 16. drabb. Lóðrétt, skýring: 2. Stór-Bret ar, 3. eldsneyti, 4. vegna, 5. stefnuna, 6. hlaupa saman, 9. sæt, 10. ríki, 12. fyrr, 14. ó- hreinka, 15. fisk. LAUSN á nr. 73. Lárétt, ráðning: 1. Leppur, 7. lap, 8. maur, 10. að, 11. urr, 12. hló, 13. R. G. 14. pott, 15. kóp, 16. fúlar. Lóðrétt, ráðning: 2. Elur, 3. par, 4. P. P. 5. rúðótt, 6. smurt, 9. arg, 10. alt, 12. hopa, 14. pól, 15. kú. heimili sínu, Skálholtsstíg 6, á þjóðhátíðardegi Frakka, hinn 14. júlí kl. 17—19. Frétíatilkynning frá utanrík- isráðuneyfinu. Samkvæmt tii- kynningu sendiráðs íslands í Stokkhólmi flutti það hinn 5. júlí frá Ulrikagatan 11. Hið nýja heimilisfang sendiráðsins er: Kommandörsgatan 35. Síma númer sendiráðsins eru þau sömu og áður, 624016 og 672753. Ferðaféiag Templara efnir til flugferðar austur í Hornafjörð sunnudaginn 18. júlí. Farið verður frá Reykjavíkurflugvelli kl. 9 árd. með Douglasvél Flug- félags slands. í Hornafirði -verða bifreiðar tilbúnar 'til þess að flytja fólk um sveitina. Mun verða dvalizt þar 6—8 klst. Flogið verður til Reykjavíkur um kvöldið og má búast við að komið verði kl. 8—9 síðdegis. Þeir, sem vilja taka þátt í ferð- inni, verða að hafa tilkynnt það í Bókabúð Æskunnar eigi síðar en kl. 6 á föstudag og eru þar gefnar nánari upplýsingar um ferðina. Veðrið í gær Klukkan 15 í gær var hæg norðan- og norðaustanátt um allt land. Skýjað var víðast, nema á Vesturlandi, en úrkoma engin. Hiti var yfirleitt 10-—-12 stig ,á Norðuriandi, en 13—16 stig víðast sunnan- og vestam lands. Mestur hiti var á Síðu- múla í Borgarfirði, 17 stig, en kaldast var í Grímsey og á Dalatanga, 9 stig. í Reykjavík var 15 stiga hiti. Útvarpið 20.35 Erindi: Heimsókn Reidar Bathens, fylkisskógar- meistara í Tromsfylki I Noregi (Hákon Bjarna son skógræktarstjóri). 21.00 Tónleikar: Capriccio fyr ir píanó og hljómsveit, eftir Stravinsky (plötur). 21.25 Upplestur: „Hinn ríki unglingur“, smásaga eft ir Elías Mar (höíundur les). 21.45 Kirkjutónlist (plötur). 22.05 Djassþáttur (Jón M. Árnason). Púsningasandur Fínn og grófur skelja- sandur. — Möl. Guðmundur Magnússon. Kirkjuvegi 16, Hafnarfirði. — Sími 9199. Jón Baldvinssonar for- seta fást á eftirtöldum stöð um: Skrifstofu Alþýðu- flokksins. Skrifstofu Sjó- tnannafélags Reykjavíkur. Skrifstofu V.K.F. Fram- sókn, Alþýðubrauðgerð- Laugav. 61, í Verzlun Valdi mars Long, Haínarf. og hjá Sveinbirni Oddssyni, Akra nesi. N Þeir, sem þurfa í sunnudagsblaði Alþýðublaðsins, eru vin- samlega beðnir að skila handriti að auglýs- ingunum fyrir kl. 7 á föstudagskvöld í af- greiðslu blaðsins. — Símar 4900 og 4906. y HéraSsmóí Ungmennasambands orgarrja HÉRAÐSMÓT Ungmennasa.mbands Borgarfjarðar fér fram á Ferjukotsbökkum í Mýrasýslu laugardag og sunnu- dag 3. og 4 þ. m. Aðalmótið fór fram á sunnudag og hófst kl. 14.30 með bví að ,Öskubuskur“5 fimm stúlkur úr Reykjavík, sungu nokkur lög, þa flutti síra Jakob Jónsson ágæta ræðu, en að henni lokinni söng karlakórinn Þreslir frá Hafnarfirði. Næst hófst frjálsíþrótta- keppni og stndu þessi félög menn til þátttöku: Iþróttafélag Hvanneyrar, skammsafað (Hv.) UMF Björn Hítdælakappi (Bh.) UMF Brúin (Br ), UMF Dag- renning (D.), UMF Egill Skallagrímsson (E.Sk.). UMF Haukar (H.), UMF íslending- ur (ísh), UMF Reykdæla -R.), UMF Skallagrímur (Sk), UMF Stafholtstungna (St.). Helztu úrslit urðu þessi: - 100 m. hlaup. 1. Magnús Ingólfsson (ísl.) 11.6 sek 2. Sveinn Þórðarson (R.) 11,7 ' sek. 3. Kári Sól- mundarson (Sk.) 11 9. 80 m. hlaup kvenna 1. Vigdís Sigvaldadótir (ísl.) 11,8 stk. 2. Sigríður Böðvarsdóttir (D.) 11,8 sek 3. Ingibjörg Bergþórsdóttir (B.) 13,1 sek. 400 m. hlaup. 1. Sveinn Þórðarson (R) 58.6 sek. 2. Magnús Ingólfs- son (ísl) 60 sek. 3. Kári Sól mundarson (Sk.) 63,3 sek. 3000 m. hlaup. 1. Erlingur Jóhannesson (Br) 11:07,0 mín. 2. Jón Eyj- ólfsson (H) 11:15,8 mín. 3. Ás mundur Ásmundsson. (Bh.) 11:16,4 mín. Kúluvarp 1. Kári Sólmundarson (Sk.) 12,16^ m. 2, Kristófer Helgason (ísl.) 11-75 m. 3 Björn Jóhannesson (R.) 11,20 m. Þrístökk. 1. Kári Sólmundarson (Sk ) 12.54 m. 2. Sveinn Þórð- arson( R) 11,95 m. 3. Helgi Daníelsson (ísl.) 11,41 m. Hástökk. 1 Jón Þórisson (R.) 1,73 im. Borgfirzkt met. 2. Bjarni Helgason (Hv.) 1,65 m. 3. Guðbrandur Skarphéðinsson (D) 1,60 m. Langstökk. 1. Kári Sómlundarson (Sk.) 6.43 m. 2. Sveinn Þórð- arson (R.) 6,43 m 3. Sigurð- ur Kr. Jónsson (Sk.) 5 87 m. Spjótkast. 1. Sigurður Kr Jónsson (Sk.) 41,56 m. 2. Rafn Sig- urðsson (Sk.) 39,18 m. 3 Sig- urður Eyjólfsson (H.) 38,73 m. Kringlukast. l.Pétur Jónsson (R ) 34,56 m. 2. Sigurður Guðmundssonr (ísl.) 33,99 m. 3. Einar Egg- ertsson (Sk ) 31,75 m. . Að samanlögðum stigum. fyrir þetta mót og sundmót, sem áður var háð í Hrepps- laug, vann' UMF Reykdæla með 41 stig, annað varð UMF íslendingur með 35 st. og þriðja UMF Skallagrímur með 17 st. DRENGJAMÓJIÐ Sömu daga fór fram keppni fyrir dréngi og urðu þar þessi úrslit: 80 m. hlaup. 1. Magnús Ingólfsson (ísl). 9 5 sek 2. Rafn Sigurðsson (Sk.) 9,8 sek. 3. Ólafur Ás- geirsson (Sk.) 9,9 isek. 1500 m. hlaup 1. Guðmundur Sigurðsson (Br.) 5:04,2 mín. 2. Eir.sr Jónsson (ísl.) 5:05.6 mín 3. Jón Eyjóflsson (H.) 5:06,4 mín. Spjótkast. 1. Sigurður Kr. Jónsson (Sk) 41,69 m. 2. Bragi Guð- ráðsson (R.) 38,00 m. 3. And- rés Jóhannessoii (R.) 37,89 m. Kringlukast. 1 Sigurður Helgason (ísl.) 38,32 m. 2. Einar Eggertssan (Sk.) 36,73 m. 3. Sigurður Guðmundsson (ísl.) 35,87 m Kúluvarp. 1. Einar Eggertsson (Sk.) 13,68 m. 2. Sigurður Helga- son (ísl.) 13,31 m. 3. Jón Eyj- ólfsson (H.) 12,45 m. Hástökk. __ 1. Sigurður Guðmundsson (ísl.) 1,60 m. 2. Bragi Guð- mundsson (R.) 1,60 m. 3. Dsn: íel Ingvarsson (ísl.) 1,55 m. Langsíökk. 1. Sigurður Kr. Jónsson (Sk.)_ 5,64 m. 2. Rafn Sigurðs son (Sk.) 5,58 m. 3. Magnús Ingólfsson. (ísl.) 5 47 m. Þrísíökk. 1. Ásgeir Guðmundsson Framhald á 7. síSu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.