Alþýðublaðið - 24.07.1948, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 24.07.1948, Qupperneq 4
Laugatdagiir 24. júlr 194S. Útgefanðl: AlþýSuílofeknrinn. Ritstjórl: Stefán Pjetnrsson. Fréttastjóri: Benedikt GröndaL Þingfréttir: Helgi Sæmnndsson. Ritstjómarsúnar: 4901, 4902. Anglýsingar: Emilía Möller. Anglýsingasími: 4906. í Afgreiðslusími: 4900. r Aðsetur: Alþýðuhúsið. AIþýð»orentsmiðjan hi. Ófriðarhæflan r> - . » <• - ÁTÖKIN UM BERLÍN eru nú, eftir hið neikvæða svar Rússa við kröfunni um það, að samgöngubanninu við borg arbluta Vesturveldanna verði afléftt, og eftir hinar lítt du.1 búnu hótanir þeirra, að hindra einnig matvælaflutn inga Vesturveldanna þangað í iofti, komin á það stig. að erlendís er mjög alvariega farið að ræða þann mögu leika- að þau leiði til nýrrar stórstyrjaldar. * Um tilgang Rússa með sam göngubanninu efast enginn lengur: Hann er sá, að bola V esturveldunum með öllu burt úr Berlín, þvert ofan í gerða samninga um hernám borgarinnar í stríðslok. En hitt vita menn að sjálfsögðu ekki, hve langt Rússar eru reiðubúnir að ganga til þess, :að hafa sitt fram í þessu efni. Menn eiga enn bágt með að trúa því, að þeir skirrist ekki við að steypa heiminum út í hörmungar nýrrar heims styrjaldar út af baráttunni um Berlín, sem að vísu er jafnframt barátta úm Þýzka land og raunar um alla Ev- rópu; en því verður ekki neit að, að síðustu vikurnar eru farnar að vakr.a hjá mönnum alvarlegar efasemdir um frið arvilja valdhafanna í Kreml. Hitt óttast stjórnmála- menn úti um heim þó öllu meira. að Stalín og menn hans geri sér ekki ljóst, hver alvara Vesturveldunum er að halda á rétti sínum í Berlín og vera þar kyr með setulið sitt. hvað sem það kosíar. Þeir óttast með öðr um orðum, að Rússar kunni að ganga upp í þeirri dul, að Vesturveldin vinni allt til friðar, einnig það. að láta reka isig frá Berlín með vélum og ofbeldi, og að því færi þeir sig upp á skaftið þar íil ekki verður aftur snúið og styrjöld in er skollin á, án þess, að nokkur hafi raunverulega vilj að hana. * I 'Vesiurveldin hafa í átökun ufn.um Berlín sýnt mikla þol inmæði. eins og raunar í öll um viðskiptum sínum við Rússland eftir, stríðið. Um friðarvilja þeirra er ekki hægt að efast; svo oft eru Rússar búnir að misbjóða þeim með samningsrofum og ofbeldisverkum án þess, að þau hafi svarað með vopna valdi. En í svo augljósum frið arvilja Vesturveldanna felst sú hætta. að hann verði mis skilinn; og það er einmitt það, sem stjórnmálamenn Vestur veldanna eru nú alvarlega farnir að óttast í sambandi við átökin um Berlín. Hvenær kemur síldin? — Viðtal við bjartsýnan útgerðarmann. — Heimilisvélar. ÞAÐ ER DÁLÍTIÐ hressanði að hitta menn, sem ekki eru orðnir alveg úrkula vonar um síldina, en ég hitti einn slíkan í gær — og það var valinkunnur útgerðarmaður. Hann sagði. „Síldin, von.Iaus? Nei, ekki al- deilis. Hún er í þann veginn að koma og ég hygg að þetta verði alveg ágætt síldveiðisumar. Hún kemur núna eina nóttina þegar menn búast alis ekki við henni og verður geysileg hrota. Nei, ég er ekki orðinn vonlaus með sílðina. Ég er ekkert meira von- laus nú en ég var þegar ég sendi bátinn minn á síld. ÉG SKAL til dæmis segja þér, að 1938 hafði ekkert veiðst af síld fyrr en 25. júlí. Þá kom hún skyndilega og öllum gjörsam- lega að óvörum. Menn voru farn ir að tala um að þetta hangs þyddi ekki neitt og bezt væri að fara að taka föggur sínar sam an og halda heim og söltunar- fólki hafði verið símað um að koma ekki. En svo kom síldin eina nóttina eins og þjófur á nóttu, og þetta varð fá dæma gott síldveiðisumar. Ég hygg að síldin komi aðra nótt eða næstu nótt þar á eftir, og þá verður handagangur í öskj- unni lagsmaður11. JÁ, MÉR FANNST HANN vera vongóður, þessi útgerðar- maður, og betur væri að allir væru þannig. Ég er hins vegar ákaflega lítið trúaður á hann og spádóma hans, en mikið myndi maður vilja gefa til þess að þeir rættust, því að útlitið er, væg- ast sagt farið að verða heldur ískyggilegt. Það er hætt við því, að ég fái neitun við þessum 1000 þvottavélum, sem ég var að heimta, ef engin síld veiðist í sumar. JÁ, ÞVOTTAVÉLARNAR. Ég sá þvottavél núna einn dag inn. Hún er minni en þær vélar, sem algengastar hafa verið hérna en fullnægja þó flestum heimil- um alveg. Þær er hægt að hafa í öllum eldhúsum, því að lítið fer fyrir þeim og þær eru á- kaflega handhægar. Ég man nú ekki Ijyað þær heita, en það skiptir heldur ekki neinu máli, aðalatriðið er að þær eru miklu ódýrari en aðrar vélar og kosta ekki nema 300 kr. í erlendum gjaldeyri, en að líkindum rúm- ar 500 krónur með öllu hér út úr búð. ÉG SPURÐIST fyrir um um- boðsmann þessara véla og fékk að vita hver hann er. Hann sagð ist ekki einu sinni hafa feng- 'dð gjaldeyrisleyfi fyrir sýnis- horni að þessari tegund. Er það og í samræmi við það sem nefndarmaðurinn sagði mér um daginn, að ekkert gjaldeyris- leyfi hefði verið veitt fyrir heim ilisvélum síðan 1945. EF RÍKIISSTJÓRNIN væri nógu klók, þá ætti hún nú að sýna, þrátt fyrir erfiðleika í gja eyrismálum, vilja sinn til að létta okinu af þreyttu barnakon unum. Ég er ekki í neinum vafa um að húsmæðurnar myndu elska ríkisstjórnina enn meira en þær gera nú, ef hún gerði nú þetta, og jafnvel þó að minni upphæð væri eytt. ÞAÐ ER ALGER misskiln- ingur, ef menn halda að þvotta vélar séu iúxustæki. Þetta eru nauðsynleg heimilisáhöld og ég er sannfærður um að nýtni, sparsemi og betra starf yrði á heimilunum sem fengju þessar vélar. Vegna þrældóms verða húsmæðurnar oft að láta sitja á hakanum ýms nauðsynleg störf á heimilum sínum. Hannes á horninu. S.K.T ELDRI DANSARNIR í G.T..húsinu í kvöld kl. 9. — Aðgöngumiðar ■kL 4—6 e. h. í dag. Sími 3355. BÆJARRÁÐ og bruna- málanefnd Akureyrarbæjar hefur nýlega samþykkt að gera um það tillögur til bæj arstjórnar, að reisa á þessu sumri nýja slökkvistöð fyrir bæinn, vestan Geislagötu. Ráðgert er að slökkvistöð- in verði þriggja hæða hús og að efsta hæðin verði noluð fyrir skrifstofur. Þeir hafa hvað eftir ann að lýst yfir því, að Vestur veldin muni verða kyr í Ber lín, hvað sem það kostar og hvort sem Rússum líkar það þetur eða verr; en orð eru orð, og alhafnir allt annað; og svo er að sjá, að valdhafar Rúss lands séu ekki enn farnir að trúa því, að Vesturveldunum sé alvara. Ef til vill trúa þeir því líka aldrei, fyrr en allt er umi seinan. í því liggur máske alvarlegasta hættan. * • Það er alveg augljóst. að það er til að reyna að afstýra einmitt þessari hættu, að Vesturveldin hafa allra síð ustu dagana látið nokkrar mjög alvarlegar athafnir fylgja yfirlýsingum sínum um það, að þau muni ekki láta undan neinum hótunum eða ofbeldi í Berlín'. Tugir amerískra sprengjuflugvéla af stæristu gerð eru aftur komnar til Evrópu og hafa tekið sér bækistöð á flugvöll um í Bretlandi. Fjöldi þrýsti loftsknúinna orustuflugvéla, bæði brezkra og amerískra, er kominn til Þýzkalands. Og að því er allra síðustu blaða fregnir frá útlöndum herma, eru Bretar nú einnig byrjaðir að flytja skriðdreka og önnur vélavopn á land í Hamborg. Að sjálfsögðu er þessi við búnaður ekki mikill á móti þeim mýgrút hermanna og hervéla, sem Rússar hafa síð an í stríðslok að staðaldri á hernámssvæði sínu í Þýzka landi’.'Eh engu að síður ætli hann að geta orðið þeim holl aðvörun um að fara varlega í átökunum um Berlín eftir þetta, ef þeir vilja ekki fá nýtt stríð. En undir valdhöfunum í Kreml, dómgreind þeirra og fyrirætlunum, er það nú ber sýnilega kornið. hvort friður helzt, eða mannkynið á innan skamms að lifa ægilegan harmleik þriðju heimsstyrj aldarinnar. Ufsölusfaðir Álþýðublaðsins: Ausfurbær: 1 Ásbyrgi, Laugavegi 139. Leikfangabúðin, Laugavegi 45. #1 Hi Tóbak & Sælgæti, Laugavegi 72. f*- Kaffistofan Laugavegi 63. ■? Café Florida, Hverfisg. 69. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61. Tóbaksbúðin, Laugavegi 12. Gosi, Skólavörðustíg 10. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Ávaxtabúðin, Týsgötu 8. Verzl. Jónasar Sigurðssonar, Hvg. 71. Havana, Týsgötu 1. Söluturninn við Vatnsþró. Drífandi, Samtúni 12. Pétursbúð, Njálsgötu 106. Helgafell, Bergstaðastræti 54. Verzl. Nönnugötu 5. Skóverkstæði Langholtsveg 44. Stefánskaffi, Bergstaðastræti 7. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Verzl. Ás. Flugvallarhótelið. Vöggur, Laugavegi 64. Mjólkurbúðin, Nökkvavog 13. Malldóra Bjarnadóttir, Sogabl. 9. Búrið, Hjallavegi 15. Veitingastofan Óðinsgötu 5. Veslurbær: Fjóla, Vesíurgötu 29. Filippus, Hvoli. Veitingastofan Vesturgötu 16. West-End, Vesturgötu 45. Drífandi, Kaplaskjólsvegi 1. Matstofan Vesturgötu 53. Hansa, Framnesvegi 44. Verzl. Vesturgötu 59. Silli & Valdi, Hringbraut 149. Kaupum hreinur léreftstuskiir. Alþýðuprentsmiðjan h,f. UlbreiðiS ALÞÝDUBLAÐID T

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.