Alþýðublaðið - 24.07.1948, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.07.1948, Blaðsíða 5
Laúgárdagiir 24. .jáli 1948^) ■ ■ -i; t- _ ■ ; J1 BARÁTTAN UM BERLÍN ~ BARÁTTAN UM BERLÍN er ekki aðeins baráíta milli Rússa og Vesturveidanna um yfirráðin yfir hinni fyrri þýzku höfuðborg; hún er einnig barátta Berlínar- búa sjálfra gegn hinni austrænu kommúnistísku kúg- un. Frá þeirri baráttu segir þýzki jafnaðarmaðurinn Karl Raloff í greininni, er hér birtist. BERLÍN var einu sijiríi höf F.I.L. - F.I.L. Aðalfundur Félags íslenzkra loftskeytamanna verður haldinn í Tjarnracafé miðvikudaginn 28. þ. m. kl. 20.30. STJÓRNIN. uðborg voldugs ríkis, sem nú er ekki til, og nú er hún borg í rústum — eftir linnulausar loftárásir og hina brjáluðu baráttu Hitlers til síðustu stundar. Fegurð borgarinnar. sem fyrrum vakti hrifningu alls heimsins, er nú dauft og aska. Og samt sem áður er Berlín enn heimsborg, er telur yfir þrjár milljónir íbúa. Þar eru gefin út fjölmörg dagblöð, þó að ekkert dagblað komi út í neinni annarri borg á Þýzka- landi. Þar mætist austrið og vestrið á gleggri hátt en .nokkrum stað öðrum. Þar heyja stórveldin andlega bar áttu um íbúana, og þar er sú barátta hörðust. Augu al- heims horfa til Berlínar í dag. Og Berlínarbúar bregðast ekki vonum manna. .,Berlín er ekki Prag“, segja þeir við kommúnistana. Aðstaða Vest urveldanna þar væri vonlaus, ef þau nytu ekki stuðnings mikils meirihluta íbúanna. Hinn öruggi stuðningur þeirra veldur því, að Vestur- veldunum er ógerlegt að hverfa brott úr Berlín. Berlínarbúar láta ekki kúg ast. Þrátt fyrir alla hina ægi- legu erfiðleika, þrátt fyrir húsnæðisleysi, skórt og hung ur, þrátt fyrir það, að alltr' virðist vonlaust og tilgangs- laust, hafa þeir eigi að síður itekið upp baráttuna fyrir framlíð ættborgar sinnar. Þeir eru sannfærðir um það, að hún muni aftur verða höf- uðborg í nýju Þýzkalandi lýð ræðis og frelsis. SISYFOSARVINNA. Berlín er á miðju rússneska hernámssvæðinu. Hún ér af- skekkt eyja í hafi kommún- ismans. Fáir og veikir þræðir tengja hana við Vestur- Þýzkaland og Evrópu. og Rússar reyna æ ofan í æ að rjúfa þá þræði. — He.nni er skipt í fjögur hernámssvæði, þar sem hvert hinna fjögurra hernámsvelda reynir að koma á því Iýðræði, er það ber fyr ir br jósti. En Berlín á líka sitt lýðræði, sér í Iagi þau verka- lýðsfélög borgarinnar, sem lifðu af valdatíð nazismans. Við sjáum þess vottinn svo að segja daglega. Jafnaðarmenn irnir í Berlín létu ekki marka sér bás í Samfylkingarflokkn um, ekki einu sinni á rúss- neska hernámssvæðinu. Þeir vísuðu á bug valdboðiriu að austan. Þegar kosið vár til borgarstjórnar í Berlín í októ bermánuði 1946, unnu' lýð- ræðisöflin glæsiíegan sigur. Jafnaðarmenn fengu . yfir milljón atkvæði, og þar með skipuðu 48,7% af kjósendum borgarinnar sér í sveit þeirra. Samfylkingarflokkurinn. sem kommúnistar ráða og þykist hafa allt fólkið að baki sér. fékk 22% og reyndist þriðji stærsti flokkurinn í borginni. Frambjóðandi jafnaðar- manna, Ernst Reuter, var kos inn yfirborgarstjóri með hreinum meirihluta atkvæða. En til þessa hefur hann ekki getað tekið við þessu þýðing- armikla embætti sökum nejt unarvalds Rússa í hernáms- ráðinu. Luise Schröder, sem einu sinni var þingmaður fyr ir þýzka Alþýðuflokkinn, gegnir þess vegna slörfum sem yfirborgarstjóri. Her- námsráðið fer með æðsta vald í öllum málum Þýzkalands. En þar eð hinir fjórir her- námsstjórar verða aldrei á eitit sáttir, er aldrei hægt að leiða málin til lykta. Starf borgarstjórnarinnar er þar af leiðandi alger Sisyfosvar- vinna. Það þarf mikið til að láta ekki bugast af slíkum erf iðleikum. En Berlínarbúar gefast ekki upp. Þeir vita, að einmitt til þess eru refirnir skornir. VERKALÝÐ SFÉLÖGIN Þeir láta hinn klaufalega áróður Samfylkingarflokks- ins eins og vind um eyru þjóta. Þeir hafa ekki aðeins kynnzt einræði Hitlers, held- ur og einræði arftaka hans á rússneska hernámssv.æðinu. Hvergi á Þýzkalandi er annar eins stjórnmálaáhugi og stjórnmálaþroski og meðal Berlínarbúa. Baráttan um lýð ræðið er háð samtímis á mörg um vígstöðvum, og sú bar- átta er sannarlega ekki unnin fyrir gýg. Ég vil í þessu sam bandi sérstaklega vekja at hygli á baráttunni um verka lýðshreyfinguna. Hún krefst, eins og allt stjórnmálastarf í Berlín. mikillar hugdirfðar og fórnfýsi. Málsvarar einræðis ins eru ósparir á að reyna að buga andstæðinga sína, þeir beita miskunnarlaust ofsókn um ógnunumv og mútur eru þeim mjög svo tiltækar. En Berlínarbúar selja ekki frelsi sitt, hvorki fyrir „sætabrauð né svipu“. Þetta kom glöggt í Ijós fyrsta maí. Rússar veittu þeim, sem fóru kröfugöngu ur.dir merkjum Samfylkingarflokksins, pjds ur, öl og kökur. En andstæð ingar kommúnista söfnuðust saman við rústir þinghússins og fylktu liði í volduga kröfu göngu. erda þótt þeir hefðu ekki upp á neinar veitingar að bjóða og brátt fyrir óhag- stælt veður. Hvað slíkt þvðir. skilur sá einn, sem hður skort. • Verkalýðsheyfingin er al- gerlega undir yfirráðum kommúnista. Hún telur meira en 500 000 meðlimi innan vé banda sinna, er rhjög vel skipulögð og hefur ekki færri en 1240 starfsmenn í þjónustu sinni. Yfirmenn þessara starfs manna eru kommúnistar, og þeir ráða lögum og lofum inn an samtakanna. Þeir ráða yf ir blöðum. fé og pappír. þeir hafa aðstöðu til þess að hygla og refsa að vild isinni. Til æðstu trúnaðarstarfa innan samtakanna er kosið í óbein um kosningum. Kosningafyr irkomulagið er svo flókið, að það er á fárra færi að kryfja það til merkjar. Beinar kosn ingar þekkjast ekki. En .lýðræðissmnar innan verkalýðshreyfingarinn ar lét u þetta ebki nægja sér, heldur hófu þeir ótrauðir baráttuna gegn kommúnistum undir for- ustu forseta bæjiarstjórnarinn- ar, jafnaðarmanmsins, dr. Suhr. Sú barátta varð hörð og tvísýn, en hún markaði hreinar línur innan verkalýðs hreyfingarinnar i Berlín. I 10 af 12 borgarhverfum á her- námssvæðum Vesturveldanná varð and'Stöðuhreyfingin í meirihluta, en allri Berlín er skipt í tuttugu borgarhverfi. I fyrstu lotu varð hún einmig í meirihluta í sex af átján verkalýðsfélögum borgarinn- innar. En kommúnistastjórn heildarsamtak-anna neitar að viðurkenna þessi úrslit. Hún viðurkennir ekki unninn sig- ur andstæðinga sinna. Það lítur því helzt út fyrir, að verkaliýðshreyfingin í borg- inni muní sumdrast og lýð- ræðissinnarnir innan samtak- anna neyðast til að segja sig úr lögurn við kommúnista. HÓTANIR. Það er naumast hægt að gera sér í hugariund hvílikt hugrekki þarf til þess að heyja haráttuna gegn komm- únistum innan verkalýðs- hreyfingarinnar og gefa kost á sér til trúnaðarstarfa. Með- al járnbrautarverkamannanna urðu andstæðingar kommún- ista til dæmis í meirihluta, enda þótt fliestir jámbrautar- verkamennjmir sæki atvinnu sína á rússneska bermáms- svæðíið. ^Aðalfundlinm sátu hvonki meira né minna en tíu rússneskir liðsforingjar og þeir létu það, sem fram fór, síður en afskiptalaust. Full- trúum andstöðulhreyfingarinn ar var ógnað með „vissum afleiðingum,“ ef þeir kysu ekki kommúnista eða færu heim. En þeir létu e'kki kúg- ast, og stjórnin frestaði fundi. Kjörseðlarnir, sem búið var að prenta, hurfu. Starfsfólk pósts' og síma var sent aftur 'heim eíftir tve-ggja daga mál- þóf, en andstæðingar komm- únista voru þar í yfirgnæf- andi meirihluta. Aðalfundum málmsmiðanna og bæjarstarfs mannanna var hleypt upp af ásettu ráði. Fulltrúar and- stöðuhreyfin'garinnar úr hópi járnbrautars’tarf'smannanna og ýmissa fleiri verkalýðsfé- laga voru margir hverjir hand teknir af lögreglunni eða rússnesku yfirvöldunum og ekki látnir lausir af tur fyrr en eftir aSalfundimi, og þar með hafði kommú'nástum tek- izt að verða i meirihluta. — Mörgum andstæðingum kom- múnista meðal járnbrautæ.- starfsimannan'na á rússneska hern'ámssvæðinu var sagt upp starfi sínu. VÍGI LÝÐRÆÐISINS. Það yrði langt mál að skýra frá haráttu jafnaðar- mann,;uina í Berlín fyrir hug- sjónium sínum. Það er auð- s-kilið, að hún valdi komm,- únistaforingjanum Wilhelm Pieck áhyggjum, enda lýsti hann yfir því eigi alls fyrix löngu', að kyrrð og friður kæmist ekki á í Berlín fyrr en Vesturveldin væru á þrott úr borginni. Þá getur hann farxð með andstæðinga sína 'eins og honum ilizt og komið á grafar- kyrrð kommúnismans. Það er li'ka' ofur ski'ljanlegt, að Rússar leitist við að verða einráðir í Berlin. Meðan lýð- ræðissinnamir þar mega sin einhvers, eru þeir alvar- leg 'hætta fyrir 'einræði Rússa á hernámssvæði þeirra x Au.- Þýzfcalandi. Hih djarflega bar Framhald á 7. síðu. BRUNATRYGGINGAR SJÓTRYGGINGAR BIFREEÐATRYGGINGAR Alhugið, tí r.,r. ' að samvinnan stuðlar að bættum lífskjörum fólksins Umboðsmenn í öllunt kaupfélögum landsins », rlPxT SAMVINNUTRYGGING&Ri REYKJAVÍK — SÍMI 7080

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.