Alþýðublaðið - 24.07.1948, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 24.07.1948, Qupperneq 6
6 'ALÞÝÐUBLAÐIÐ_________________Laugardagur 24. júíí 1948. Leifur Leirs: I!R GÖMLU HANDRITI. Handrit þetta mun vera ann álsbrot, en ártal vantar, og ber fræðimönnum vorum, þeim er séð hafa, ekki saman um ald- ur þess frekar en annað. Það er ritað á kálfsskinn, ekki gott, og benda allar líkur til, að skinnleppur sá hafi verið not- aður sem skóbót um skeið, og er letrið því mjög máð og víða ólæsilegt eins og af líkum má ráða, en hins vegar setur þetta handritinu tímaákvörðun nokkra, sem sé, að það hafi verið gert eftir að nautgriparækt hófst hér á landi, en áður en sauðskinns og kúskinnsskór urðu að rýma fyrir hjólbarða- bullum og meðfylgjandi sjón- depru. Hér hefur annálsbrot þetta. . . . nokkur um vorið, en gekk í þurrk með slætti og góðviðri. Grasspretta í minna lagi. Sigldu margir utan og fóru víða lönd fyrir lítinn farareyri. Reisti Gvendur ferðalagur meir en neflengd sína og taldi frásagn- arvert. Kómu gerzkir hærings skipum að Norðurlandi. Taldi . . ki róg og níð að vera nokkuð við þá nefndur og hafði um mörg orð og stór og skírskotaði til sannleikans, hló Halldór góð tunga. . . . drekar með hvini miklum og stóð blár hyr undan börðum þeirra. Agasamt í héröð um, slagur við höndlunarhús, Vörur skammtaðar en tilskipan ir og reglugerðir samt óskammt að. Kvinnur berfættar upp fyrir hné og annað siðleysi þar eftir. Handritin enn hjá dönum. Sveik Tittur alla og trúði honum eng- inn; varð argur hjá þeim, er áður einn Sankti Titt kölluðu og samt ekki góður hjá öðrum. Gerðust furðuverk mikil og und ur, var hið mesta nefnt Jörund- ur, forngarpar uppdregnir, stofn aði Njáll íþróttaskóla að Berg- þóshváli og kenndi ungum mönnum að sigra fyrirfram, drukkið banvænt kreósótum í mjólk úr þrílitum kúm, sungið halelúja og alibaba. Gengu um berir menn utan klæða og inn an . . . egrunarfélag, samt reist ein síldarfabrikka í Örfirisey . . . . . gútemplarar. . . . Leifur Leirs: EITT LJÓÐ í BLÁUM LIT. Þú, glæsta borg, sem gengur seint til náða frá glaumi og þys og vaknar seint til dagsins starfs og dáða. . . frá daumi um ennþá meirá hjóm og glys. í morgun árla gekk ég götur mínar og gat ei séð. neinn þinna sona, — enn síð- ur dætur þínar, sól skein á tínda, enginn vakna réð. Einn gráan kött ég sá og ann- að ekki, auk sjálfs mín, lífi gætt á dagsins stig; Sá var ei farinn að sofa. Hið sama gilti um mig. Nýsviðin dilkasvið NýslátæaS' nautakjöt í buff, gullash og steik. Nýr 'lax og reyktur lax. Hangikjöt, kindabjúgu og saltkjöt. Kjötverzl. Hjalta Lýðssonar, Grettisgötu 64 og Hofsvallagötu 16. Minningarspjöld HEILSUHÆLISSJÓÐS NÁTTÚRULÆKNINGA- FÉLAGS ÍSLANDS fást ihjá frú Matthildi Björnsdóttur, Laugav. 34 A, og hjá Hirti Hans syni, Bankastræti 11. öðrum, hve mjög, sem hann leiðaði þeirra. Hvað gerði það þá til, þó að hún stund- um gripi til smáósanninda. Hugsanir hennar voru samt hreinasta gull. Jón Ersson sá hana með augum sálar sinnar og sá, að hún var miklu fallegri en hinn fagil líkami hennar. En jafnvel hann elskaði hana svo mikið, að hann hafði kraft í sér til að ganga fram hjá. Jón Ersson var sjálfur hugrakkur maður. En „ein mana maður er einmanaleg- astur allra“ hljóðaði aftur í eyrum hans. Hann hlustaði á róandi tif ið í klukkunni í stofunni við hliðina á þessari. Nú gat hann heyrt þögnina tala hljóðri röddu hér í þessum gömlu stofum, þar sem foreldrar hans og han,n sjálfur höfðu lifað lífi sínu. Og þegar hann dæi þá hyrfi allt. Enginn nýr hlekkur kæmi í viðbót við keðjuna. Enginn nýr veg ur rnyndi liggja frá honum. Þegar hann væri horfinn voru foreldrar hans líka horfn ir. Nú skildi hann löngun gamla fólksins til að keðjan slitnaði ekki. Þau vildu ekki mást út. og han,n vildi það ,ekki heldur. Hann vildi lifa áfram í annarri manneskju. Manneskju, sem héldi áfram störfum hans og hugsunum- sem flytti blóð hans og for eldra hans áfram, þernan litla blóðdropa, sem var hann sjálfur og átti að halda áfram í næstu kynslóðum. Hann var runninn frá for- eldrum hans og hann hafði ekki rétt til að stöðva ferð hans. — Óróleikinn. sem hann hafði fundið til í seinni tíð hafði komið honum til að skilja, að þessi rennandi blóð dropi, sem tilheyrði eilífð- inni, vildi halda áfram og renna gegnum aldirnar. Og meðan þessar hugsanir náðu tökum á honum fann hann, að það var aðeins gegn um Geirþrúði, að hann gat haldið áfram að lifa. Hann kreppti hnefana af skyndilegum og áköfum sárs auka. Heillandi mynd henn ar birtist honum. Hun kallaði á hann með isínum rauðu vör um og brosandi augum. Hann vildi halda áfram að lifa. hann vildi ekki verða að engu. Og með sársauka minnt ist hann þess að hendur hennar höfðu verið réttar út (til hans. Hann hefði ekki þurft annað en að grípa í þær. — í huga hans komu minning amar óðfluga fram. Hinn mikli aldursmunur millum þeirra var eins og dökkur skuggi. Árin höfðu enga þýðingu. Hann vildi grípa um hendur hennar og draga hana að sér. Hann mátti engantíma missa. ÞRETTÁNDI KAFLI. Haust. Blindaður af reiði, hatri og sárauka og fullur sjálfsmeð aumkvunar kom Hrólfur Minthe iti'l Stokkhólms. í lest jnni hafði honum orðið ljóst, hvernig þetta allt var í ver- unni. svo biturt sem það var, og bar hatur í hug til allra. Hefnigirnin náði valdi á hon um og útilokaði alla skyn- samlega hugsun. Hann vildi hefna sín á öllum heiminum, og sjálfum sér líka. Og ekki sízt á bróður sínum. Hættu- leg öfl höfðu nú náð valdi á huga hans þar :sem sti'llingin áður hafði búið. Hefnd — hefnd var það eina, sem komst að. En áður en hann hefndi isín vildi. hann gleyma. Han,n vildi kasta sér út í hringiðu skemmtana, þeirra skemmt- ana, sem hann hingað lil hafði fyrirlitið. Hann, gekk fram og aftur í ganginum fyrir framan klefa sínn og var með ráðagerðir, sem hann þó hætti við jafn- óðum. Nú var það ekkert lengur- sem, batt hann við fasta vinnu. Ekkert, sem rak hann áfram. Nú gat hann bara lifað. AI- veg sama hvernig, bara að hann gæti fengið að gleyma. Honum fannst höfuð sitt vera alveg lómt af þreytu og sorg. Nú skyldi Þórgnýr þessi skin heilagi bróðir hann fá að gjatda fyrir þetta. Var það ekki hann, sem frá byrjun hafði haft á móti Geirþrúðl. Hafði hann ekki á allan hátt reynt að koma á misskilningi og missætti og sýna þessa stúlku í sem verstu Ijósi. Þeg ar hann bara væri laus við bennan þunga sem hvíldi yfir höfði hans skyldu þau öll fá að svara itil saka. Ef Þórgnýr íefði ekki reynt að stía þeim í sundur þá hefði þetta aldrei skeð þá hefði Curt aldrei get að náð í hana. Hann var ennþá með þess- ar 2000 krór.ur. sem bróðir hans átti. og hann hafði ekki komizt til að seitja í bankann. Þeim ætlaði hann að eyða. Hann tók fram veskið sitt og reiknaði og það kcmu djúpar hrukkur í ennið á honum. Að það voru peningar Þorgnýs kærði hann sig kollóttan um. Þórgnýr átti nóg fyrir og mágkona hanis líka. Nú var það hann, yngri' bróðirinn, sem alltaf hafði verið útund- an, sem ættaði að lifa lífinu. Og á eftir skyldi öllu lokið. En fyrst ætlaði hann að svalla eins og hann gat. Það skyldi ekki finnast svo auð- virðilegt til, að hann hinn táldre'gni Hrólfur þekkti ekki áður en hann hæfi ferð sína til Paradísar og gleymdi öllu. — Hann grét af með- aumkvun með sjálfum sér. Skyldi annars nokkur Para dís vera til? Skyldi Geirþrúð ur koma þangað einhvern- tíma ?—? Þegar hann minntist svika hennar runnu tárin nið ur kinnarnar á honum og hann reyndi ekki dil að þurka þau. Hann var alttof þreyltur iil að hugsa um það. Þegar hann stökk úr lest- inni fór hann beina leið til sfúlku, sem var mikið mál- uð, og stóð þar á götuhorni. Hann tók hana undir arminn og fór með hana til herbergis þess, sem hann hafði tekið á leigu í þeirri fánýtu von, að hann skyldi mæta Þórgný og Lisbet. Þegar hann vaknaði morg- uninn eflir sitt fyrsta regtu- lega fyllirí, skein sólin beint í augun á honum. Það hamraði í höfðinu á honum og hann var ógurlega þyrst- MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINSs ÖRN ELDING AFGREIÐSLUMAÐURINN: — það er ekkert. Jæja, þú um það. hverjar ,djarfar dáðir1 í líkingu Ég segi bara það — Jæja, svo þú ætlar að veðja, SKRIFSTOFUMAÐURINN: En við þær, sem þú vannst hjá ÖRN: Hvað áttu við? lagsmaður. Aðeins tíu dölum, — ef þú ætlar að vinna hér ein greifanum, skaltu gæta að þér.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.