Alþýðublaðið - 27.07.1948, Page 5
: l»iiðudagur ■ 27iíír^úM;4ÖÍfc918.
TIL ÞESS að pæla gegn
íim orðagjálfur skýrslu Korö
ánforms og baktalsins um
Tito, þyrfti sérstaka orðabók.
Þar öðlast venjuleg orðatil
tæki sérstaka merkingu,
ásakanirnar eru dúlbúnar og
aðalágreiningsefnin eru alls
ekki nefnd. Sé ástandinu í
Júgóslavíu lýst í aðalatriðum
verður það á þessa leið:
í hverju landi, sem Rúss
ar hafa sölsað undir sig í
stríðinu og að þvi loknu, hef
jur Stalin útnefnt ráðsmann
til þess að framfylgja skipun
nm húsbónda síns og vinna
í þágu Rússlands. Einn af
þessum ráðsmönnum, sem
Valinn var til að sjá um hjá
lenduna Júgóslavíu, ímynd
aði sér að hann væri hús
bóndi á sínu heimili.
Þetta skerti ákaflega álit
Stalins og dró úr hinu öfl-
'uga, áhrifamikla valdi hans.
Brjálaða manninum í Bel-
grad varð að ryðja úr vegi ■—
Stalin átti ekki annars úr-
kosta. Allar. samkomulagstil-
raunir, sem reyndar voru í
þrjá mánuði áður en óhlýðn
in var opinberlega afhjúp-
uð, mistókust. Undir eins og
iskýrslurnar voru birtar í
Prag og Belgrad, var brotið
orðið óbætanlegt. Nú varð
Moskva að bíta frá sér svo
Bð um munaði.
Þetta er kjarni hinna ó-
væntu atburða innan áhrifa-
svæðis Sovétríkjanna. Séu
þeir skoðaðir í Ijósi sögunn-
ar, minna þeir á fjölda svip-
aðra atvika, þegar miklir
Sigurvegarar hafa fundið sig
iknúða til að reisa rönd við
ótryggð og uppreisn hers-
liöfðingja sinna og embættis
manna, sem þeir hafa falið
að stjórna hýjum landsvæð-
,Wm. Það sem hefur breytzt
er aðeins ytra útlitið, for-
skriftirnar, herópin og hinn
hugsjónalegi búningur.
i ❖ :'fi :Jí
Stalin veitti hjálendum sín
EÍnum í Evrópu uppgerðar
sjálfstæði. Á hræsnisfullan
hátt var látið svo heita, að
bandalag gert af frjálsum
vilja tengdi þessar þjóðir í
Austur- og Mið-Evrópu við
Moskvu; sýndarkosningum
var bei'tt til að efla þetta yf-
Irskin; sægur af rússneskum
hernaðarráðunautum, emb-
ættismönnum lögreglunnar
og ,,sérfræðingum“ vann
hljóðlega í leppríkjunum í
þágu ráðstjórnarinnar. Rúss
nesku fulltrúarnir í Komin-
form, undir stjórn Yudin,
máttu sín talsvert mikils í
Belgrad. Utanríkismálastefna
Júgóslava átti að vera alger
lega í samræmi við utanrík-
isstefnu Molotovs. Eina raun
verulega viðurkenning Stal-
ins á gervisjálfstæði Júgó-
Blavíu var fólgin i brottfluttn
íngi rússnesku herjanna eft-
Sr stríðið. Það var lærdóms-
rík tilraun — að ganga úr
skugga um undirgefni Bel-
grad án hernáms rússnesku
herjanna. Á meðan Pólland,
Ungverjaland og Rúmenía
halda afram að hýsa stórar
deildir úr rauða hernum,
hafa rússneskar hersveitir
verið kallaðar brott frá Júgó
slavíu, Tékkóslóvakíu og
Búlgaríu.
Það, sem nú er að koma á
daginn er það. að þessi til-
raun í utanríkismálastefnu
Sovétríkjanna er árangurs-
|aus: síefnan liggur frá
Ljósklæddi maðurinn til hægri er Tito marskálkur, hinn er
Dimitrov; kollega hans í Búlgaríu. Myndin var tekin í Belgrad,
er Dimitrov var þar í heimsókn.
GREININ, sem hér birtist, er eftir hinn þekkta
rússneska rithöfund David J. Ballin, sem árum sam-
an hefur iifaS Iandflótta í Bandaríkjunum og skrifað
margar merkar bækur um Sovét-Rússland. Greinin er
þýdd úr vikubíaðinu „The New Leader“ í New York.
Moskvu. Sjálfstæðið, sem að
eins var á pappírnum, hefur
verið sett fram í stjórnar-
skrám, samningum og opin-
berum yfirlýsingum, en v;arð
skyndilega til hjálpar til að
losna frá Rússum.
Ef Moskva ber nú frá sér,
mun hún reyna að dulbúa
gerðir sínar; hún mun sker-
■ast í leikinn á sína sérstöku
og grímuklæddu vísu. Auð-
vi-tað mun hópur júgóslav-
neskra kommúnista fús að
veiía Stalin gegn Titó, og nú
þegar er tveimur foringjum
þessarar hxeyfingar haldið
við efnið í Moskvu. Með sam
þykki Kominforms munu
þeir lýsa yfir, að þeir séu
„sannir fuíltrúar Marx- og
Leninismans“ og beiðast
hjálpar bræðraflokkanna,
einkum í Rúmeníu og Ung-
verjalandi. Þeim mun verða
fengin lögregla og, ef þörf
krefur, vopnaðar hersveitir
ásamt rússneskum skriðdrek
um og flugvélum, og fjöldi
alvarlegra árekstra munu
sennilega verða til þess að
bæla niður uppreisn Titós
og koma á ,,löglegri“ lepp-
klíku fyr;r Rússa, s.em nýrri
stjórn í Júgóslavíu. Moskva
mun reyna eftir megni að
standa meðan stætt er.
Það sem mesta athygli
vekur í Júgóslavnesku deil-
unni er hin vaxandi ófceit á
rússneskum agentum. sem
greinilega hefur kom;ð í liós
í hinu önuga hnútukasti
milli Belgrad og Moskvu.
Fyrir aðeins bremur árum,
komu þessir menn frá Sovét
ríkjunum sem dýrlegar frels
ishetjur og með blessun Stal
ins hins mikla op fádæma
vinsældir, sem rauði herinn
hafði aflað sér jafnt í slav-
nesku löndunum sem vest-
rænum löndum.
Þessum agentum Rússa
hefur ekki einungis tekizt að
eyðileggja þennan vísi að vin
sældum, heldur einnig að
breyfa aimennri samúð í al-
mennt hatur, sem hær jafn-
vel til kommúnistaflokk-
anna á áhrifasvæði Rússa.
Þessir nýju menn frá Rúss-
landi, sem unnið hafa bak
við tjöldin í leppríkjunum,
mynda sambland af hinum
alkunna ruddaskap hins
gamla chinovnik, og misk-
unnarleysi hins stríðandi
kommúnista ásamt með
hroka nýlendustjórans.
* * ’ *
Burt frá Moskvu. Fyrir
nokkrum mánuðum mælti
hinn drottinholli Gec-rge
Dimitrov opinberlega með
myndun bandalags hinna
„nýju lýðvelda“ allra lepp-
ríkja Rússlands í Evrópu, en
ekki Rússlands sjálfs. Hann
fékk snuprur frá Moskvu og
féll í hlýðni frá áformi sínu.
Hugmynd Stalins er að inn-
lima leppríkin smám saman
í Sovétríkin, eftir því sem
alþjóðaástandið gerir honum
það kleift, en hann mun
ekki leyfa bandalagi lepp-
ríkjanna að myndast, svo að
þau verði sterk og hreinlega
sjálfstæð. Núverandi ástand
virðist hentugt til að verja
innlimun að minnSta kosti
tveggja leppríkjanna, í fyrsta
lagi Rúmeníu og Ungverja-
land. En allar aðgerðir, svo
sem tiliaga Dimitrovs, hindra
áform hans.
Titó tók upp þráðinn, þar
sem Dimitrov sleit hann.
Iiann stjórnar landi sem er
þrisvar sinnum stærra en Búl
garía og vinnur að áællun
um stofnun bandalags Balk-
anríkjanna, þar sem Júgó-
sla.vía, Búlgaría og Albanía
og ef til vilí Grikkland yrðu
þátttakendur. Slíkt bandalag
sem næði yfir sjö eða átta
minni þjóðir með 25—30
millj. íþúa mundi geta ráðið
s:nni eigin stefnu og styðja
Mcskvu oft, en vera nógu
sterkt til að fara sinna e:gin
ferða. hvenær sem því sýnd-
ist. Þessi eftirlætisáætlun
Titós myndi gxeiða stefnu
Stalins svo þung högg, að
skipting heimsyfirráðanna
myndi breytast.
Það er vegna þessa, sem
tvenns konar þróun er yfir-
vofandi: i fyrsta lagi ný bar-
átta í Belgrad og ef til vill
á öllum Balkanskaga; í öðru
Iiagi aukning á rússneskri
stjórn í öllum leppríkjunum
eftir að tilraunin til að
stjórna þeim án vopnaðra
hersveita hefur mistekizt.
Fjölhæfni Árnar Clausen lofargóðu
fyrirfugþrautina í London
■i
En þrautin er efn erfföasta keppnin,
sem tií er, og Örn enn óreyndur.
------—-».....
FIMMTUDAGURINN 5. ágúst og föstudagurinn 6.
ágúst eru þeir dagar ólympísku leikjanna, sem íslenzkir
íþróttamenn bíða.eftir með hvað mestri forvitni. Þessa daga
fer tugþrautin fram á leikvellinum í London, og tekur einn
keppandi þátt í henni, Örn Clausen. íslendingar hafa áður
tekið þátt í tugþraut á ólympíuleikjum með heldur litlum
árangri, en takist Erni vel að þessu sinn, getur svo farið,
að hann komi ekki aðeins löndum sínum, heldur íþrótta-
mönnum um allan heim á óvart. )
Tugþrautin er geysilega
i'erfið keppni, sem stendur
frá 9 til 5 tvo taga í röð.
Örn Clausen er bæði yngri
og óreyndari í jafn umfangs
mikilli keppni en margir er
lendir íþróttámenn, en engu
síður er árangur hans í ein-
stökum greinum mjög góð-
ur.
Ef lekin eru beztu af-
rek Arnar í hverri af hin
um tíu greinum (og áætl
að í tveim hlaupum, sem
hann hefur ekki hlaupið
nýlega), reiknast íþrótta-
frömuðum hér svo til, að
hann mundi fá fyrir
þau 7259 stig, en það
mundi vera bezta afrek í
itugþraut, sem unnið hef-
ur verið í heiminum síð-
astliðin tvö ár, ef harm
gæti unnið afrekin öll í
einni itugþrautsjrkeppi.
Bezlu afrek Arnar Clau-
sen eru sem hér segir, og
eru bæði 400 metra og 1500
metra hlaupin áætluð. þar
sem hann hefur ekki hlaup-
ið þau nýlega:
'1Q0 m. 0-0,8 902 stig
Langstökk 12 836 stig
Kúluvarp 13,29 744 slig
Hástökk , 1,83 822 stig
400 m. 52.0 765 stig
110 m. 15,4 864 stig
Kringlukaisti 40,48 725 stig
Stangarstökk 3,00 501 stig
Spjótkast 48,28 556 stig
1500 m. 4:40,0 544 stig
Samtals verður þetta 7259
stig, en þess ber auðvitað að
Örn Clausen ^
gæta, að þessi afrek eru unn
in á ýmsum tímum, en ekki
í einni keppni, eins og önn-
ur tugþrautarafrek, sern
þeita er botíið saman við.
Það er sjaldgæft. að íþrótta.
menn nái bezíu afrekum sín
um í öllum greinum í einnj
keppni, en Örn er að vísu
ungur og 'vaxandi íþrótta-:
maður, svo að búast má við
öllu af honum. Flestar ágízk
anir um meðalafrek, sem
Örn ætti að geta unnið, eí
hon.um tekst að ljúka keppn
inni og veður er sæmilegt,
gefa um 6800 stig, en telja
má víst, að allir verðlauna-
menn verði yfir 7000 stig
um í London.
^ _ JFrh. á 7. síðu.), J