Alþýðublaðið - 06.08.1948, Side 4

Alþýðublaðið - 06.08.1948, Side 4
»í f Föstudagur 6;t - ágúst 1948, Bréf um eftirlit með kvikmyndaframleiðslu. — Efni sótt í fornsögumar og gert eins reyfaralegt og hægt er. — Bréf frá Vestmannaeyjum. — Víð- ar er pottur brotinn en í Reykjavík. MÉK HEFUR BORIZT eftir- farandi bréf frá Sig\ St. „Mér er forvitni á að fá að vita hvort hér er ekki til neiít eftirlit með kvikmyndaframleiðslu. Ég hef heyrt, að menn taki Iivikmynd ir á eigin spýtur, semji jafnvel efni þeirra sjálfir og hugsi sér líka að senda þessar myndir á erlenda markaði. Nýlega frétti ég að maður nokkur hér hefði samið kvikmyndasögu að nokkru upp úr fornsögum og ætli sér síðan að Iáta leika það, og taka kvikmynd af því en svo að senda þessa smíði sína á markað erlendis. ÉG ER SÍZT að amast við því, að menn hafi frjálsar hendur um töku á kvikmyndum til notk unar innanlands og heldur ekki hef ég á móti því, að menn sendi kvikmyndir af náttúru landsins til útlanda. En þegar einhverjir og einhverjir fara að bögglast við að endursemja ís- lendingasögurnar og gera efni sitt sem reyfararlegasta að sagt er, þá vil ég að stungið sé við fótum. Ég vil að hið opinbera hafi hönd í bagga með slíkri framleiðslu“. VESTMANNAEYINGUR SKRIFAR: „Ég skrifa þér í til- efni þess, að nýlega komu kart- öflur til landsins og var hreift af vísdómi valdhafanna á milli landsins barna. Eins og flestir vita hefur verið lítið um þessa vöru og margir orðið að vera án hennar undanfarið um skemmri eða lengri tíma. ÞEGAR FÓLK FRÉTTI um þessa nýju sendingu hækkað því heídur en ekki brúnin á hús- mærðunum, að minnsta kosti hér í Vestmannaeyjum. En Ad- am var ekki lengi í Paradís, því þegar kartöflurnar komu hing- að fékk ein verzlunin — segi og skrifa ein verzlunin — eins og allar hinar til samans. Þessi eina verzlun seldi sínum við skiptavinum þessa ódýru, góðu og nauðsynlegu vöru í heilum kössum, en allar hinar verzl- anir bæjarins urðu að láta sín- um viðskiptamönnum nægja frá þremur og upp í fimm kíló- grömm. AFLEIÐING ÞESSARA RÁÐ STAFANA er sú, að hér eru nú flestir kartöflulausir en nokkr- ir menn hafa brigðir. Getur þú, Hannes minn, sagt mér hver stjórnar þessu? Finnst þér þetta réttlátt og ná engin lög yfir svona framferði? HVER SKYLDI TRÚA ÞVÍ, að í þessu mikla menningarríki, íslandi, ráði hnefarétturinn? Hverjir ná í nauðsynlegustu vör ur eins og t. d. léreft og aðra álnavöru? Ég get fært sönnur á það, að hér ræður hnefaréttur- inn og ekkert annað. HINGAÐ TTL VESTMANNA EYJA kom nýlega nokkuð af álnavöru. Troðningurinn og fyr irgangurinn keyrði úr hófi. Svona var það þegar hingað kom fataefni, þá fara menn að vísu í biðraðir, en það eru ekki allir, sem geta staðið í biðröð hálfan daginn, hafa öðrum hnöppum að hneppa. ÚR ÞVÍ að verið er að hafa menn á launum til þess að sjá um skömmtun og dreifingu vara, þá verða þeir að gera það sómasamlega. Þeim hefur að sönnu farið nokkuð fram frá því er þeir byrjuðu. En það er ekkert réttlæti í því að gefa út skömmtunarseðla fyrir því, sem ekki er til nema handa fá- einum framhleypnum mann- eskjum. SJÁLFSAGT ER EKKI HÆGT að kaupa mikið, en hvernig stendur á því t. d. að ekki skuli virðast skorta tyggi- gúmmí? Ég hef séð það selt hér. Mér hefur verið sagt að því væri smyglað. Hvers vegna stöðv ar þá lögreglan ekki söluna? Er því kannske ekki smyglað? Útgefandl: Alþýðuflokkurtnii. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Grönðal Mngfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjómarsímar: 4901, 4902. Anglýsingar: EmHía Möller. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýð»prentsmiðjan hJf. Þér ferst, Fiekkur, að geifa! ÞJÓÐVILJINN er óánægð ur með frásagnir ríkisútvarps ins og lýðræðisblaðanna af viðburðunum austur á Mal- akkaskaga. Hann vill láta lýsta morðöld þeirri og hermd arverka, sem kommúnistar hafa hafið aus-tur þar, sem ,,þjóðfrelsisþaráttu“ gegn brezkri ,,kúgun”, og þykir hart, að -ekki skulj hægt að blekkja ríkisútvarpið og lýð ræðisblöðin með slíkum slag orðum. Minnir hann í því sam bandi á, að það hafi þó verið „aðalsmerki íslenzkra skálda og blaðamanna frá því á nítj ándu öld, . . . að hafa fyll- stu samúð méð öðrum þeim þjóðum. sem berjast fyrir frelsi sínu“. * Já, þér ferst þá líka, Flekkur, að gelta! Ætli þeir verði ærið margir. sem þann ig hugsað við lestur slíkra hræsnisorða í dálkum Þjóð- viljans? Eða hvernig hefur hann sjálfur, og aðstandend ur hans, haldið þessu „aðals merki íslenzkra skálda og blaðamanna“ á lof-ti? Heldur hann að það sé gleymt og graf ið, hvernig skáldið Halldór Kiljan Laxness fagnaði því í byrjun síðari heimsstyrjald- -arinnar. er „fimmtán miiljón ir Pólverja“ voru þegjandi og hljóðalaust innlimaðir und ir bolsévismann“. eins og hann orðaði það, ér Rússar réðust inn í Pólland að aust- sn og þirtu þar laun sín fyrir vináttusamning Stalins við Hitler? Það var þó sú tíð, að íslenzkum skáldum brá öðru vísi við undirokun Póllands og barátt-u pólsku þjóðarinn- ar fyrir frel-si sínu! Óg hvern ig gætti Þjóðviljinn sjálfur hins gamla aðalsmerkis ís- lenzkra blaðamanna, samúð- arinnar með þeim, sem berj ást fyrir frelsi sínu, þegar Rússar réðust, nokkruip mánuðum seinna. með blóð- ugu ofbeldi á Finnland? Já, hvar og hvenær hefur yfir- leitt samúð hans með kúguð- um þjóðum sýnt sig, þegar kúgarinn hefur verið Rúss- land Stalins? Hefur yfirleitt nokkurt blað eða nokkur flokkur hér á landi troðið þetta aðalsmerki íslenzku þjóðarinnar eins sví virðilega niður í svaðið og ein mitt Þjóðviljinn og Komm- únistaflokkurinn? * En svo er það „þjóðfrelsis- baráttan“ og hin brezka „kúg un“ austur á Malakkaskaga. Það er að sjálfsögðu ágætt herbragð morðvarga og manndrápara, eins og komm únistanna. sem undanfarnar vikur hafa verið að verki austur þar, að kalla illræðis verk sín •,þjóðfrelsisbaráttu“. En ekki er nú alveg verið að gera slíkar gælur við hliðsíæð hermdarverk, sem unnin eru gegn kommúnistum, svo sem banatilræðið við ítalska kommúnistaforingjann Togli atti á dögunum! Þá ætluðu kommúnistablöðin um allan heim. þar á meðal Þjóðvilj- inn, að rifna af siðferðislegri vandlætingu yfir því ,,úr- þvæ-tti mannkynsins“, sem þar héfði verið að verki. En lýðræðisblöðin eru þeirrar skoðunar. að pólitísk morð séu pólilísk morð og hermd- arverk séu hermdarverk, hvort heldur þau eru framin af kommúnistum eða af and- s-tæðingum þeirra. Og svo að minnst sé örfáum orðum á hina brezku „kúg- un“ auslur á Malakkaskaga, er óhætt að fullyrða, að með slíku slagorði er þeim brígzl- að, sem sízt skyldi. Jafnaðar mannastjórnin, sem nú fer með völd í Bretlanai hefur sýnt frelsisbaráttu nýlendu- þjóðanna meiri skilning, en nokkur stjórn hefur nokkru sinni ger-t í veraldarsögunni. Hún h-efur gefið Indland frjálst og Burma frjólsia. Hún heíur láíið • þjóðaratkvæði gera út um framtíð Nýfundna lands. Og hún hefur veitt sam bandsríkjunum í Malakka- skaga, sem hér er sérstaklega um rætt, víðtæka sjálfsstjórn með það fyrir" augum, að þau taki síðar öll sín mál í eigin hendur- eins og Indland. Burma og Nýfundnaland. Til þess þurfti enga „þjóðfrelsis- baráttu“ kommúnista; enda væri nú lítið um þjóðfrelsi í þeimi Iöndum. ef kommúnist ar hefðu náð þar töglum og högldum, ekki síður en í sum um nágrannaríkjum Rúss- lands hér í Evrópu, sem nú er stjórnað af kommúnistum sem rússneskum leppríkjum og engu fá ráðið um sín eigin mál. Sfúlka óskast til hreinigerninga á flugvéium og skrifstofum vorum, Reykj'avíkuirflug'V’elili. — Upplýsingar í sím-a 6600 miiHi kl. 1—3 á föstuidiagipn, Flugfélag íslands hJ* SKIPA1XTG6RÐ I RIKISINS j -- I - - ■"■■■ . ... wgw-r.ii ■ -rsmr-'—TTana.uiru, ajjett 60—400 forsna vélbáfur .ganggóður og í fyrsta flokiks stiasndi óskast á leigu til landh dg-isgæzlu. — Tilboð 'sen'di-st fyrir há'degi á morgun. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS ralrysf hvalkjöf Verð á hraðfrystu, bemlausu hvalkjöti er kr. 6,75 fyrár fhveim 2 Ibs. paikka (906 ibs.). Heild'sölubirgði'r: í Reykjavik Nið'ursuðúverksmdðja . S.Í.F., Lm-d-arg. 46—48, 'símiar 1486 og 5424. — Á Akra- nesi: Hanaldur Böðvarsson & Co. HVALUR H.F. Kandíssykur og fe VERZL. SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR Öldug-tu 29. 32 íbúðir í nýbyggingum bæja-rins vdð Lönguhlíð 19—25 eru til sölu.. Um'sókniarfrestur tiil 21. ágúst þ. á. UmsókniaireyðuiblöS fásit í skilfstofu -bæjarinis í Hótel H-ekliu, Hafnarstræti 20 (iimiganguir frá Hafnarstræti) virka -da'ga kl. 9—12 -o.g 1—5, laugardalga þó aðein's kl. 9—12 f. ih., og -tekur sú skrifstoía -við umisók'num.. ! * ; * : ' ' . .. j _ . < I . ; Þeir, sem áður haía sótt um ibúðix í húsumj þessum, verða að endurnýja umsókmrmar á þessum eyðublöðúm. Reykjavík, 6. ágúst 1948. BORGARSTJÓRINN. % ........... ................. ............. — — *

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.