Alþýðublaðið - 08.08.1948, Page 4

Alþýðublaðið - 08.08.1948, Page 4
! Sumvudagute 8.?r_ágúst /1-94S, Útrefandl: Alþýðuílokkurlnn. Bitstjórl: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt GröndaL Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Bitstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Anglýsingasimi: 4906. AfgTeiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. ' AIþýð»9rentsmiðjan U. Sigurför jafnaðar- slefnunnar. MEÐ FÁRRA DAGA MILLIBILI hafa borizt hing að fréttir af stjórnarmyndun í tveimur lýðræðislöndum á meginlandi Evrópu: Finn- landi og Hollandi. Á báðum istöðum voru jafnaðarmenn til þess kallaðir. að mynda stjórn. Tóku þeir þann kost á Finnlandi, að mynda minni hlutastjórn jafnaðarmanna einna, en á Hollandi, að tryggja sér öruggan þing- meirihluta með myndun sam isteypustjórnar, er lýðræðis- flokkarnir standa að. Áður hafa jafnaðarmenn eftir stríðið myndað stjórn, sumstaðar. þar sem þeir eru ísterkastir, hreina flokks- stjórn, annarsstaðar, þar sem fylgi þeirra er minna. sam- steypustjórn lýðræðisflokk- anna. í eftirfarandi Evrópu löndum: Englandi, Noregi, Svíþjóð, íslandi, Danmörku Belgíu. En istjómarforustu hafa þeir haft öðru hvoru á Frakklandi. og bæði þar og í Austurríki eru þeir nú ann ar aðalflokkur stjórnarinnar, og á Ítalíu þýðingarmikil istoð hennar, en á Vestur- Þýzkalandi, þar sem vísir hins nýja þýzka lýðræðis fær að njóta sín, eru þeir nú þegar fylgismestir og áhrifa- mestir allra flokka. * Það er ómögulegt að ganga fram hjá þessum staðreynd um án þess. að leggja fyrir þá spurningu, hvað því valdi, að jafnaðarmenn hafa slíkt traust í svo að segja öllum lýð ræðislöndum Evrópu. þ. e. a. s. þar, sem fólkið er frjálst að því að velja sér þing og stjórn. Um þrjátíu ára skeið hafa kommúnistar haldið því fram, að jafnaðarstefnan væri búin að vera, forustu- menn og fylgismenn hennar væru afhjúpaðir „svikarar við verkalýðinn“, „sósíalfasist ar“ og jafnvel hreinir „fasist ar“, isem fylgislausir væru meðal hins vinnandi fólks. En oftar og oftar, er hið vinn andi fólk sjálft hefur sagt álit sitt í Vestur- og Norður- Evrópu, hefur það sagt þetta: — að jafnaðarmenn ættu að mynda stjórn! * Hvernig stendur á þessu? Hver hefur hér rétt. fyrir sér; ■— áróðurslygararnir eða raunveruleikinn sjálfur? Eftir tíma frönsku stjórnar byltingarinnar fyrir hálfri annarri öld sáu margir það ekki, úti um Evrópu, að það, sem á Frakklandi hafði ver- ið gert. hafði sumpart verið gert á friðsamlegan hátt hing að og þangað um Evrópu. eða var að gerast. Svipuð saga er að endurstaka sig á okkar IJppþot í Aðalstræti út a£ bók. — Niður með hann. — Burt með hann. — Afstaða almenn- ings til deilumála. — Umhurðarlyndi og ofstæki. ÉG HITTI prestvígðan mann í gær og hann heilsaði mér hros andi og kátur, en ég hef ekki séð hann lengi. Þegar. við höfð- um rabbað saman um stund, sagði ég: „Jæja þykir þér ekki Dungal ráðast í mikið, að skrifa heila hók til þess að sýna fram á misfellurnar hjá kirkjunni og kenningum hennar? Það verða líkast til skemmtilegar deilur sem spinnast út af þessu mikla ritverki prófessorsins. Það er alveg ágætt. Þær munu hreinsa loftið dálítið og gefa tækifæri til hressandi rökræðna“. ÞAÐ LEIÐ svartur skuggi um andlit þessa kunningja míns, og ég sá strax að hann reiddist. Varir hans skulfu þegar hann sagði. „Svona bækur á ekki að gefa út. Þær eru siðspillandi. Þetta er ógeðsleg bók sem af- vegaleiðir fólk. Menn, sem skrifa svona bækur eru ekki í húsum hæfir. Það á að útskúfa þeim algerlega og ég er alveg hissa á þér, að þú skulir taka svona verk, og það eftir svona mann í forsvar." FYRST VARÐ ÉG undr- andi, en svo varð ég líka vond- ur. Maðurinn stóð þarna fyrir framan mig, og um leið og ég sleppti orðinu laug hann um það, sem ég hafði verið að segja. En til viðbótar lýstu orð hans svo glórulausu ofstæki að engu var líklegra en hann væri nazisti eða kommúnisti og vildi hneppa þá, sem væru á annari skoðun en hann í fangabúðir. „Það á að útskúfa þeim. Þeir eru ekki í húsum hæfir“, sagði hann. EN MÉR ER SAGT að svona hafi ummæli ýmsra manna ver- ið undanfarið um þessa bók, og það jafnvel áður en hún kom út. Við hvað eru þessir menn hræddir? Og af hverju reiðast menn svona ákaflega? Ég er eng inn sérstakur kirkjumaður. Ég víðurkenni starf kirkjunnar og ég veit, að mörgum er kirkjan 1 f hgUn og hjá henn(i finna margar manneskjur hið eina skjól pitt. EN '1© SEGÍ. Hefur knkja’f ekki staðist gagnrýni fleiri dögum. Það, sem rússneska byltingin gerði í Austur-Ev rópu, hefur sumpart löngu áður verið gert í Vestur-Ev rópu eða er nú að gerast þar með allt öðrum hætti. Það, sem jakobínar gerðu á Frakk landi gerðu girondistar úti um Evrópu, og það sem bolsévík ar gerðu á Rússlandi gerðu og gera sósíaldemþkratar annarSstaðar. En höfuðmun- munurinn er sá, að Rússland var á eftir Evrópu. er bylting in var gerð þar, en Frakkland á sínum tíma á undan flestum löndum álfunnar, Englandi þó greinilega undanskildu, er byltingin fór fram þar fyrir rúmum: hundrað og fimmtíu árum. Þess vegna var og ier lítið fyrir Evrópuþjóðir að læra af byltingunni á Rúss- landi. Það eru jafnaðarmenn manna en Dungals prófessors? Hafa ekki fyrr verið uppi menn, sem hafa gagnrýnt kenningar bíblíunnar? Treysta forsvars- menn íslenzku kirkjunnar sér ekki til að leggja út í rökræður um trú og vísindi? Ef svo er, þá finnst mér það furðulega mik- ið vantraust á málstaðnum og — sjálfum sér. ÉG FAGNAÐI bók Dungals. Ekki vegna þess, að ég álíti nauðsynlegt að rífa niður kenn ingar kirkjunnar eða starf þjóna hennar. Langt frá því. En ég tel mjög gott þegar lærðir menn og heiðarlegir bardagamenn rök ræða um stórmál. Ég les það, sem báðir partar segja og reyni svo að mynda mér sjálfstæða skoðun á eftir. Og þannig á af- staða manna að vera til deilu- mála. Við eigum ekki að hrópa að þeim, sem hefur deilurnar. Við eigum að hvetja hann til rökræðnanna. Við eigum að vera umburðarlyndir, en hins vegar aðeins að krefjast þess, að leikreglur siðaðra manna séu í heiðri hafðar af báðum pörtum. Það efast ég ekki um að Dungal prófessor vill — og þá er fyrir andstæðinga hans að gera slíkt hið sama. Þetta vildi ég sagt hafa af tilefni ofstækisuppþots kunningja míns í Aðalstræti í gærdag. Minningarsp j öld Kvenfélags Neskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Mýrarhúsaskóla. Verzl. Halldórs Eyþórsson- ar, Víðimel. Pöntunarfé- laginu, Fálkagötu, Reyni- ' völlum í' Skerjafirði og Verzl. Ásgeirs Gunn- laugssonar, Austurstræti. og aðrir flokkar lýðræðisjns, sem hafa gert hlutina í Vest ur- og Norður-Evrópu, sum part löngu áður en rússneska byltingin var gerð, eða eru að gera þá nú. Áðalatriðið er þetta: að þeir gera það á grundvelli frelsis og lýðræðis, sem þjóðir Vestur-og Norður Evrópu vilja ekki án vera. * Það er svo önnur saga, að upp af byltingunni á Rúss- landi hefur vaxið ný harð- stjórm sem engin þjóð Vest- ur- eða NorðurEvrópu getur sætt sig við; og alveg sérstak lega þess vegna eru það jafn aðarmenn, sem þær kalla nú á til þess að taka forustuna í hverju landinu á eftir öðru. Þeir eru flokkur hins nýja tíma allsstaðar þar, sem frelsi og lýðræði er ráðandi. Orðsending frá Loftleiðum. Flugferð verður frá Reykjavík til London 15., 16. og 17. ágúst. Laus sæti til London. Leiftleiðir. Orðsending frá Loftleiðum. Flugferð verður til New York síðast í ágúst. Þeir> sem hafa pantað far hjá oss, hafi sam- band við aðalskrifstofuna, Lækjargötu 2. Leiftleiðir. Vörubílstjórafélagið Þróttur. Fundur verður haldinn í húsi félagsins við Rauðarárstíg þriðjudaginn 10. þ. m. kl. 8,30 síðdegis. DAGSKRÁ; Samningarnir. Stjórnin. S.K.T. Nýju og gömlu dansarnir í G.T.- húsinu í kvöld kl. 9. v Aðgöngum. seldir frá kl. 6,30 e. h. Alþýðublaðið vantar unglinga til blaðburðar í Laugameshverfi Álþýðublaðið Sími 4900. 8M?,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.