Alþýðublaðið - 11.08.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1948, Blaðsíða 3
MiSvikudagur 11. ágúst 1948 ALÞÝÐUBLAÐFÐ 3 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁG- tJST. Dáinn Jón Síeingrímsson próf. 1791. Dáinn Brynj. Odds- son bókb. 1887. Alþýðublaðið segir frá láti Stephans G. Step- hanssonar fyrir réttu 21 ári: „f morgun barst Ágúst H. Bjarna- syni prófessor símskeyti um, að „Klettafjallaskáldið“ Stephan G. Stephansson hafi Iátizt í fyrradag. Þar með er horfinn einn bezti sonur íslenzku þjóð- arinnar.“ Sólarupprás var kl. 5.05, sól-. arlag verður kl. 21.58. Árdegis- háflæður verður kl. 10.50, síð- degisháflæður verður kl. 23.20. Sól er hæst á lofti kl. 13.32. Næturvarzla: Laugavegs apó- tek, sími 1616. Næturakstur: Hreyfill, sími 6633. Veðrið í gær Klukkan 15 í gær var norðan gola eða kaldi frá Faxaflóa til Norðurlands, en sunnan og suð austan kaldi eða stinningskaldi frá Norðurlandi til Suðvestur- lands. Á Suðurlandi var rigning með köflum. Hiti var víðast 12—15 stig á Norðurlandi, en 10—15 stig sunnanlands. 'Mest- ur hiti var á Nautabúi í Skaga- firði, Síðumúla í Borgarfirði og Stykkisthó'lmi, 15 stig, en kald- ast.var á Seyðisfirði, 10 stig. í Reykjavík var 13 stiga hiti. Skipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. 7.30, frá Akranesi kl. 9, frá Reykjavík kl. 17, frá Akranesi kl. 20. Brúarfoss er í Leith. Fjall- foss er í Hull, Goðafoss kom til Reykjavík kl. 23 ■— 24.00 í gær 10. 8. frá New York. Lag- arfoss er í Reykjavík, fer ann- að kvöld vestur og norður. Reykjafoss fer frá Rotterdam í dag 10.8. til Kaupmannaliafnar. Selfoss kom til Reykjavíkur 7. 8. frá Leith. Tröllafoss fór frá Vestmannaeyjum 4. 8. til New York. Horsa kom til Hull 5. 8. frá Vestmannaeyjum. Suther- land fór frá Reykjavík í gær- kvöldi 9.8. til Hull og Antwefp- en. I Hvassafell er í Reykjavík. Vigör fer væntanlega frá Kotka í dag. Varg.lestar í Flekkefjord í dag. Foldin og Vatnajökull eru í Reykjavík. Westhor kemur til Hamborgar í kvöld. Lingestroom fór frá Færeyjum í gærkvöldi til Reykjavíkur. Reykjanes ferm ir í Antwerpen 12. þ, m. og í Amsterdam bann 14. Flugferðir LOFTLEIÐIR: Geysir kemur kl. 8 síðd. frá Prestvík og Kaupmannahöfn. AOA: í Keflavílc kl. 8—9 árd. frá New York, Boston og Gander til Kaupmannahafnar og Stokkhólms. Brúðkaup Birna Björnsdóttir, Brávalla- götu 4 og Pétur Pálsson (Magn- ússonar lögfræðings), Skóla- vörðustíg 3. Blöð og tírnarit Islande—France, ársrit Alli- ance Frangaise í Reykjavík, fyr ir árið 1947 er nýkomið út. Flyt ur það ávörp frá franska sendi- herranum og aðalforseta A. F. og enn fremur greinar eftir þessa höfunda: Marc Blancpain, Alexander Jóhannesson, Einar Ol. Sveinsson, A. Rousseau, P. Descaves, A. Jolivet, Thoru Friðriksson og Þ. Þórðarson. Ritið er prýtt fjölda mynda og ágætt að öllum frágangi. Skemmtanfr KVIKMYND AHÚS: Nýja Bíó: (sími 1544): — „Frá undirheimum Parísarborg ar“ (frönsk). Albert Prejean, Annie Varnay. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó (sími 1384): „Hvítar rósir“ (finnsk). Tauno Palo, Helena Kara. Sýnd kl. 9. „Varaðu þig á kvenfólkinu“. Sýnd kl. 5 og 7. Tripolibíó (sími 1182): — „Mannlausa skipið“ (amerísk). George Raft, Claire Trevor, Signe Hasso. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bæjarbíó, Hafnarfirði, (sími 9184): „Litli og stóri sem leyni- farþegar.“ Sýnd kl, 7 og 9. Ha-fnarfjarðarbíó: (sími 9249) „Örvænting“ (amerísk). Dan Duryea, June Vincent, Peter Lorre. Sýnd kl. 7 og 9. — S AMKOMUHÚS: Hótel Borg: Danshljómsvcit frá kl. 9—11.30 síðd. Sjálfstæðishúsið: Dansleikur Heimdallar kl. 9. SKEMMTISTAÐIR: Hellisgerði, Hafnarfirði: Op- ið kl. 1—:6 síðd. Tivoli: Opið kl. 8—11.30. Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur á Austurvelli kl. 8,30 í kvöld. OtvarpiÖ 20.30 Útvarpssagan: „Jane Ey- re“ eftir Charlotte Bron- te, XXV. (Ragnar Jó- hannesson skólastjóri). 21.00 Tónleikar: Symfónía nr. 7 eftir Beethoven (end- urtekin). 21.40 Erindi: Úr Hollandsför (Jón Þórarinsson). 22.05 Danslög (plötur). Or öllum áttum Forsetahjónin verða fjarverandi frá Bessa- stöðum um skeið. Forseta frúin er farin til Frakklands til heilsubótar, samkvæmt lækuis- ráði, en forsetinn er farinn norð ur í land til hvíldar og hressmg ar. Séra Jakob Jónsson er kom- inn heim úr sumarleyfi. Ferðafélag Templara efnir til hópferða til Vestmannaeyja um næstu helgi. Farið verður með Douglasflugvélum frá Flugfé- lagi íslands á laugardagskvöld. Um kvöldið verður efnt til fjölbreyttra skemmtana í Vest- mannaeyjum að tilhlutan ferða félagsins, umdæmisstúkunnar nr. 1. og þingstúku Vestmanna eyja. Á sunnudaginn verða eyj- arnar skoðaðar undir leiðsögn kunnugs manns, en um kvöldið flogið aftur til Reykjavíkur. Ferðafélagið hefur útvegað þátttakendum húsnæði og fæði, en nauðsynlegt er að þeir hafi með sér svefnpoka eða teppi. Þátttakendur þurfa að hafa vitjað farmiða í Bókabúð Æsk- unnar fyrir fimmtudagskvöld kl. 6. Skrifstofa 17. júní félagsins í Þjóðleikhúsinu (gengið inn frá Lindargötu) er opin daglega frá kl. 1.30—3.30. Þar verður fram- kvæmdastjóri félagsins, Sveinn Ásgeirsson, til viðtals og af- hendir stofnendaskírteini til þeirra, er þess óska. Enn frem- ur verða stofnendaskírteini af- hent í öllum bókabúðum bæj- arins. Bólustning g»gn barnaveiki heldur áfram. Er fóik minnt á að láta endurbólusetja börn sín. Pöntunum veitt móttaka á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10—12 árdegis, nema laug- ardaga í síma 2781. Lesið A1þýðu biaðið! r Olympíukeppendur 1908 Þessi fríði hépur íslenzkra glímumanna kom fram fyrir íslands hönd á óiympíuleikunum í London 1908 — fyrir réttum 40 ár- um. Sýndu þeir glímu á ólympíuleikvanginum (ekki þeim sama, sem nú er notaður) _og enn fremur sýndu þeir glímu í Olympíu leikhúsinu í London. Einn þeirra keppti einnig í grískrómverslcri glímu og komst í lirslit. Þessir glímugarpar voru, og sjást hér á myndinni taldir frá vinstri: Jóhannes Jósefsson, IlaJlgrímur Benediktsson, Guðmundur Sigurjónssoni, Sigurjón Pétursson, Páll Guttormsson, sem síðar tók ættarnafnið Þormar (nú lát- inn), Jón Pálsson og Pétur Sigfússon. Forsœtisráðherra Suður-Á fríku Hér sés:t hinn nýi forsætisráðherra Suður-Afríku, dr. Malan, sem nýlega vann mikinn kosningasigur yfir hinum alóna Smutz. Flokkur Maians er mjög íhaldssa-mur og heldur fram yfirráðum og yfirbuxðum hvítra manna yfir hina svörtu frumhyggja lamdsins. gllsvert amerískt rlt pm nútfraa* bókinenntir EvröouIandanfi.a. TUTTUGU ÍSLENDINGAR eru taldir með í nýútkom- inni amerískri bók, þar sem -skýrt er frá æviatriðum 1167 rithöfunda í Evrópulöndunum frá 1870 og fram til vorra daga. Er þetta hlutfallslega há tala fyrir okkur, þar sem Danir eiga þar til dæmis aðeins 25 nöfn, Norðmenn 39 og Svíar 56. Rit þetta, sem er 899 þéít- Arngrímur Kristjáns- son á norrænu barna verndarþingi í Oslo NORRÆNA BARNA- VERNDARÞINGIÐ var sett í Oslo 6. þessa mánaðar. Setn ingarræður a hélt Einar Ger- hardsen forsætisráðherra, en auk hans heldu ræður við setningarathöfnina Arr.grím ur Kristjánsson, skólastjóri, sem er íslenzkur fullrúi á þ'ingánu, Erjik Leuning frá Danmörku. Viljo Rantasalo frá Finnlandi og Eric Wal- berg frá Svíþjóð. Síðar um daginn fluttu fulltrúar frá öllum löndun- um skýrslu hver frá sínu landi og skýrið Arngrímur Kristjánsson þá frá barna,- verndarstarfi á íslandi og rakti í stórum dráttum fram' tíðaráætlanir. DANIR HAFA NÚ ákveðið að gera tilraunir með bý- f'Iugnarækt á Grænlandi. Munu býflugnaræktarsam- bönd í hverju amti Danmerk ur gefa eina býfjölskylru hvert, en þeim varður komið fyrir á ýrnsurn stöðum á Grænlandi. Það er álit sérfræðinga, að kuldinn verði ekki til trafala við býflugnaræbt á Græn- landi. Hefur það komið í Ijós, að býflugurnar lifa af prentaðar síður, heitir „Cc- lumbia Dietionary of Modern European Liferature“ og er gefið út af Columbiaháskól- anum í New York. í rjtinu eru gréinar um bókmenntir svo að segja allra þjóða í Ev- rópu eftir 1870 og auk þess kaflar með æviatriðum merk ustu rílhöfunda hverrar þjóð ar. Höfundar - verksins eru alls 239 og ailt sórfræðingar, sem lesið hafa bókmenntir þær, er þeir rituðu um, á frummálinu. Frakkar og Þjóðverjair hljóta að sjálfsögðu stærstu kaflana í bókinni, og er getið 200 franskra riíhöfunda og 150 þýzkra. Þetta er þó hlut- fallslega ekki mikið miðað við hlut Norðurlandanna, en. samtals er getið 142 nor- rænna rithöfunda. Minnstux er hlutur Færeyinga, en iim. þá er aðeins. 350 orða klausa. Norðmaðurinn Sigmund Skard skrifar um bók þessa í Arbeiderbladet. fyrir nokkru og fer mjög lofsamlegum orð um um hana. Þykir honum sérstaklega fengur að fá r.it- gerðir um bókmenntir á 30 málurn. sumum þeirra tiltölu lega nýjum á sviði bók- mennta. Hann segir að vísu kost og löst á verkinu, en er mjpg ánægður með blut- skipti Norðurlandanna. Hann telur ritið vera afbragðs yfir- lit yfir tæplega 70 ára þróuai í ar^’egu lífi álfunnar. hörðustu vetur á meginlandl álfunnar og verður ekki mejr.t af. Hins vegar er ótt^ azt, að hinar löngu veturnæl- ur geti haft il'l áhrif á flug- urnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.