Alþýðublaðið - 29.08.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.08.1948, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 29- ágúst 1948. 6 UfsöBuslaðir Ausfurbæn Ásbyrgi, Laugavegi 139, Leikfangabúðin, Laugavegi 45. H Tóbak & Sælgæti, Laugavegi 72. 7* Kaffistofan Laugavegi 63. • Café Florida, Hverfisg. 69. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61. Tóbaksbúðin, Laugavegi 12. Gosi, Skólavörðustíg 10. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Ávaxtabúðin, Týsgötu 8. Verzl. Jónasar Sigurðssonar, Hvg. 71. Havana, Týsgötu 1. Söluturninn við Vatnsþró. Drífandi, Samtúni 12. Pétursbúð, Njálsgötu 106. HeigafelL Bergstaðastræti 54. Verzl. Nönnugötu 5. Skóverkstæði Langholtsveg 44. Stefánskaffi, Bergstaðastræti 7. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Verzl. Ás. Flugvallarhótelið. Vöggur, Laugavegi 64. Mjóikurbúðin, Nökkvavog 13. Halldóra Bjarnadóttir, Sogabl. 9. Búrið, Hjallavegi 15. Veitingastofan Óðinsgötu 5. Fjóla, Vesturgötu 29. Filippus, Hvoli. Veitingastofan Vesturgötu 16. West-End, Vesturgötu 45. Drífandi, Kaplaskjólsvegi 1. Matstofan Vesturgötu 53. Hansa, Framnesvegi 44. Verzl. Vesturgötu 59. Silli & Valdi, Hringbraut 149. Leonhard Frank:... MATTHILDUR irm!“ Og hún þaut upp í rúm ið. . Með agnarlitlum ljósrauð- um svampi, sem Rósa hafði keypt í laumi, púðraði hún fljólega á sér nefið og kinn- arnar — hún var að lesa Kamelíufrúna —. ,,Nú mætti hann koma inn. Ég myndi bára segja við hann: „Þér getið séð, herra, að þér hafið ekki komið á réttum tíma. Ég þarf að fá að sofa örlítið. Og þar að auki er ég ekki ein.“ Nú ætla ég bara að slökkva á kertinu, hugsaði Matthildur. En tunglið var hátt á lofti yfir hvössum tindunum; herbergið var enn þá bjart. Hún fór á bak við rúmið sitt og fór úr kjólnum sínum. En hún fór ekki úr undirkjólnum fyrr en 'hún var kornjn ofan í rúm og komin að hálfu leyti í nátt- kjóhnn. Rósa reis andvarpandi upp og með handatilburðum. sem gerðu hönd hennar eins og drúpandi hvítt blóm sagði hún: „Hvað myndirðu hafa sagt ef ég hefði átt barn án þess að vera gift?“ Það er ómögulegt. en hún veit ekki nokkurn hlut um það, hugsaði Matthildur. Með hálfgerðri skelfingu, en þó fíkin í að endurtaka það, sem móðir hennar sagði henni, hvíslaði hún: ,,Fvrst verður maður að elska okk- ur og giftast okkur. Þá kem- ur barn í heiminn.“ En Rósa- sem í laumi og með áfergju hafði lesið „Ásta lífið í náttúrunni“. svaraði dreymandi: ,,Ónei, það kem ur líka fyrir án giftingar. í raun. og veru eru það örlög margra stúlkna, sem eru eins og ég. — Manstu ekki eftir tiginmannlega útlendingn- um á „Bláa lambinu“? Og í rauninni þá hafði fimmtíu og sjö ára gamall Englendingur numið staðar þar um sumarið og hafði einu sinni sagt: -,How do you do?“ við Rósu á götu í þorp- inu. Fáum dögum eftir að hann kom hafði hann snögg- lega dáið. Hann sagði: „How do you do?“ þegar hann sá mig. Það hefði verið alveg sama fyrir mig, þó að ég hefði átt barn með honum án þess að gift- ast. Ég blátt áfram gaf mig honum á vald. Ég elskaði hann. Nú er hann dáinn. Eng inn maður mun hrífa mig frarnar. Geturðu skilið það?“ ,,Ójú, alveg,“ sagði Matt- hildur, sem þó, er að þessu kom. skildi ekki neitt. Hún hefði fegin viljað vita hvað „að gefa sig á vald“ væri og hvernig maður gæti átt barn, af því að gamall Engending- ur hefði sagt; „How do you do?“ við mann og síðan dá- ið. En djúpur ótti um.að heyra aftur álíka. skelfilegt og það, sem móðir hennar hafði sagt henni í gistihús- inu, lokaði vörum hennar. Að eignast börn virtist vera hræðilegt. Rósa bað hana: -,Komdu upp í til mín. Mér er kalt,“ og Matthildur þaut yfir tunglskinsbjart herbergið. Kinnar Rósu voru brenn- andi. En hné hennar og fæt- ur voru: svo ískaldir, að hún hrökk ósjálfrátt frá. Ekkert hreyfðist í húsinu. Þorpið og dalurinn voru í fastasvefni. Snæviþaktir tindarnir glitr- uðu í tunglsljósinu eins og þeir höfðu gert í milljónir ára. Ungu stúlkurnar tvær voru þögular. Svona höfðu þær oft legið hreyfingarlaus- ar hlið við htið langar vetr- arnæturnar og dreymt um framtíðina. Rósu langaði til að verða fín frú, Matthildur eitthvað, sem „væri virðing- arvert“. Báðar voru gæfu- litlar. Rósa átti bráðum að deyja og Matthildur, sem átti ekkert til nema tilfinn- ingasemi og samúð, mvndi einn góðan veðurdag mæta lífinu varnarlaus. En .ennþá lifðu þær báðar í draumum og allt var gott. Allt í einu sá Matthildur yfir fjarsta tindinn,, sem töfrar tunglsljóssins höfðu fært nær, riddara á stórum hyítum hesti, sem bar svo greinilega og skært við kald an himininn. Hún hafði séð þessar mynd ir isvo skyndilega, að hún hélt að heslurinn og reiðmað urinn hefðu rétt í þessu kom izt upp á tindinn í einu stökki og í því næsta myndu þeir fara yfir dalinn og kom ast á fjallið hinurn megin. En hinn stóri, hvíti stökkv- andi ísfákur hékk grafkyrr yfir tindinum eins og hann værj lostinn töfrum. Skugga leg svört kápa reiðmannsins og langir lokkar stóðu út í allar áttir eins og þeir væru frosnir- Hesturinn lét skína reiðilega í tennurnar og rykkti uggvænlega í taum- ana- Henni fannst hún heyra hlátur reiðmannsins, svo greinilega sá hún sigri hrós andi glott hans. Hún trúði ekki augum sín um og lokaði þeim og opnaði þau — þarna Var það aftur. Óiskiljanlegt, hvernig þessar verur gátu verið á harða stökki, en þó verið kyrrar á isama blettinum. Hann reis .npp á afturfæturna og fram fæturnir_ þrekleg bringan og berar tennurnar snéru bejn.t í áttina til Matthildar. Hún læsti nöglunum í handlegg Rósu. ,,Sjáðu þarna — hestinn!“ „Ég sé engan . hest. Þú meiðir mig“. En allt í einu hrökk hún við, Hún sá svartklædda riddarann á hvíta jökulgæð ingnum, sem glampaði á í tunglsljósinu- Hún hjúfraði sig upp að Matthildi fastar og með meiri ástúð en fyrr og hvíslaði: „Hann stekkur til að færa með sér ástmev sína- Hann mun fara með hana. Trúðu mér, hann mun taka hana. Það fór hrollur um Matt- hildi. Hún hugsaði: Dauð- inn! Seinna þessa nólt — hún hafði farið aftur til að sofa í rúmi sínu — vaknaði hún og leit strax út. Hún læddist yf- ir herbergið. krauP niður við hitt rúmið og setti höfuðið jafnhátt Rósu á koddann. En ekkert sást nú á himninum nema sundurtættir skýílók- ar.. Hún var gagntekin sorg og ástúð og horfði á vjnkonu sína. Enn þá var hönd henn sveigð eins og drjúpandi MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINSí ÖRN ELDING DR. JAXON: Ranœoknastofa nr. 30 búin að fá iiætbulega geisla- verikun í sig. Það virðist eíkki vera tirni til að Ijuka við tilraun- dna, áður :en það verður lífshættu legt að vinna Ihér inni. Öll þessi áíhöld senda' geisla frá sér. Það verður að 'grafa þau, flytja þau burt og igrafa þau. ÞJÓNN NELSONS: Örn er senni- lega uppi á fjallinu. Ef éig skýt hann, lendi ég bara í vandræðum sjálfur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.