Alþýðublaðið - 23.09.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.09.1948, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ :t Fimmtudagur 23< sept. 1848, Útfefanðl: AiþýSsfiekkufaa. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjórt: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmnndsson ítitstjórnarsímar: 4901, 4908. Auglýsingar: Emiiia Möiler. Angiýsingasiml: 4900. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetnr: Alþýðuhúsið. AlþýSHprentsmiffjan bX Óiíkar álykfanir. i ___ ÞAÐ MÆTTI VIRÐAST, að skoðanir manna á kosn- ingaúrslitum gætu naum- ast orðið skiptar. En það er nú eitthvað annað. Tvö af dagblöðum bæjarins gerðu úrslit þingkosninganna í Sví þjóð-um síðustu helgi að um ræðuefni í forustugreinum sínum í gær. Forsendur Morgunblaðsins og Tímans í þessu efni eru að sjálfsögðu hinar sömu, en . ályktanirnar eru mjög svo ólíkar- Morgun blaðið telur þá stefnu, sem það ber fyrir brjósti, hafa unnið sigur, en Tíminai dubb ar þjóðflokkinn sænska upp sem samvihnuflokk og er heldur en ekki kampakátux yfix úrslitunum! Þjóðviljinn aftur á móti hefur ekkert fyiir því að fjöl yrða um úrsilit sænsku kosn inganna. Skriffinnar hans munu telja sig hafa nóg að gert með því að birta úrslit þeirra, en þaiu eru öllum læs um og heilvjita mönnum aug ljós sönnun um feigð sænska Kommúnistaflokksins. * Morgunblaðið hefur þau tíðindi að filytja í tilefni af úrslitum sænsku þingkosn- inganna, að vinstri flokkarn ir, og þá fyrst og fremst kommúnistar, hafi beðið stór fellt fylgistap í kosningum í lýðfrjálsum löndum á und anförnum árum, en aðstaða borgai'aflokkanna styrkzt verulega. Þessi ályktun Morgunblaðs ins fær ekki staðizt. Hin rétta ályktun er sú, að komm únistar og afturhaldsflokk- arnir lengst til hægri hafi beðið stórfellt fyilgistap í kosningunum í hinum frjálsu löndum heirns eftir stríðið. En þær hafa leitt í ljós ör- uggt og vaxandi fylgi jafnað arstefnunnar með þjóðum þeim, sem gæddar erra mest um stjómmálaþroska og skip að hafa sér í fylkingarbi’jóst baráttunnar fyrir fralsi og lýðræöi. Hinir afturhalds- sömu borgaraflokkar hafa hfns vegar orðið fyrir hverju áíallinu af öðru. Hægri flokk urinn í Svíþjóð er svo sem ekki. fyrsti íhaldsflokkurinn, sem verður fyrir slcakkafalli á ólgusjó stjórnmálabarátt- unnar eftir stríðið. Brotsjór inn, sem skall yfir hann á sunnudaginn og skolaði helmingi áhafnar hans fyrir borð, hefur áður riðio yfir fley samherjafilokka hans í Bretlandi og á hinum Ncrð- urlöndunum . með áþekkum áiangri. * Það ier sömuleiðis helzt tíl snemmt fyrir Tímami að hlakka yfir fylgisauknirigu sænska þjóðfilokksins og reyna að slá hann til póli- tísks riddara. Tíminn ætti að minnast þess, hvernig fór Hvers vegna leiguskip? — Eigum við ekki að spara gjaldeyri? — Þakkir til fisksala, sem hafa unnið brautryðjendastarf í úthverfunum. SJÓMAÐUR skrifar mér þetta bréf: „Ég sendi þér þetta, Hannes minn, til aff vita hvort þú getur ekki sagt mér af hverju Eímskip og Sambandið eru alltaf meff þessi leiguskip, þegar Fossarnir sigla alltaf hálf tómir á milli landa, og til þess að þeir fari sem fæstar ferffir til útlanda, er veriff aff senda þá út á land meff smáslatta, til dæmis Fjallfoss um daginn með 7 tonn til Húsavíkur, og svo er veriff aff senda leiguskipin líka út á lanð, meff smáslatta, og fylla þau af vörum og sigla meff þær til útlanda; en Fossarn ir fara tómir og hálftómiv. Horsa er búin aff vera í leigu hjá Eimskip í 8—9 ár. Hvaff mikill gjaldeyrir er þaff? Eng- in þörf er aff hafa hana. Þegar Vatnajökull og Foldin lágu hér í sumar og ekkert var handa þeim aff gera, þá gat Horsa ver ið aff smala fiski úti um land og sama er aff segja um Sam- bandiff meff „Varg“ og anriaff stórt skip til alltaf á leigu. Þaff lítur ekki út fyrir að þaff skorti gjaldeyri. VILL EKKI Farmanna- og fiskimannasambandið reyna að stuðla að því, að við losum okkur við öll leiguskip út af gjaldeyrisskorti, og enn frem- ur stuðla að því, að engin skip verði seld út úr landinu á með an þetta ástand er í heiminum. Maður veit ekki hvenær við þurfum helzt að nota þau mest. Burt með leiguskipin. Sparið gjaldeyrinn“. ÚTHVÉRFISBÚI skrifar mér bréf. Málefni það, sem hann skrifar um hef ég kynnt mér, svo að ég veit, að það er sjálf- sagt að geta þess opinberlega. „Ég vil leyfa mér með línum þessum, að þakka þeim Stein- grími Magnússyni, fiskkaup- manni og Halldóri Sigurðssyní fisksala fyrir þann framúrskar andi dugnað, sem þeir hafa sýnt við skipulagningu á útsendingu og sölu fiskjar í úthverfum höf uðborgarinnar, og komið hefur okkur, sem í þessum hverfum búa, svo sérstaklega vel. Þarna höfum við fengið allan fisk svo að segja upp á eldhúsborð. Það er Halldór Sigurðsson, sem nú um þrettán ára skeið hefur far ið hringferðir um öll úthverfi taæjarins með fisk í soðið handa íbúunum. Hefur hann aldrei öll þessi ár slakað á þessum flutn ingum, hvernig svo sem viðr- aði. Sumar, vetur, vor og haust — hvernig svo sem veðr- ið var; alltaf var Halldór mætt ur á sama tíma — stundvísin var persónugerð í honum, bless uðum. — Og misjöfn voru far artækin, fyrst handvagnar, þá hestvagnar, en nú loks hin síð- ari ár bifreiðar. En hvort sem farartækið var handvagn eða knúið öðrum krafti, kom Hall- dór heim á hvern bæ með fisk- inn. VISSULEGA er það ómetan- legur greiði, sem þessir menn báðir gera fólkinu í dreifbýl- inu umhverfis bæinn, með því að takast þetta á hendur. Og sannarlega er það ekki ofmikið þó að þeim sé þakkað. Mér finnst oft á tíðum alltof lítið gert að því að þakka og viður- kenna það, sem vel er gert og af góðum hug og vinsemd, hitt liggur sjaldnast í láginni, ef eitthvað ber út af eða fer mið- ur úr hendi. ÉG, SEM ÞESSAR línur rita, lánaði Halldóri oft hesta t.il fiskflutninganna, og ég vil enn fremur þakka honum þá hugul semi og góðu meðferð er hann sýndi hestunum mínum. Sá, sem er góður við dýrin, hann sýnir hvern mann hann hefur að geyma. UM LEIÐ og ég endurtek þakklæti mitt til þeirra Stein- gríms og Halldórs, þá vænti ég þess að þeir megi enn um lang an aldur starfa að því að flytja fisk til íbúanna í úthverfum Reykjavíkur með líku sniði og verið hefur s. 1. 13 ár. Vissu- lega eru þessir menn eins og sjálfkjörnir til þessara starfa. sökum alúðar og viðmótsþýð- leika. Ég þakka þeim innilega öll liðnu árin og gleðst yfir á- framhaldandi viðskiptum við þá, sem ég er fullviss að eru ekki síður til hagsbóta fyrir okkur, sem kaupum; en þá sem selja okkur“. Bólusetning gegn barnaveiki heldur áfram. Er fólk minnt á að láía endurbólusetja börn sín. Pöntunum veitt móttaka kl. 10—12 árdegis, nema laugar- daga, í síma 2781. fyrir vinstri flokknum í Danmörku, sem Tímamenn dáðust mest að á hinum skammvinnu valdadögum Knud Kristensens. Báðir þess ir flokkar eiga sér hliðstæða sögu. Þaim hefiur .urii stund- arsakir tekizt að auka fylgi sitt, en sú fyðgisaukning er á kostnað hinna steinrunnu íhaldsflokka og er því í reyndinni aðeins samfærsla á fylgi borgaraílokkanna- En það er öðru nær en Danir og Svíar geri sig líklega til að styðja þessa filokka til valda í þjóðfélaginu. Vinstri flokk urlnn danski og þjóðflokkur inn sænski feta! sig í áttina til feigðar, þó að hlutur þeirra sé óneitanlega skárri en hægri flokkanna, sem at- hafna si;g á grafarbakkanum. Alþýðarl í hinum Úý6- frjálsu löndurn heirns hefur eftir styrjöldina slegið skjald borg um jafnaðarsfefnuna og alþýðuflokkana. Fylgi aftur- ha'ldsins til hægri pg komm- únistanna, afturhaldsins fil vinstri, er hvarvetna á fall- anda fæti, en úrræði jafnað- arst'efnunnar verða í æ rík- ara mæli stefnuskrármál fólksins, sem heldur tryggð við frelsiA og lýðræðið og þráir fraœfarir og félagsleg- ar umbætur. HV BOK: eftir franska skáldið og rithöfunidinn beimsfræga, André Maurois, er nýkomin út. Ymsir helztu gagnrýnendur Frakka telja þetta beztu »g merkilegustu ástarsögu, sem rituð hefur verið á Frakklandi á þessari öld. Upplag bókarinnar <er mjög lítið. Verð aðeins kr. 22,00. Prentsmiðja Austurlands hJ. Seyðisfirði. Lágf verð! GULRÓFUR í hálfum og heilum pokum. NORÐLENZK saltsíld í áttungum, kvart- tunnum og hálftunnum. SALTFISKUR í 25 kg. pökkum. SKATA í 25 kg. pökkum. iskbúðin, Hverfisgötu 123. Sími 1456. HAFLIÐI BALDVINSSON. óskast til Vífilsstað'ahælisins strax eða 1. okt. Upplýsingar hjá ýfirhjúkrunarkonunni <sg hjá skrifstofu rdkisspítalanna. 9iim hreinar iérefisluskur. ðuprentsmiðjan hd| KtiU sli I11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.