Alþýðublaðið - 28.09.1948, Blaðsíða 1
Veðurhorfur!
Norðaustan kaldi eða stinn
ingskaldi. léttskýjað.
*
XXVIII. árgangur.
Þriðjudagur 28. sept- 1948-
Forustugrein:
Sigur í Alþýðusambands*
kosningunum. J
&
& . J
221. tbl.
Svartif dagar fyrir kommúnista í Álþ/ðusambandskosningunum:
?P
U T ANRIKISMÁL A-
RÁÐHERRAR VESTUR-
VELDANNA ákváðti á
fundi í París' á sunr.udag-
inn að skjóta Berfínardeil
unni sarn hættu fyrir
heimsfriðinn cg öryggi
þjóðanna til öryggisráðs-
hinna sameinuðu þjóða.
Þessa ákvörðun tóku þeir
eflir að þeir höfðu komizt að
þeirri niðurstöðu, að svar sov-
étsijórnarinnar við orðsend-
ingum þeirra í vikunni sem
leið væri algerlega ófullnægj-
andi og að þýðingarlaust
myndi því vera að halda við-
ræðum áfram við hana.
NÝ ORÐSENDING
Árdegis í gær var sendi-
herrum Rússa í V/ashington,
London og París, afhent ný
orðsending til sovétstjórnarinn
ar, þar sem frá þessu er skýrt
og sovétstjórnin -ein er gerð á-
byrg fyrir því ástanidi, sem
skapazt hefur í Berlín.
I þessari nýju orðsendingu
er það staðfest, sem út hafði
síast, að samfcomulag hefði
verið búið að gera au-stur í
Moskvu um lausn Berlínar-
deilunnar, og hefði Stalin lagt
blessun sína ó það, len síðan
hefði Sofcolovsfci marskálkur
haft samkomulagið að engu í
framhaldsviðræSunum í Ber-
lín og komið þar með ný skil-
yrði, meðal annars það, að
Rússar fengju rétt til eftirlits
með flugsamgöngum Vestui-
veldanna við Berlín og til tak-
markana á þeirn; enn fremur
hefði hann neitað að failast á
nokkra raunhæfa hlutdeild
Vesturveldanna í yfirstjórn
gjaldmiðils- og viðskiptamála
í Berlín, sem samfcömulag
hefði verið orðið <úm í
Moskvu.
I hinni nýju orðsendin'gu er
að lokum bent ó það, að síðari
viðræður við sovétstjórnina
hafi ieitt í Ijós, að sovétstjóm-
in hafi stutt þessa fraihkomu
Sokolovskis í stað þess að
(Frh. á 8. síðu.)
Lucius Clay hershöfðingi, yfirmaður ameríska setuliðsins á
Þýzkalandi, við liðskönnun í Berlín.
Þusigorð ræða Bevios á þingi sameiíu
oðo þjóðanna i Parfs í gærmorgoo.
ERNEST BEVIN, utanrikismálaráðherra brezku
jafnaðarnnannastjórnarinnar, bar Rússum þungar sak
ir á brýn í fyrstu ræðu sinni á þingi sarneinuðu þjóð-
anna, árdegis í gær. Hann sagði, að Rússar bæru alla
ábyrgð á kjarnorkustyrjöld með öllum hennar ógn-
um, ef til kæmi; þvi að þeir hefðu hindrað samkomu-
lag, sem nauðsynlegt hefði verið til þess að koma á
alþjóðaeftirliti til öryggis gegn framleiðslu kjamorku
vopna.
Taldi Bevin boðskap Vishinskis um nýjar afvopnun-
artillögur Rússa á þessu þingi sameinuðu þjóðanna ekici al-
varlega takandi með þá staðreynd og reynslu fyrir augiun.
Bevin sagði, að víst myndi
Bretland ekki taka þátt í
neinni árás á Rússland. Hins
vegar myndi það verða að
hugsa fyrir öryggi sinu, ef
Rússland notaði önnur lönd til
undirbúnings árásar á Bret-
land.
Bevin bar saman hinn
mikla og grunsamlega herbún
að Rússlands, sem nú hefði að
minnsta kosti 3 milljónir
tnanna undir vopnum, og af-
vopnunina, sem Bretar hafa
framkvæmt hjá sér -eftir stríð-
Framhald á 8. síðu.
SUNNUDAGURNN OG MANUDAGURINN urðu
svaríir dagar fyrir kommúnista í kosningunum til Al-
þýðusanibandsþingsins. Af 39 fulltróum, sem kjörnir
voru í 24 félögum fengu kommúnistar ekki nema að-
eins 2. Lýðræðissinnar fengu 36 fulltrúa, en 1 fulltrúi
V
er talinn óviss. Af þessum fulltiiium áttu kommún-
istar síðast 14, og hafa lýðræðissinnar því unnið af
beira 12 fulltrúa á tveim döirum. . ......
I gærkvöldi voru 79 félög búin að kjósa á sam-
bandsþing, samtals 171 fulltrúa (Hlíf í Hafnarfirðí
ekki mjeðtalin). Af bessum fulltxúum hafa kommún-
istar fengið samtals 88, lýðræðissinar samtals 81, en
2 eru taldir óvissir. Eftir eiga enn að kjósa 47 félög,
samtals 76 fulltrúa (H-líf í Hafnarfirði meðtalin). Er
talið hafið yfir allan 'efa, að lýðræðissinnar fái mikinn
meirihluta þeirra fulltrúa, sem eftir er að kjósa.
FéSögin, sem komm
únistar töpuðu.
Fulltrúarnir 12, sem lýð-
ræðissinnar unnu af komni-
únistum á sunnudaginn og
mánudaginn, voru 3 í
Verkalýðs- og sjómannafé-
lagi Ólafsfjarðar, 2 í Verka-
lýðs- og sjómannafélagi
Geröa- og Miðneshrepps,
Sandgerði, 2 í verkalýðsfé-
laginu Bjarma á Stokkseyri,
1 í Verkamannafél. Skaga-
sírandar, 1 í Verkamanna-
félagi Grundarfjaröar, 1 í
Bílstjórfélagi Rangæinga, 1
í Verkalýösfélagi Hríseyjar
og 1 í Verkalýðsfélaginu
Esju í Kjós.
í þessurn félögum urðu ur-
slit sem hér segir:
í Verkalýðs- og Sjómanna-
félagi Ólafsfjarðar voru full-
trúaefni lýðræðissinna, Hulda
Kristjánsdóttir, Gunnar Stein-
dórsson og Randver Sæmunds
son, fcosin með 130 atkvæðum.
— Fulltrúaefni kommúnista
fengu 102 atkvæði.
í Verkalýðs- og sjómanna-
félagi Gerða- og Miðnes-
hrepps, Sandgerði, voru full-
trúaefni lýðræðissinna, Karl
Bjarnason og Elías Ó. Guð-
mundsson, kosnir með 54 og
43 atkvæðum. Fulltrúaefni
kcmmúnista fengu 42 og 41 at-
kvæði.
I VerkalýSsfélaginu Bjarma
á Stokkseyri voru fulltrúaefni
lýðræðissinna, Helgi Sigurðs-
son og Gisli Gíslason, kosnir
með 65 atkvæðum.' Fulltrúa-
efni kommúnista fengu 50 at-
kvæði.
I Verkamannafélagi Skaga-
strandar var fulltrúaefni lýð-
ræðissinna, Fritz Magnússon,
kosinn: með 32 atkv. Fuiltrúa-
efni kommúnista fékk 15.
I Verkalýðsfélagi Grundar-
fjarðar var fulltrúaefni lýð-
ræðissinna, Bæring Gesilsson,
kosinn með 48 atkvæðum.
Fulltrúa'efni kommúnista fékk
33 atkvæði.
I Verkalýðsfélagi Hríseyjar
var fulltrúaefni lýðræðissinna,
Valdimar Friðbjamarson,
kosinn með 50 atkvæðum.
Fulltr'úaefni kommúnista fékk
28 atkv.
í Bílstjórafélagi Rangæinga
var fulltrúaefni lýðræðissinna,
KrLstinn Jónsson, kosinn. Ó-
kimnugt um atkvæðatölur.
I Verkalýðsfélaginu Esju í
Kjós var fulltrúaefni lýðræðis-
sinna, Axel Jónsson, kosinn
með 16 atkvæðum. Fulltrúa-
efni kommúnista fékk 13.
Fleiri sigrar.
I öðrum félögum, sem lýð-
ræðissinnar sigi'uðu í á sunnu
daginn og mánudaginn, urÖu
úrslit sem hér segir:
í Verk'a'lýðsfélagi Afcraness
(Frh. á 4. síðu.)