Alþýðublaðið - 02.10.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1948, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 2. október 1948 Út;riuit: AlþýSaHekkarixa, Bitstjóri: Stefán PJetorsson. Préttastjóri: Benedikt Gxönðal Þingíréttir: Helgi Sæmundssoa Bitstjómsrsímar: 4901, 4902. Anglýsingar: Emilía Möller. Anglýsingasiml: 4906. Afgreiðslusiml: 4900. Affsetnr: Alþýffnhúsiff. Alþýff^nrentsmiffjan hJ. Hvers vegna bíða þeir ósigur! KOSNINGARNAR TIL AL ÞÝÐUSAMBANDSÞINGS, sem nú er senn lokið, eru mjög lærdómsríkar. í tvö kjörtímabdl, eða fjögur ár, Iiafa kommúnistar raunveru lega farið með öll völd í AI- þýðusambandinu,, — ,,alþýðu. flokksmaðurinn“ Guðgeir , Jónsson hefur aldrei verið þar neitt annað en fíkjublað fyrir þá. En nú kemur í ljós við aukna þátttöku í fulltrúa 'kjöri á Alþýðusambandsþing, að kommúnistar hafa allt af verið í minnihluta í Alþýðu sambandinu, en velt sér þar í völdum og misr.otað samtök in fyrir flokk sinn í krafti beirrar aðstöðu, sem andvara leysi meiráhlutans hefur geí ið þeim- Nú hafa verkalýos- félögin hins vegar bersýni- lega lært af dýrkeyptri reynslu síðustu tvö árin, hvað flokkur kommúnista hér á landi er og þýðir. Hingað til ,trúðu margix því, að hami væri þjóðlegur, íslenzkur flokkur, eins og aðrir flokkar, er berðist fyrir ,nýsköpun‘ og velmegun hins vimnandi fólks. En nú, — síðan kommún- istar stukku úr „nýsköpunar stjórninni", sviku stefnuskrá hennar og hófu blinda bar- áttu með pólitískum verkföll um, til þess að leggja atvinnu 'líf þjóðarinnar í rústir og hindra áframhald! efnahags Legrar uppbyggingar, er öll um almenningi, einnig verka ■lýðnum, orðið ljóst, að það er eitthvað annað, sem fyrir þessum flokki vakir, en vel ferð íslenzkrar alþýðu. Þess vegna hrynur nú fylgið af honum í þeim kosningum, sem yfir standa, til Alþýðu sambandsþings- * Úrslit þeirra kosninga, sem nú eru fyrirsjáanleg, vekja margar endurminning ar og hugleiðingar hjá þeim sem vel hafa fylgzt með sögu verkalýðshreyfi.ngarinnar Evrópu á síðustu áratugum. Það er nefnilega alls ekkert sérfyrirbæri í jjeirri sögu, bótt kommúnistar hér á landi hafi haft stjórn Alþýðu sambandsins í sínum hönd um síðastliðin fjögur ár. Þeir hafa fengið mörg önnur tæki færi. jafnvel í^Vestur-Evrópu og á Norðurlöndum., til þess að sýna íorusíuhæfnj sína í verkalýðssam.tökunum. Þeir höfðu meira að segja Alþýðu samband Noregs um eitt skeið í sínum höndum, fyrir rú.mum tuttugu árum. E-n þeir töpuðu því von bráðar. Þeir hafa og nú, eftir síðari .heimss-tyrjöldjna haft Alþýðu samband Frakklands og Al- Reiðir bæjarbúar. — Nýjar aðferðir með slátur- sölu. — Okur. — Almenningi meinað að kaupa. — Bamaleikvöllur á slæmum stað. S.J. SKRIFAR: „Nú erum við húsmæðurnar reiðar. Ég er ein af þeim, sem fór inn í Slát- urhúsið í grærmorgun, heið þar marga klukkutíma og fékk ekk ert slátur. Fór svo eldsnemma aftur í morgun, og kom að tóm um kofunum. Beið dálitla stund en leitaði mér þá upplýsinga hvort slátrað yrði í dag. Svarið var, að allt væri óvíst, að minnsta kosti yrði ekki byrjað á því fyrr en eftir hádegið. Ég hypjaði mig heim, en ekki veit ég hvort hópnum, sem beið fyr ir utan dyrnar, hafði verið til- kynnt þetta, eða hann látinn dúsa í marga tima eins og í gærmorgun. MÉR ER SPURN: Hvað er eiginlega að gerast í slátur-mál unum? Auglýst var í blöðum ný lega að haustslátrun væri byrj uð — en svo virðist lítið sem ekkert slátur vera til í Slátur- húsinu. Er það máske selt ein ungis til verzlana Sláturfélags- ins og í aðrar matarbúðir í bænum? í þeim fæst minnsta kosti altaf nóg af nýju slátri. Er meiningin að venja húsmæð ur af því að kaupa og matreiða slátur?' Á sláturgerð að verða séreign Sláturfélagsins og kjöt verzlana, til þess að þeir aðilar geti grætt sem mest á sölunni? ÞETTA ÓMYNDARFVRIR- KOMULAG byrjaði í fyrra. Þá fékkst nóg af heitu slátri í mat arbúðum, en húsmæðurnar gátu ekki fengið innan úr einni kind, fyrr en seint og síðar meir, og kostaði það margra tíma bið„ olnbogaskot og alls konar óþægindi. Þá reiknaðist mér að matarbúðirnar hefðu upp úr einu slátri 70—80 krón ur. Nú kostar innan úr einu lambi kr. 20,50 en í fyrra kr. 14,00. Hvernig stendur á þess ari hækkun? Ég hef heyrt að bændur fái undir kr. 10,00 fyrir slátrið, enda kváðu þeir margir vera óánægðir. OG HVERNIG ER ÞAÐ LÍKA ,með verðflokkun á kjötinu — 1., 2., 3. — Hvað á sá skrípaleik ur að þýða, auglýsa mismun- andi verðlag,. en almenningur svo látinn greiða hæsta verð fyr ir alla flokka. Nú er hámarkið á okrinu að sýna sig, og finnst mér að mál sé fyrir hið opin- bera að taka í taumana og láta ekki lengur féfletta hinar vion andi stéttir á svona svívirðijeg an máta, eins og gert er. OG SVO ER EITT ATRIÐI enn þá. Þegar sláturhúsið var reist, voru hér í Reykjavík nokk ur þúsund manns. Nú er íbúaial an um 50 þúsund, en sömu eru húsakynnin ennþá í sláturaf greiðslunni, enda hvað oft vera þar einkénnilegur slagur og orðaflaumur, því allir verða að troðast til þess að ná í hið fáséða dýra góðgæti, sem þar er selt endrum og eins. Sláturfélagið stendur sánnarlega ekki á háa menningarstigi. HÉR ERU AÐ VERDA alls konar óheilindi í verzlunarhátt um, sérstaklega hvað vefnaðar- vöru snertir. Engin efni fáanleg, en kjólar, kápur og alls konar tilbúinn fatnaður með okurveroi — og nú er Sláturfélagið farið á stúfana líka — einn keppur blóðmör, 6 krónur — takk“! EIN, SEM ER HRÆDD um börnin sín skrifar á þessa leið: ,,Mikið er ég hissa þessa dag ana, út af því að nú á að fara að klessa hér bílastöð og bensín afgreiðslu við Dyngjuveg í Kleppsholti og skapa þar með stór hættulegan stað fyrir börn, og reyndar fullorðna líka. En svo hefur verið settur hér upp barnaleikvöllur, sem allar kon ur eru dauðhræddar um að senda börnin á, en hann er við hornið á Langholtsveg -og Laugarásveg, eitthvert fjölfarn asta umferðarhorn hér í bæn um. Mér virðist að þarna hefði bílastöðin átt að standa en ekki hér í miðju íbúðarhúsahverfi, en aftur á móti hefði á túninu við Dyngjuveg verið tilvalinn staður fyrir barnaleikvöllinn, því þar er mjög lítil bílaumferð. Mikið vildi ég að þeir sem stjórna í þessum málum vildu athuga þetta og þú Hannes minn birta þetta fyrir mig. Kaupum tuskur Baldursgötu 30. heldur aðalfun-d sinn -laugarda-ginn 9. október kl. 2 eftir miðdag í fundarsal Landssambands ísl-enzkra útvegsmanna, Hafnarhvoli. STJÓRNIN. Auglýsing um lausar lögregluþjónsstöSur í Rvík Nokkrar löeregluþjónsstöður í Reýkjavík éru Iausar til umsóknar. Umsækjendur skulu vera á aldrinmn 22—27 ára, 178—190 cm á hæð, hafa íslenzkan ríkisborgararétt, ófleklcað mannorð -og hafa forræði fjér sins. Hafi um- sækjandi sérstaka kunnáttu til að bera, sem nauðsynleg er talin fyrir lögregluna, má þó víkja frá framangreindum skilyrðum um aldur og líkamshæð. TJmsóknir skulu ritaðar á þar til -gerð eyðublöð, er fást í skrifstofu minni -og hjá sýslumönnum og bæjarfó- getum úti á landi, Umsóknarfrestur er til 15. okt. njk. Lögr-eglustjórinn í Reykjavík, 1. október 1948. SIGURJÓN SIGURÐSSON. Ttl gott húspláss við LANGHOLTSVEG. Grunnflötur 97 fei'metrar. H-entugt til verzlunarreksturs. ALMENNA FASTEIGNASALAN Bankastræti 7. — Sími 7324. HAFNARFJÖRÐUR. vantar til að bera út Alþýðublaðið. Upplýsingar hjá Sigríði Eriendsdóttur, Kirkjuvegi 10. Auglýslð í AlþýSublaÖinu þýðusamband Ítalíu í sínum höndum, en hafa stjórnað þeim þannig, frá flokkspóli- tískum sjó-narmiðum og með fyrirskipunum um sífelld pólitísk verkföll, að þau eru bæði klofnuð og ný allsherj- arsam-tök verkalýðsins að vaxa þar upp á ópólitísku-m stétíar grundvellj. * Þessar staðreyndir, sem og ósigur kommúrista við Al- þýðusambandskosninga-rnar hér á landi n-p, kalla fram þá spur-ningu, hvernig á því stendur, að kommúnistar geta ekki haldið síjórn á samtök um verkalýðsins í neinu lýð frjálsu landi stundinni leng ur, — með öðru mótj en því að liða þau sundur. Svarið við þessari spurn- ingu er ekki, erfitt. Kommún istar hafa ekki sömu mark- mið og verkalýðssamtökin. Þeir eru fimmta herd-eild fvr ir herveld-ið Rússlgnd, „skil- yrðislaust með Rússlandi", eins og Brynjólfur Bjarna- son orðar það, í öllum lönd um, og samkvæmt því haga þe:-r sinn-i pólitík- En- verka- lýðssamtökin. berjast fyri-r frelsi, jafnrétíi og bætlum kjörum verkalýðsins um a-11 an heim. Þegar þau taka af-! stöðu í valdabaráttu- stóxveld 1 annas gera þau það með þessi markmið fyrir augu-m. Hér á landi kemur stefna kommúnista og þjónkun- við hið rússneska herveldi fram í því, að þeir reyra með öll- um ráðum, að berjast gegn ráðstöfunum ísl-enzkra stjórn arvalda- til þess að vinna bug á hættum- verðbólgunnar og koma atvinnulífi og fjárhag þjóðarinnar á réttan kjöl. En ei.tt af þessum ráðu-m er að eyði-leggja viðskiptasambönd okka-r við lýðræðisþjóSirnar í suðri og ves.tri til þe-ss að gera okkur hjálparlausa og háða hinu austræna- stór- veldi, sem að sjálfsögðu ætti alls kostar við okkur, ef við ættu-m ekki í annað hús að venda. Og einn veigamesti þátlurinn- í þessu samsæri kommúnista gegn íslenzkri þjóð, þar með eiiinig íslenzk urn verkalýð, e-r hin síendur tekn-u pólitísku verkföll, sem þeir hafa misnotað Alþýðu- sambardið til. Það -er þetta, sem nú er orðið meirihlutanum f v-erka lýðssamíök-u-num hér á landi svo Ijóst, að þau h-afi ris-ið upp- Þess vegna hafa komm- únistar beðið hinn herfilega -ósigur við Alþýð-usambands- kosn-ingarn,ar, sem nú eru senn á enda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.