Alþýðublaðið - 13.11.1948, Blaðsíða 4
4 F
ALÞÝÐUBLAÐfÐ
Laugardagur 13. nóv. 1948*
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4908.
AfgreiSslusími: 490Ó.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
AlþýðuprentsmiSjan h.f.
KoiniráiiistfiSi ép-
anaspmg
SÉÐAN kosningunum til
Alþýðusambandsþings lauk
og hinn mikli sigur lýðræðis-
sinna við þær var orðinn ljós,
hefur varla liðið svo dagur,
að kommúnistar hafi ekki í
aðalblaði sínu, Þjóðviljanum,
fítjað upp á einhverjum
fj andskaparmálum í garð
þeirra verkalýðsfélaga, sem
kusu lýðræðissinna á sam-
bandsþing. Einn daginn hef-
ur það verið Sjómannafélag
Réykjavíkur, annan Bifreiða
. stjórafélagið Hreyfill, þriðja
Verkalýðs- og sjómannafélag
ið í Sandgerði, fjórða Verka-
lýðsfélag Akraness, fimmta
yerkalýðsfélagið Baldur á
ísafirði og jafnvel Vestfjarða
félögin öll; og nú hafa þeir
bætt Verkalýðsfélagi Vest-
mannaeyja við. Öllum þess-
um verkalýðsfélögum og
raunar mörgum fleiri hefur
verið brígziað um hvers kon
ar lögleysur við kosningarn-
ar til sambandsþings, falsað-
ar kjörskrár og önnur kosn-
ingasvik; og hefur engum get
að dulizt, að með slíkum á-
burði væri verið að búa til
sakargiftir á verkalýðsfélög-
in með það fyrir augum að
hafa einhverja átyllu, er á
Alþýðusambanctsþing kemur,
til að vefengja fulltrúakjör
þeirra og útiloka nægilega
mörg frá þingsetu til þess að
meirihluti Iýðræðissinna
breyttist þar í minnihluta og
kommúnistar gætu haldið
stjórn sambandsins.
Þrátt fyrir þennan and-
styggilega málatilbúning
Þjóðviljans, hafa menn fram
á síðustu stundu ekki viljað
írúa því, að kommúnistar
væru svo gersneyddir allri
félagslegri siðferðis- og á-
byrgðartilfinningu, að þeir
gripu til slíks ofbeldis á Al-
þýðusambandsþinginu gegn
miklum og réttkjörnum meiri
hluta þar; en á því virðjst
þó nú enginn efi- Miðstjórn
Kornmúnistaflokksins hefur
beinlínis sambykkt, að komm
únistar skuli hafa úrslit kosn
inganna til Alþýðusambands
þings að engu, og búa sig
undir það, að halda stjórn
samhandsins fyrir réttkjörn-
um meírihkita sarnbandsþings
ins, hvað, sem það kostar, cg
hvaða lögteysum og ofbeldi,
sem til þess þurfi að beita.
Það fer að vísu ekki hjá
því, að menn spyrji, með
hvaða rétti miðstjórn Komiú
únistaflokksins geri slíka
samþykkt varðandi Alþýðu-
sambandið og stjórn þess,
þvert ofan í skýlaus og ót'yí-
ræð úrslit . kosninganna til
sambandsþings; e,n slík sam
þykkt sýnir aðeins á hve ó-
svífinn hátt Kommúnista-
Spádómurimi rætist. —- Bylímgarunclirbúningur
kommúnista í Aiþýðusambandimi. — Þeir ætla
að reyna að hrifsa ti! sín völdin á morgun. —
Ftmdúr haldinn í fegrmiarfélaginu. — Ég mætti
einn. — Verðlækkun á aðgöngumiðmn að baraa-
skemmtun.
EG REYNÐÍST SANNSPAR
um það, a3 kommúnistar myndu
haída áfram að ráðast á ein-
stök verkalýðsfélög sem voru
þeim antlvíg við kosningarnar
til sambandsþingsins. í gær réð
nst þeir á Verkalýðsfélag Vest
mannaeyja og sökuðu það um
að hafa notað falsaða kjörskrá
við fulltruakjörið. Svona munu
þeir halda áfram þar til á morg
un, að þingið á að koma sam-
an. Þeir ætla sér að reyna að
útiloka yfir þrjátíu fuíítrúa frá
þingsetu, en það nægir þeim
næstum því til þess að geta hald
ið Alþýðusamtökunum i klósn
sínum.
FULLTRÚ ARNIR á sam-
bandsþingið hafa streymt til bæj
arins úr öllum áttum síðustu
dagana, og hafa þeir fengið
gistingu á heimilum í bænum,
að minnsta kosti flestir. Marg-
ir þeirra hafa nú í fyrsta skipti
tækifæri til að kynnast starfs-
aðferðum kommúnista í verki
— og er það vel. Þeir munu nú
fá að ganga á námskeið hjá
kommúnistum í ofbeldisaðgerð
um og vita kommúnistar varla
hvað þeir eru nú að kenna.
Flestir þessara manna hafa
ekki staðið í pústrum inr.an
sinn stéttarsamtaka, jafnvel þó
að þeir hafi starfað fyrir þau
svo áratugum skiptir.
EN ÞEÍR KUNNA því bó illa
að taka á móti pústrum. Ég spái
því þess vegna, að ef kommún
istar reiða til höggs, þá muni
þeir fljótt sannfærast um það,
að það er léttara að gera sig
vígalegan og kreppa hnefana
heldur en að taka á móti högg-
um. Kommúnistum verður ekki
Ieyft að beita samtökin ofbeldi.
Það er bezt fyrir þá að vita
það fyrirfram. Ég segi þetta
ekki vegna þess, að ég álíti, að
það breyti nokkru um afstöðu
kommúnista. Hún er ákveðin,
var ákveðin fyrir nokkrum dög
um á leynilegum miðstjórnar-
fundi kommúnista — og þó
ekki fyrr en málið hefði verið
lagt fyrir alþjóðleg samtök
þeirra.
ÉG BOÐAÐI TIL FUNDAR
í mínu eigin fegrunarfélagi í
gær, og þar mætti aðeins einn
maður, ég sjálfur. UmræSur
voru fjörugar og samþykkt var
ályktun þess efnis að biðja rann
sóknarlögregluna að auglýsa eít'
ir hinu Fegrunarfélaginu, en
þess hefur nú verið saknað um
alllanga hríð. Jafnframt var tek
ið fyrir hvað helzt bæri nú að
gera til þess að fegra höfuðstað
inn. Samþykkt var ályktun þess
efnis að láta allar myndastyttur
bíða um sinn, en leggja á það .
megináherzlu að feta í fótspor
Guðjóns prófessors Samúelsson
ar — og láta steypa nokkra götu
spotta í bænum.
TALIÐ VAR tvímælalaust, að
ékkert myndi fremur veroa til
þess að fegra og bæta borgina
en að steypa götur. Hins vegar
var ekki talið rétt að krefjast
þess af formanni hins Fegrunar ’
félagsins að hann léti steypa:
allar götur borgarinnar í einu, j
heldur í því efni fylgja tillögum
Hannesar á horninu um að
steypa fyrst Bankastræti og
Austurstræti — og síðan hvern
götuspottann af öðrum þar til
allar helztu götur væru búnar
að fá slíkan búning. Nokkur
fleiri mál voru rædd, en ekki
teknar ákvarðanir vegna þess
að ekki var talið rétt að taka
fram fyrir hendurnar á hinu
Fegrunarfélaginu ef rannsókn-
arlögreglan hefði upp a því.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Á SUNNUDAGINN gerði ég
að umtalsefni barnaskemmtun,!
sem haldin skyldi í Austurbæjar
bíó þann dag. Ég átaldi það að
verð aðgöngumiða var 12 krón-
ur og sagði, að hér væri verið
að okra á börnum. Mér hefur
Frh. á 7- síðu.
LEIKFELAG REYKJAVIKUR
á sunriudag klukkan 3. MiSasala í d;ag írá klukkan 2, og
eftir Jóliaim Sigurjónsson klukkan 8 á suiínudagskvöld.
Miðasala í dag frá kl. 4—7. Faslagestir á aðra sýningu
vitji miða sinna frá kl. 3—5.
flokkurinn leyfir sér að
blanda sér inn í mál Alþýðu
sambandsins, hvernig mönn
um hans bar er í einu og öllu
stjórnað af miðstjórn flokks- f
ins, og hve gersamlega virð- ^
ingarlaus hann er fyrir lög-1
um og lýðræði í sambandinu.
En, sem sagt: Kommúnist-
ar hafa nú ákveðið, að virða
úrslit kosninganna til Al-
þýðusambandsþings að vett-1
ugi og beita lögleysum og
ofbeldi, er á sambandsþing
kemur, til þess að getá hald-
ið sambandinu fyrir rétt-
kjörnum meirihluta lýðræðis
sinna- Efíir er nú hins vegar
að sjá, hve margir af þeim
fulltrúum, sem kosnir vom
fyrir atbeina. kommúnista á
sambandsþing, verða reiðu-
búnir Jil þess að fylgja þeim
til slíkra óhappaverka; og
verður það óneitanlega fróð-1
legt.
En að sjálfsögðu þurfa
kommúnistar ekki að ætla
það, að réttkjörinn meiri-
hluti sambandsþingsins þegi
við þvi, ef gera á yfirlýstan
vilja verkalýðsins í landinu
ómerkan, er á Alþýðusam-
bandsþin.g kemur, með hvers
konar brögðum og ofbeldi
hins kommúnistíska minni-
hluta Meirihlutinn mun áreið
anlega ekki þola rninnihluí-
anum nein slík bolabrögð.
Hann er kominn til sam-
bandsþings, samkvæmt yfi.r-
lýstum viíja verkalýðsins við
fulltrúakjörið, til þess að
taka í fullu frelsi og með
lögum ákvaröanir um fram-
tíðarstjórn og stsfnu Alþýðu
samhandsins, og það mun
hann gera, hvað sem mið-
Etjórn Kommúnistaflokksins
samþykkir, eða sauðtrygg
verkfæri hennar á sambands
þingi láta leiða sig út i.
indrateiagsins
verður á morgun, sunnudaginn 14. þ. m.
Sölubörn og aðrir, er vilja selja merki,
komi á Grundarstíg 11, og verður byrjað
að afhenda merkin kl. 9 f. h. Styrkið þá
blindu með því að kaupa merki dagsins.
Merkj asölunef nd.
Skíðafélags Reykjavíkur verður haldinn í
Félagsheimili VR, Vonarstræti 4, þriðju-
daginn 16. b. m. kl. 9Vz síðdegis.
Ðagskrá samkv. félagslögum.
Stjórnin.
Ráðuneytið hefur ákveðið að heimila verzlun-
um að selja erlent smjör óskammtað-á því verði,
sem Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur á-
kveðið á íslenzku smjöri. Til aðgreiningar frá
smjöri því, sem selt er gegn skömmtunarmiðum
á niðurgreiddú verði, verður þetta smjör aðeins
selt verzlunum pakkað í Vz kg. pakka, sem
greinilega verða auðkenndir.
Mjólkursamsalan í Reykjavík mun annast
sölu smiörsins til verzlana.
Heildsöluverð smjörsins er kr. 30,60 pr. kg.,
en smásöluverð kr. 32,75.
Viðskipíamálaráðmieytið, 11. nóv. 1948.
vantar ungling eða fullorðinn mann til
að bera út blaðið í
• Hlíðaliverfi.
Talið við afgreiðsluna;