Alþýðublaðið - 04.12.1948, Side 4
ALÞÝÐUBI-APIÐ
Laugardagur 4. des- 1948.
Úígefandi: Alþýðuflokkuriim.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt- Gröndal
Fingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiffslusími: 4900.
Affsetur: Alþýffuhúsið.
Alþýffuprentsmiffjan h.f.
UM ÁTÖKIN milli Rússa
og Vesturveldaxna um Berlín
hefur mikið verið rætt og rit-
að síðasta missirið; og er það
ekki nema að vonum, svo ör-
iagaþrungin sem þau átök
eru- En við hliðina á þeim
hafa farið fram önnur átök,
ininan hinnar þýzku höfuð-
borgar, sem ekki eru síður at-
hyglisverð, þótt minna orð
hafi verið á þeim gert. Það er
hin tiltölulega þögla barátta
Berlínarbúa sjálfra við hið
rússneska ofbeldi og þýzk
handbendi þess, kommún-
ista. En báðir hafa þessir
þættir Berlínardeilunnar á-
hrif hvor á annan og geta
fyrr en. varir, hvor um sig eða
báðir í sameiningu, valdið úr-
slitaviðburðum í átökunum
milli austurs og vestui’s, milli
einræðis og lýðræðis, ekki að-
eins í Evrópu, heldur og í
heiminum yfirleitt.
*
Fáar borgir bera eins hræði
legar menjar stríðsins og Ber
lín, sem undir oki hálfsturl-
aðrar stjórnar Hitlers varð að
þola daglegar loftárásir Vest-
urveldanna í fjögur ár. Ber-
lín er í dag borg í rústumi. En
á þeim rústum er nú háð ör-
lagaríkasta orustan eftir stríð
ið milli hins austræna ein-
ræðjs og vestræna lýðræðis.
Borgin er umkringd af her
námssvæði Rússa á Þýzka-
landi á alla vegu- En sjálfri
var benni í ófriðarlok skipt í
fjögur hernámssvæði, Banda-
ríkjamanna, Breta, Frakka og
Rússa, og skyldu alIaÁþessar
þjóðir eiga óhindraðan að-
gang til herflutninga og
birgðaflutninga til borgar-
innar, en borginni stjórnað af
lýðræð-islega kjörinni borgar-
stjórn íbúanna sjálfra undir
sameiginlegu eftirliti hinna
aðkommu heryfirvalda-
En þetta samkomulag um
Berlíni hélt ekki lengur en
aðrir samningar, sem við
Rússland St.alins hafa verið
gerðir. Síðan í sumar hafa
Rússar raunverulega neitað
að uppfylla skuldbindingar
sínar samkvæmt því við hina
fyrri bandamenn sína. Þeir
byrjuðu á því að slíta öllu
sámeiginlegu eftirlitsstarfi,
en stöðvuðu því næst, með
fullkomnum samningsrofum,
birgðaflutninga Vesturveld-
anna 'til borgarinnar, sem
urðu að fara þangað yfir rúss
neskt hernámssvæði, og settu
yfir tvær. milljónir Berlínar-
búa þar með í hungurkví; og
í þriðja lagi hófu þeir að
styðja þýzka kommúnista til
ofbeldisverka innan borgar-
innar.' með það fyrir augum
að steypa löglega kosinni
stjórn hennar og setja í henn-
ar stað löglausa, rússneska
leppstjóm.
*
Það leikur ekki lengur á
tveimur íungum, hvað fyrir
Hvemig á bæjarfélagið að byggja, þegar hús-
næðisvandræði eru? — Hugsum sérstaklega um
unga fólkið, sem vill sfofna heimili. — Slökkvi-
stöð og kvikmyndahús. — Um Bæjarbókasafnið.
REYKJAVÍKURBÆR hefur
sótt ura fjáriestingarleyfi fyrir
byggingu 200 íbúffa á næsta
ári. Eiga þetta eingöngu að
verða tveggja og þriggja her-
bergja íbúffir. Öllum er kunn-
ugt um hina hörmulegu húsnæð
isneyff í Reykjavík og þaff er
rjálfsagffur hlutur aff bæjarfé-
félagiff byggi eins mikiff af íbúff
um og þaff frekast getur. Meff
því er þaff ekki aff gefa neinum
neitt, heldur aff affstoffa fólk,
sem á viff neyð aff búa, til þess
aff komast undir þak, ef svo
má aff orffi komast. ,
ÞEGAR SVO ER ÁSTATT
og nú er um húsnæffismálin,
verður að kreíjast þess, að fyrst
og fremst sé hugsað um það að
bæta úr neyðinni, en ekki að
I byggja dýr og fín hús. Skilzt
mér, að mest nauðsyn sé að
byggja eins og tveggja her-
bergja íbúðir með eldhúsi, en
ekki stærri. Tel ég mikið vafa
mál, að rétt sé af bæjarfélag-
inu eins og stendur að byggja
þriggja herbergja íbúðir.
HÚSNÆÐISVANDRÆÐI eru
hörmuleg fyrir alla, en nær eng
um get ég vorkennt eins og
ungu fóki, sem langar að stofna
heimili, en getur það ekki af
því að það fær hvergi inni.
Þetta veldur óhamingju og sár
um vonbrigðum, en geta haft
mjög slæm áhrif á framtíð
þessa unga fólks. Þetta fólk
mundi feginsamlega taka eitt
herbergi og eldhús til að byrja
með, enda væri það og í sam-
ræmi við getu þess að minnsta
kosti í langflestum tilfellum.
ÞAÐ ER EINMITT rétt af
bæjarfélaginu að aðstoða þetta
unga fólk, og það á það að gera
með því að byggja litlar íbúðir
en ekki stórar. Með því væri
bæjarfélagið ekki aðeins að
stofna heimili handa æskufólk
inu, heldur einnig að kenna því
að byrja smátt og byggja upp
afkomu sína á þann hátt. Það
mundi hins vegar hafa þau
áhrif að ýta undir sjálfsbjargar
viðleitni þess til þess að geta
fengið stærra húsnæði þegar
fjölskyldan stækkar og þörf er
fyrir það.
BORGARI SKRIFAR: „Þú
bentir á það á fimmtudaginn,
að tími væri kominn til að reisa
nýja slökkvistöð hér í bænum.
Er ég þér þakklátur fyrir að
minnast á þetta — enda verð-
ur ekki hægt að draga fram-
kvæmdir í því máli öllu lengur.
Annars er það mesta mildi, að
ekkert slys skuli hljótast af að
slökkvistöðin er þarna við hlið
ina á kvikmyndahúsi. Er
Reykjavík víst eina höfuðborg
in á Norðurlöndum, sem á
slökkvistöð og kvikmyndahús í
sama húsi — en ekkert ráðhús.
Það er eingöngu leikni slökkvi-
liðsmanna að þakka, að bifreið
ar þeirra skuli ekki oft lenda í
Tjörninni, þegar þeir þurfa að
keyra ær út eða inn!“
GESTUR SKRIFAR: „Bárðar
saga Snæfellsáss geymir þjóð-
sögu um jólaveizlu hjá tröllum,
sem söfnuðust saman í einhverj
um Hundahelli. Og þegar komið
er inn í Bæjarbókasafnið hér í
Reykjavík, virðist ekki fjar-
stæða að hugsa sér það eins
konar hundahelli, sem tröll hafi
á leigu til veizluíþrótta. Bæði
er það, að múgur manns þrífur
til hlutanna, án þess að skeyta
um röð og reglu, og að ef ein-
hver er til, sem raðar í hillurn-
ar, þá er hann ekki starfi sínu
vaxinn. Dettur athugulum að-
komumanni helzt í hug sagan
af litla drengnum svarta, með
kartöflunefið, sem norski þjóð-
sagnasafnarinn Ásbjörnsen seg-
ir frá, að heimsótti tröllin í
Dofrafjöllum og festist á nefinu
við rassinn á einu þeirra.
BÆJARBÓKASAFNIÐ, eða
útlánsdeild þess, er líka ekkert
bókasafn lengur. Þar eru sam-
an komnar ritjur af alls konar
gömlum og nýjum bókum, helzt
þeim, sem fólk hefur ekkert
eftirlæti á, því að úrvalinu hef-
ur annaðhvort verið stolið, eða
það tætt upp til agna. Virðist
Frh. á 7- síðu
„Gullfaxi”
Reykjavík -
Flugferð verSur frá Reykjavík til Oslo og
Stokkhójms 18. desember, frá Stokkihólm og
Oslo til Reykjavíkur 19. desember. Væntanleg
ir farþegax hafi samband við sikrifstofu vora
Lækjargötu 4, sími 6607, 6608 og 6609.
Fíugfélag íslands.
Listsýning
Félags íslenzkra myndlistarmanna
opin í dag frá kl. 11 til 22.
Aðgöngumiðar á kr. 5.00. , ;f« ■ .. .
Næst síðasti dagur.
Frá og með 1. jan. n. k. hættir Páll SigurSssoh,
læknir, að gegua heimilislæknisstörfum' fyrir
S j úkrasamlagi ð.
Þes vegna þuxfa allir þeir, sem hafa hann fyr
ir h-eimilislækni, að fcoma í afgreiðslu samlags
ins, Ti* *ygg\fagötu 28, með samlagsbækur sínar,
fyrir 1-ok deseaTiber mánaðar, til að velja sér
lækni í hans stað.
Skrá yfir samlagdækna þar, sem velja má um,
liggur frammi í samlagimz.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
ýff
við Hraunteig 9, (Laugarnesshverfi). —
Tekur bæði blautbvott og frágangs-
þvott. Vantar fleiri starfsstúlkur.
Sími 80442.
Aðalheiður Ólafsdóttir.
Rússum vakir með slíku of-
beldi; þeir vilja 'bola Vestur-
veldunum með öllu burt úr
Berlín, beygja hana undir ok
sitt og gera hana um leið að
miðstöð fyrirhugaðs Sovét-
Þýzkalands.
En hafi Vesturveldin með
hinum óvæntu og stórkost-
legu birgðaflutningum í lofti
til Berlirar gert flutnjnga-
bann Rússa til borgarinnar
áhrjfalítið, þá hefur viðbragð
Berlínarbúa sjálfra gegn hjn-
um rússnesku vélráðutmi og
bolabrögðum ekki verið síður
glæsilegt. Þeir hafa að visu
haft minna að borða, orðið að
þrengja að sér mittisólina og
vantar Ijós og hita í vetrar-
myrkrinu og vetrarkuldan-
um; en það er þeim aukaat-
riði, þrátt fyrjr allan skort og
þrengingar, sem yfir þá hafa
gengið, lengur en yfir íbúa
nokkurrar annarrar borgar í
Evrópu- Þeir hafa líka orðið
að sætta sig við það, að fylgis-
laus klíka kommúnista hrifs-
aði til sdn völdin á hernáms-
svæði Rússa í borginni, í
skjóli rússneskra skriðdreka
og byssustingja, og gerðu
sameiginlega, þýzka borgar-
stjórn þar með að engu- En
þeir hafa einangrað þessa
klíku þýzkra kvislinga svo
með þrautseigri baráttu sinni
gegn hinu rússneska ofbeldi,
að hún þorir ekki lengur að
ganga til leynilegra borgar-
stjómarkosninga.
Þess vegna hafa Rússar séð
sig tl knúna að banna borg-
arstjómarkosningarnar í Ber-
lín nú á sunnudaginn, á her-
námssvæði sínu í borginni.
Þeir vita, hvað þær myndu
leiða í Ijós um fylgi kommún-
! ista og fyrirlitningu Berlínar-
búa á þeim fyrir þjónkun
þeirra við Sovét-Rússland. í,
stað þess að láta Berlínarbúa
sjálfa skera úr því við kjör-1
borðið, hvaða flökka þeir
vilja h-afa í borgarstjórn, eins
og þeir eiga fu'llan rétt á sam-.
kvæmt gerðu samkomulági
um hernám borgarinnar, hafa
Rússar látið þýzka kommún-,
ista skipa ólöglega borgar-!
stjóm og kjósa ólöglegan
borgarstjóra á hemámssvæði
sínu aðeins örfáum dögum áð
ur en hinar löglegu borgar-
stjórr.arkosningar eiga að
fara fram. Greinilegar er
ekki hægt að draga merkja-
línumar milli einræðis og
lýðræðis, milli ofbeldis og
lögstjórnar.
En Berlínarbúar balda bar
áttunni áfram. Borg þeirra er
orðin eitt höfuðvígi lýðræðis-
ins í Evrópu í dag; það munu 1
borgarstjórnarkosningarnar á
suinnudaginn líka sýna, þó að
þær íái ekki að fara fram
nema á herr ámssvæðum Vest
urveldanna- En það er mikil
ábyrgð, sem hin hugprúða
barátta Berlíniarbúa leggur
Vesturveldunum á herðar.
Þar verða þau að sanna þaði
í Berlín, að fyrir þeim vaki
virkilega að verja lýðræðið
gegn einræðinu. Þar hafa
þau bingað til unnið sinn
stærsta siðferðislega sigur í
átökur.um milli austurs og
vesturs. En þann sigur eiga
þau ekki hvað isízt að þakka
Berlinarbúum sjálfum, sem
tekið hafa á sig allar þreng-
ingar til þess að varðveita hið
endurborna frelsi og lýðræði
í borg sinni. Þar — í Berlín
— verður að hrökkva eða
stökkva í baráttunni milli lýð
ræðis og einræðis í Evrópu.