Alþýðublaðið - 04.12.1948, Qupperneq 6
ALÞVÐUBLAÐiÐ
Laugardagur 4- des. 1948
AÐSENT ERÉF
Ritstjóri sæll.
„Líður enn að jólurn," sagði
karlinn, daginn eftir þrettánda,
og má eflaust sanna með rökum,
að hann hafi haft lög að mæla.
Fyrir nokkrum tugum ára hugs
uðu menn sér til kaupstaðar-
ferðar um þetta leyti, — það
var jjjólaferðin" og þá keyptu
menn sér á jólapelann auk hins
og þessa smávarnings, efíir því
sem peningar, eða inneignin hjá
kaupmanninum, — eða stund-
um skuldin, — leyfði. Oft kom-
ust menn í hann krappan á slík-
um ferðalögum og hrepptu
hrakninga, því að þá var hér á
landi vetrarveður í skammdeg-
inu og vísindamennirnir ekki
búnir að flytja til hafstrauma.
Vel man ég eftir einum, sem að
vísu vaðr ekki fyrir hrakning-
um á jólaferð, en óhöppum, og
bar sig illa. Hann hafði keypt (
þrjár brennivínsflöskur og bar
þær í mal á brjóstinu, en ýmis-
legt smádót í þeim enda mals-
ins, er á baki var; vildi honum
það þá til, að hann datt á
hrammana, fékk samt með
naumindum komið fyrir sig
höndum og forðað flöskunum
frá broti, en kveið því, að vart
mundi hann reynast svo hepp-
inn ef hann dytti aftur á
hramma sína, sneri því við
malnum og hafði flöskurnar á
baki, en smádótið í fyrir. Snjór
var yfir öllu, og sá hann því
ekki svellhnjót er hann steig á,
flughálan; datt hann þá kylli-
flatur á bakið og mölbrotnuðu
glöskurnár. ,,Þá gat ég ekki dott
ið á hrammana“ sagði hann,
„smádtinu hefði ég ekkert séð
eftir!“ ,,Var nokkuð af því brot-
hætt?“ spurði einhver. „Onei, —
jú, það var meðalaglasið kon-
unnar mínnar og. svo larnpaglös-
in!“
Því segi ég þessa sögu hér, að
nú er allt þetta breytt orðið. Nú
bruna menn í áætlunarbifreið i
kaupstaðinn að rporgni dags ein
hvern tíma fyrir. jól og koma
aftur að kvöldi, heitir, mettir og
óhraktir. Og hægur er nærri nú
að vernda brennivínsflöskurnar
frá hnjaski, — meðalaglösin
sömuleiðis og lampaglös notar
liér enginn lengur, og horfir
þetta allt til framfara. En ekki
er laust við, að minni finnist
mér hátíðarblærinn yfir slíkum
jólaferðum, samanborið við það,
sem áður var, án þess þó að ég
geti gert mér ljósa orsökina.
Ég drap víst' lítillega á það
fyrir jólin í fyrra, en ekki er
góð vísa of oft kveðin þó að ég
endurtaki það, að mér þykir
sem jólahátíðin minni frekar á
kaupstefnu eða uppboð nú held-
ur en heilaga hátíð. Á hverju
einasta kvöldi glymur útvarpið
af skrumauglýsingum á jóla-
gjöfum, jólabókum og jólavör-
um. Fólkið hugsar meira um
gjafir heldur en nokkuð annað,
síðustu dagana fyrir jól; og auð-
vitað þarf svo margt undirbún-
ings, að konurnar eru orðnar úr-
vinda af svefnleysi og erli þegar
hátíðin rennur upp, að þær geta
ekki neinnar gleði notið. Ég
held að jólin séu mesta kaup-
stefna ársins, — eins konar
verzlunarhátíð, og má vel vera
að ekkert sé að slíku að finna.
En betur kunni ég samt við
gamla lagið.--
Jæja, — nú kem ég að erind-
inu. Ég hef séð í blöðum aug
lýsta bók eftir ungan mann, er
nefnist „GGresjur Guðdómsins"
og er sögð spánnýtt fyrirbæri í
íslenzkum bókmenntum. Sökum
þess, hversu langt er nú orðið
, síðan ég hef kynnzt spánnýjum
fyrirbærum á þvi sviði. langar
mig til að biðja þig að senda mér
hana. Sendi þér smér í staðinn,
ef mér líkar hún, — annars mör
eða hrossafeiti.
Með beztu kyeðjum.
Þinn einlægur
Filipus Bessason,
hreppstjóri.
Eitt dagblaðanna vrtist í gær
ekki vita með neinni vissu, hvar
Sauðane sværi. Kunningi minn
einn hefur frætt mig á því, að
nánast tiltekið sér það einhvers
staðar á milli Hornbjargs og
Hornafjarðar. •—
Úíhreiðið
&lþýðubíaSfð!
Leonhard Frank:
MATTHILDU
Hin þýða hljómlist hætti
skyndilega og rödd sagði: ,,Við
hættum við hljómleikana í bili.
Takið eftir! Takið eftir! Eng-
land hefur sagt Þýzkalandi stríð
á hendur.“
, Kom maðurinn? — Hvers
vegna lestu ekki svolítið meira,
mamma?“
Hún var staðin upp. „Hann
kom. Hann gaf stúlkunni aftur
hendurnar, og þau giftust og
urðu hamingju.söm. Mjög ham-
ingjusöm."
Hún gekk fáein skref inn í
skóginn og stóð þar hreyfingar-
Iaus og sneri baki að Barböru,
sem kraup við útvarpið.
„Ég ætla að vona, alltaf að
vona, að hann muni koma aftur.
Örlaganorn, ó, vertu okkur hlið
holl.“
11.
Daginn sem Weston kom til
London fór hann til skrifstofu
flugmálaráðuneytisins, þó að
hann tryði því ekki að hann
mundi ná árangri eftir venjuleg
um leiðum. Hann var fertugur.
Hann hafði gefið sig fyrst
fram 1917. Þá hafði honum ver
ið hafnað átján ára gömlum.
Um það leyti gátu aðeins til-
tölulega rosknir menn orðið or-
ustuflugmenn. Frá þeim degi
hafði hann lagt stund á flug
nótt og dag. Þó hafði hann verið
tekinn árið 1918 aðeins fyrir orð
áhrifamikils ættingja.
Þegar Weston mætti næstum
sama brosinu á liðsforingjanum
núna, sem gaf honum neiyrði,
og 1917, fannst honum rétt í
svip hann vera aftur orðinn átj-
án ára.
.,Því miður eruð þér of gam-
all, herra Weston. Þér skiljið,
við þurfum menn um tvítugt.
Átján ára menn með sterlcar
íaugar!“
Ekki hætti maðurinn að brosa
þó að hann segði honum, að
hann hefði verið flugmaður í
fyrra stríðinu. í samanburði við
hinar fullkomnu sprengjuflug-
vélar nútímans sagði liðsforing-
inn, að flugvélarnar 1918 hefðu
verið eins og reiðhjól.
Weston lét það lítt á sig fá,
þó að honum væri hafnað, því
að hann hafði búizt við því, og
tók þá stefnu. sem hon.um háfði
áður gefizt vel — hann fór í
nokkrar heimsóknir. Fáum dög-
um síðar var hann tekinn í hin
erfiðu hæfnispróf og tveim dög*
um síðar var hann kominn í æf-
ingaherbúðir, og þar eyddi
hann enn þrem mánuðum á
skólabekk áður en hann byrjaði
að kenna hinum ungu byrjend-
um undirstöðuatriði í orustu-
flugí. En þrátt fyrir allt hefði
hann orðið að lokum að sætta
sig" við vegna aldurs síns að
halda áfram að vera kennari, ef
atbiirðirnir hefðu ekki tekið ó-
værita rás eina nótt. Þjóðverjar
höfðu lagt undir sig Noreg.
Engan mann mátti missa á þess-
ari stundu, sem hafði verið
þjáKaður í orustuflugi. Á fjórða
degi eftir sex árangursríkar flug
ferðir var flugvél Westons skot-
in niður.
Þegar hann hafði stokkið út í
ómælisrúmið og sveif yfir ó-
þekktu, auðu svæði, þá sá hann
brehhandi flugvél Sína draga
cldiínu á ská niður' gráleitan
himininn og falla svo snökkt
lóðrótt niður. Hann sjálfur sveif
enn 1 mikilli hæð yfir logandi
vélinni. Þegar hann hafði losað
sig úr fallhlífinni í ólgandi sjón-
um og lá á bakinu og flaut í
björgunarvesti sínu, þá sá hann
antílit Matthildar — ekkerf
nema hvítt andlit hennar. Hún
var brosandi. „Nú höfum við
bæði hjarta og getum þráð.“
Ölduliryggur bar hann burtu
frá henni.
Þó að hann segði sjálfum sér
það, að vatnið hlyt'i að vera ís-
kalt á þessum tíma árs, þá
fahnst honum hann liggja í
heitu vatni. Hann gat ekki
fundið neina skýringu á þessari
tilfinningu, vegna þess að sigið
vgr § hann mók. Hann hafði ó-
mótstæðilega löngun til að
sofna. Það hefði verið svalandi.
Ktnkkustundin varð eins og
heíI_eUífo. En ef ég sofna er úti
um mig. Það er rökrétt.
,,Mamma ef þú gefur mér ekki
skæri, þá get ég ekki sýnt þér
það, að ég meiði mig ekki.“ Það
er rökrétt, hugsaði hann. En
þaíí..er í rauninni ómögulegt að
sofna ekki í heitu vatni. Ég verð
að skrúfa frá því kalda. Allt í
einu varð allt svart fyrir augum
hans.
Dökkt bákn kom á móti hon-
um, þegar hann rann ofan í öldu
dal. Nú sá hann aftur þetta
dökka bákn fyrir ofan sig á
öldufaldinum og heyrði raddir.
Einhver kallaði: „Þarna er
hann.“ Hann fann einhvern
grípa í sig og lét svo sigrast af
svalandi og hressandi svefni.
Þeir drógu upp meðvitundar-
lausan mann, sem hafði brennzt
á fótum, hálsi og andliti. Höfuð
hans var algerlega sköllótt. Báð
ar buxnaskálmar hans voru
brunnar.
Þar sem bæði varir hans og
augnlok höfðu á dásamlegan
hátt sloppið ósködduð, var West
on sleppt af spítalanum í Lond-
on eftir aðeins þrjár vikur.
Þann níunda maí fékk Matt-
hildur bréf með frönsku frí-
merki þar sem Weston segir
henni, að hann hafi verið sand-
ur til Parísar og verði nú að
bíða frekari fyrirskipana. Um
það leyti voru enskir hermenn
ekki óalgeng sjón á götum Par-
ísar.
Hún fékk svarbréf sitt endur-
sent, landamærunum var lokað
— þýzku hersveitirnar voru þeg
ar komnar inn í Holland og
Belgíu.
Fáum vikum síðar voru þær
farnar að nálgast París. Hundr-
uð þúsunda af flóttamönnum •—
Hollendingar og Belgar með
börn sín og foreldra, franskir
bændur í vögnum og uxakerrum
með háan farm af búslóð sinni,
Gtreymdu stöðugt gegnum göt-
urnar. Hundruð þúsunda París-
arbúa höfðu þegar yfirgefið
borgina. Og enn fleiri vildu
komast undan, en gátu það ekki
lengur, járnbrautarlestirnar
voru stöðvaðar og enga olíu var
að fá. Búðum, kaffihúsum og
veitingahúsum var lokað. París
var eins og í dauðateygjunum.
Úrræðalaust fólk, með örlög sín
skráð á andlit sér, stóð úti fyrir
húsdyrum sínum og við alla
glugga.
í borginni var enginn, sem
hafði vald til að segja Weston,
hvað hann ætti að gera. Fyrir
hann, eins og hvern sem var,
var ekki um annað að r.æða en
að hjálpa sér sjálfur eins og bezt
hann mátti. Þegar hann hafði
rannsakað kortið vel, ákvað
hann að reyna að komast inn í
Br.etaníu. Þaðan gat hann kann-
ske komizt til Englands ef ein-
hver fiskimaður vildi fara með
hann yfir Ermarsund. Hann
hafði peninga.
Hann fór frá París þ. 12. júní
óeinkennisglæddur. Þar sem
allir vegir voru fullir af flótta-
mönnum í fimmtíu mílna fjar-
lægð frá borginni, þá komst
hann ekki fyrri en þ. 19. júní,
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSiNS:
ÖRN ELDSNG
ÖRN: Ævintýrin úr 1001 nótt gerast
þarna á strætum og torgum útí. —
Sjáðu!
KÁRI: Einmit það.
Hvert þó í
veinandi, maður! — —