Alþýðublaðið - 08.01.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.01.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐ0BLAÐIÐ Laugardagur 8. januar 1949. ÍTtgefaödl: Alþýðuflokkitriim Eitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingí'réttir: Helgi Sæmundsson Bitstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúslð. Alþýðuprentsmiðjan h.S. Ferðaíreli® ÞAÐ er, af skiljanlegum á- istæðum, ekki vinsælt, að yera viðakiptamálaráðherra á Islandi í dag, síðan erlendar innstæður þjóðarinnar gengu til þurrðar og aflabrestur ihvert árið eftir annað hefur að sorfið, svo að óvenjulegar thömiur íhefuir orðið að leggja á inntflutning tii þess að tak- markaður útflutningur þjóð- arinnar nægði til þess að standast straum af lágmarks- innflutningsþörf hennar. Það mun og ekki vera til- gangur Emils Jónssonar, nú- verandi viðskiptamálaráð- herra, að sníkja sér neinar vinsældir með nauðsynlegum og óhjákvæmilegum embætt- ásráðstöfunum sínum. En engu; að síður ætti hann, þrátt fyrir lítið þakklátt embætti sitt, að eiga kröfu til þess, að menn, sem telja sig hafa þskkingu á, sýndu nokkurn skilning á núverandi nauðsyn þess, að gera sérstakar ráð- stafanir fjárhag og framtíðar- ■afkomu þjóðarinnar til trygg- ingar. * En ef lesin er greín Sigur- geirs Sigurjónssonar hæsta- réttarlögmaims í Vísi á mið- vikudaginn, þar sem viðskipta málaróðherrann er borinn þeim brigzlum, að hann hafi afnumið ferðafrelsi okkar Is- lendinga til útlanda, feti þar með í fótspor dönsku einok- oxnarinnar og brjóti nýlega samþykkta marmréttindaskrá hixma sameinuðu þjóða, þá leynir það sýr ekki, að -jafn- vel hjá mönnum, s-em ættu að skilja, er ótrúlega takmörk uð þekking og takmarkaður skilningur á því sem núver- andi hagur þjóðarinnar krefst. Það er að sjá'Itfsögðu ekki nema aukáatriði, þó að Sigur- igeir Sigiujónsson saki" við- skiptamálaráðherrann um það, sem hefur verið sameig- inleg ákvörðun ríkisstjómar- innar alkar, eins og honum hlýtur að vera Ijóst, ef ekki beinlínis kunnugt. Hitt skipt- ir meira máli, að 'hann virðist ekki hafa n-eina hugmynd um, að hvert einasta land í Evrópu telur sér nú alveg óhjákvæmi- legt, að gera meira eða minna róttækar ráðstafanir til þess að takmarka gjaldeyrisfrekt lúxusfla'kk borgara sinna til annarra landa, þegar erfitt er um innflutning brýnustU' nauðsynja fyrir allaii almenn- ing vegna gjaldeyrisskorts. Hér hjá okkur hafa þessar takmarkanir þó ekki verið Þögn rofin erlendis. — Blæju svipt af klíku. — Starfsemi, sem of mikil þögn hefur ríkt um. ÝMSUM KANN aS hafa kom iS á óvart skeytið, sem Morgnn blaðið birti í fyrradag frá frétta ritara sínum í Kaupmannahöfn, þar sem getið var ummæla danska rithöfundarins og gagn- rýnandans Jörgen Bukhdal um hinn kommúnistíska áróður á Norðurlöndum gegn ákveðnum íslenzkum rithöfundum. En þetta hefur verið á vitorði f jölda manna lengi undanfarið og ýms ir hafa gerzt til að andæfa hon um bæði í Danmörku og Sví. þjóð, þó að það hafi ekki fyrr verið gert opinberlega jafn skor inort og Jörgen Bukhdal hefur nú gert í Politiken. KLÍKA I KAUPMANNA. HÖFN hefur haft þennan áróður á hendi og hún hefur teygt klær sínar til Stokkhólms. Wester gaard Nielsen hefur staðið fyrir þessu fyrir tilstuðlan kommún ista hér heima og íslenzkra kommúnista í Kaupmannahöfn. Hér er ekki átt við það; að bæk ur Halldórs Kiljan Laxness hafa komið út á Norðurlöndum eða það lof, sem borið hefur verið i á þann ágæta höfund, því að það \ var að mörgu eðlilegt og sjálf sagt, Hér er stuðzt við þá stað rsynd, að þessi klíka hefur gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til að níða niður íslenzka öndvegishöfunda, eins og Guð- mund Gíslason Hagalín, Krist mann Guðmundsson og fleiri. ÞAÐ HEFUR VERIÐ ákveð inn liður í baráttu kommúnista á Norðurlöndum að binda í eina heild alla höfunda, sem annað hvort voru kommúnistar eða nytsamir sakleysingjar, og af því að engin klíkuskapur eða skipulagður félagsskapur hefur verið til meðal annarra höfunda, þá hefur klíkunni tekizt að vinna það á, að margir bók. menntafrömuðir hafa ekki haft við annað að styðjast í mati sínu á íslenzkum bókmenntum hinna síðari ára, en áróður þessara kommúnistaslíku. i j ÞETTA HEFUR íslendingum ekki heldur verið almennt ljóst, enda hefur þeim alls ekkí verið ljóst til skamms tíma inn í hve mörg svið kommúnistar hafa reynt að teygja klær sínar í bar áttunni fyrir því, að ná valdi yf ir íslenzkum og norrænum mál efnum. Hafa jafnvel ákveðnir andstæðingar þeirra orðið til þess, í ákveðnum tilfellum; að styðja þá í þessari baráttu þeirra, sem líka hefur oftast nær verið rekin með vélráðum og falsi. ÞEIR HAFA jafnframt því, sem þeir hafa á erlendum vett vangi, ekki síður en innlendum, reynt að níða niður kunna rit höfunda, sem eru þeim andstæð ir — og vilja ekki og geta ekki bundið sig neinni ákveðinni klíku, en vilja vera frjálsir menn svo að ekki fari fyrir þeim, eins og Jóhannesi úr Kötlum, sem var efnilegt skáld, en hangir nú upp á snaga kommúnismans og getur sig ekki þaðan hreyft, reynt að flækja í net sín ýmsa ágæta unga menn, sem hafa ótvíræða hæfilelka — og er óþarfi að nefna nöfn í því sambandi. MAN ÉG TIL DÆMIS, þegar ungur maður, sem var að byrja i;itröfundarferil sinn, og ég, að minnsta kosti, tel að hafi ótví ræða hæfileika, þó að fyrsta bók hans hafi sætt heldur ó mildum dómuni, sagði við mig! „Já, en það er sannfæring mín, að enginn geti orðið rithöfund ur og skáld nema hann sé kommúnisti". Þessi piltur á ef til vill eftir að losa sig við þessa forkostulegu lífsskoðun, en nú er hann í lægð og verður ekki mikið ágengt. Ef honum tekst að verða andlega frjáls er ég ekki í nokkrum vafa um að hon. um tekst að semja góð verk. Á ÞENNAN HÁTT hafa komm únistar og unnið hin verstu verk. Þeir hafa stöðvað þroska efnismanna, gert þá að viðundr um fyrir sjálfum sér og öðrum, og þannig komið í veg fyrir, að þeir gætu skyggnzt vítt og víða. Gegn öllu þessu ber mönnum að snúast eins og drepsótt. Þarna þarf líka sóttvarnir. Jörgen Bukhdal, hinn djarfi og ágæti rithöfundur og menningarfröm Framhaid á 7. síðu. Ingólfscafé. Idri dansamir í Alþýðuíhúsiiru í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5 í dag. — Gengið inn frá Hverfisgötu. Sími 2826. frá Skaffslofu Reykjavíkur 1. Atvinnurekendur og stofnanir í Reykjavík og aðrir, sem hafa haft launað stanfsfólk á árinu, eru áminntir. um að skila launauppgjöfum til, Skattstofunnar í síð- asta lagi þ. 10. þ. m., ella verður dagsektum beití. Launaskýi-slum skal skilað í tidriti. Komi það í Ijós að lai-máuppgjöf er að einhverju leyti ábótavant, s. s. óuppgefmn hluti af laimagreiðslum, hlunnindi van-- talin, nöfn eða heimili launþega skakkt tilfærð, eða heimilisföng vantar, telst það til ófullnægjandi fram- tals, og viðurlögum beitt samkvæmt því. Við launa- uppgjöf giftra kvenna skal nafn eiginmanns tilgreint. Sérstaklega er þvi beint til allra þeirra, sem fengiS hafa byggingarleyfi, og þvi verið sendar launa- skýrslur, að standa skil ó þeim til Skattstofunnaf, enda þótt þeir hafi ekki byggt, ella mega þeir búast við áætluðum sköttum. Á það skal bent, að orlofsfé telst að fullu tjl tekna. Um launauppgjöf sjómanna athugist, að fæði: sjómamia, sem dvelja fjarri heimilum sínum, telst eigi til tekna. 2. Skýrslum um hlutafé og arðsútborganir hlutafélaga- ber að skila til Skattstofunnar í síðásta lagi 10. þ. m. 3. Þeim, sem hafa í huga að njóta aðstoðar Skattstof- unnai’ við að útfylla framtal, skal á það bent, að- "Ikoma sem fyrst til að láta útfylla framtölin, en geyma það ebki til loka mánaðarins, þegar ösin er orðin svo mikil, að bið verður á afgreiðslu. Þess er 'krafizt af þeirn, sem vilja fá aðstoð við út- fyilingu framtalsins, að þeir hafi meðferðis öll nauðsyn- Ieg gögn til þess að framtalið verði réttilega útfyllt. SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK. vrrrrrvTYTVTVTYrmrnYrrr^^ Úfbreiðið ALÞÝÐUBLADIÐ verri en það, að ferðamenn til útlanda væru látnir gera grein fyrir því, hvaðan þeir hefðu erlendan gjaldeyri, ef þeir hafa ekki haft gjaldeyris- 1-eyfi. Hefur öllum, að fengn- um upplýsingum um það, ver- ið leyft að fara til útlanda, ef ekkert hefur verið við upp- lýsingar þeirra að athuga. Það mun og sannast mála, að sjaldan haifi fleiri Islendingar ferðazt til útlanda á einu ári en síðastliðið ár, þegar 5000 —6000 manns af 135 000, sem þjóðin telur, fengu fararleyfi fi-á því „lokaða landi,“ sem I Sigurgeir Sigurjónsson talar um og kvartar yfir. En í þessu sambandi er rétt að minna ó það, að margir eru nú grunaðir, svo sem fram hefur komið, um að leyna gjaldeyi’isinnstæðum er- Iendis og skjóta þeim undán löglegum skatti. Og meðal arrnars áf þeirri ástæðu er það sízt ófyrirsynju, að við- skiptamál ar á ðherrann eða réttara sagt, ríkisstjórnin, vill fá að vita, fyrir hvaða pen- inga- íslendingar, sem ekki hafa fengið gjaldeyrisleyfi, ætla sér að lifa erlendds. í!< Sú staðhæfing Sigurgeirs Sigurjónssonar, að hér sé um eitthvað svipað að ræða og kúgunarráðstafanir dönsku einokunarinnar fyrir öldum síðan, eða lokun landanna austan við járntjaídið í dag, sýnir ekki aðeins fullkomið skilningsleysi hans á munin- um á pólitískri kúgun og fjár- hagslegri nauðsyn, heldur og furðulega eigingirni, sem ekki getur skilið, að tillit þurfi að taka til óska eða þarfa neins annars en hans sjálfs, sem vill, fá að fara sínu fram, og ferðast til útlanda og lifa þar fyrir dýrmætan gjaldeyri þjóðarinnar. Þó að níu tíundu hlutar hennar hafi aldrei halft tækifæri til, 'þess að koma út fyrir pollinn og 'vanti meira að segja hér heima margar daglegar nauð- synjar sökum gjaldeyrisskorts. Það getur verið ágætt, að ákalla stjórnarskrána og mannréttincilaskrá sameinuðu þjóðanna til þess að rökstyðja slíka eigingirni. En hvorki hér á landi né í öðrimi lýð- frjálsum löndum er það leng- ur hægt. Þar er það orðin viðurkennd regla, 'hvort seni hún er komin inn í þær Iaga- :greinar, sem Sigurgeir Sigur- jónsson hæstaréttarlögmaður, virðist lifa í, að þjóðarhagur gangi 'fyrir einstaklíngshag. Og það er þessi regla, sem Emil Jónsson viðskiptamála- ráðherra, sem og núverandi ríkisstjórn öll, hefur haft að leiðarljósi, í löggjöf sinni og ráðstöfunum yfirleitt. Og það er áreiðanlega hvorki i anda stjórnarskrárinnar né hinnar nýju mannréttindaslu-^r sám- einuðu þjóðanna, að Sigur- geir Sigurjónsson heimtar ,nú fuilt frelsi fyrir hina fáu, ríku, til þess að ferðast til út- landa, meðan hinir mörgú, fátæku, verða að vera heima; því að hvers virði eru mann- réttindi, sem í veruleika gilda aðeins fyrir 'hann og hans líka, en allri alþýðu nianna er neitað um af því, að hana vantar fjármuni Jtil þess að geta notfært sér þau?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.