Alþýðublaðið - 08.01.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.01.1949, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagnr 8. janúar 1949. I.. Leonhard Frank:. MATTHILDUR TILRÆÐIÐ VIÐ ALÞING- ISKÚSDO. Það er orðinn allgamall, en að flestra áliti ekki góður siður, að yngra fólk höfuðstaðarins „leiki KIepp“ niðri í miðbæ á gamlaárslfvöld. Hver orsökin er verður ekki enn með neinni vissu sagt, — sumir, þar á með al heimsfrægustu rithöfundar á íslandi, kenna um skorti á Æskulýðshöll og telja sellufundi öruggt læknismeðal; aðrir, sem hafa ætlað sér heimsfrægð, að minnsta kosti innan takmarka hins íslenzka ríkis, kalla þetta skrílsæði og heimta járnbúr á Lækjartorgi, þar sem æðingarn ír verði hafðir til sýningar svo að betri borgarar geti sannfærzt um að æðingarnir eru, þrátt fyr ir allt, menn eins og þeir — eða kannski það hafi ekki verið meining uppástungumanna og' bið ég þá valvirðingar. Vér höfum reynt af sterkum vilja en veikum mætti að rann saka orsök þessa fýrirbæris,—< fyrir bærið sjáft látum vér lög reglunni eftir til athugunar. Höf um vér beitt við rannsóknina nýtízku vísindaaðferðum á sviði sálgreiningar og sagnfræði, bæði amérískum og rússneskum, — sem vér höfum heyrt um get ið,. enda þótt vér höfum ekki haft tækifæri til að kynnast þeim náið, þar eð valdhafarnir hindruðu útför vora. Hr nu rann sókn vorri svo langt á vag kom ið, að vér teljum fyllilega tíma bært að gefa árangurinn í skyn. einkum með tilliti til þess, að vér höfum í hyggju að sækja um opinberan styrk, og viTjum því undirstrika að rannsóknirnar eru þegar orðnar geysilega merkiiegðar og geta aulc þess haft mikla raunhæfa þýðingu. Niðurstaða rannsókna vorra er sú, að fyrirbæri þetta rnuni að mestu Teyti vera sprottíð ac samræmisþrá, (eftirsöpunar. kennd), það er að segja, þeirri Töngun, sem hverjum manni er í blóð borin, að samræmast um hverfi sínu, hvað snertir allt það, sem þar ber mest á. Vegna bættra samgangna, (flugferðir o. fl.) aukins hraða í fréttaþjón ustu, (útvarp, dagblöð, símræn ar kjaftasögur), er nú svo kom ið, að vér íslendingar, einkum yngra fólkið, skoðum gervallan heiminn sem vort nánasta um hverfi. Nú er svó ástatt í þessu voru nánasta umhverfi, að þar dynja skothvellir og sprengju- þrumur án afláts, — en hér er hins vegar tiltölulega rólegt hvað það snertir. Þetta finnur unga fólkið, samræmisfrá þess vaknar, — fjarlægir skothvellir og sprengjudynkir duna í eyr_ um þess á meðan það vinnur að framleiðslu á- gamlaárs- kvöldssprengjum heima hjá sér, — og — það er víst óþarft að útskýra þetta nánar. Ráðið til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig á gamlaárskvöld.um framtíðarinn ar, er því eiginlega tvískipt. Fyrri hluti þess er að breyta um hverfinu. Það er að segja heim inum; gera það skothvella. og sprengjusnýslaust, og munu flestir mér víst sammála, er ég teldi slíkt þarft verk. Væri ekki úr vegi að stofnað yrði íil einn ar nefndar í því skyni, og þar eð tilveruréttur nefnda miðast einkum við starf það, sem þeim er ætlað að vinna, fremur en það, sem þær leysa af hendi, ^verður að teljast, að slík nefnd eigi sér fyllsta tilveru- og launa rétt. Hitt er að sjá svo um að unga fólkinu berist engar fregn ir af því, er gerist í umhverfinu, þ. e. heiminum, en það verk mundi örðugt, og eiginlega ó_ framkvæmanlegt, — en engu síður mætti einnig skipa nefnd til þess að athuga það. Urn tilræðið við alþingishúsið nefnt kvöld, er það að segja, að það sannar einmitt tilgátu vora og sýnir hvað þetta allt er orðið alvarlegt og krefst skjótra úrbótar slík tilræði við alþingis hús (ríkisdagshús, parlament), erlendis, eru orðin svo tíð, að þá og þegar kunna þau að heppn ast — og hvað þá? Dr. Þytur Styrks, A.B.C.D. o. fr. Púsningasandur Fínn og grófur skelia- sandur. — Möl Guðmundur Magnússoa. Kirk? ivegi 16. Ha narfirði. — Súni 9199 Úlbreiðið AlþýSubiaðið!) á Weston til að hjálpa sér. En af svipnum á andliti Barböru sá hún að ekkert •— ekki einu sinni pabbi hennar gat fengið hana til að hreyta þeirri ávörð un, sem hún hafði tekið í angist sinni. Þrátt fyrir ógleðina fór Matt hildur að borða. Ósjálfrátt tæmdi hún disltinn og glasið. Svipur Barböru var nú aftur í- samræmi við tárin, sem áður voru og nú voru ný tár komin í viðbót, þó að hún brosti núna, kjökrandi og með ekka. Þaðan í frá borðaði Matthild ur, sem var fimm fata og sex þunklunga há og vó aðeins tátta tíu tvö pund, allt sem Barbara kom með til hennar. Eftir fáein ar vikur var hún orðin eðlilega þung. En hún hafði viðbjóð á sjálfri sér. Hún hafði viðbjóð á velmeðun líkama sínum. Síðan hún hafði fengið krafta sína aftur, hafði hætt að vera nokkur samvörun miilli líkama hennar og tilfinningalífs, sem alveg var innilokað. Hún var al veg sljó fyrir öllum tilfinning um. En í svefni var þetta allt breytt. Hún hafði illar draum farir aftur. í svefninum komu tilfinningar hennar út úr fang •elsinu og léku lausum hala, og eins og áður sköpuðu þær hræði legar myndir, sem hún mundi ekkert um, þegar hún vaknaði, þó að hana sárverkjaði í höfuð ið. Eitt síðdegi í ágúst — West on hafði farið inn í borgina og hún var ný setzt í þægilegan garðstól — sofnaði hún svo skyndilega, að hana var þegar farið að dreyma, þó að augu hennar störðu á grasið. Hún stóð við gluggann, og það fór hrollur um hana af skelf- ingu, þegar hún sá skordýr, sem var eins stórt og maður, en með höfuð eins og éngispretta, það var að skríða inn í flugvél West ons við hlið hans, með hægum, draugslegum hreyfingum. Það var kvendýr. Félagar Westons hlupu yfir flugvöllinn í áttina til hans veifandi og kallandi, að hann mætti ekki leggja af stað, því að dauðinn sæti við hlið hans. En hann lét skordýrið við stöðulaust setjast í sætið hjá sér. Flugvélin hóf sig upp, stayptist á kirkjuturninn, sem var með flatt þak, þar, sem blóðrauð blóm uxu og varð al elda á samri stundu. Tveir menn komu með leifar Wetons í laki, sem hékk niður eins og hengi rúm af þunganum. Líkami hans var allur bútaður sundur eins og trjá bútar. Handleggir og fætur Matthild ar titruðu og henni varð þungt um hjartað, Allt í einu var hún stödd á járnbrautarsíöðinni við hliðina á simreiðinni, og hún vissi það eins vel og hún hefði verið vakandi, að hann hafði aðeins' dreymt að Weston hefði | dáið. Strax missti draumurinn i veruleikablæ sinn og um limi j hennar streymdi vellíðan, sem hún hafði ekki fundið til áður. Hann er úr allri hættu, hann I <er kominn aftur. En hve hann i var kuldalegur, þegar hann kom! Svo ákaflega kuldalegur! Hann faðmaði mig ekki. Hún hristi höfuðið undrandi á sjálfri sér og brosti. Mig hlýtur að hafa dreymt þetta líka, •— að hann kæmi aftur og væri kulda legur. Ég hefi ekki séð hann enn þá. Lestin var alveg að koma. Hún benti. Þarna er pabbi þinn. Weston flýtti sér til hennar og sagði dálítið við hana, sem þau ein skildu, og faðmaði hana ástúðlega. Hún rétti honum munninn, og horfði löngunar fullt upp í himininn, Ijósrautt, fuglsegg sveif í háloftunum og á leið sinni niður klaktist það út í loftinu. Litli fuglsunginn snéri aftur til sólarinnar áður en hann náði jörðunni. Matthildur vissi, að þetta var barnið, sem hún hefði átt, ef hún hefði aldrei hafnað Weston í hjarta sínu. Hún blygðaðist sín og leit fram hjá honum. Til þess að réttlæta hana, sagði | hann: „Vegna stríðsins verða milljónir barna ófæddar um alla eilífð, sem annars hefðu fæðzt“. Hann brosti: j „Nú getum við setið aftur saman í garðinum þar til kvöldar." | Þegar Matthildur vaknaði af þessum daumi — skelltist gerðs hliðið aftur. Weston hafði geng ið hægt yfir grasflötina og num ið staðar undir heslinhotartrénu, •niðursokkinn í hugsanir sínar — hún hélt sér ósjálfrátt í stól inn, svo að hún skyldi ekki stökkva á fætur og fara til hans. Hún var miklu hressari, en um leið dálítið vandræðaleg. Af ótta .........................»«Ú við að hýn talaði við hann núna, lokaði hún aukunum og þóttist vera sofandi. Hann gekk hikandi til hennar, starði á hana, glaður -af því, hve vel hún leit út og fór rólega inn í húsið, inn í vinnustofu sína. Síðustu dagana hafði Weston oft stanzað, enn þó hálf feimn islega og hikandi, fyrir framan hinn stóra handritsbunka af sögu Englands, og við og við hafði hann flett blöðunum í svörtu skrifbókinni þar, sem hann hafði skrifað niður athuga semdir sínar við síðustu fimm tíu blaðsíður, tímabilið milli beggja heimsstyrjaldanna. Þsss ar athugasemdir, sem hann hafði gert vikurnar síðustu áð ur en hann fór frá Londön, voru ekki lengur í gildi. Eng land 1945 var ekki lengur það sama og það var 1939. Hinar röngu sögulegu athugasemdir ergðu hann. En hann óskaði ekki að sökkva sér um of ofan í þetta. Án þess að setjast skrif aði hann fáein orð viðvíkjandi orsökum þess, að í fyrsta skipti í sögu Englands hafði yfirgnæf andi meirihluti landa hans kos ið jafnaðarmannastjórn, og hvers vegna Englandi hafði ver ið skotið til baka, sem ríkjandi stórveldi af Rússlandi og Bandaríkjunum. Að lokum sett ist hann niður og teiknaði hugs andi á þerriblaðið sitt sprengju flugvél yfir brennandi borg. Hinn erfiðasti kafli í ævi Matthildar var liðinn. Ókumiur kafli var byrjaður. Frá þsim degi, sem hún hafði valcnað_ af draumi sínum, frjáls og endur nærð, hafði hún haldið Weston frá sér eins og hún hafði gert fyrst eftir fæðingu Barböru. Það var hans að leita á. Á hverjum degi' fékk hún sér langa göngu, og ltom aftur úr þeim ferðum hress og ná- tengdari lífinu. Aftur var hún farin að líta unglefra út en hún hafði aldur til, þrátt fyrir ör_ litlar hrukkur í augnakrókun um. Hvít húð hennar var aftur skínandi björt, og svipur henn ar bar vott um, og það jók á fegurð hennar, að þrátt fyrir aldur hennar og þrátt fyrir ást ina og áhyggjurnar, hafði hún haldið áfram að vera telpa. Einn dásamlega tæran haust dag hittist fjölskyldan af til viljun úti á götu, sem lá beint NU kemur prófessorinn rneð ábreið- hin „írægu fljúgandi teppi“. ur nokkrar, er hann kveður vera Abreiða Kára er langminnst. ORN: Er þetta hreyfillinn? Ham- ingjan hjálpi mér!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.