Alþýðublaðið - 09.01.1949, Síða 6

Alþýðublaðið - 09.01.1949, Síða 6
ALÞÝÐUBLAÖiÐ Suimudagur 9- janúar 1949. SYMPHONIA PATHIQUE Ritschs! Ratsclis! Sprengjurnar íalla! f kvöld er barizt í Kirkjustræti. — í kvöld skal alþingishúsixiu sýnt banatilræði! Nógu lengi hafa þingmenn vorir orðið að þræla fyrir lágum launum; nógu lengi hafa þeir fórnað sjálfum sér fyrir heill almennings og fátt hlotið að launum nema róg, níð og vanþakklæti. Reykvíksk æska! í eitt skipti fyrir öll skulum vér taka upp hanzkann fyrir þá hrjáðu.---- Reykvísk æska, vér, framkvæmi hámenningar höfuðborgarinnar.-------- Yér, sem vöðum með orgi og óhljó.ðum; veltum bifreiðum, skondrum öskutunnum; vörpum sprengjum að vegfarendum á hv.erju gamlaárskvöldi----- Köllum yfir oss þakkir þingmannanna! Leifur Leirs. Á ANDLEGUM VETTVANGI Nýja árið er gengið í garð fyrir nokkru, eins og allir vita. Það er annars einkennilegt með þetta nýja ár, — það kemur alltaf á sínum vissa tíma, enda þótt ekkert virðist því til fyrir. stöðu að hafa það einhvern ann- an dag ársins. . . . Annars er ■þetta ekki aðalatriði þess, sem ég ætla að segja við ykkur í dag, — ég hafð'i hugsað mér að ræða dálítið um þau áhugamál, sem við konurnar þurfum eink- um að vinna að á þessu ný- •byrjaða ári. Auðvitað er þá fyrst og fremst skefjalaust jafn- rétti kvenna og karla. Við vit um nú allar hvernig er með það. Nú er um að gera að hefj- Leonhard Frank: ast handa. ,,Látum ekki karl. mennina fótum troða oss leng. ur!“ skal vera kjörorð vort á þessu ári. Krefjumst þess, að við fáum fulltrúa okkar í við- skipta- og skömmtunarráð. —• Hugsið ykkur aðra eins fávizku og þá, að skömmtunarmiða skuli ýmist þurfa eða ekki þurfa fyrir sama búsáhaldinu, allt eftir því, hvort það er úr leir postulíni eoa þá bara eme. leruðu blikki. Ég nefni þetta rétt sem dæmi, en búsáhaldið könnumst við allar við, enda þótt það hafi ekki — auðvitað fyrir skammsýni og hugsunar-t leysi karlmannanna í þessum ráðum — ekki fengizt í háa herrans tíð. En svona er allt á sömu bókina lært hjá þeim háu herrum. Á þessu ári verður það því fyrsta krafa vor, að við fáum fulltrúa í skömmtunarnefnd og viðskiptaráði. Ef karlmennirnir ætla til lengdar að þverskallast við þeirri sjálfsögðu réttlætis- kröfu, verðum við konur að sameinast og leggja algert við. skiptabann á karlmennina. Og það allar sem ein! Við skulum sjá, hvort þá breytist ekki fljót- lega í þeim hljóðið. Samtök, ó- rjúfandi samtök. Það er töfraorð sigursins. Já, ég er viss um, að vér konur gætum tekið völdin í þessu landi með nógu sterkum samtökum, og þá mundi skjótt breytast til hins betra. Málæðið hverfa, —- verkin tala. Með systurlegri bardaga- og sameiningarkveðju. í andlegum friði. Dáríður Dullieims. sendur út ura aiian bæ. SÍLD & *ISKUB Kaupum fuskur Baldursgötu 30. Lesið Alþýðublaðið! út úr skóginum, sem þegar var farinn að fölna og fella blöð, og inn í dökkgrænan furuskóg inn. Matthildur stóð kyrr bak við beykirunna, þegar hún heyrði rödd Barböru. ,,Markið er trjábolurinn við ! vegvísinn, pabbi. Það er.u um þrjú hundruð metrar. Nú ætla ég að telja“. Hún brosti fyrst til hans. ,;Einn — tveir og þrír“ og hún hljóp af stað. Weston hafði ráðgert að láta Barböru vinna, án þess að láta bera á því. En hann varð að leggja hart að sér, svo að hann yrði ekki langt á eftir henni; hún var eins og vindblær. Matthildi fannst eins og lík- ami hennar hefði misst allan þunga. Gleðin hafði vaknað í hjarta hennar. Hve það var ó- segjanlega dásamlegt, að hann skyldi lifa af stríðið og vera nú að leika sér hér í kjánalegum leik við dóttur sína! Maður get- ur ekki annað en kropið örlög unum. Hana langaði að komast 'ourtu óséð. En þau voru á leið til baka og leiddust, og hún gekk út úr kjarrinu. Hann brosti og sagði: „Fólk miætist á ólíklegustu stöðum.“ Barbara horfði fyrst hugs andi á þau bæði og virtist svo skyndilega fá mikinn áhuga á stóru furutré, sem óx lengra inni í skóginum. Weston hafði hitnað mjög í kapphlaupinu og tók upp vasa. klútinn sinn og þurrkaði sér á enninu og af ljósrauðum örun um á kinnunum. Hún fann til og hjarta hennar sló hraðar, þegar hún strauk örin varlega með fingurgómunum. Daginn áður hafði hún fundið blaö í skrifborðsskúffunni hans. þar sem fítóð, að hann íiefði særzt fjórum sinnum. Hvað hann hefur orðið að þola! Og hann skrifaði mér aldrei eitt einasta orð um það — mín vegna. Ó, guð, mín vegna! Hérna undir lauíþakinu var svalt og kyrrt. Maurar, sem höfðu auðsjáanlega komið með þurrar nálar úr barrskóginum, sem lá þarna að — það var orðin hnéhá hHúga — héldu ó. trauðir áfram að byggja sér sinn heim rétt við hliðina á hjónunum. Fyrir Weston og Matthildi var sú raunverulega samein- ingarstund fyrst nú runnin upp. í blíðleguní svip hennar las hann ótta hennar öll þessi ár um afdrif hans, Hann sagði aðeins: ,,Þú lítur blómlega út.“ En augu hans og framburður komu upp um hann. Fyrir framan hana stóð maður, sem .virtist í fyrsta skipti vera einn með hinni útvöldu, en hafði ekki ennþá áunnið sér ' neinn rétt. ,",Hve augu þín eru ! skær! Það glampar á hárið á þér.“ Hann brosti. , Þú ert falleg." Hún sagði vandræðalega: ,,Ég er gömui kona,“ og roðnaði eins og ung stúlka. Þá tók hann konu sína í fang sér. Næstu vikurnar hófst nýtt tímabil í hjónabandi þeirra. Weston og Matthildur, sem þessi sex ár höfðu elzt meir en um þessi sex ár, lærðu af sjálfu sér og hvort af öðru, að gildi og þðing hjónabandsins liggur ekki eingöngu í ástríðumikilli ást, heldur í að reyria í sam- einingu að þola bæði gott og illt. Það er náið samband allt lífið, og.þáð verður til af litlum hversdagslegum atburðum, til- liti, brosi, rólegri gleði yfir lífinu. Matthildur var þrjátíu og átta, Westorj fjörutíu og sex. í byrjun september kom tví- fari Wesons og þýzki sagnfræð- ingurinn aftur frá Ameríku. Austurríski blaðamaðurinn hafði verið í Sviss í nokkra daga vegna : Gyðingasamtaka í Bandaríkjunum sem hann áíti að gefa skýrslu um ástand Gyð- inga í Evrópu. Mennirnir þrír, sem við komu Þjóðverja í júní 1940 höfðu flúið úr fangabúðunum í Bretagne og ásamt Weston kom- izt til Miðjarðarhafsins, sátu við kringlótt borð undir heslihnot- artrénu. Þeir töluðu með stolti og dálítilli viðkvæmni um flótta sinn, sem var orðinn þeim kær minning öllum. Og þeir ræddu um stjórnmálin eftir stríðið. Tvífari Westons sagði, að þeim hefði verið haldið stöðugt í pyndingarvél öll stríðsárin, en þrátt fyrir allan ótta hefði þó verið hægt að vonast eftir friði. Nú vissi maður það, að stríðs árin höfðu verið góðu árin, þrátt fyrir allt. Því að eftir hverju var að vonast eins og á stóð? Öll öfl virtust vinna hvert gegn öðru til að halda friðinn, hvert þeiiTa til að verða sterkast að lokum í hinu yfir- vofandi atómstríði. Pauli var nýkominn úr ferð um Þýzkaland og hafði dvalið lengi í Berlín og var ennþá agndofa yfir ástandinu í land- inu og sagði hugsandi við sjálf- an sig: Ekki aðeins borgirnar eru eyðilagðar og fólkið niður brotið andlega, heldur hefur eitthvað verið eyðilagt í Þýzka.. landi, sem mannkynið og þjóð- irnar geta ekki verið án — von- in um framtíðina. Síðan leit hann upp. „Atómstríði, sögðuð þér? Nei ég trúi ekki, að það muni koma.“ Milli þessara fimm manna, sem allir höfðu verið vinstri sinnaðir, hófust nú fi'jálsar um- ræður um þá spurningu, hvort aðalorsakir stríðs yrðu nokkurn tíma útmáðar, meðan núverandi fjárhagskerfi væri ríkjandi, eða hvort brjótast mundi út atórn- stríð, sem eyðilegði alla byggi- lega staði á jörðinni og kannski' jörðina og mannkynið sjálft. Að lokum sagði Páuli, og' það birtist ljómandi bros á hrufóttu drengjalegu andlitinu: „Svarið við þeirri spurningu sýnir, hver trúir á manninn og hver ekki. Sá, sem guð hefur skapað, mun ekki, þegar til úrslitanna kem- ur, eyðileggja sköpunarverk guðs.“ Hann leit á þá til skipt- is. Enginn talaði. í þessari örstuttu þögn virt. ist sá sjötti liafa bætzt í hóp- inn, maður, sem' átti það vald : að þurrka alveg út sjálfan sig | eða. að auðga og gefa lífi hvers ;■ einstaks þýðingu. ! „Börn okkar rnunu læra 1 svarið.“ Þegar hann hafði talað, benti tvífari Westons á Bar- í böru og sextán ára gamlan son i sinn, Andreas, sern komu gang- j andi hægt yfir grasflötina í ! samræðum. Það Var mildur j septembermorgun. j Daginn eftir — flóttamenn- ' irnir þrír voru íarnir til Þýzka- j lands — fór fjölskyldan heim í ' dalinn hennar Matthildar. í fylgd með þeim var Andreas, sem átti að dvelja í Sviss þar til faðir hans hefði fengið að vita, hvort það væri mögulegt fyrir son -hans að fylgja honuro. Á tíu sólarhringum skrifaði Weston .síðustu fimmtíu blað- síðurnar af Englandssögu sinni í samræmi við breytt ástand í heiminum. Dalurinn var orðinn haust- PRÓFESSORINN: Þau fara hratt og haía geysimikið burðarmagn, enda þótt ekki sé stærðinni fyrir að fara. ÞEIR breiða teppin á gólfið, en Kóra bregður í brún------ ÖRN ELDING / 5 - MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.