Alþýðublaðið - 20.01.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.01.1949, Blaðsíða 6
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. ian. 1949. Undrakonan Iversen Frh. af 5. síðu. tilkynna fólkinu margsinnis, að' hún gæti ekki sinnt svo mörg um a* einum degi, og jafnvel þótt hún hafi sjálf hengt upp auglýsingu um það á dyrnar. Var það sorgleg sjón, er fólkið neyddist til að hverfa burt, það var grátur og gnístran tanna og formælingar. Menn bölvuðu J.æknunum: „Þeir hafa stöðvað hana, af því að hún hefur feng ið of margt fólk!“, menn steyttu hnefunum í áttina til St. Eiríks sjúkrahússins, sem var í aug- sýn þaðan, og lögregluþjónarn ir fengu óþvegin orð í eyra. Svo fór, að frú Iversen gat hvergi fengið húsnæði í Stokk hólmi fyrir starfsemi sína, og lögreglan bað hana vinsamleg. ast um að hraða för sinni heim til sín sem mest. Hætti hún því að mestu lækningum sínum í Svíþjóð, þ. e. með beinni snert- ingu. Aftur á móti fékk hún um 1000 bréf og 200 símskeyti á dag. Kvaðst hún ætla að núa krafti í bréfin, eftir því sem ■henni veittist tími til. Margir senda henni fatnað, sokka, trefla og því um líkt, sem hún nudd ar eða þæfir kraft í og sendir til baka. „Margir hafa orðið heilbrigðir á þann hátt“, segir hún. Hótelið, sem undrakonan bjó í, var allan tímann umsetið af sjúku fólki, sem reyndi •— og tókst oft — að komast inn, og þar beið það í stigum og göngum, hvað sem hver 'sagði. Og það er enginn vafi á því, að frú Iversen er bezta sál. Einu sinni þurfti hún t. d. að skreppa fram, eins og gengur, og í gang inum mætti hún manni, sem var mjög dapur á svip. „Hvað er að yður“, spurði hún. „Mér er illt í maganum“. Undrakonan hneppti í sundur vesti hans og skyrtu og blés þar á hann ber ann. „Bíðið þér augnablik, ég ke mstrax“, og í bakaleiðinni fékk maðurinn meiri blástur, enda ljómaði hann allur. Læknaandi frúarinnar heitir Algud Saros, og kveðst húp vera málpípa hans hér á jörð. Er þetta ákaflega fínn andi, grannur og meðalmaður á hæð, hefur fallegt, lítið eitt bogið nef og dálítið alskegg. Sam- kvæmt forsögn hans hefur hún skrifað pésa um „Niðurstöður iæknavísindanna“. Segir þar meðal annars; barnalömunar- bakterían líkist pínulítilli loppu, sem sé þakin þúsuhdum fóta, og lifi hún mest á rökum steini og í vatni. Mænustungur séu hreinasta brjálæði og- maga- „pumpun" sé meira t'í ills en^ góðs. Læknaandinn virðist þó þekkja sína takmörkun og kveðst ekki geta læknað sumar farsóttir. Enn fremur: „Lækn- arnir eru ekki óþarfir, þvert á móti. En þeir verða að láta sér skiljast, að það er líka hægt að lækna á andlegan hátt, og það ætti að ske meira en nú er gert á jörðinni. Fyrst þegar það er gert í ríkari mæli, mun læknun um finnast þeir vera samstarfs menn Skaparans og verndarar þess, sem Hann elskar eilíflega. Ég flyt yður Guðs blessun. Ég hef talað“. Dvöl frúarinnar er nú lokið. Hún kom hingað 6. jan. og fór þann 11., en það er langt síðan dönsk heimsókn hingað hefur valdið jafnmiklu róti. -í mörg- um sænskum blöðum kemur fram ótti um það, að nú muni þeir hlæja hinum megin Eyrar sunds, en Svíar megi í alvöru skammast sín fyrir framkom- una. Hafi undrakonan óbeint sýnt fram á það, að heilsuvernd armálunum væri að ýmsu leyti ábótavant og einnig alþýðu- menntuninni. Væri ótrúlegt, að önnur eins hjátrú gæti átt sér stað 1949 árum eftir Kristsburð. Frú Iversen væri nær að leika listír sínar í Afríku en ekki hér. En um þetta eru náttúrlega tvennar skoðanir, eins og um allt annað. Eða hvað finnst ykk ur, lesendur góðir? Að eridingu, ef einhverjir vilja fá eftirfar. andi upplýsingar: Hún heitir Anna Dorotea Iversen og býr við Duevejen, Fredriksberg, Köbenhavn. Ég veit ekki götu númerið, en það þekkja allir frú Iversen. Það má skrifa til hennar, og þá setur hún kraft í bréfið og sendir það til baka. Á að leggja það undir koddann og verður það svart, þegar sjúk dómurinn er kominn í það, en krafturinn farinn í líkamann. Sveinn Ásgeirsson. Vicki Baum =* HOFUÐLAUS ENGILL. Endurskoðun. Bókhald. SKATTAFRAMTÖL leiobemingar og skipu lagning bókfærzlu- kerfa. endurskoðandi. Freyjug. 3. — Sími 3218. ftokfftrtvfaytwiKftA'jhAvjt iesíS Albvðuhlaðið! sem söfnuðu með ákafa safnar anna sérhverjum frægum manni,, í hvaða grein sem var, ódauðlegum listamönnum, — en herbergisþernu minni fannst þeir ekki verðir þess að tala ium. „Hvernig geturðu sagt svona heimskulegt, Babetta! Hér eru Wieland. Herder, hinn mikli herra von Kotzebue og Humboldt bræður ,sem alltaf eru hér í heimóskn, — svo að maður tali ekki um Schiller hirðráð, og okkar mikla Goe. the.“ ,,Ég var að tala um karl- menn“, sagði Babetta neyðar lega, og ég varð reið. „Þú mundir líklega ekki halda því fram, að Goethe leyndarráð væri ekki karlmað ur —“ „Þeir segja að hann hafi bara verið góður á sínum tíma“, sagði Babetta. Það var ekki snefill af virðingu eða fágun til í þessari manneskju, og ef til vill var það helzt þess vegna, sem hún var svo hress- andi félagi fyrir mig, sem alveg var að kafna í virðingu og fín. heitum. — „En líttu á hann núna,“ hélt hún áfram. „Gamall og lasburða og verður feitari með hverjum degi. Þú veizt, hvernig það er. Clarinda? Wei- mar er ásótt af kvenfólki; það er eins og hænsnahús, þar sem alltaf er verið að þvaðra og mennirnir eru ekki neitt. En þessi útlendingur aftur á móti __U „Ertu enn að hugsa um hann?“ „Bíddu nú og lofaðu mér fyrst að segja þér af þjóninum hans. Það er skrítnasta skepna, sem ég hef nokkurn tíma séð. Hann er ekki í einkennisbún- íngi, en er klæddur í þröngan jakka og þröngar síðar buxur úr svörtu leðri. Þær eru hneppt. ar svo þétt að honum frá mitti niður að hnjám, að vöxtur hans leynir sér ekki, svo margir silfurhnappar, að enginn hefur tíma til að telja þá alla, og silf- urútsaumur á jakkanum hans og silfur.axlaskúfar á herðun- um og silfursporar eins og fyrir risa, gerðir úr mörgum pundum af silfri, svo að það hringlar í honum í hverj.u spori. Og þessi þjónn hefur líka hvítar tennur, en hann brosir alls ekki; slíkan virðuleik hef ég aldrei séð. Ég reyndi að tala við hann, en hann lét sem hann hefði alls ekki tekið eftir mér; mér fannst ég vera eins og fluga. Þar að auki virðist hann ekki skilja nokkurt kristilegt tungumál. Herra Schaffler heldur, að hann hljóti að hafa komið frá Ame- ríku. Indíáni, með öðrum orð. um —“ „Þú átt við, að hann sé rauð- Gkinni? Hér í Weimar? Hugsa þú þér bara!“ „Hvað húðinni á honum við- víkur, þá mundi ég fremur kalla hana græna; og bólugrafinn er hann í þokkabót. Þér megið ekki halda, að ég hafi reynt að tala 'við hann vegna þess, að mér hafi geðjazt að útliti hans. Aðeins vegna þess, að ég vissi, að þér munduð vilja, að ég segði yður allt, sem gerist í bænum. Veslings litla Clarinda, sem situr allan daginn í Helgen. hausen, meðan greifinn fer til Jena að daðra við frönsku ást. meyna sína —“ „Greifinn er ekki að daðra, Babetta. Greifinn er ekki af því tæi, eins og við vitum báðar.“ „Jæja, hvað sem hafi ner að gera í Jena með þessari frönsku þerfu, þá er það eina tilbreyt- ingin, sem hann býður yður upp á, að þurrka rykið af þessu bé. vítis heilaga skrifborði hans. Ef ég væri þér •—“ „Babetta; ef hún vill ekki hafa taumhald á tungu sinni,“ sagði ég og talaði stranglega við hana í þriðju persónu eintölu, „þá verð ég að láta hana fara að vinna í þvottahúsinu.‘: „Já, yðar náð. Ég bið yðar náð auðmjúklega fyrirgefning- ar; ég skal ekki segja eitt ein. asta orð framar.“ Og hún gerði það ekki; og hin napra þögn hennar var eins óþolandi fyrir mig eftir svolitla stund eins og heill mauraher væri að fara yfir herðarnar ú mér. ! „Sjáðu til,“ reyndi ég að skýra út fyrir henni. „Greifinn er heimspekingur og skáld, og hann þarf að fá innblástur. Auðvitað fær hann hánn ekki frá mér eða Helgenhausen — i „Hvers vegna ekki?“ „Vegna þess, að við erum gift. Vegna þess —. Ó, .hvað þýðir að vera að þéssu! Þetta er ofvaxið þínum skilningi," sagði ég og varð vandræðaleg. Mér hafði verið kennt að hjóna- bandið væri þannig. Það var ekki ætlazt til að hjónabandið væri nein innblástursuppspretta sem maðurinn gæti ausið af óg orðið háfleygari og háfleygari. Að vænta þess eða krefjast slíks af eig'inkonu sinni hefði ekki aðeins þótt gamaldags, heldur líka ósæmilegt. Heima halði eiginmaðurinn rúmið sitt, pípuna og borðið sitt, arininn, morgunskóna og konuna. Hvers annars, sem sálir eða líkamir manna okkar kunnu að krefjast, urðu þeir að leita utan heimilis ins hjá öðrum konum. Hvað mínum eiginmanni viðvék, þá var það dálítið annað, sem kom þar til greina, þó að ég hefði ekki vitað þá, hvernig átti að koma orðum að því, og það var heldur ekki ljóst í hugsuninni: Það, sem hann átti, girntist hann ekki; aðeins hið óuppná. anlega. hið skammvinna, var vert þess að vera dýrkað, elskað og lofsungið. Ungfrú de Guer- montagne, með sínar skörpu frönsku gáfúr skildi þetta mjög vel og hagaði sér eftir því. Ég var keki afbrðisöm út í hana; satt að segja, þá fannst mér þessar tíðu ferðir Alberts til Jeria aðeins sem góð tilbreyt. ing frá gauraganginum og smá- munaseminni í honum. „Ég þori að veðja, að hanri dansar eins og engill,“ sagði Babetta. , Já, greifinn er ágætur dans. maður.“ „Hver er að tala um hans náð! — Útlendingurinn okkar auðvitað." i„Það er útlendingurinn þinn, en ekki okkar. Og það sem fremur er, að englar reu ekki gefnir fyrir dans.“ , Þarna —“ sagði Babetta og lagaði til litla knipplingakrag. anri, sem hún hafði saumað á morgunkjólinn minn. „Nokkuð annað, sem yðar náð harf með í bráðina?" „Nei, þakka þér fyrir. Það er að segja, — ég missti hnapp úr undirkjólnum mínum; viltu gæta að honum?" Babetta skreið undir rúmið og gaf mér tækifæri til að beina næstu kæruleysislegu spurning- unni að vel í hold komnum MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSSNS: ÖRN ELDING / , ' PRÓFESSORINN: Það er ekki að grunsamlega. Bergið hérna'er ein. málmtegundum, sem nauðsynleg. astar eru til kjarnorkuframleiðslu. furða, þótt þeir telji för okkar mitt myndað úr þeim grjót. og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.