Alþýðublaðið - 10.02.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.02.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagixr 10. febr. 1949* Útgefandi: Alþýðuflohkminn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmnndsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Álþýðuprentsmiðjan h.f. Togaradeilan. MIKLAR LÍKUR virðast á því, að togarasj ómenn sjái sig tilneydda að hefja verkfall að viku liðinni. Útvegsmenn höfðu sagt upp samningunum um áhættuþóknun skipverja á togaraflotanum, og sem svar við ihenni hefur stjórnum sjó- mannafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði nú verið veitt verkfallsheimiid. Úrslit atkvæðagreiðslu sjó- mannanna um verkfallsheim- ildina tala glöggu og skýru máli. Togarasjómenn eru stað ráðnjr í að sýna festu og stétt vísi í þessu deilumáli. Verk- fallsheimildin var samiþykkt með 518 atkvsqðum, en að- eins 8 menn greiddu atkvæði gegn henni. Skoðanir sjómann anna í þessu máli eru því síð ur en svo skiptar. Þeir eru eins einhuga og verið getur um fjöhnenna stétt, sem ræð- ur máli til lykta samkvæmt reglum lýðræðisins. * Rökin ifýrir þessari ákvörð- un togarasjómannarma liggja þegar fyrir. Þau voru túlkuð skýrt og eindregið af hálfu formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, Sigurjóns Á. Olafssonar, hér í blaðinu fyr ir nokkrum dögum. Hann benti þar á, að sjémenn hafa á undanförnum árum sætt sig við mjög lágt grunnkaup, enda eru gildandi kaup- og kjara- samningar þeirra frá því seint é árinu 1942. En í stað þessa hafa sjómennirnir fengið upp- 'bætur með áhættuþóknuninni og lifrarþóknunfnni. Samning- amir um áhættuþóknunina hafa verið í gildi í hálft átt- unda ár, og hafa sjómenn síð- an stvriöldinni lauk htið á á- hættuþóknunina sem eðlileg- an lið í raunverulegum tekj- um sínum vegna stórvaxandi dýrtíðar frá því kjarasamning ar ðþeirra voru gerðir ári 1942. Með uppsögn samninganna um áhættuþóknunina vakir fyrir útvegsmönnum að lækka laun háseta um 15—30%. Hver háseti fer að meðaltali fjórðu eða fimmtu hverja sölu 'ferð skipsins, en yfirmenn skipanna og aðrir, sem sigla hverja söluferð, hafa notið allt annarra kjara vegna á- •hættuóknunarinnar en hóset- ar. Er því ljóst, að tilgangur útvegsmanna er sá að knýja fram . verulega kauplækkun háseta. * Engum manni kemur að sjálfsöeðu til hugar, að togara sjómenn unj í dag þeim kjara- samningum, er þeir gerðu' 1942, ef áhættuþóknúnin Merk tillaga til að linna vandræðnm fólks. — Það, sem Reykjavíkurbær ekki gerði, en gat gert. — Skortur á bóni. — Óhagkvæmt fyrir alla aðila. IÐNNEMI skrifar mér á þessa leið: „Ég var á fundi nýlega, þar sem rætt var um húsnæðis. málin, en þau eru nú mesta á.! hyggjuefni margra, og ekki sízt upprennandi fólks, sem ekki sér neina leið til að geta stofnað heimili vegna húsnæðisvand- ræða, og þá alls ekki, nema það hafi í höndunum tugi þúsunda króna, sem fæstir hafa. Á fund- inum kom fram hugmynd, sem vakti athygli mína og fleiri, sem þarna voru staddir, en hún I er á þá leið, að hið opinbera ' byggi og þá fyrst og fremst bær inn, en fullgeri ekki húsin. ÁÆTLUNIN ER* að hið opin. bera gangist fyrir því að stevpa undirstöður húsanna, út- og inn. veggi og geri þau fokheld, en láti íbúðirnar síðan af hendi við kaupendur eða leigjendur, sem síðan sjái um allt annað viðvíkj. andi húsunum og ibúðunum. Tel ég þetta stórmerka tillögu og vel framkvæmanlega, og ég furða mig í raun og veru á því, | að hún skuli ekki hafa komið fram fyrir mörgum árum. Menn hljóta að sjá, að ef þetta yrði gert, þá myndi það hjálpa fjölda mörgum til að fá þak yf. ir höfuðið. Kunnugt er, að mjög margir geta sjálfir innrétt að svo að vel sé, og margir iðn- j aðarmenn eru líka húsnæðis. lausir og gætu hjálpað hver öðrum í þessu efni. Vænti ég þess að þú með skrifum þínum minnir á þetta mál hið bráð. asta.“ ÞESSA TILLÖGU hef ég heyrt áður og mér hefur alltaf litizt vel á hana. Sagan um hana er lengri. Reykjavíkurbær fékk fyrir árið 1948 fjárfestingar. leyfi fyrir að steypa 40 kjallara undir íbúðar’nús. Reykjavíkur. bær gerði ekkert á árinu, sem fjárfestingarleyfið gilti, til að nota það, og enginn kjallari var steyptur. Það mun hafa vakað fyrir þeim, sem sótti um þetta fjárfestingarleyfi, að hjálpa fólki til að koma af stað bygg. ingu íbúða, en það varð ekkert nema ráðagerðin. AÐ SJÁLFSÖGBU hefði ver.! ið hægt að fá fjárfestingarleyf. inu breytt þannig, að byggð yrðu íbúðarhús, steypt upp og gerð fokheld og síðan afhent fólki, annaðhvort með sölu eða leigu, en ekkert af þessu var gert og er það mikill skaði. EN VIÐ SKULUM VONA, að nú verði að þéssu stefnt, því að hér er um mjög merkilegt mál að ræða pg vandræði fólks svo geigvænleg, að þau geta varla orðið verri. Gsra má ráð fyrir að hið opinbera vildi hafa hönd í bagga með því, hvernig geng. ið yrði fré húsunum og er það ekki tiltökumál, enda gætu kaupendur eða leigjendur ekki haft neitt á móti því. Vel mættu til dæmis arkitektar bæjarins gera heildarteikningar að inn réttingu húsanna og setja regl. j ur um frágang þeirra, en ein.! staklingarnir síðan vinna að þessu eftir hentugleikum sínum, I í frístundum frá daglegum störf I um og svo framvegis. HÚSMÓÐIR skrifar mér á þessa leið: „Lengi undanfarið hefur næstum því verið óklaift að fá keypt gólfbón hér í Reykjavík. Þetta hefur það í1 för með sér að skúra verður gólfin úr grænsópu, en við það slitna gólfdúkarnir margfalt meira en þegar þeir eru bónaðir og auk þess er sápan skömmtuð og hún er dýr, svo að á allan hátt er þetta miklu óheppilegra fyrir almenning og fyrir afkom. una í gjaldeyrismólunum. í svona málum kemur fram skipu lagsleysi skömmtunar og við. skiptamála, en þetta er aðeins eitt dæmið af mörgum. Ef svona agnúar væru lagaðir, mundi fólk una skömmtuninni miklu betur. . ANNARS ER ÉG alveg sam- mála þér um það, að skömmt- unin er of víðtæk og að hún sé að stirðna í formi sínu. Fer hún nú að taka völdin af okkur, sem eigum þó að ráða henni, og hygg ég, að þú verðir sannspár uin það, að henni verður viðhaldið miklu lengur en nokkur þörf er á — og er það illt.“ Ungbernavernd Líknar, •— Templarasundi 3, verður fram. vegis opin þriðjudaga og föstu. daga kl. 3.15 til 4 síðd. verður afnumin. Þess vegna gátu útvegsmenn sagt sér bað fyrir, hverra tiðinda myndi að vænta eftir að þeir tóku> þá ákvörðun að segja upp samn ingunum um áhættuþóknun ina. Þjóðin bíður þess nú með eftirvæntingu og óþolinmæði hvernig þessu máli reiði af, því að öllum landsmönnum hlýtur að vera ljóst, hvað í húfi er, ef togaraflotinn stöðv ast um lengri eða skemmri tíma. En sjómennirnir njóta áreið anlega óskiptrar samúðar mik ils meirihluta þjóðarinnar í þessu. máli. Niðurfærsla dýr- landinu. Og sízt af öllu kemur vegsins á ekki að verða fólg- inn í stórkostlega lækkuðum launum hins vinnandi fólks í landinu. Og síxt af öllu kemur það til mála, að til siiks verði ætlazt af sjómannastéttinnj, að hún færi fórnir, sem eru hennf um megn og þeir þegn- ar þjóðfélagsins, sem mun fremur gætu eitthvað á sig Iagt, hafa skorazt tmdan og skorast enn undan að færa. íslendingar standa í slíkri þakkarskuld við sjómanna- stéttinni, að hún færi fórnir stétíina og eiga svo mikið imd ir starífi hennar, að það verð- ur aldrei með þeirra samúð gert, að gengið sé á rétt henn ar eða kjör hennar rýrð að miklum mun. Ulsölusfaðir þýðu blaðs ins Áusiurbær: Verzl. Þórsgötu 29. Ásbyrgi, Laugavegi 139. Tóbak & Sælgæti, Laugavegi 72. Kaffistofan, Laugavegi 63. Café Florida, Hverfisgötu 69. Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61. Tóbaksbúðin, Laugavegi 12. Gosi, Skólavörðustíg 10. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Ávaxtabúðin, Tvsgötu 8. Verzl. Jónasar Sigurðssonar, Hvg. Havana, Týsgötu 1. Sölutuminn við Vatnsbró. Drífandi, Samtúni 12. Pétursbúð, Njálsgötu 106. Helgafell, Bergstaðastræti 54. Verzlunin Nönnugötu 5. Skóverkstæðið Langholtsvegi 44. Stefánskaffi, Bergstaðastræti 7. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Verzlunin Ás. Flugvallarhótelið. Vöggur, Laugavegi 64. Mjólkurbúðin, Nökkvavogi 13. Halldóra Bjarnadóttir, Sogabletti 9. Búrið, Hjallavegi 15. Veitingastofan Óðinsgötu 5. Matstofan Bjarg, Laugavegi 160. Langholt, Langholtsvegi 17. Verzlunin. Langholtsvegi 174. Verzlunin Rangá, Skipasundi 56. Vesturbær: Fjóla, Vesturgötu 29. Filippus, Kolasundi. Veitingastofan Vesturgötu 16. West-End, Vesturgötu 45. Drífandi, Kaplaskjólsvegi 1. Matstofan Vesturgöu 53. Hansa, Framnesvegi 44. Verzlunin Vesturgötu 59. Silli & Valdi, Hringbraut 149. 71. Bifreiðaviðgerðamaður getur fengið atvinnu á verkstæði okkar nú þegar. Bifreiðcistöð Steindórs. Sími 1585. Bifreiðastjóri getur fengið atvinnu hjá Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1585.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.