Alþýðublaðið - 22.02.1949, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 22.02.1949, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBIAÐIÐ Þriðjudagur 22. feíir. 1949. Útgefanðl: Alþýðuflokknrlnn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðubúsið. Alþýðuprentsmiðjan b.f. ÁkvörSun Noregs. SJALDAN EÐA ALDREI hefur flokksþing jafnaðar- manna í nokkru landi vákið eins mikla athygii útf um heim og' flokksþing norska Alþýðuflokksins í Osló und- anfarna daga; er það og sannast mála, að sú ákvörðun, sem fyrir því iá að taka og það tók á sunnudaginn varð- andi afstöðu Noregs til Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins, var ekki aðeins flokksmál, og ekki aðeins norskt þjóðmál, heldur siórpóiitískt mál, sem á eftir að hafa mikil áhri.f á alþjóðastjórnmál, langt út fyrir iandamæri Noregs. Það hefur um nokkúrt skeið ekki leikið á tveimur tungum, h'ver vilji Norðmanna væri í þessu máli. Það er kunnugt, að allir þekklir forustumenn og öll blöð iýðræðisflokkanna í Noreg'i hafa beitt sér fyrir þann þjóðarvilja, að Noregur gerðist aðili að varnarsamtök- um hinna vestrænu lýðræðis- ríkja til þess að tryggja ör- yggi sitt. En úrslitaatkvæði um þetta hlaut að sjálfsögðu þing noi'ska Alþýðuflokksins að hafa, með því að sá flokk- ur er í meirihluta í stórþing. inu og fer nú einn með stjórn í Noregí. Því biðu menn á- kvarðana þess með svo mik- illi eftirvæntingu hvarvetna úti um heim. Og nú hefur það talað. Eftir þetta getur enginn vafi Jeikið á því, hverja af- greiðslu málið fær í stórþing- inu. * Verkbann, en ekki verkfall. — Tilræði við þjóð' ina. — Skemmdarverk. — Eljagangur. — Aætl anir Eimskins. TOGARARNIR eru stöðvaðir, nýsköpunarskipin bundin hvert af öðru við hafnargarðinn. Veið ar eru að Ieggjast niður, en er. lendis er nógur markaður og góður fyrir fiskinn. Hvað sem líður . deilum . þeim, sem eru milii . útgerðarmanna og sjó- manna um breytingu á samning. um um kaup og kjör, þá er það hverjum manni augljóst, að hér er um verkbann að ræða, en ekki verkfall, verkbann atvinnu rekenda, en ekki verkfall sjó. i manna. Þess vegna er það alger- lega rangt af dagblöðunum að tala um verkfall í sambandi við það að skipin eru bundin. ÞAÐ er blóðugt að sjá út- gerðarmenn binda skipin hvert af öðru og reka sjómennina í land. Og því blóðugra er það, . þegar vitað er að þetta mun hafa verið samþykkt í félagi út. gerðarmanna með aðeins tveggja atkvæða meirihluta. Ef það er rétt, þá sýnir það að minnsta kosti, að allmargir út. gerðarmenn hafa - ekki talið nauðsynlegt fyrir afkomu fyrir- tækjanna að binda skipin og segja sjómönnunum upp. Af. koma þjóðarinnar, svo að segja öll, byggist á togaraflotanum og sjómannastéttinni. Þess vegna er það tilræði við þjóðina þegar skipin eru bundin. FURÐULEG er sú skemmd- arfýsn unglinga, að vera sífellt að reyna að brjóta perur í ljós. kerum borgarinnar. Tímum saman standa þeir önnum kafn- ir við að reyna að brjóta perurn. ar og oft ná þeir tilgangi sínum svo að bifreið rafmagnsveitunn ar, sem þýtur um bæinn þveran og endilangan, hefur varla við að setja í nýjar perur. En það eru ekki aðeins unglingarnir, sem fremja þessi skemmdar. verk. í gær voru fjórir fullorðn- ir menn staðnir að því að brjóta ljósperur á Laufásvegi. allra orða í útvarpinu. Ég get vel ímyndað mér að fleirum en mér sé farið að þykja það hvim. leitt, — maður verður leiður á ljótum orðum, ef maður heyrir þau oft. Annars er þetta orð ekki mjög; ljótt, en það verður það þegar því fylgir spádómur um hryssing og leiðindi dag eftir dag og viku eftir viku. ÉG HYGG, að Reykvíkingar hafi aldrei fylgzt eins vel með veðurfregnum og þeir hafa gert undanfarin hálfan mánuð, enda er það ekki venja skrifstofu- lýðsins og búðafólksins í Reykjavík að hugsa mikið um veðurspár. En þessir dagar hafa kennt þeim að þekkja veður. stofuna og marga hef ég heyrt hafa það á orði, að veðurspárn- ar séu furðulega réttar. Ég er einn þeirra, sem hafa uppgötv. að það, að veðurstofan lætur ekki að sér hæða. Einhvér sagði við mig: „Já, hvað er að tala um konurnar, þær vinna alltaf störf sín betur en karlmennirnir." Hann þakkaði Theresíu þetta allt saman og ekki dettur mér í hug að draga það í efa, að hún eigi þakkirnar skilið. SIGURÐUR skrifar: „Hvernig stendur á því að Eimskipafélag íslands hefur enn ekki gefið út neina áætlun um ferðir skipa sinna á þessu ári? Það er ákaf- lega bagalegt fyrir fólk að geta ekki fengið að vita nokkurn veginn um ferðir skipanna og á maður erfitt með að skilja þetta.“ ÉG SPURÐIST FYRIR um þetta hjá Eimskip. Ástæðan fyr. ir því að engin áætlun er enn til, er sú, að skipin eru send með framleiðsluvörur okkar eftir því sem þörf krefur í það og það sinnið. Engin líkindi eru til að hægt verði að semja áætl un fyrst um sinn. . Hannes á horninu. Með samþykkt norska Al- þýðuflokksþingsins, sem að síðustu var gerð í einu ihljóði, er brotið blað í sögu Noregs, og sennilega ekki aðeins í sögú hans, heldur og í sögu fleiri Norðurilanda. Noregur hefur nú alveg sagt skilið við allar tálvonir hlutleysisstefn- unnar, sem honum varð svo hált á í síðasta stríði. Norska þjóðin hefur gert sér það Ijóst af þeirri beisku. reynslu, sem hún fékk þá, að af hlutileysi geti á okkar dögum einskis öryggis verið að yænta, að trú in á það geti aðeins leitt til nýs ófarnaðar fyrir hana; og því tekur hún nú, hugdjörf og ákveðin, þá stefnu, að gerast aðilj að varnarsamtökum hinna vestrænu lýðræðis- þjóða, Norður-Atlantshafs- bandalaginu. Þau samtök ein telur hún líkleg til þess að geta veitt Noregi það öryggi, sem hún þráir. Norska þjóðin hefur tekið með mikill alvöru og mikilli festu á þessu máli. Þrátt fyr- EINHVER KALLAÐI til þessara aumu skemmdaranda með þeim afleiðingum, að þeir settu undir sig hausinn og flúðu sem fætur toguðu. Það er aug. ljóst, að hér er ekki um saklaus- an leik að ræða, heldur skemmd arverk og það er skylda fólks að reyna að ná í nöfn þeirra, sem þannig haga sér, og kæra þá síðan fyrir lögreglunni. „ÉLJAGANGUR.“ — Þetta orð er oftast nefnt, held ég, ir þá eðlilegu ósk, að hafa í lengstu llög samflot við ná- grannaþjóðirnar á Norður- Iöndum, Dani og Svía, til tryggingar sameiginlegu ör- yggi, hvarf hún frá því, er augljóst' var orðið, að Svíar vildu því aðeins norænt varn- arbandalag, að það yrði hlut- laust í átökunum millli austurs og vesturs; án samvinnu við hin vestrænu stórveldi töldu Norðmenn slíkt varnarbanda- lag tilgangslaust. Og þeir létu það ekkj hafa nein áhrif á sig, þótt Rússar reyndu á síðustu Skemmtifundur 11. HVERFI Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur heldur spjla- og skemmti- fund í Þórscafé annað kvöld kl. 8. Skemmtiatriði: Féiags- vist, kaffidrykkja, stutt ræða og kvikmyndasýning. Félagar, fjölmennið og tak- ið með ykkur spib ! stundu að hræða þá með dul- búnum hótunum frá því að hefja viðræður við hin vest- rænu lýðræðisríki um aðild Noregs að Norður-Atlantshafs bandalaginu. Þeir sendu ut- anríkismálaráðherra sinn vest ur um haf tiil þess að kynna sér öll skilyrði fyrir þátttöku Noregs í því. Og nú hafa þeir tekið sína ákvörðun. * Noregur fer ekki skilyrðis- Iaust í Norður-Atlantshafs- bandalagið. Hann hafði þegar áður en utanríkismálaráðherra Stúlku vantar í buffet og fleira. Uplýsingar í s'krifstofunni. . Hótel Borg. Hjartans þökk flyt ég 'þeirn nemendum mínum úr 'barnaskólan- um á Flateyri árin 1912—’30, sem sæmdu mig hinni rausnarlegustu gjöf til minningar um sam- veru okkar bar. Þótt gjöfin sé góð og höfðingieg er mér þó imiklum mun kærara það hugiarþel, sem á bak' við Oiggur. Guð blessi vkkur öll. p.t. Reykiaví'k, 17. febrúar 1949. Snorri Sigfússon námstióri. Augl S'krifstofa tryggingayfirlæknis er flutt í Tryggvagötu 28, 3. hæð. Viðtaistími 1—2 e. h. virka daga nema laug- / ardaga. TRYGGÍNGASTOFNUN RÍKISINS ) Nárnsflokkar Reykjavíkur halda Iiátíðlegt 10 ÁRA STARFSAFMÆLI sitt með samkomu í Tjarnarcafé miðvikud. 23. þessa mánaðar. Aðgöngumiðar verða seldir fyrrverandi og nú- verandi nemendum (en ekki öðrum gestum) í Miðbæjarskólanum í kvöld kl. 7,45—10,15 — (inngangur frá leiksvæðinu). Aðgöngumiðarnir kosta kr. 20,00. — Búning- ur: hversdagsföt. — Áfengisneyzla óheimil. Lækjargafa Í1, Hafnarfirði, með 'stórri ræktaðri lóð oa útihúsi, er ti'l söfu. 4 herbergi og eldhús laus til íbúðar 14. maí. Tilboð sendis fyrir n. k. sunnudag til Bjarnia Snæbj örnssonar læknis, sem gefur allar nánari upplýsingar. hans fór vestur haf lýst yf- ir því, að hann myndi ekki veita neinum enlendum her bækistöðvar eða hersetu í landi sínu fyrr en árás hefði verið gerð á það, eða væri að minnsta kosti talin yfirvof- andi; og það var ekki fyrr en norski utanríkismálaráðherr- ann hafði fullvissað sig um það vestan hafs, að einskis slíks yrði af Noregi krafizt í Norðúr-Atlantshafsbandalag- inu, að Norðmenn töldu sig geta tekið ákvörðun um að ganga í það. Slík alvara og slík festa hef ur hvarvetna um hinn lýð- ræðissinnaða heim orðið Norðmönnum til' rnikils álits- auka og mætti vel verða öðr- um fordæmi. En vafalítið má fullyrða, að sú ákvörðun, sem Norðmenn 'hafa nú tekið, muni hafa mikil áhrif á afstöðu manna til Norður-Atlantshafs bandalagsins í mörgum lönd- um, og þá ekki hvað sízt í Danmörku og á íslandi, sem enn eiga eftir að taka ákvörð- un um hugsanlega þátttöku sína í því.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.