Alþýðublaðið - 22.02.1949, Page 5

Alþýðublaðið - 22.02.1949, Page 5
J^riSjudagur 22. iebr. 194*9. 'ALbÝÐUBLAÐlÐ ’S. fakrep UTSKUFUN TITOS MARSKÁLKS úr Kominform, alþjóðasamíökum kommúnista, vakti á sínum tíma mikla athygli; en það er miklu ókunnara, að hann hefur alla tíð síðan oðrið að heyja þráláta og erflða baráttu við Eússland Stalins og hin kommúnistísku nágrannalönd sín fyrir sjálfstæði lands síns og stjórnar sinnar. Hér b.ríist grein um þessa baráítu, þýdd úr tímariti danska Alþýðuflokksins, „Verdens Gang.“ HVERGI ER BETRA að hlera það, sem gerist í Suðaust- ur-Evrópu en í Vín. Sennilega er í henni einni allra höfuðborga í álfunni hægt að afla haldgóðra upplýsinga um Balkanríkin. Nýjustu fréttir frá Júgóslavíu gefa til kynna að horfurnar fyrir stjórn Títós séu verri síð. an Kominform bannfærði hana, ef hún er þá ekki á barmi glöt- unarinnar. Allir, sem koma til Vínarborgar frá Belgrad, Sara. jevo eða Zagreb, hafa nýja ,,Tí- tó.fyndni" meðferðis. í vestræn um löndum mundi slíkt verða talið bera vott um vinsældir stjórnmálamanns, og jafnvel í Þýzkalandi Hitlers var það svo. Þar voru ekki fleiri kímnisög- ur sagðar um neinn annan en Göring, og enginn foringjanna var heldur vinsælli af fjöldan. um en hann, hinn bumbubreiði marskálkur. Fyndnin um Tító er svipaðs eðlis. í báðum tilfell- um er tilefnið allt of mikið hvikiyndi, allt of mikil ístra, allt of margar orður og allt of margir og mismunandi einkenn isbúningar. En á Balkanskaga ríkir í hug um fólks gagnsætt við það, sem gerist í Vestur. og Mið-Evrópu, virðuleikamat, sem örðugt er að útskýraí Það á rætur að rekja til hefðar, sem er sterkari en byltingin. Hvergi er hláturmildi bæld eins niður og þar. Enn kemur hið forna viðhorf fólks- ins til drottnaranna í veg fyrir háð. Átrúnaðargoðið er tilbeð. ið, en það er ekki hlegið að því, og verði það mönnum að hlát ursefni, er það ekki hreint og ó. flekkað átrúnaðargoð. Þegar sýnt þótti að marskálk urinn ætlaði ekki að fara til Canossa — Kreml — óx hann í aliti innan lands. Þjóðernis. kennd Júgóslava og þó einkum Serba er sterk og hún hefur magnazt eftir sigurinn í stríð. inu. Menn vonuðust eftir, að komið yrði á þjóðlegum bolshe visma, sættir mundu að lokum takast með Júgóslavíu og Sovét. ^íkjunum og álit Júgóslavíu yk ist jafnframt því, sem staða hennar og Sovétríkjanna yrði jafnari. „Hetja vor, Tító,“ var rsæstum meira hylltur en í þá 'daga, er ánauð Hitlers var hrundið. En hinir leynilegu vinir Vest. ur-Evrópulanda glöddust af allt öðrum ástæðum. Þeir vonuðu, sð allt samband við Moskvu yrði rofið og skjótt yrði tekih upp samvinna við engilsaxnesku löndin. Báðir málspartar hafa nú samt orðið fyrir vonbrigðum Hinn þjóðlegi bolsvismi jók ekki á álit landsins. Rússar voru tilbúnir til þess að breyta hin. um marxistísku kenningum sín um til þess að framkvæma sósíal ismann í einu laridi, en eru and vígir sósíalisma margra landa, það er að segja — vilja ekki viðurkenna að sósíalisminn taki breytingum vegna sérstakra þjóðlegra eða efnahagslegra að-- stæðna. Hugmynd Títós var sú, að allar kommúnistískar ríkis. stjórnir dönsuðu á sömu línu í utanríkismálum gagnvart kapí- talistískum löndum. Hvað það snerti viðurkenndi hann forustu hlutverk Rússa, en innan lands vildi hann hafa sjálfstæða og ó. háða stjórn, hvað ekki samrým- ist valdadraumum Sovétstjórn. arinnar. Alþjóðamálastofnunin í Lond on hefur birt bréf, sem fóru á milli Títós og Stalins óg mið- stjórná kommúnistaflokkarina í þessum tveim lö.ndum. Hafa þau að geyma miklar og merkar upplýsingar. — Sovétstjórnin krefst mikillar íhlutunar í kommúnistískum löndum. Ýms. ir sérfræðingar hsnnar skulu enn fremur vera eftirlitsmenn. Og það, að júgóslavneskum emb ættismönnum var bannað að gefa þeim upplýsingar, og þeim var þess vegna vísað til stjórn- arinnar og flokksforustunnar, leiddi til þess, að þeir. voru kall aðir heim. Eitt og sama skipu. lag skal alls staðar vera. Júgó- slavar litu á hernaðarlega ráðu. nauta sem tæknilega leiðbein- endur. En þeir áttu raunar að koma á fullkomnu samræmi í vígbúnaði og öllum hermálum. Átök voru því óumflýjanleg. Tító, sem aldrei er í betra skapi en þegar hann talar um sigra hsrs síns og kann ennþá hvern atburð utan að, er sannfærður um, að þjóðin varð frjáls fyrir eigin rammleik, í algerri mót. sögn við kenningar Moskvu- mannanna, að það hefði aðeins verið afleiðing rússneskra sigra i styrjöldinni. Fylgismenn Títós benda, eins og hann, með yfir. læti á hinar miklu fórnir í síð- ari heimsstyrjöldinni — 600 000 eyðilagðar byggingar og 1,6 milljón fallinna af þjóð, sem telur 16 milljónir. Þeir þurfa engan læriföður. Það verkar mjög illa í Júgóslavíu, að rúss. neskir foringjar, sem þar hafa dvalið, skuli fá þrisvar sinnum hærri laun en júgóslavneskir. En samt hygg ég að þetta atriði sé ekki eins mikilvægt og hin sálfræðilega ástæða. Það var því þannig, að jafn. réttiskennd Júgóslava var áber. andi og þeir gagnrýndu hina rússnesku gesti sína óspart. En hinir síðarnefndu töldu sig á hinn bóginn útvalda syni hinnar slavnesku móðurþjóðar; þeim finnst, að þeir hafi einkarétt á að gagnrýna, en gagnrýni í sinn garð þykir þeim bera vott um fjandskap. Eitt dæmi þykir mér í þessu sambandi vera einkenn. andi. Ári 1945 lýsti Djilas yfir því á fundi í miðstjórn júgóslavneska kommúnistaflokksins, að sið. ferðilega skoðað stæðu hsrfor. ingjar Sovérikjanna brezkum herforingjum að baki. í maímán uði árið 1948, eða þrem árum seinna, notar Stalin þessa til. vitunin í bréfi til Títós til þess að sýna fram á hina óvinsam- legu ■ afstöðu Júgóslava. Einu sinni enn: Gagnrýni líðst ekki. Kröfur Títós um algert sjálf stæði stríða einnig á móti grund vallarhugmyndum rússneska kommúnistaflokksins um, að kommúnistaflokkar annarra landa skuli þróast í samræmi við hann. En á bak-við orðin „innbyrðis lýðræði" er þó allt annað falið. Rússar vilja, að í öllum kommúnistaflokkum utan Sovétríkjanna hé hópur manna, sem beri fréttir til Moskvu og rísi til andstöðu strax og vikið er lítils háttar út af hinni lenin- istísku og stalinistísku línu. En Tító marskálkur varð fyrri til með því að láta fangelsa ráð. herrana Hebrang og Sujovitcsh. Séu hinar rússnesku og júgó- slavnesku meginreglur bornar saman, kemur í Ijós, að þeim er ekkert sameiginlegt. Vinir Tít. ós hafa aldrei verið hyggnir í stjórnmálum. Þegar þeir gerðu sér vonir um að geta fengið sov- étstjórnina til að viðurkenna hin þjóðlegu og kommúnisísku sjónarmið þeirra, gerðu þeir sig seka um glappaskot, enda komu afleiðingar þess fljótt í ljós. Ná. grannaríkin halda stöðugt á- fram að minnka viðskiptUsín við Júgóslavíu og með því er fimm ára áætluninni, sem er svo stórtæk, að hún nánast fer franr úr áætlun Rússlands á uppbyggingarárunum eftir bylt. inguna, stofnað í bráðan voða. Og nú verður Tító sjálfur, eins og síðustu ræður hans sanna, er hann ræðst heiftarlegast á önn. ur kommúnistísk lönd, að skilja eitt eða annað eftír. Öfl. un kola, olíu og matvæla er að verða harla örðugt og torleyst vandamál. Enn eru verzlunar. sambönd við Rússland ekki að fullu slitin, en stórveldi komm únismans veitir nú sendinefnd- um frá Júgóslavíu einungis við. töku, er hætta þykir á of sterk- um tengslum milli Belgrad ann ars vegar og London og Wash, ington hins vegar. Þjóðernis- sinnuðum mönnum þykir ekki ýkja skemmtilegt að heyra, að slakað sé á kröfunum um Triest og Karnten. Sú var tíðin, að BORBA, aðalmálgagn kommún. ista, veittist hatrammlegast að Austurríki, en nú veitist það að eins að austurríska kommúnista foringjanum Ernest Frischer. Oft er Tító nefndur Franko Austur.Evrópu. En í rauninni er aðstaða hans ennþá óglæsilegri Júgóslavía er, — segja margir Júgóslavar — ekki einungis lóðið á vogarskálum alþjóðamál anna, heldur miklu fremur knöttur, sem sparkað er í leik, og ofmikil spörk eru til ills. Vörujöfnun a bollapörum. Miðvikudaginn 23. febr. og nœstu daga selur Búsáhaldadeild Kron, Bankastræíi 2, bollapör til íélagsmanna út á vöruiöfnunarreit M-7, eitt bcllapar út á hverja einingu; þó engum, fleiri en 12 pöx. Á miðvikudaginn verður afgreitt út á vöru- jöfnunarkort númerin 1—350 og síðan 350 nárner á dag. Til bcss að forðast biðraðir eru menn beðnir að kom'a í röð og á þeim tíma, sem hér segir: KI. 9—10 númerin 1— 50 — 10—11 51—100 -- 101—150 -- 151—200 -- 201—250 -- 251—300 11—12 2— 3 3- '4- 5- 301—350 Aðeins tvær tegundir. Verð: 3,60 og 3,90 parið. Á fimmtudaig verður síðan byrjað að af- henda út á númerin 351 og haldið áfram með 50 númer á klufckutíma þann dag og með sama hæ'tti næstu virka daga á meðan birgðir endast. Ath. Ekkert verður afgreitt í matartíma, milli kl. 12—2. Fimm ára áætlunin hefur ekki staðizt og það hefur rétt- lætt viðvaranir Hebrangs 'og Sujovitsch, sem voru útfarnir í marxistískum fræðikenningum og vöruðu við öfgum. Vitaskuld eykur þetta álit þeirra. Yfirleitt er uppnám í röðum verka. manna. Risavaxnar myndir af Tító og Stalin eru bornar við allar hópgöngur og hersýning. ar, en samtímis ræðst BORBA á Stalin, og þar með verður allt tilstandið skrípaleikur einn og tilefni til fyndni og hæðni. Fylgismenn vesturveldanna hafa fram að þessu ekki getað látið á sér bæra. Hafi Tító hugs. að sér að hallast á sveif með þeim, verður hann að gera það með mikilli varfærni, annars á hann á hættu að hrekja sína eig. in fylgismenn yfir í herbúðir ó_ Tinanna. En á hinn bóginn er sósialistísk uppbygging honum alvörumál. í Króatíu, þar sem hugsjónir Matcheks eru enn við AlþýðubSaðið vantar ungling til blaðburðar á Seltjarnarnesi. Talið við afgreiðsluna. Sími 4900. Álþýðublaðið líði, fengi slíkt ef til vill góSár undirtektir. Þar ríkir enn vilji til aðskilnaðar. Stafar hann að nokkru leyti af slæmri sam- vizku. Króatar, sem alltaf hafa talið sig hafna yfir kenningai- Serba um sameinað ríki, fylgdu allir sem einn Pavelitsch, og morðin á Serbum og Gyðingum mega reiknast þeim til syndar. Þjóðlega sátt og samlyndi; eilt af því, sem Tító hefur orðið mest ágengt við að koma á (hann er sjálfur ættaður frá Króatíu) skoða þeir sem hefnd. En Króatar eru gefnir fyrir að halda, að þeim sé misboðið, og eru fyrri skoðun sinni trúir, enda þótt nú eigi hún engan rétt á sér, öfugt við það, sem áður var. Þrátt fyrir þessa erfiðleika er staða Títós ennþá sterk. Herinn er honum tryggur. Hann er í rauninni faðir hersins, í hinni sönnu merkingu þess orðs, ea ekki, eins og þegar talað er ura „föður Stalin“ og „föður Zar“. Og Tító.æskan trúir einnig á bjargvætt þjóðarinnar. Eigi að síður er fyndnin ó. spart á sveimi, og hún getur verið hættuleg á Balkanskaga. Tito verður að taka ákvörðun. Halli hann sér í vestur, er hætta á borgarastyrjöld. Hluti af þjóð inni mundi vilji meira vinfengi við vesturveldin en Tito kærir sig um, annar hluti mundi snéa við honum bakinu og hinn þriðji mundi leita til fjalla. Jafnvel Rankovitsch hershöfðingi. með hið fræga OZMA væri naumast þessu þríþrætta hlutverki vax inn. En kjósi marskálkurinn „aust ur blokkina“, brýtur hann í bága við sína eigin afstöðu. Tími Kanassa.fararinnar er liðina i hjá. J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.