Alþýðublaðið - 22.02.1949, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 22.02.1949, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjúdagur 22. febr. 1949. HOFUÐLAUS ENGILL Dr: Alfur Orðhengils: FYRIRSPUKNUM SVARAÐ. Allmargir hafa orðið til þess að senda mér fyrirspurnir, einlc um varðandi uppruna oroa, svo og'hvað talizt géti rétt mál eða rangt. Mun ég nú leitast við að svara spurningunum nokkuð. U. M. spyr: Hvað þýðir orðið músik og hvernig er það mynd að? Svar: Já. Iivað þýðir orðið? Það getur sannarlega þýtt sitt af hverju. Allt frá aumasta jazzvæli upp í orkesterdrunur, sem í útvarpi þekkjast vart frá truflunum. Sumir vilja tak. markabinda merking orðsins þannig, að einn stakur tónn sé að vígu ekki músik, en öll hljóð önnur. Sumir hafa viljað. ís- lenzka „músik“ með orðinu hljómlist eða tónlist, sem er al rangt, því að þeir, sem fram leiða hljóma, annað hvort með sjálfum sér, eða öðrum tilfær ingum, þurfa ekki að vera nein ir listamenn, — eru það og oft ast ekki, og framleiðslan þarf heldur ekki að eiga neitt skylt við list, — enda er hún það sjaldnast, — en það má alltaf kalla slíkt músik og er líka oft ast gert af nánustu aðstandend um. Uppruna orðsins má rekja til þeirrar eðlishneigðar kvenna að æpa við óskaplega, þegar þær sjá mús í nánd. Var það siður þeirra áður fyrr meir, eða á rneðan stólar frá húsgagna- smiðum voru mannbærir, að þær (konurnar) stukku upp á stóla og æptu og grenjuðu: , Mús í kött!“ „Mús í kött!“ Og áttu það að vera nokkurs konar álagaorð. En sökum óttans og skelfingarinnar heyrðist seinni hluti síðasta orðsins oft ógreini lega hjá kvinnunum, og heyrð ist þá mönnum þær veina: „Músík! Músík!“ (Mús-Lkött). JÞahnig festist þessi upphrópun við öll þau' vein, er á hana minntu, enda fullyrða sumir tónlistarfræðingar, að sópran. söngur sé tærasta og uppruna. legasta ,,músíkin“. Má og geta þess í þessu sambandi, að slík ur niúsíkhljómur gengur eins og rauður þráður gegn um flest ar þessar frægustú symfóníur, sem við heyrum kvölds kvöld- lega í útvarpinu, enda þótt eldri tónskáldin létu „karla og kQn ur“, það er rómskær og róm- dimm hljóðfæri, ýmist skiptast á um að „kalla músina í kött- inn“, eða grenja álagaorðin í sameiningu. Hins vegar hafa mörg nútíma tónskáld, þeirra á meðal yngstu og efnilegustu tónskáld vor, horfið aftur að hinu óbrotna, langhljóma veini konunnar, sem stendur skjálf- andi á beinunum upp á stól, heldur að sér pilsunum og rek ur upp rokurnar. Þessu til sönn unar nægir meðal annars að benda á ýmiss þjóðlög vor í endursamningu þessara tón- skálda. Sami spyr: Hvað þýðir orðið ,,ópera“ og hvernig er það sam sett? Svar: Þetta er orð, sem mað ur ætti að umgangast varlega, því það, ásamt orðunum sym. fónía, fúga, oratorium og svíta, hefur gert fleiri menn og kon ur að ósannindamönnnum, he,ld ur en öll önnur orð í tungupni; til samans, — að minnsta kosti er afar sjaldgæft að hitta þá menn eða konur, sem ekki telja sig hafa yndi af því að hlusta á „óperur“, og sumt fólk geng ur jafnvel svo langt í ósannind unum, að það þykist hafa innt af hendf þá óleysanlegu þraut að skilja þær. Orðið „ópera er samruni úr orðunum: „Óp í eyra‘, samanber þegar skrækt er eða baulað í eyra manns Við almenningsnotkun hafa orð in síðan runnið saman, en um leið myndazt miðbrottfall, líkt og í orðasambandinii „éttann. sjálfur". Hvers vegna óperan er kölluð ópera, ætti því að skýra sig sjálft, þegar menn vita uppruna orðsins og hafa kynnzt því hávaðasama hug. taki, sem það táknar. Kveðjur! Dr. Áífur Orðiiengiis. Kaupum fusltií Baldursgötu 30. donan gerði sig líklega til að falla í yfirlið í fangi mér. Kvikasilfur, hugsaði ég, þegar ég lagði liana í rúmið hennar og skildi við hana þar með sítrónu- sneið í gapandi munninum, svo að hún líktist mest soðnum, skreyttum laxi, því að hún hafði makað þykku lagi af ljósbleikri andlitsmálningu yfir þeldökkt hörund sitt í hinu hátíðlega til- efni af komu okkar. Þegar ég hafði lagt kalda bakstra yfir augu hennar fór ég að klæða mig eins og Feli- pe hafði lagt fyrir. Ég fór háif nauðug í stífan, íburðarmikinn, hárauðan glitvefnaðarkjól, eins og ehn var verið í við spönsku hirðina, fléttaði >hár mitt og vafði því eins og kórónu um höfuð mér, og kófsvitnaði um leið. Það var ekki einungis, að þessi þungi búningur væri mjög óhentugur þarna í hitan um, heldur fannst mér þetta smekklaust glys, því að ég hafði verið alin upp í umhverfi, þar sem allt tildur var álitið al. múgalegt og hlægilegt. „Af hverju allt þetta skraut, Felipe? Af hverju viltu ,að ,ég klæði mig eins og ég væri að fara á dansleik? Finnst þér það sæmandi fyrir mig að koma hattlaus og útbúin eins og leik kona í umferðarleikflokki?“ ,Að byrgja þessa gullnu kór ónu þína? Ertu galin, ljósálfur inn minn! Láta alla Mexikó sjá, hvað þú ert ljóshærð og hvít. Og gleymdu því ekki, að þú ert prinsessa núna og það býst við, að þú klæðir þig eftir því. Við þessu gat ég aðeins and varpað. Það var satt, ég var prinsessa nú. Ég hafði nýtt vega bréf, löglega fengið, og trúlega stimplað og undirritað. Marie Claire Pantignac prinsessa, dótt ir Edonard Laurent Pantignac, prins af Pantignac sur—Butte Auvergue, Era’kklandi. Hinn hlægilegi atburður, þeg ar Edonard Laurent Pontignac prins hafði löglega ættleitt mig sem dóttur sína, hafði farið fram í Nýju Orleans, meðan við voru að bíða eftir skipi, sem átti að' ílytja okkur yfir flóann til Vera Cruz. Ég vissi, að við skipti af þessu tæi voru ekki óvenjuleg og margur fátækur franskur innfiytjandi hafði ekk ert á móti þyí að ættleiða ein- hvern titilsjúkan mann - fyrir hæfilega þóknun. En ég var fædd af greifaættinni Zu Werra, ,en þó að ég hefði ekki 1 haft á móti því að ferðast sem Babetta Schmielz, þá , fannst J mér þessi keypta aðalstign hin 1 mesta lmeysa og smán. Ég hafði grátið, beðið og barizt — og að lokum hafði ég tapað og gef izt upp. Vandræðin voru að Felipe skildi mig alls ekki, en ég skildi hann bara alltof vel. Þar sem hann gat ekki kynnt mig. með mínum rétta ititli, þá hafði hann viljað sjá um, að ég kæmi ekki til Mexikó sem hin auvirðilega lagskona hans, heldur sem prinsessa, kona af háum stigum og enn fremur hið brjóstumkennanlega fórnarlamb frönsku stjórnar- byltingarinnar og eðlilegur ,ó- vinur Napoleons, en nafn hans var 'fyrirlitið af öllum rétt- þenkjandi mönnum á Nýja Spáni. Og nú beið ég í rauða glit- vefnaðarkjólnum með þetta glæsilega vegabréf -til þess að vera í samræmi við þennan óekta titil. Ég þoldi ekki leng ur við þarna niðri og fór upp á þilfar til að leita að Felipe. ,,'Hvar er húsbóndi þinn,?“ spurði ég Domingo, sem var að leiðþeina tveim svertingjum með farangur okkar. Indíáninn ypp.ti aðeins öxlum. Mér léidd ist það, að Domingo skyldi aldrei tala við mig, aldrei svara spurningum mínum né horfa framan í mig. Ef til vill var það fyrir neðan virðingu hans að tala við réttan og sléttan kvenmann. Ég gekk út að borðstokknum og horfði forvitnislega á þenn an hóp af innfæddum mönn- um, sem flykktust utan um Corazón de Jesúz eins og flug ur á haug. Allt var brúnt þarna niðri, hlæjandi andlit, upprétt ar hendur sölumanna með all ar tegundir af ávöxtum og fiski, brún segl, brún net, sem sveifl að var-upp. Allt í einu kom ég auga á skærbláan blett innan um allt þetta brúna; bátur með háfermi af pokum, og tveir menn sem voru að stjórn,a honum. Pokarn ir voru bláir, brjóst mannanna voru blá, handleggir, hendur og andlit. ,,Indigo“, sagði Licenciado Arrellano. „Indigo frá Guate- mala, sem á að flytjast til Spán ar“. Ég hafði ekki tekið eftir því, að ungi Mexikóbúinn hafði komið upp að hlið mér við borð stokkinn. „Yður kann að sýnast Vera Cruz hélf auvirðileg höfn, frú,“ hélt hann áfrarn. vEn meir en helmingi auðæfa heimsins er skipað út hér. Það er biturt að hugsa til þess, að því meir sem Spánn fær af gulli og silfri frá nýlendum sínum, því fátækari verður hann. Níðþungir skatt ar, mútur .einokun, óréttlæti og spilling! Ó, já, frú. Mexikó- er hin sterka, unga dót-tir mjög gamal-lar, lasburða og slæmrar móður“. Ég var að velta fyrir mér, hvernig ég ætti að losna undan þessum pólitísku ræðuhöldum, sem mér fundust mjög. leiðin leg, og ósmekkleg, þegar Feli pe, til allrar guðslukku, kom allt í einu í ljó,s. „Ertu tilbúin að fara í land?“ kallaði hann til mín; hann var ijómandi iaf ánægju, og. hitinn virtist ekki hafa minnsty. áhrif á hann. En þegar hann sá Mes. tizann við hlið mér, ygldi hann sig og Arrellano vék hið skjót- asta burt frá mér. „Yðar þjónn, frú“, sagði' hann kuldalega. „Hasta luego, Senor Contreras.“ Mér leið mjög illa í magan um, þegar Felipe leiddi mig nið ur stigann og niður í bátinn; til allrar hamingju hafði vind- inn lægt og það smásléttist úr öldunum, meðan við rérum að ströndinni, það brakaði í árun um og ræðararnir sungu undir hljómfalli áranna. Að lokum komumst við þangað. sem vatns flöturinn var rennsléttur, og' þar voru siglutrén á fiskibátun um eins og þéttur skógur, og fáum mínútum síðar var búið að binda bát okkar við bryggju. Á torginu fyrir utan borgar múrana var hópur manna rétt í þessu að búa sig til að taka á, móti Donu Filomenu, með mikillí viðhöfn, og hjálpa henni inn í burðarstól. Sumir' þeirra voru í einkennisbúningum, aðrir í forntízkulegum j'ökkum með gullupptorotum og gljásilki. buxum eins og Felipe sjálfur, og allir báru þeir duft í hár sér eða jafnvel hárkollu, að hætti þeirra, sem óttuðust og hötuðu Jakobína. Það var einna iíkast því að stíga á land- í Mexi. I kó og vera fluttur um fímmtíu r aftur í tímann., á tím.abil, , < MYNÐASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING OG NÚ hefst trýíitur flótti og eftir. för ýfir þök og stræti. — — — MÚGURINN: Eltum þá!---

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.