Alþýðublaðið - 19.03.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.03.1949, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. marz 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 í ÐAG er Iaugardagurinn 19. marz. Þennan dag fæddusí: David Livingstone, trúboði og IandkönnuSur í Afríku, árið 1813, C. F. Tietgen, danskur fjármálamaður, árið 1829 og Max Reger, þýzkt tónskáld, árið 18 í 3. -— Úr Alþýðublaðinu fyrir 15 árum: Eizta blað Þýzkalands (Vossisehe Zeitung), sem áður %'ar í einna mestu áliti af öllum blöðum Þýzkalands, hættir að koma út í aprílbyrjun. Ástæðan fyrir því er sú, að kaupenda- tölu þess hefur hrakað svo stór- kostlega síðan nazistar komu til valda og innleiddu skoðana- kúgun og ritskoðun, að útgef- endur þess, Ullstein-félagið> treysta sér ekki Iengur til að gefa það út með tapi.“ Sólarupprás var kl. 6,33. Sól- arlag verður kl. 18,23. Árdegis- háflæður er kl. 8,35. Síðdegis- háflæður er kl. 21,00. Sól er í hádegisstað í Reykjávík -kl. 12,36. Næturvarzla: Laugavegsapó- tek, sími 1618. Næturakstur: Bifreiðastöð Hreyfils, símL 6633. Veðrið í gær ÚtvarpíS 19.25 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 20.30 Knattspyrnfélag Reykja- víkur fimmtíu ára: a) -Ávarp. — b) Einsöng ur (Magnús Jónsson). c) Gamanvísur o. fl. (Lárus Ingólfsson leik- ari). — d) Samtal gam alla KvR.-inga. -— e) Tvísöngur (Brynjólfur Ingólfsson og Magnús Jónsson). — f) Kafli úr 3. þæ.tti „Skuggasveins“. eftir Matthías Jochums- son (K.R.-ingar leika). Ennfremur tónleikar af plötum. 22.15 Danslög (plötur). Antwerpen 23. þ. m. Reykjanes fór frá Trapani 6. þ. m. áleiðis til fslands. Söfn og sýningar Málverkasýning Gunnars Magnússonar, Freyjúgötu 42. Opin kl. 14—22. Skemmtanir kl. 7 og 9. „Grúnaður um græsku“. Sýnd kl. 3 og 5. Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184). ,,Atomnjósnir“. Robert Newton, Raymond Lovell. Sýnd kl. 7 og 9. Hafnarfjarðarbíó (sími 9249); .„Munaðarlausi pilturinn“ (finnsk)). Taumo Palo, Regena Lennanheemo. Sýnd kl. 7 og 9. S AMKOMUHÚS: Breiðfirðingabúð: Dansleikur Stúdentaráðs þl. 9 síðd. Flugvallai'hótelið: Almenn. ingsdansleikur kl. 9 síðd. Góðtempiarahúsið: SKT — Gömlu,.dansarnir kl. 9 síðd. Hótel Borg: Klassísk tónlist verður leikin frá kl. 9—11,30 Iðnó: Almennur dansleikur kl. 9 síðd. Ingólfscafé: Eldri dansarnir . kl. 9 síðd. Röðull: SGT. Nýju og gömlu dansarnir kl. 9 síðd. Sjálfstæðishúsið: Almennings dansleikur kl. 9 síðd. Tjarnarcafé: Dansleikur FUJ kl. 9 síðd. Þórseafé: Gömlu dansarnir kl. 9. síðd. Alþýðuhúsið, Hafnai-firði: Eldri dansarnir kl. 9 síðd. Klukkan 14 í gær var suð- austan átt á Suður- og Vestur- landi rneð 2—3 stiga hita við suðvesturströndiira og byrjað að rigna á Reykjanesi. Á Norður- og Austurlandi var hægviðri og úrkomulaúst og 1—3 stiga frost. Flugferðir AOA: í Keflavík kl. 22—23 í kvöld frá Helsingfors, Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn til Gander og New York. AOA: í Keflavík kl. 5—6 márm- öagsmorg'un frá New York og' Gander til Kaupmannahafn- ar, Stokkhólms og Helsing- fors.. Skipafréttir Laxfoss íer frá Reykjavík kl. 8, frá Akranesi - kl. 9,30, frá Reykjavík kl. 15, frá Borgar- nesi kl. 20, frá Akranesi kl. 22. Esja-er á' Vestf jörðum á norð- urleið. Hekla er í Reykjavík. Herðubreið er á leið frá Horna- firði til Reykjavíkur og er væntanleg til Reykjavíkur í dag. Skjaldbreið áííi að fara frá Reykjavík kl. 22 í gærkvöldi til Snæfellsness- og Breiðafjarðar_ hafna. Súðin er á leið til íslands frá Ítalíu. Þyrill var á Húsavík í gærmorgun. Ms. Oddur er á Austfjörðum á ixorðurleið. Brúarfoss kom til Hamborg- ar í fyrradag frá Vestmannaeyj- um. Dettifoss kom til Reykja- víkur. 16. marz frá Rotterdam. Fjallfoss fór frá Leith í fyrra- dag til Kaupm'annahafnar. Goðafoss kom til New York í fyrrarkvöld frá Reykjavík. Lag arfoss er í Frederikshavn. Reykjafoss íór frá Húsavík 16. þ. m. til Leith og Norðurlanda. Selfoss fór frá Frederikshavn 15. þ, m. til Reykjavíkur. Trölla foss fór frá New York 14. þ. m. til Reykjavíkur. Vatnajökull er í Reykjavílc. Katla fór til Hali- fax frá Reykjavík í gær. Horsa fór frá Þórshöfn 16. þ. m. til Hamborgar. Foldin er á ísafirði. Linge- Síroom er .1 Hamborg. Spaarne- stroom fermir í Amsterdam 22. þ. m. í stað Lingéstroom og í KVIKMYND AHÚS: Gamla Bíó (sími 1475): — „Beztu ár ævinnar." Frederic March, Myrna Loy, Dana And- rews, Teresa Wright, Virginia Mayo. Sýnd kl. 5 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — „Leyndardómur skíðaskálans“. Dennis Pric-e, Mila Parely, Ro- bert Newton. Sýnd kl. 5, 7 og 9. „Prakkarar í Páradís. Sýnd kl. 3. AusturbæjarMó (sími 1384): „Þess bera menn sár“ (sænsk). Marie-Louise Fock, Ture And- ersson, Paul Eiwerte. Sýnd kl. 9. „Lögregluforinginn Roy Ro- gers“ (amerísk). Sýnd kl. 3, 5 og 7. Tjarnarbíó (sími 6485): ■— , Enginn má sköpum renna“ (ensk). Louis Hayv/ard, Joan Leslie, Richard Basehart. Sýnd kl. 7 og 9. ,,Regnbogaeyjan“ Doroty Lamour, Eddie Bracken. Sýnd kl. 3 og 5. Tripolibíó (sími 1182): — , Stund he£ndarinnar“ (ame- rísk). Dick Powell, Walter Sle- zak, M. Cheirel. sýnd kl. 7 og 9. „Ég elska sjómánn“ (sænsk). Karin Swanström, Aino Taube, Lasse Dahlquist. Sýnd kl. 5. Hafnarbíó (sími 6444): — „Fallin fyrirmyncl“ (ensk). Ste- phen Murrey, Sally Gray, Derek Farr, Nigel Patrich o. fl. Sýnd Or ölium áttum Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, verður lokuð um tíma vegna inflúenzu. Sól- böðin halda áfram. Messur á morgun Ðómkirkjan: Messa kl. 11, séra Bjarni Jónsson, og k. 5, séra Jón Auðuns. Hallgrímskirkja: Hámessa kl. 11, séra Jakob Jónsson; ræðu- efni: Hlutleysi. Barnaguðsþjón- 'usta kl. 1,30, séra Jakob Jóns- son. Síðdegismessa kl. 5. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Almenn æskulýossamkoma kl. 8 30. Ræða, séra Sigurjón Árnason dósent; samleikur á fiðlu og harmóníum: Snörri Þorvaldsson og I-Iaukur Guðlaugsson. Fríkirkjan: Messa kl. 5. K.F. U.M.F. fundur í kirkjunni kl. 11. Séra Árni Sigurðsson. Laugameskirkja: Messa M. 2 e. ; h. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Séra Garðar Svavarsson. FrMtirkjan í Hafnarfirði: Messa kl. 2 e. h.' Séra Kristinn Stefánsson. Útbreiðið Alþýðublaðið! Ráðgert er að flugferð verði til London í sam- bandi yið brezku iðnaðarsýninguna, sem hald- in er í London og Birmingham dagana 2. til 13. maí n.k. Væntanlegir farþegar hafi samband við aðal- skrifstofu vora, sem fyrst. Sími 81440 Ágúst H. Pétursson: ♦ í MÁNUDAGSBLAÐINU 14. Þ. M. birtist grein með yfir- skriftinni: „Erlendur ,,trúður“ övirðir íslenzka hljómlistár merin, Sniðgengur F.Í.H og vinnur hér í óþökk“. Grein þessi virðist vera eftir ritstjóra blaðsins, sem er harla ókunnugur þeim málum, sem hahn fer inn á. Greinin öll er persónulegur rógur um erlend an hljómlistarmann, sem hér dvelur,- Jan Morávek að nafni. Skal innihald greinarinnar og' fullyrðingar í'akið hér að nokkru á eftir. Þann 7. marz 1948 kom Jan Morávek ^hingað til landsins, en hafði í januar s. á. fengið at- vinjxu og dvalarleyfi til eins árs. Spilaði hann í Hafnarfirði á Hótel Þröstur einn um stutt an tímá. Áður en hann hóf starf sitt hér í Reykjavík för hann til þáverandi formanns F.Í.H., Bjarna Böðvarssonar, og leit- aði inngöngu i félagið. Var þess þá krafizt að hann legði fram aivinnuleyfi sitt, og gerði hann það, en svar íélagsins hefur ekki borizt enn í dag; aftur á móti var gerð samþykkt í fé- laginu um það, að skorað var á meðlimi þess að vinna ekki með honum. Þegár Morávek hóf starf sittv við skemmtistaðinh Tivolí mun forstjóri þess hafa sótt um inngöngu fyrir hann án árangurs. Sannleikurinn um það, ao Morávek hafi sniðgengið F.Í.H. ef því enginn. Aftur á móti fór hann þá l'eið, sem greinarhöf- undur telur sjálfsagða, og segir að aðrir erlendir hljómlistar- menn hafi farið. Næst talar. höfundur um að ‘Morávek sé framgjarn, og ,séu dæmi þess að hann ‘íiafi bolað mönnum úr vinnu. Undirritaður hefur kynnzt Morávek áreiðanlega betur en ritstjörinn, og skal það sagt að framkoma rtiannsins er sérstak lega prúðmannleg, og samstarf með honum er ekki hægt að kjósa sér betra. ,Hvaö því við víkur, að hann hafi bolað mönn um úr vihnu, er þar farið nieð vlsvitandi ósannindi. Greinarhöfundur víkur nokk uð að því, hvaða ástand hafi rxkt í músikmálum okkar. fyrir noltkrum árum, óg afskiptum Bjaníá Böðvarssonar af þeim málum. Þessu atriði mun hann vera kunnugri en afskiptum F. í. H. og Jan Morávek. Rekur hann orsakir þess, sð nú starfi hér í hljómsveitum erlendir hljóðfæraleikarar, sem séu viðurkenndir af stéttar- bræðrum sínum. Orsakirnar tel ur hann vera, að þeir hafi sýixt samstarfsmönnum sínum fullan félagsskap og samstai’f. En vi)3 greinarhöfundur staðfesta það, að Jan Morávek hafi sýnt ís- lenzkum hljóðfæraleikurum fjandskap, og félagi þeirra lít- ilsyjrðingu, með því að leiía til stjórnar félagsins um inr. göngu hvað eftir annað án á- rangurs? Hér er því faxúð með staðhæfingar, sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Næst kemur klausa, nokkurs konar útslag á öllum þeím rang færslum og rógi, sem að fram- an getur, og vil ég gefa iesend um þessarar greinar íækifæi'i á að kynnast þessum skrifum. höfundarins. Hann segir svo: ,,En nú skal snúa sér að lxerra Moraweck. í ráði er, að stofna hér symfóníuhljórnsveit og ráða fasta menn til þess að síarfa við hana. Vinir herra Morawecks unnu að því baki brotnu að koma honum þar inn, og í því skvni útveguðu þeir honum hálfóriýtt fagott og sögðu honum að eyða tómstund um sínum að læra á apparatið. Fagott mun vera hljóðíæi'i, sem" nauðsynlegt er syrnfóníuhljóm. sveitum. Ekki var við því litið, þótt íslenzka hljóðfæraleikara langaði til þess. að læra á fa- got, enda g'eymir Moraweck gripinn svo dyggilega, að eng- inn fær að. sjá hann eða Ixand leika. Þegar svo symfóníuhljóm sveitin byrjar æfingar og fa- gottleikara vantár, þá bi’osa stuðningsmenn Tékkans" bara Jónasar-brosi og segja „Já, hann Móri er sá eini, sem kann á apparatið“. Þennan frumsamda þátt rit stjórans telur hann vera séi'- s.táka svívirðingu, sem Jan Morávek hafi sýnt F. í. H. og ekki aðferð til að auka vinsæld ir og vekja aðdáun íslendinga. Vildi ég gjarnan benda ritstjór anum á að geyma þennan reif ara sinn og korna honum.á frara færi í næstu revýu, þar sem engum er ætlað að taka skáld- skapinn alvarlega, svo mikil. fjarstæða og öimirleiki einkenn ir klausu þessa. Ef til þess hef ur verið ætlazi að slíkt væri tekið alvarlega, dettur þeim í hug, sem málum eru kunnugir, að ritsijórinn hafi ekki verið með sjálfum sér, þá er hann. samdi fyrrnefnda grein. Frantíi. á 7. síðu. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.