Alþýðublaðið - 01.06.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. iútií 1949
ALÞÝÐUBLAÐSÐ
r
Útgáfuráð: Stjórn S.U.J.
Ritstjóri: Ingólfur Kristjánsson.
Eggert G. Þarsfeinsson:
ÞEIR munu fáir finnast
meðal íslendinga nú, sem telja
að orlofslögin og almanna-
tryggingarnar séu ekki sjálf-
sögð mannréttindi, sem ill-
mögulegt sé að vera án.
Flestir munu einnig kann-
ast við, að þrátt fyrir fram-
kvæmd þessara sjálfsögðu
mannréttinda, eru á þeim
ýmsir agnúar, sem eftir er að
laga, og vonandi verður gert
áður en langt um líður, sér-
staklega almannatryggingarn-
ar. Baráttan fyrir auknum
réttindum handa alþýðu
manna hófst með baráttu
Jóns' Baldvinssonar fyrir tog-
aravökulögunum og gegn J
sveitaflutningunum illræmdu
árið 1921 á alþingi. Árið 1931
til 1934 stóð yfir hörð barátta 1
um breytingar á kjördæma-
skipuninni og kosningalögun-,
um undir forustu Alþýðu-
flokksins, sem lauk með sigri
hans og breytingu á stjórnar- ,
skránni árið 1934. |
í þessu sambandi er rétt að
geta þess, að í nágrannalönd- i
unum, Noregi og Danmörku, j
tókst ekki að fá kosningarétt-
inn færðan niður í 21 ár fyrr
en 10—12 árum seinna.
Almannatryggingarnar eru
baráttumál Alþýðuflokksins
frá öndverðu, en honum tókst
árið 1925 að fá slysatrygging-
arlöggjöfina bætta stórlega
og endurbætta aftur árið 1928.
Árið 1929 er aftur hafin sókn
fyrir alþýðutryggingunum,
sem þegar í upphafi mættu
harðri mótspyrnu íhaldsins og
nokkurs hluta Framsókriar-
flokksins. En áfram var hald-
ið og 1932 er borið fram frum-
varp um alþýðutryggingar,
samið af Haraldi Guðmunds-
syni. Árið 1934 myndar Al-
þýðuflokkurinn stjórn með
Framsóknarflokknum m. a.
með þeim skilyrðum, að sett
yrði löggjöf um alþýðutrygg-
ingar.
Árið 1935 voru svo alþýðu-
tryggingarlögin samþykkt og
tóku gildi 1. apríl 1936, þrátt
fyrir andstöðu íhaldsins. Al-
þingi afgreiddi svo almanna-
tryggingarnar í núverandi
mynd rétt fyrir þinglok 1946,
en löggjöfin tók gildi 1. janú-
ar 1947. Þannig stóð baráttan
fyrir þessu sjálfsagða mann-
réttindamáli raunverulega í
21 ár undir forustu Alþýðu-
flokksins.
Earáttan fyrir orlofslögun-
um á einnig sína sögu.
Árið 1939 er fyrst sett hér
á fót félagsmálaráðuneyti
undir forustu þáverandi fé-
lagsmálaráðherra, Stefáns Jóh.
Stefánssonar. Hið nýja ráðu-
neyti hóf strax að kynna sér
orlofslöggjöf á Norðurlönd-
um, sem þá hafði verið komið
í framkvæmd. Hinn 17. októ-
ber 1941 skipaði svo ráðherra
5 manna milliþii ga.nef ad til
undirbúnings orlofslöggjöf-
inni. Nefndin skilaði svo að
loknu starfi frumvarpi, sem
allir nefndarmenn mæltu með,
nema Eggert Claessen, sem
var þar fulltrúi vinnuveit-
endasambandsins.
Þegar nefndin skilaði áliti,
var Stefán Jóh. Stefánsson
farinn úr ríkisstjórn og málið
fékk ekki hljómgrunn hjá
fyrrverandi samráðherrum
hans. Á fyrra alþingi 1942 var
svo fyrrgreint nefndarálit
flutt af Sigurjóni Á. Ólafs-
syni, en dagaði uppi á því
þingi.
Guðmundur í. Guðmunds-
son flytur frumvarpið að nýju
á alþingi 1943, með lítilshátt-
ar breytingum, en þá gátu ein-
staka þingmenn úr flokkum
íhaldsins og Framsóknar ekki
setið á sér og börðust gegn
frumvarpinu. Seinasta tilraun-
in, sem gerð var til þess að
eyðileggja þetta frumvarp,
var gerð í neðri deild, af tveim
ur þingmönnum, öðrum úr
flokki Framsóknar en hinum
frá íhaldinu, en þetta tilræði
tókst að koma í veg fyrir, og
breytingartillögur þeirra voru
felldar.
Hefðu hins vegar þessar
breytingartillögur náð fram
ganga, hefði orlofslöggjöfin
orðið gagnslítil, svo vægt sé að
orði komist. Orlofslöggjöfin
var svo samþykkt, sem lög frá
alþingi 10. febrúar 1934 með
19 atkvæðum gegn 5.
Með samþykkt þessarar lög-
gjafar var unninn einn af hin-
um stærstu sigrum hinnar ís-
lenzku alþýðu og Alþýðu-
flokksins. Sennilega mun í-
haldsmönnum og þeim hluta
Framsóknarflokksins, sem á
móti \ ar, rej nust erfitt að
finna menn úr launastéttum
sem vildu afsala sér réttind-
um orlofslöggjafarinnar í dag.
Þáttur kommúnista í þess-
um málum hefur verið sá, að
reyna eftir á að slá eign sinni
á þessi tvö framfaramál, svo
sem nú seinast var gert af
Einari Olgeirssyni í útvarps-
umræðunum um fjárlögin 17.
maí s. 1. Saga þessara mála og
brautryðjenda þeirra sannar
þó, að Alþýðuflokkurinn hóf
baráttuna fyrir þeim og lauk
henni, sem og fyrir öðrum
þeim málum, sem haldbezt
eru talin íslenzkri alþýðu til
handa. Nú er íslenzka félags-
málalöggjöfin talin fremri en
í nokkru nágrannalandanna.
Þá er ekki ófróðlegt að lit-
ast um í forsögu baráttunnar
fyrir byggingarmálum alþýðu,
verkamannabústöðunum, og at
huga þátt „Sjálfstæðisflokks-
manna“ í þeim.
Alþýðuflokkurinn bar fyrst
fram frumvarp á alþingi um
styrk til verkamannabústaða
árið 1928. Frumvarpið fékk
ekki meiri hljómgrunn en
svo, að það var aðeins einu!
sinni tekið á dagskrá í neðri j
deild en síðan saltað.
Alþýðuflokkurinn bar frum-
varpið að nýju fram árið 1929.
Þá tókst flokknum í samvinnu
við Framsókn að fá frumvarp-
ið samþykkt og gert að lögum,
með nokkrum breytingum.
Hvað sögðu íhaldsþing-
mennirnir þá?
Úr nefndaráliti Magnúsar
Guðmundssonar og Hákons í
Haga:
„Við teljum varhugavert að
Ieggja svo mikil útgjöld á í
því augnamiði, sem hér um
ræðir“, og enn fremur „að
(Frh. á 7. síðu.)
Getum afgreitt fyrir sumarið vanalegar herpinætur
og hringnætur ■ úr bómullarneti frá eftirtöldum firm-
um:
Stuart, Gundry og Knox,
fyrir 38 þus. krómir.
Ennfremur höfum við:
Vetrarnætur, sem hægt er ao leggja með
sumarnótaneti,
Grunnnætur,
Hörnætur
Reknet og reknetaslöngur möskvastærð:
17 og 18 alin, garnstprð: 30/12 og 30/15.
Talið við okkur, áður en þið festið kaup annars staðar.
Neíagerðin Höfðavík h.f.
Símar: 3306 og 6984.
frá kirkjugarðsstjórn Reykjavíkur.
Að tilhlutun kirkjugarðsstjórnarinnar verður
framvegis séð um að útfarir og bálfarir þær er fram
fara frá Fossvogskirkju, fyrir þá bæjarbúa sem þess
óska, og kostar hver útför kr. 1200,00 — tólfhundruð
krónur. — Líkkistur eru samskonar og venja er að nota.
Kjartan Jónsson áður starfsmaður hjá Tryggva
Árnasyrii framkvæmir kistulagningu og afgreiðir kist-
ur. Vinnustofa Njálsgötu 9. (áður vinnustoía Tryggva
Árnasonar) sími 3862. heimasími 7876.
Nýr líkvagn sem stofnunin hefur, verður til af-
nota við fluttninga í líkgeymslur og kirkjugarðana.
Nýtízku líkhús til afnota, sömuleiðis kirkjan.
Skrifstofur kirkjugarðana gefa allar upplýsingar
og greiða fyrir fólki sem þess óskar.
Símar 81166 — 81167 — 81168. Framkvæmdar-
stjórinn til viðtals kl. 3—4 alla virka daga nema laugar-
daga kl. 11 — 12 f. h.
FLESTUM mun enn í fersku
minni er kommúnistar hlupu
úr ríkisstjórn Ólafs Thors, er j
halla tók undan fæti, erlend-1
um gjaldeyrisinnstæðum var!
eytt, skuldum safnað og dýr- \
tíð vaxin um 42 vísitölustig í,
stjórnartíð þeirra. Þá var svo1
komið, að grípa þurfti til rót-
tækra ráðstafana til hjálpar
smábátaútveginum strax og
ný stjórn var mynduð, án I
þeirra þátttöku. í slíkum ráð-1
stöfunum vildu kommúnistar!
ekki taka þátt, enda sjaldan1
vinsælar af alþýðu manna á
meðan á framkvæmd þeirra
stendur.
En það voru ekki aðeins
erfiðleikar innlendra viðfangs
efna, er olli brotthlaupi kom-
múnista frá ábyrgðinni, held-
ur og einnig augljós stefnu-
breyting Kominforms og kom-
múnistaflokkanna í afstöðunni
til lýðræðisflokkanna. Það var
á því sögulega ári, þegar Rúss-
ar létu sem dólgslegast í við-
skiptum sínum við Vestur-
veldin, —- færðu út landamæri
sín, brutu niður lýðræðisskipu-
lagið í þeim löndum Mið-Ev-
rópu, er voru þeirrar „gæfu“
aðnjótandi að vera undir
vernd sovéthers, og flest benti
til þess, að þá þegar skyldi
láta til skarar skríða gegn bin-
um frjálsa heimi og „heims-
byltingin“ koma til fram-
kvæmda.
Kommúnistaflokkar Evrópu
létu ekki standa á sér og log-
j aði skipulögð uppsteit og
eerkföll að undirlagi þeirra,
; þar sem þeir gátu því við kom-
ið, í þeim tilgangi að plægja
i akur kommúnismans og gera
. þjóðirnar mótstöðulausar
gagnvart útþenslu og ofríkis-
: pólitík Rússa.
j En eftir þriggja ára við-
stöðulausar tiúaunir Komin-
; íorm til að brjóta á bak aftur
j siðferðisþol þjóðanna í Ev-
; rópu, með litlúm árangri, virð-
íst nú eiga að skipta um ,.línu“
í bili.
J Það, sem tvímælalaust hef-
ur bjargað Evrópulöndunum
frá því að verða kommúnism-
( anum að bráð, þrátt fyrir nið-
1 urrifs og moldvörpustarfsemi
! kommúnistaflokkanna í lönd-
j unum, er í fyrsta laga Mars-
i hallhjálpin, sem hefur komið
i góðar þarfir í viðreisnar- og
endurreisnarstaríi þjóðanna
eftir styrjöldina, við þær að-
Btæður, sem kommúnistar
hafa þó skapað með látlaus-
um verkföllum og skemmdar-
starfsemi.
Og það, sem vafalaust hef-
ur knúið Kominform til að
endurskoða afstöðu sína og
jafnframt neytt Rússa til að
breyta um stefnu um stundar-
sakir að minnsta kosti í við-
skiptum þeirra við Vestur-
veldin, er hið marg um tal-
aða Atlantshafsbandalag, sem
hinar frjálsu lýðræðisþjóðir
hafa myndað með þátttöku
sinni, fyrst og fremst fyrir á-
eggjan Breta og þá sérstaklega
Bevins utanríkismálaráðherra.
Með þessu bandalagi hafa
Rússar fengið þá aðvörun,
:em vonandi mun dug.-. þeim
næstu árin; en kommúnista-
flokkar lýðræðisríkjanna
munu engú að síður hjúpast
einangrun og þjást af ólækn-
andi svefnsýki það sem eftir
er, nema einhverjir lýðræðis-
flokkar verði til þess að bjarga
þeim úr þeim álögum, sem
þeir hafa sjálfir skapað sér.
Það, sem styður þessa skoð-
un manna um nýja línu, er í
fyrsta lagi hinn skyndilegi
vilji Rússa til viðræðna um
deiluefni fjórveldanna um'
Þýzkaland og önnur þau deilu-
efni, sem beðið hafa úrlausn •
ar um nokkurt skeið. Og fyrst
afþ svo er komið, að Rússar
hafa eitthvað dregið saman
seglin, þá var ekki von að
lengi þyrfti að bíða stefnu-
breytingar þrælanna litlu hér
uppi á íslandi. Það hafa t. d.
borizt fréttir utan af landi frá
litlum kommúnistasellum, að
sá fagnaðarboðskapur væri
þar aðallega til umræðu, að
nú væru bjartari tímar fram-
undan. Það sem aðallega hef-
ur verið notað sem rök fyrir
þéssum björtu tímum er eftir-
talin upptalning:
Stjórnarflokkarnir ná ekki
samkomulagi sín á milli um
endanlega lausn dýrtíðar-
vandamálsins. Vinnudeilur
munu verða um allt land í
sumar. Bátaflotinn fer ekki á
síldveiðar í sumar. Bændur
verða að hafa skepnur sínar á
gjöf vegna snjókomu og harð-
inda. Verð á íslenzkum fisk-
afurðum fer minnkandi vegna
of mikils framboðs fiskjar í
markaðslöndunum. Af þessu
hlýtur að leiða stjórnarof, og
það verður ekki hægt að
ganga fram hjá okkur við
nýja stjórnarmyndun. (Skyldi
(Frh. á 7 síðu.)