Alþýðublaðið - 19.06.1949, Síða 4

Alþýðublaðið - 19.06.1949, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ gf.01 iun£ 'öx .TnSepnmmg Úígefandi: AlþýSufiokkurinn. Rifstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðseíur: Alþýðuhúsið. Aiþýðuprentsmiðjan bJf. aoðsmo UNGIR JAFNAÐARMENN faalda í dag og á mprgun lands- mót að Hreðavatni. Þar hittast víðs vegar að af landinu ungir menn og konur, s em skipað hafa sér undir merki jafnaðar- stefnunnar og Alþýðuflokks- ins. Unga fólkið í Alþýðu- flokknum ræðir á landsmóti sínu hugðarmál sín og baráttu- mál flokksins, hnýtir bönd persónulegra kynna og mark- ar stefnu varðandi starf fram- tíðarinnar. Þetta er í annað sinn, sem ungir jafnaðarmenn halda landsmót. Hið fyrra var hald- ið að Hvanneyri fyrir tveimur árum og gaf mjög góða raun. Hefur stjórn heildarsamtaka ungra jafnaðarmanna ákveðið, að slík landsmót skuli fram- vegis haldin annað hvert ár og jafnan það ár, þegar samþands- þing fer ekki fram, en kjör- tímabil hverrár sambands- stjórnar er tvö ár. Eru miklar vonir tengdar við þennan þátt starfsemi ungra jdfnaðar- manna. * Alþýðuflokkurinn hefur á- stæðu til þess að vera stoltur af æskulýðshreyfingu sinni. hún hefur unnið stórfellt starf út á við síðustu árin og sett mikinn svip á pólitíska starf- semi unga fólksins í landinu. Þetta hefur gleggst komið í Ijós í sambandi við hina mörgu æskulýðsfundi, sem haldnir hafa verið hér í Reykjavík og úti um land undanfarin fjögur ár. Ungir jafnaðarmenn hafa oftast haft forgöngu um þessi fundahöld, sem vakið hafa al- menna athygli og aukið að miklum mun veg og álit hinna pólitísku æskulýðsfélaga. En jafnframt og ekki síður hafa ungir jafnaðarmenn unnið þrekvirki við að treysta félags- samtök sín og vinna nýtt fólk til fylgis við jafnaðarstefnuna og Alþýðuflokkinn. Síðasta dæmið um árangur þess starfs er hið nýstofnaða Félag ungra jafnaðarmanna í Keflavík. sem strax á stofnfundinum taldi 83 meðlimi. Það sýnir annars veg- ar, hversu traustum fótum Al- þý ðuf lokkurinn stendur í Keflavík, og hins vegar, hversu mikinn hljómgrunn stefna hans á hjá æsku landsins yfir- leitt. Ekkert er stjórnmálaflokki gleðilegra framtíðarfyrirheit en traust og einlægt fylgi unga fólksins. Alþýðuflokkurinn á því æskulýðshreyfingu sinni mikið að þakka. Hún hefur veglegt hlutverk að rækja í þágu flokksins, jafnaðarstefn- unnar og þjóðarinnar í heild, því að hamingja íslands í íramtíðinni verður ekki hvað sízt undir því komin, að mál Alþýðuflokksins nái fram að ganga og honum takist í æ vaxandi mæli að steypa þjóð- lífið í mót starfs síns og stefnu. Klámmyndir gerðar að pólitískn vopni. — Heiir; smet í sóðaskap. — Tillaga um gagn- gera breytingu á nmferðarmerkjum. — Ein- ansyrað bústaðahverfi. FTRIR NOKKRUM DÖGUM gerði ég að umtalsefni ógeðsleg- ar myndir, sem hér hefðu geng- ið manna á milli og fullyrt var að teknar hefðu verið suður á Keflavíkurflugvelli. Ég gerðist svo djarfur að fullyrða, að þess- ar myndir væru innfluítar og notaðar til undirróðurs í á- kveðnum tilgangi. Rannsóknar- lögreglan hefur nú fært sönnur á að þetta var rétt, að einhverjir auðvirðilegir menn hafa flutt inn myndirnar og síðan verið j komið að stað sögunum til að setja þær í sambandi við flug- völlinn og starfsliðið þar. ÉR HGÆT að leggjast dýpra í ógeðslegri bardagaaðferð? Ég hef að minnsta kosti aldrei heyrt það fyrr en nú, að „porno- grafi“ væri' notuð í pólitískum undirróðri, að ógeðslegt klám væri gert að pólitísku vopni. Ég hygg að þarna hafi verið slegið met. Hins vegar sæmir vopnið þeim, sem beitt hefur því. — En þannig eru og sögurn- ar, sem gengið hafa um Kefla- víkurflugvöll undanfarið að miklu leyti og birst hafa jafnvel í blöðum, en þó aðallega verið hvíslaðar manna á meðal og hægt er að rekja að ákveðnum bæjardyrum. VEGFARANDI SKRIFAR: „Nýlega var í grein í Alþýðu- blaðinu, er fjallaði um umferð- arslys sagt, að aðalorsök um- ferðaslysa væri kæruleysi bíl- stjórnanna, og þar næst ógætileg umferð fólksins. En hver er að- alorsök slysahættunnar af um- ferð fólksins? Hún er beinlín- is afleiðing af rangri niðurskip- un umferðamerkja yfir götur. Merkin eru víðast sett við krossgötu (horn), en einmitt þar er umferðahættan mest, þar ættu því að vera glögg viðvör- unarmerki, um að fara ekki út á eða yfir götuna þar. Að ota fólki út á hana á þessum stað og öðr- um slíkum, er beinlínis að ota útí hætíuna. jafnvel dauðann. MAÐUR SEM T. D. ætlar út á götuna á horninu hjá Árna og Bjarna lítur eftir götuumferð- inni niður Skólavörðustíg og af strætinu, og frá Hreyfli, en hef- ur ekki auga í hnakkanum til að sjá um leið umferðina frá Infólfsstræti, eða máske lítur þangað, en hefur þá misst af að sjá hvað líður á hinum götun- um. Leggur á stað, en er í sama augnabliki umkringdur af bíl- um, burt séð frá seinfara gam- almennum og konum með börn. Þarna er líka venjan „að svína á guði og mönnum" eins og sagt er í áminnistri Alþýðublaðs- grein. ÉG HEF TVISVAR séð lög- regluna á þessum stað, með snar ræði bjarga úr bráðri hættu. Ég hef líka séð á þessum stað bíl- stjóra svo lánsaman að hafa á bíl sínum svo öruggar brennsur, að billinn stóð kyrr á punktin- um, enda lyftist hann upp aft- ur að miðju er hann stansaði, en með því bjargaði hann á síð- asta agunabliki konu með barn frá bfáðu slysi eða bana, sem hann annars hefði orðið valdur að, sökum gáleysis. BURT MEÐ ÖLU þessi horna merki yfir götur, en setjið þau að minnsta kosti 15 matra frá hornum á krossgötum þá sjá all- ir bílstjórar, sem opin hafa aug- un, og líka þeir, sem fyrir blind horn koma, vegfarann, sem fer yfir götuna, á 10—12 metr- um áður en komið er að um- ferðamerkinu. Á því öllum bíl- um að vera auðvelt að forðast slys vegna umferða fólksins, sem fer yfir götuna á réttum stað, en fólkið sem ekki hlíðir sett- um umferðareglum á að sekta svo um munar. BÍUSTJÓRINN, sem uppvís yrði að gáleysislegum akstri yf- ir þessi merki á að refsa með minnst 1000,00 kr. sekt, en valdi þeir slysi á þessum stöðum á, auk sektar, að svifta ökuleyfi langt. Væri þessu stranglega framfylgt væri slysahætta að mestu leyti afstýrt hvað gang- andi fólk í bænum snerti.“ MÉR LÝST VEL á þessar til- lögur og ætti lögreglan að at- huga hvort ekki sé rétt að breyta til. Hins vegar get ég ekki, eins og ég hef marg sagt, fallist á það, að umferðavand- ræðin stafi fyrst og fremst af gáleysi bifreiðastjóranna í heild. Atvinnubifreiðastjórar aka vel og gætilega, þó að níðingar kunni að finnast meðal þeirra. (Frh. á 1 síðu.) Það var stórhuga og sigur- viss æska, sem kom saman á fyrsta landsmóti ungra jafn- aðarmanna að Hvanneyri fyr- ir tveimur árum. Þá hafði Al- þýðuflokkurinn við kosning- arnar ári áður unnið glæsileg- an sigur og reynzt eini stjórn- málaflokkur landsins, sem átti auknu fylgi. að fagna. Unga fólkið, sem saman kemur að Hreðavatni í dag og á morgun mun einnig stórhuga og sigur- visst. Því mun efst í huga að láta næstu kosningar færa Al- þýðuflokknum enn glæsilegri sigur en kosningarnar 1946. Það mun leggja sig fram um að efla og treysta Alþýðuflokk- inn og gera sitt til að mynda einhuga og starfsglaða baráttu- sveit hans. Eldra fólkið í flokknum mun fylgjast af á-. huga með störfum landsmóts- ’ ins, og því mun verða Ijúft að taka höndum saman við hina ungu kynslóð í nýrri og öflugri sókn fyrir hugsjónum jafnað-' arstefnunnar og rnálum AJ - þýðuflokksins. Alþýðublaðið vill fyrir hönd Alþýðuflokkins óska ungum jafnaðarmönnum til hamingiu með landsmót sitt og óskar þeim giftu og gengis í starfi sínu víðs vegar um land, þeg- ar hver snýr til síns heima að loknum mannfagnaðinum að Hreðavatni. Framh. af 3. síðu. þá nokkrum sprengjum. Ailt í kringum háskólann eru mikil sjúkrahús, og eru þau ein orsök þess, að skólan- um var valinn staður í Arós- um, því að samband milli iæknadeildar og góðra sjúkra- húsa þótti óhjákvæmilegt. Það er bezt að sleppa öllum sam- anburði við Reykjavík, með- an skoðað er hið myndarlega bæjarsjúkrahús Arósa, sem er í mörgum byggingum og hin ágætasta stofnun að sögn (enda stjórna kratar borg- inni). Þá eru þarna í nágrenn- inu margir sérgreinaspítalar og risastórt amtssjúkrahús. Frá þessum slóðum liggur leiðin um vestanverða Hring- braut (en því miður ekki um Islandgade, Reykjavíkgade, Heklagade, Thingvallagade eða Geysirgade, sem eru í ná- grenninu) til listagarðs, sem hefur óvenjulegan fjársjóð að geyma. Hér er um að ræða þorp innan borgarinnar, sögu- legt þorp í orðsins fyllstu merkingu. Hér hefur verið safnað saman heilum húsum með öllu innbúi, er minna á liðnar aldir. Þessum gömlu húsum hefur verið raðað sam- an í þorp, og allt gert til að láta það líta út eins og gaml- an, danskan bæ. Hér er ekki aðeins byggðasafn, heldur heilt þorp á grundvelli þeirr- ar húgsjónar. Það er eins og að hverfa 3-500 ár aftur í tím- ann að rölta um götur þessa þorps, rýna í glugga verzlan- anna, þar sem vörur eru hin- ar sömu og í gamla daga, tó- baksbúðin er nær eingöngu munntóbak, apótekið eins og það var og svo framvegis. Inni í húsunum eru íbúðir, vinnu- stofur handverksmanna, sam- komustaðir .— allt óhreyft. Manni verður hugsað til þess, að varla skuli vera til einn gamall bær á Islandi, sem haldið er við á gamla mátann. Það er gerólíkt að skoða forn- ar minjar þannig eða í gler- skápum á safni. Það er ekki dvalizt lengur við fortíðina en annað merkra staða í Arósum og ekið inn í miðjan bæ, að ráðhúsinu. Þetta er ný bygging, byggð í nýjum stíl og hin frumlegasta á allan hátt. Eins og margar nýjar byggingar er þetta ráð- hús umdeilt hvað snertir ytri fegurð og ýmis atriði skreyt- ingar þess. En óumdeilt er það, að það er glæsilegt og að starfsskilyrði eru þar afburða góð. Bæjarstjórn Arósa ræður ekki örlögum borgara sinna undir súð við höfnina. Þegar hér var komið, var sá tími á enda, sem ætlaður var Arósum í þessari reisu, og reyndist það satt, sem borgar- stjórinn hafði fullyrt kvöldið áður, að það væri ekkert hægt að skoða í borginni á tveim tímum, alls ekkert. Það varð að minnsta kosti nóg eftir ó- séð til að hvetja menn til að koma aftur til þessarar borg- ar, ef guð og gjaldeyrisnefnd ir einhvern tíma leyfa. Frá Arósum var ekið til staðar sunnar á Jótlandi, er Bygholm heitir. Þar beið full- trúi danska alþýðusambands- ins, Aksel Ohlson, með enn eitt veizluborðið og fangið fullt af danskri gestrisni. Þessi staður —• og margir;slík- ir, sem heimsóttir voru, — er öðru fremur tímanna tákn á aldarafmæli lýðræðisins í Danmörku. Þetta er gamall herragarður, glæsileg bygging að mörgu leyti, sett í fagran skrúðgarð. Slíkir herragarðar eru um alla Danmörku. Þarna sátu áður fyrr aðalsmenn, biskupar, kóngar og drottn- ingar, dönsuðu undir krystal- ljósakrónum riddarasalanna, drukku og sungu í ríkulega bunum og rúmgóðum stofum. Þeir höfðu heila skóga til þess að veiða í sér til skemmtun- ar. Þetta fólk átti landið, sem ánauðugir bændur ræktuðu. Þetta fólk fékk afrakstur vinnu þeirra, þótt þeir fengju ekki að koma nær híbýlum þess en rúmlega 100 metra til að saurga ekki hið göfuga fólk með návist sinni. Þannig var það áður fyrr. Hallir þessara auðmanna, þessara barna sérréttindanna, standa flestar enn. En nú eru þetta ekki lengur auðmanna- bústaðir. Nú hefur herragörð- unum verið breytt í skóla (t. d. í St. Restrup), í gistihús fyrir almenning (t. d. á Byg- holm) eða aðrar menningar- sofnanir, svo sem hið glæsi- íega herrasetur Hindsgavl á Fjóni, sem nú er miðstöð fyr- ir alla starfsemi norrænu fé- laganna. Þessi breyting á "ITerragörð- unum ein sýnir í einni svip- an hundrað ára þróun í Dan- mörku. Þetta hefur lýðræðið gert fyrir Dani, svipt hina fáu sérréttindunum, tryggt _fjöld- anum ávöxt vinnu sinnar, jafnrétti, bræðralag og frelsi. Enn eru tii einkennisklæddir aðalsmenn í Danmörku, satt er það, en þeirra vald er ekki nema svipur hjá sjón. Með stjórnarskránni 1849 hófst öld alþýðunnar, fyrst bændanna, síðan verkalýðsins, í Dan- mörku, og á þeirri öld hefur danska þjóðin orðið stærri, auðugri og vafalaust ham- ingjusamari en nokkru sinni fyrr- ’V b. g. Herbergisfélagi Ungur maður óskar eftir herbergisfélaga. Upplýsingar á afgr. A3- þýðublaðsins milli kl. 5—6 á þriðjudag, sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.