Alþýðublaðið - 26.06.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.06.1949, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐlö Sunnudagur 26. júní 1949 Frú Dáríðui i Dulheims: Á ANDIiEGXTM VETTVANGI. Eins og allar sáixænar mann- eskjur hef ég alltaf haft mesta áhuga fyrir flugtækni, flugvél- vélum og öllu því, sem lyft getur anda vorum, á meðan hann enn verður að burðast með skrokkinn í eftirdragi, upp í hæðirnar, — upp frá jörðinni með öllum hennar áhyggjum, amstri og striti. Ég hef því fylgst með öllum blaðafréttum af nýjungum á því sviði, og eitt simr hef ég sjálf flogið, — upp á Akranes. Það gladdi mig því ósegjan- lega, er blessaður Víkverji minn kom með þá uppástungu um daginn, að teknar yrðu upp fastar flugferðir norður í Dum- bshaf til þess að horfa á mið- nætursólina. Þessi tillaga er að mínum dómi einhver hin sál- rænasta og merkilegasta tillaga, sem fram hefur verið borin um margra ára skeið. Það er nefni- lega fyrir löngu syo gott sem annað mál, að frá miðnætur- sólinni leggur furðulega geisla, orkugeisla, sem smjúga í gegn um glugga og föt og hlaða sál- ina af andlegum bætiefnum. Og fyrir nú utan alla segulstraum- ana ,sem allaf ieggur frá norð- urheimskautinu, og sem ég hef áður getið um. Hugsið ykkur hvílík endurnæring það væri fyrir fólk, sem búið er að stria við ósálræn störf allan ársins hring; búið að eyða allri orku úr sálargeyminum, — að mega setjast upp í ílugvél og svífa norður í Dumbshaf, og hlaða geyminn.. Sú orkuhleðsla mundi svoleiðis gerbreyta við- horfum þessa fólks til lífsins og íilverunnar, að það mundi ekki þekkja sjálft sig á eftir; verða svo sælt og lífsgiatt og starfs- fúst, að það kynni sér ekki læti. . . En það þarf að skipuleggja þessar ferðir. Það verður að flokka fólkið niður og senda þá fyrst, sem mesta hafa þörfina fyrir breyíí lífsviðhorf, aukna lífsgleði, starfsáhuga, brosmildi og ljúft viðmót. Og ég tel bara sjálfsagt, að ríkið kosti þessar ferðir að meiru eða minna leyti, þar eð það mundi græða á þeim, bæði beinlínis og þó einkum ó- beinlínis. Ég ætla auðvitað ekki að bera fram neinar tillögur um það hvaða hópar yrðu sendir fyrst; — að sjálfsögðu færu líka æðstu menn þjóðarinnar vígslu- ferðina, nú og svo væri ósköp eðlilegt að forstjórar ýmissa ráða og nefnda færu með næstu ferð, þar næst nefndirnar sjálf- ar, síðan fólk það, er vínnur á opinberum skrifstofum og svo framvegis. Taki þó enginn orð mín svo, að ég sé að drótta þvi að þessu öndvegisfólki, að það hafi, öðru fólki fremur þörf fyr- ir breytinguna ,en þessi tilhög- un er að mínum dómi bara sjálf sögð þjóðfélagsleg kurteisi. Læt ég svö—útrætt um þetta mál í bili, en vona einlæglega að það nái fram að ganga, og mikið þakka ég Víkverja mín- um ástsamlega vel fyrir að hann hreyfði þessu máli fyrstur manna. Veit ég líka það, að margir verða honum þakklátir, þegar tillaga.?.þessi hefur náð fram að ganga'og áhrifin verða farin að koma i Ijós, — jafn- vel á hæstu stöðum. Haldið þið að mönnum ífinnist það ekki munur, þegari'þeir spyrja eftir forstjóranum, og skrifstofustúlk an, hlaðin af miðnætursólarorku og með geislaskin í augum og brosi, svarar með bukti og beyj- ingum: „Forstjórinn, —- jú, hann ‘er auðvitað við; ég skal strax láta hanh. vita að þér séu komnir!“ Svo hverfur hún inn, og sviílétt spor hennar minna á kvika íshafsbáru, og svo kem- ur hún fram aftur og segir „Gerið svo vel!“ Og þegar mað- ur kemur inn í skrifstoíuna, sprettur forstj.órinn upp úr sæti sínu, brosir ög býður mann hjartanlega velkominn og . . aígreiðir mann í hvelli. Víkverji mirtn, —- ef þú verður ekki ein- hverntíma talinn með helztu velgerðarmönnum þjóðarinhar, þá er ég illa svikinn. í andlégum friði! Dáríður Dulheims. NÝTT FRÆÐIRIT. í haust er væntanlegt á bóka- markaðinn stórt og vandað, myndskreytt rit eftir einn af helztu gerfisagnfrægingum vor um. Ber það nafnið: „Horfnir góðvagnar“ og er minningarrit um strætisvaignana. Einkunnar orð ritsins verða: „Fjarlægðín gerir fjöllin blá . . .“ Vicki Baum = HOFUÐLÁUS EMGILL öfgarnar og unnu fyrstu or- ustuna“. ,,Og þarna geri ég ráð fyrir, ao fimmti þátturinn hjá þér endi, Clarinda. Við skulum láta tjaldið falla og hylja þ.essi hræðilegu ódæðisverk“, sagði Goethe eftir svolítla þögn. ,,Ef Sehiller, hinn kæri vinur, væri enn á lífi, þá hefði. hann kannske gtað skrifað þennan mexikanska harmleik þinn. Frelsi, jafnrétti, bræðralag — komið á fót með ofbeldi. Nei það er ekki fyrir mig. Ég er' stillingarmaður, og ég get að- eins skrifað um það, sem ég sjálfur sé“. Hann klappaði á hönd mér, og ég þagði. Ég næst-( um sé það hvernig hann lagði þessa sögu mína í eitthvert hólf. ið í huga sínum. Þegar hann leit á mig var hann brosandi. ,,0g þessi fallegi vinur þinn — segðu mér gróf hann nokk- urntíma þessi djúpu göng og sannaði hvað sem það nú var,_ sem hann vildi sanna“? ,,Nei, yðar hágöfgi. Hann reyndi, en hann varð að gefast; upp. Hann var einhvern veginn þannig gerður, að hann lauk: aldrei.við neitt, sem hann bvrj- aði á. Goethe spurði mig, ekki,, hvort Felipe væri enn á lífi.- Hann skildi alltaf það, sem lát- ið var ósagt og virti það, sem- fólk vildi dylja. Það eina, sem- hann sagði var: „Ég á enn þá steinana, sem hann færði mér að kjöf. Mynd irðu vilja heimsækja okkur og líta á safnið mitt?“ „Þér eruð mjög vingjarnleg- ur, herra von Goöthe. Þér haf- ið þegar gert það svo miklu auð veldara fyrir mig að mæta Weimar.“ „Það er þá samþykkt. Ég ætla að senda vagninn eftir þér, núna einhvern daginn. Ég er. viss um að kona mín verðu.r, mjög glöð að taka á móti þér í húsi ckkar“. Ég vissi að þetta boð var,.' þess megnað, að koma mér aft-; ur til að umgangast heldra fólk. ið í Weimar, en ég var ekki- viss um nema ég væri fremur, Ieið en glöð yfir þessari miklu virðingu, sem hans hágöfgi sýndi mér. Hann stökk á fætur og tók báðum höndum um hönd mér og lauk samtalinu með þeirri * kurteisi, sem mikil- menni sýna þegar þeir vilja binda enda á samtal án þess að særa menn. Ég fann að mér var hafnað það, sem eftir var dags- ins, en hann hélt rnér kyrri rétt í svip. Og horfði hugsandi á blóðrjótt andlit mitt. „Hef- urðu komið til Helgenhausen?“ spurði hann. „Nei ég-býst ekki við að mín sé óskað þar.“ „Kannske ekki óskað eftir þér, en það er þörf fyrir þig — já. Það er áreiðanlega þörf fyr- ir þig. Þú munt gráta, þegar þú sérð hvernig garðurinn þinn er orðinn, Clarinda. Og ertu ekki forvitin að sjá gröfina þína. „Hvers vegna skyldi ég vera það? Ég hef séð of margar graf ir eins og hana“. „Samt hygg ég, að þú ættir ekki að láta undir höfuð leggj- ast' að heimsækja Helgenhaus- en. Veslings Albert er ekki góð- ur við bústjórnina. Sjáðu til Clarinda, þegar ég fer í eftir- litsferð um búgarða hertogans mun ég eiga leið um Iielgen- hausen eftir tvær vikur héðan í frá. Viltu veita mér þá ánægju að fylgja mér og þiggja mig, senr auðsveipan fylgdarsvein?" ,,Já, yður hágöfgi. Hvað, sem þér viljið láta mig gera“, sagði ég og varð hálf órótt við. En tveim vikum síðar tóku að berast fyrstu fregnirnir um hinn algera ósigur Napelons í orrustunni við Leipzig, og á eft ir þeim komu hinir nýju vinir okkar, sem staðfestu þessar fregnir, kósakkar hins rúss- neska keisara. Þeir síeyptust yfir Weimar eins og sveimur af sérlega gráðugum og viður- styggilegum engisprettum. „Ég get ekki séð, að það sé svo ákaflega mikill munur, hvort við vinnum orrustu eða töpum henni. Hermenn eru her menn og við alþýðufólkið fáum þá á hálsinn", sagði Babetía, sem stóð við eldstóna og hrærði rneð stærðar þvöru í kartöflusúpunni, sem við vor- um að sjóða í þvottapottinum okkar handa átta ungverskum riddaraliðsmönnum, sem skip- að hafði verið niður hjá okk- ur. Húsi frú Menier og frú Pontignac hafði verið breytt í herbúðir eins og öðru hverju húsí í Weimar, og fólk fór að tauta um það, að frelsarar okk- ar virtust ef nokkuð væri, heldur verri en harðstjórar okkar Frakkar, og í stríði voru gerð einkennileg bandalög. Prússarnir virtust verri en Austurríkismenn, Ungverjar verri en Prússar og Rússar verstir allra. Það höfðu verið franskar her sveitir á viltum flótta, sem reyndu að veita fífldirfskulega mótspyrnu að lokum, prússnesk ar liðssveitir, sem eltu hina af mesta kappi, öskrandi Kósakk- ar á harðastökki um göturnar, austrískir og ungverskir ridd- araliðsmenn, sem þeystust á- fram með brugðin sverð. Allar kirkjuklukkurnar hringdu og, boðuðu árás, orrustu og sigur. Lúðurþeytarar borgarinnar héldu áfram að þeyta horn sín, æsandi og skerandi hljómum, frá öllum turnum borgarinnar. Skotið hafði verið af fallbyss- um yfir húsaþökin, barizt á torgum og götuhornum, og stundum þar þvagan og þyrp- ingin slík að ómögulegt var að komast leiðar sinnar. Þegar öll sigurhrópin voru um garð gengin og öll hátíðahöldin og glaumurinn, þegar fundir kon- unga og ríkisstjóra. veizlur og svall sigursins var liðið hjá og drykkjuvíman fór að rénna af fólki, færðist kyrð yfir .og far- ið var a-ð grafa hina föllnu, binda um sár hinna særðu, reikna tjónið, og hreinsa göt- urnar, sem Rússarnir í villi- mannlegri fáfræði sinni höfðu notað, sem skolpræsi, þá urðu allir örmagna af hinu erfiðasta af því öllu, að koma aftur á reglu eftir alla þá ringulreið, sem kemst á þegar stríð v.innst. Og svo þegar mesta hávaðann hafði lægt og dálítið hafði ver- ið lagfært það, sem eyðilagzt hafði, kom það sem alltaf sigl- ir í kjölfar ófriðarins, — land- fargþtt. Dag nokkurn, síðdegis, birt- ist gamall maður í uppiituðum og snjáðum ökumannafrakka við ayr okkar og bað um að fá áð tala ,við mig. Hamingjan góða, ef þetta er ekki hann Schindler okkar gamli! Mér þætti gaman að vita, hvað hann vildi“, sagði Babetta. ,Ég bið yður að fyrirgefa, yðar náð, en ég vissi bara ekk- ert hvað ég átti að gera annað“, sagði Schindler, sem var hás af stöðugu lungnakvefi. „Sértak- lega af því, að það er svo lítill vfVNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING GRASKEGGUR: Ojæja . . .við ger- um eina tilraun enn, vinur. . . . Svei mer ef maður verður ekki áttaviltur í öllum þessum fjöll- um. . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.