Alþýðublaðið - 07.07.1949, Side 5

Alþýðublaðið - 07.07.1949, Side 5
Fimmtudagurinn 7. júlí 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Einar Magnússon: Fyrri grein EINAR MAGNÚSSON menntaskólakennari flutti erindi það, sem hér birtist, í dagskrárlið ríkisútvarps- ins um daginn og veginn í vikunni, sem lleið. Vakti ea> indið mikla athyffli og hefur blaðið fengið góðfirdegt leyfi höfundarins til bess að birta það í dálkum sínum. ÉG YERÐ að biðja þá, sem til mín kynnu að heyra, afsök- unar á því, að ég er óvenju- rámur, og hef sem sé misst mína hljómfögru raust eins og skáldið segir,- og- vil ég- þó á engan hátt líkja mér við eða vera bendlaður við þá persónu sem skáldið talarum, enþaðvar höggormurinn í Eden. Og ég þori heldur ekki annað en taka það fram, að ég var ekki í neinni veizlu í gærkvöldi, hvorki prívat veizlu né opin- berri veizlu hjá ríkisstjórn eða bæjarstjórn, þar sem hægt er að verða rámur upp á kostnað þess opinbera, það er að segja ef menn eru óvanir að vera í opinberum veizlum. Nei, ég er bara rámur af því að ég er með kvef, þó skömm sé frá að segja um hásumarið í jafn sólbjörtu veðri og verið hefur nú í júní. En sólskinið hefur sínar skuggahliðar, og ein hin dekksta þeirra er rykið, ryk- ið úr þurri jörðinni, rykið á vegunum og alveg sérstaklega rykið á götunum í henni Reykjavík. Það fýkur til og frá um göturnar og upp í og ofan í vegfarendur. Og svo koma blessaðir götuhreinsun- armennirnir, og sópa svolitlu af rykinu saman í hauga í götu- rennunni og kasta því síðan með skóflum upp á háan bíl, þ. e. a. s. meginhlutinn fýkur vitanlega af skóflunni og út í veður og vind, inn í garðana, og inn í stofurnar, ef gleymst hefur að loka glugga. En hvað um það, götuhreinsunarmenn- irnir vinna trúlega sitt verk með sömu aðferðum í sól og vindi og rigningu og logni, og við borgum og borgum og fá- um kvef og hæsi og hósta og hnerra, sem kvittun fyrir pen- inga okkar. — En nú er bless- uð rigningin komin, og stend- ur vonandi lengi, því að okkar á milli sagt, er suddarigning eiginlega eina veðrið, sem hægt er að brúka hér í Reykja- vík sér til nokkurrar ánægju eða gleði og án tjóns fyrir líf og heilsu. Þið fyrirgefið, að ég skuli vera áð minnast á þetta kvef í sjállfum mér, því að ég veit, að það þykir engin kurteisi að tala um sína eigin sjúkdóma, og engum þykir gaman að því að hlusta á frásagnir af þeim; flestir þeir, sem verða að hlusta á okkar frásagnir, bíða þess með óþreyju að komast að með frásagnir og umkvartanir um sína sjúkdóma. En þó að þetta sé nú ekki talin nein kurteisi eru þó sjúkdómssögur algeng- asta umræðuefnið, þegar talað er um daginn og veginn, næst á eftir öllu umtali og rógi um náungann, sem er tvímælalaust fyrirferðarmesti þáttur þessa dagskrárliðar hjá almenningi, að ég ekki segi í útvarpinu, enda geri ég ráð fyrir því, að sú muni verða raunin á um þetta, sem ég ætla að fara að segja. En úr því að ég er á annað borð farinn að segja frá mínum sjúkdómum, þá get ég ósköp vel bætt því við, að ég varð fyrir smáslysi hérna um kvöldið og þurfti að komast til læknis eins og skot, eins og við segjum. Ég vissi af reynslunni að ekki þýddi að reyna að ná til lækn- is í sírpa, þeir ansa ekki, sem ekki er von, þeirra vinnutími er búinn, og enda orðinn lang- ur, en með miklu snarræði tókst mér að ná í kunningja minn, sem á bíl, og hann ók mér á slysastofuna uppi í barnaskóla, og var ég svo stál- heppinn að læknirinn var við- staddur, nýkominn úr hálf tíma ferð inn í Sogamýri og bjargaði það lífi mínu í þetta sinn. Fyrr um kvöldið hafði þessi sami kunningi minn ekið á slysastofuna barni, sem bein stóð fast í hálsinum á. Lækn- irinn var þá í sjúkravitjun úti í bæ, og þarna varð veslings barnið af bíða langa stund rneð beinið þversum í hálsinum, og þið getið ímyndað ykkur, hvernig því heíur liðið, eða hvernig móður þess hefur lið- ið, sem sat með það í kjöltunni. Loks kom læknirinn og allt fór vel. En það hefði eins g'etað farið illa, því að dæmi eru þess, að fólk hafi dáið kvala- fullum dauðdaga, hafi fiskbein festst í hálsinum á því. Ykkur, sem eigið heima í sveitum, þykir það kannske skrýtið að heyra það, að það er mjög erfitt, og erfiðara en á flestum öðrum stöðum lands- ins, að ná fljótlega læknis- hjájp í Reykjavík, sérstaklega á kvöldin og nóttunni og þó einkum á laugardögum og sunnudögum. Aðeins^ einn læknir er á verði á nóttunni og helgidögum í borg með 55 bús. íbúum og hann verður að fara í hina fjarlægustu útjaðra bæj- arins, og er því oft lengi burtu. Þá er og annað; bíla- stöðvar eru lokaðar á nóttunni, og því mjög erfitt að ná í bíl til að komast á slysastofuna, almenningsími er hvergi. Ef sæmilega ætti að vera séð fyr- ir þessari læknisþjónustu, ættu þrír læknar að vera á verði á slysastofunni, ekki aðeins á nóttunni heldur líka á daginn, einn á stofunni sjálfri og tveir í sjúkravitjunum, þegar fólk nær ekki til heimilislækna, en mikið liggur við. Auk þess ætti að vera þarna nokkrar lag- hentar hjúkrunarkonur, sem gætu innt af hendi margt, sem fólk situr nú og bíður tímum saman eftir að fá gert hjá læknum sínum, svo sem að skipta um sárabindi, fá spraut- ur o. s. frv. Þið skuluð nú ekki halda að þessar tillögur mínar séu neitt frumlegar eða byltingar- kenndar, um þetta hefur ver- ið talað í mörg ár, og allir eru sammála um þetta, að svona eigi þetta að vera, bæði lækn- ar og aðrir, og enginn er á móti bví. En þó kemst bað ekki í framkvæmd, vegna þess að sá eða þeir, sem valdið hafa til að fyrirskipa, fyrirskipa ekki. Og svona er það með svo ótal margt stórt og smátt, sem mögulegt er að fá framkvæmt, — ekki af því ao neinn liafi neitt á móti því, heldur af þvi, að þeir, sem valdið hafa til að fyrirskipa, eru seinfærir, svo að ekki sé meira sagt. En það, af hverju forstjórar og aðrir yfirmenn, einkurn í opinber- um stofnunum, virðast yfir- leitt vera seinni til réttra fram kvæmda en undirmenn þeirra, og jafnvel allur almenningur, er nú . rannsóknarefni út af fyrir sig, sem ég vil ekki fara út í að sinni. En þó þætti 'mér ekki ólíklegt, að nokkru kunni að valda sú venja, að velja slíka menn í embætti fyrst og fremst eftir því hvort þeir fjdgja að málum í pólitíkinni þeim ráðherra eða öðrum valaamanni ,sern embættið veitir. En þeir menn, sem hafa geð í sér til að taka við em- bætti á þeim forsendum, hljóta að hafa nokkuð sérstaka skap- gerð. Og svo er hitt, að eftir að þeir hafa tekið við embætt- inu, verða þeir að eyða tíma sínum og kröftum í þágu flokks ins, sem veitti þeim embættið og til þess að gegna þeim auka- störfum, sem þeir verða að hafa til þess að geta lifað sóma- samlegu lífi, sem hæfir stöðu þeirra; en til þess eru embætt- islaunin alltof lág. Og er þá ekki eðlilegast, að embættis- störfin hljóti að verða út und- an? (Síðar grein á morgun.) ara. Flujgferð verðu!r 15. júlí. til Færeyja föstudaginn Væntanlegir farþegar hafi samband skrifstofu vora, Lækjargötu 4- Flugfélag Islands. við STEINDÓRSPRENT á 15 ára afmæli um þessar mund- ir. Var fyrirtækið stofnað í maí 1934, en tók til starfa í Aðalstræti 4 1. júlí það ár. Steindór Gunnarsson var frumkvöðull og aðaleigandi og stjórnandi til dauðadags. Starfslið var fyrsta árið 5 manns. en eru nú samtals 39. í sambandi við prentsmiðj- una eru gefin út tímai’itið Úr- val og Viðskiptaskráin, og Steindór Gunnarsson átti einnig mikinn þátt í stofnun Vikunnar. Prentsmiðjustjóri er nú Hrólfur Benediktsson. ÞAÐ leikur ekki á tveim tungum, að merkasta samkoma íslenzkra íþróttamanna er þing íþróttasambands íslands, sem háð er árlega ýmist hér í Reykjavík eða á öðrum stöðum. Þingi Í.S.Í. árið 1949 er ný- lokið hér í Reykjavík. Stóð það yfir dagana 25.—28. júní s. 1. Höfuðmál þessa þings var frumvarp til bandið, sém milliþinganefnd hafði samið. En nóg um það. Línur þessar eru ekki ritaðar til þess að gera grein fyrir störfum þessa síðasta þings Í.S.Í., heldur til þess að vekja athygli á ársskýrslu sambands- stjórnar, sem lögð var fram í þingbyrjun, ag beina því til í- þróttamanna almennt og í- þróttaunnenda, að afla sér þessarar skýrslu, sem er í snotru prentuðu bókarformi, og kynna sér rækilega það, sem hún hefur að flytja. En skýrsla þessi er gagnmerk heimild um starfsemi íþrótta- hreyfingarinnar á landi voru hið síðasta ár. Framkvæmdastjórn sam- bandsins skipuðu: Ben. G. Waage forseti, Þorgeir Svein- bjarnarson, Frímann Helgason, Kristján L. Gestsson, Erlingur Pálson, auk meðstjórnenda úr hverjum fjórðungi. Fram- kvæmdastjóri sambandsins var Kjartan Bergmann. Stjórnin hélt samtals 55 fundi á starfs- árinu og tók fyrir og afgreiddi á fimmta hundrað mála. Af þessu má marka, hversu um- fangsmikil er orðin stjórn íþróttamálanna hérlendis. Á þessu starfsári átti Í.S.Í. 37 ára afmæli, og var þess minnzt með hófi. Þá er getið um þau félög, sem hlotið hafa heiðurs- skjöld Í.S.Í., og er þar bæði um innlend og erlend íþrótta- félög að ræða. Ævifélagar Í.S.Í. eru nú orðnir 348 að tölu, og er skrá um þá, sem á þessu starfsári hafa gerzt ævi- félagar. Þá er getið kvikmynda Mtinið handíða- Nii fer hver að og listmunasýningu. S.Í.B.S. í Lisíamannaskálanum. — verða síðastur að sjá sýninguna. Opin daglega frá kl. 1—23. safns sambandsins; en sam- bandið á þegar gott sáfn kenslu kvikmynda í íþróttum, og hef- ur eftirspurn verið mikil eftir þeim. Þá ér skrá um landsdóm- ara þá, sem löggiltir hafa ver- - ið bæði í glímu og hnefaleik. Þá er getið staðfestra íslands- meta í sunai á árinu og ís- landsmeistara í badminton,; laga fyrir sam-1 frjálsum íþróttum, glímu, golf, handknattleik, hnefaleik, knattspyrnu, skíðum og sund- knattleik (1949). Þá er .ýtar- leg greinargerð um samskiptin við útlönd, bæði um heim- sóknir erlendra íþróttaflokka og störf erlendra íþróttakenn- ara hér á landi, svo og um ut- anfarir íslenzkra íþrótta- manna, þar á meðal nákvæmur listi yfir nöfn Ólympíufaranna. Enn fremur er getið þeirra manna íslenzkra, sem íþrótta- nám stunda erlendis. Fulltrúi íslands í alþjóða- Ólympíunefndinni, Benedikt Waage, forseti Í.S.Í., gefux’ þarna ýtarlega skýrslu uifi Ólympíuþingið, sem háð var í Rómaborg 24.—30. apríl s. 3. Þá er skýrsla um alþjóðasund,- sambandsþingið, en aðalfull- trúi íslands á því þingi var Er- lingur Pálsson. í kaflanum um nefndir er skýrt frá störfum hinna ýmstí nefnda sambandsins og full- trúum. Þar er m. a. greinar- gerð frá kvikmyndahússnefnd Í.S.Í. og kynning á íþrótta- mennt þeirra þjóða, sem erú þátttakendur í Lingmóti ársins. Þá er skýrsla bókasjóðs Í.S.Í. og skýrsla um störf unglinga- ráðsins og stefnuskrá þesS’. Næst er kafli um þátttöku i einstökum íþróttagreinum, samkvæmt ársskýrslum félag- anna, og skiptingu beirra. Kemur þar í ljós, að mest er þátttakan í handknattleik og knattspyrnu, en minnst í skot- fimi. Þá er sagt frá hinum ýmsu sérsamböndum, en þau eru fjÖgur, og skrá um stað- fest met í frjálsum íþróttum af F.R.Í., bæði innanhúss- og utanhússmet. Myndir fylgja af’ formönnum sérsambandanna. Loks er ýtarlega getið hinna mörgu héraðasambanda, félög þeirra talin, formanna getið og félagatölu. Mynd fylgir af for- manni hvers héraðssambands. Þá er loks getið hinna ein- stöku félaga utan héraðssam- bandanna. Auk þeirra mynda, sem þegar er getið, prýða skýrsluna margar myndir af Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.