Alþýðublaðið - 21.07.1949, Blaðsíða 4
4
-£
ALÞÝBUBLAÐIÐ
Eimmtudag’ur 21. júlí 1949
Útgefandi: Alþýðuflokknriim.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan huf.
Sama „afkomuðr-
yggi" og hjá Tífé!
r _____
i
ÞJÓÐVILJINN hefur sð
undariförnu veriu fremur fá-
orður um þá gömlu og nýju
kröfu sína, að íslendingar
beini meginviðskiptum sínum
til Rússlands og leppríkja þess
í Austur-Evrópu. Ástæðan fyr-
ir því er sú, að þessu skrafi
korhmúnista hefur verið þann-
ig tekið, að leidd hafa verið ó-
yggjandi rök að því, að hér er
síður en svo um þá blessun að
ræða, sem Þjóðviljinn vill vera
láta. Viðskipti okkar við lönd-
in austan járntjaldsins hafa á
engan hátt verið eins hag-
kvæm og viðskiptin við lýð-
ræðisríkin í Evrópu, sein kom-
múnistar ausa linnulaust níði
og rógi. Leppríki Rússa verða
yfxrleitt að byggja viðskipti
sín á vöruskiptum, og vörur
þær, sem við höfum frá þeim
fengið, hefðu yfirleitt fengizt
fyrir margfalt lægra verð
annars staðar. Þegar þessa er
gætt, er það síður en svo til
að miklast af fyrir kommún-
ista, þó að þeir viti þess örfá
einstök dæmi, að fengizt hafi
sæmilega hátt verð fyrir ein-
hverja sérstaklega eftirsótta
íslenzka afurð í löndunum
austan járntjaldsins. Slíkt seg-
ir lítið um þessi viðskipti eins
og þau raunverulega eru. Um
Rússa er hins vegar það að
segja, að þeir ljá ekki máls á
viðskiptum við íslendinga og
hafa gefið þá skýringu eina á
þeirri afstöðu sinni, að við
krefjumst hærra verðs en þeir
sjái sér fært að borga.
En nú er Þjóðviljinn byrjað-
ur enn á ný á söngnum um
blessun viðskiptanna við Rúss-
iand og leppríki þess. Tilefnið
er grein í Vísi, þar sem meðal
annars er réttilega á það bent,
að Islendingum væri mjög mik-
ils virði að ná viðskiptasamn-
ingum við Breta til margra ára.
Læzt kommúnistablaðið vera
þessu samþykkt út af fyrir sig,
en telur öll tormerki á því, að
viðskiptin við Bretland séu eða
vei'ði okkur til farsældar. Það,
sem nauðsynlegt er að dómi
Þjóðviljans, er að gera gang-
skör að því að fá samninga til
margra ára við „hin kreppu-
lausu lönd sósíalismans“!
En myndum við íslendingar
hljóta það afkomuöryggi, sem
Þjóðviljinn boöar, ef við beind-
um meginviðskiptum okkar til
Rússlands og leppríkja þess?
Værum við þá lausir við þá
hættu, sem Þjóðviljinn stað-
hæfir, að dunið hafi yfir okk-
ur vegna viðskiptanna við
Bandaríkin og Bretland?
Það þarf ekki lengi að leita
til að finna svar við þessum
spumingum. Rússland og
leppríki þess gera fyrst og
fremst pólitíska viðskipta-
samninga, og séu viðskipta-
löndin þeim ekki hlýðin og
'ylgispök, þá er refsiaðgerð-
anna skammt að bíða. —
Reynsla Júgóslava af viðskipt-
unum við Rússa og aðrar Kom-
informþjóðir talar skýru máli.
Þeir gerðu viðskiptasamninga
við öll þessi lönd, meðan Tito
var enn einn af leiðtogum j
kommúnista og eftirlætisþjónn
valdhafanna í Moskvu. En
þegar deila Titos við Komin-
form hófst, breyttist fljótlega I
veður í lofti. Rússar og lepp-.
ríki þeirra sviku lið fyrir lið (
viðskiptasamningana við Júgó-
slava og reyna nú að svelta .
þessa fyrri samherja, ef verða
mætti, að þannig tækist að
kúga þá til hlýðni. Er það op-1
inbert leyndarmál, að Júgó-1
slavar væru löngu komnir í'
bjargarþrot, ef Vesturveldin '
hefðu ekki rétt hinum fyrrver-
andi andstæðingi sínum hjálp-
arhönd. Afkomuöryggi Júgó-
slava af viðskiptunum við Rúss j
land og leppríki þess er því,
sannarlega ekki til að státa af
fyrir Þjóðviljann.
íslendingar eiga þess auð-
veldan kost að dæma um það,
hvort þessa eða annars eins sé
að vænta af viðskiptunum við
Breta og Bandaríkjamenn. Við
höfum rekið umfangsmikil við-
skipti við þessi stórveldi und-
anfarin ár og gerum enn.
Aldrei hefur þess orðið vart,
að viðskiptasamningar þeirra
ríkja við okkur væru pólitísks
eðlis. Slík vinnubrögð eru sér-
grein einræðisríkjanna.
Lygar Þjóðviljans um við-
skiptin við Bretland og Banda-
ríkin eru svo fráleitar, að
naumast er orðum eyðandi á
aðra eins fjarstæðu. Fullyrð-
ing sem sú, að íslendingar hafi
ekkert afkomuöryggi fengið í
viðskiptunum við Breta og
Bandaríkin dæmir sig sjálf.
Alþjóð er kunnugt, að viðskipti
okkar við þessi lönd hefur ein-
mitt tryggt okkur afkomuör-
yggi, eftir því sem hægt er um
þjóð, sem á allt undir jafn stop-
ulum atvinnuvegi og sjávarút-
vegi.
Þessi málflutningur komm-
únista er því dæmdur til að
vera marklaus og fyrirlitinn,
og saga undanfarinna ára sýn-
ir í björtu Ijósi muninn á við-
skiptum okkar við Vesturveld-
in og viðskiptum okkar við
Rússland. Ef við hefðum átt að
fara að ráðum kommúnista um
söju afurða okkar til Þjóðverja
og Rússa í byrjun síðari heims-
styrjaldarinnar, hefðum við
orðið hungurmorða. Ef við
glæptumst til þess að einbeita
viðskiptum okkar nú til Rúss-
lands og leppríkja þess, værum
við að kalla yfir okkur þá
hættu, að hlutskipti okkar yrði
fyrr eða síðar „afkomuörygg-
ið“, sem Júgóslavar eiga við
að búa í dag. Þetta veit þjóðin,
og kommúnistar vinna því
sannarlega fyrir gýg, þegar
þeir predika íslendingum
blessunina af viðskiptum við
Rússa og fullyrða, að ekkert
annað en bölvunin hljótist af
viðskiptum við Vesturveldin.
Stjórn stúclentagarðanna vill
minna háskólastúdenta á, að
umsóknarfrestur um Garðvist
fyrir komandi háskólaár er út-
runninn 1. ágúst n. k. Umsókn-
ir, ssm berast kunna stjórninni
eftir þann tíma, verða ekki
teknar til grein«.
Gagxirýni á Hóíel Borg. — Stúlkurnar, sem
hanga í forstofum hótelsins. — Dónar í veit-
ingasölunum. — Kolabyngir við Arnarhól.
GESTUR skrifar mér nýlega:
„Ég hef verið gestur í Reykja-
vík undanfariff, og eru nokkur
ár síðan ég var hér síðast. Bær-
inn hefur tekið miklum breyt-
tngum og flest til hins betra,
sérstaklega dáist ég að hinum
aukna gróðri og ber hann þess
vott, að bæjarbúar hafa hug á
að prýða kringum hús sín.
EN ÞAÐ VAR EKKI UM
þetta, sem ég ætlaði aðallega að
skrifa þér um. Ég hef nokkrum
sinnum komið á aðalhótel borg
arinnar og mig furðar á breyt-
ingum, sem orðið hafa þar inn-
an dyra, virðist mér að þarna
hafi orðið veruleg breyting til
hins verra — og fullyrði ég að
þetta stafar af of litlu og slæ-
Legu eftirliti á hótelinu.
í FORSTOFUM HÓTELSINS
hanga stúlkur öll kvöld. Þær
virðast ekkert hafa fyrir stafni,
helzt sýnist sem þær séu að
bíða eftir einhverju eða ein-
hverjum. Mig furðar á þessari
hegðun stúlknaixna. Skilja þær
ekki, hvernig litið er á stúlkur,
sem þannig hanga við hótel?
Erlendis er að minnsta kosti lit-
Veginn og léttvœgur fundinn
ÞAÐ hefur verið hljótt um
kommúnistaflokkinn hér
undanfarið, og það má sjá á
Þjóðviljanum, að honum líð-
ur illa yfir þeirri þögn. í gær
er hann í langri skrumgrein
að reyna að minna á ílokk
sinn og þakkar honum þar
allt, sem unnizt hafi til
kjarabóta fyrir alþýðu lands-
ins allt síðan 1939 og alveg
sérstaklega síðan 1942. Eru
svo samfara þessu skrumi
um kommúnistaflokkinn
flest þau hrakyrði um al-
þýðuflokkinn, sem menn
hafa vanizt við lestur Þjóð-
viljans undanfarin ár.
ÞAÐ er annars orðin hýsna
tíðkuð bardagaaðferð hér á
sviði stjórnmálanna að reyna
að falsa sögu undanfarandi
ára hinum eða þessum flokki
í vil. Er í því samþandi
skemmst að minriast hinnar
kátbroslegu tilraunar Morg-
unblasiðns til að þakka sjálf-
stæðisflokknum verkamanna-
bústaðina hér á landi. En eins
og menn muna varð það til
þess, að Alþýðublaðið rifjaði
lítillega upp sögu löggjafar-
innar um Verkamannabústað-
ina og .afstöðu þirigmanna
sjálfstæðisflokksins til henn-
ar. Morgunblaðið og sjálf-
stæðisflokkurinn græddu
ekki á því.
Að sjálfsögðu slær Þjóð-
viljinn öll met Morgunblaðs-
ins í sjálfshóli um flokk sinn.
En það mun fara eins fyrir
honum. Sögulegum stað-
reyndum verður ekki haggað
og kommúnistum þýðir ekk-
ert að ætla að skreyta sig með
stolnum fjöðrum.
❖ ❖ *
ÞJÓÐVILJINN byrjar skrum-
grein sína í gær á því, að
minnast á þjóðstjórn Her-
manns Jónassonar á árunum
1939—1942. Brigzlar hann al-
þýðuflokknum í sambandi
við hana um að hafa hindrað
kauphækkunarbaráttu verka-
manna, og þakkar kommún-
istum þær kjarabætur, sem
þá byrjuðu.
En hvaða flokkur var það
annar en alþýðuflokkurinn,
sem knúði fram fulla Vísi-
töluuppbót á kaup verka-
manna strax haustið 1940?
Og hverjum var það meira að
þakka en alþýðuflokknum,
sem sagði upp þjóðstjórnar-
samvinnunni í ársbyrjun
1942, þegar borgaraflokkarn-
ir tóku höndum saman um
setningu gerðardómslaganna,
að þau lög voru brotin á bak
aftur, og verkarnenn fengu
allsherjar grunnkaupshækk-
un?
EN þetta er nú aðeins um for-
spjallið í grein Þjóðviljans í
gær. Aðalefni hennar er um
samstjórnina á árunum 1944
—1946 og nýsköpunarlöggjöf
og umbótalöggjöf hennar,
sem Þjóðviljinn þakkar kosn-
ingasigrum kommúnista árið
1942. Alla þá löggjöf telur
hann nú vera afrek kommún-
istaflokksins — nýsköpunina,
launalögin, almannatrygg-
ingalögin og löggjöfina um
útrýmingu heilsuspillandi í-
búða!!! Eins og menn sjá er
hin broslega tilraun Morgun-
blaðsins á dögunum til þess
að eigna íhaldinu verka-
mannabústaðina barnaleikur
einn hjá þessum þólitíska
stórþjófnaði Þjóðviljans!
Sem kunnugt er gengu
kommúnistar inn í samstjórn
Ólafs Thors árið 1944 án þess
að setja fyrir þátttöku sinni
svo mikið sem eitt einasta
skilyrði um umbætur á at-
vinnulífi eða kjörum alþýð-
unnar í landinu! Svo áfjáðir
voru þeir í það, að komast
einu sinni í stjórn. Það var
alþýðuflokkurinn, sem öil
skilyrðin setti og markaði þar
með umbótastefnu þeirrar
stjórnar. Það var hann, eins
og mörgum sinnum hefur
verið upplýst með birtingu
bréfa, er á milli fóru áður en
sú stjórn var mynduð,- sem
gerði það að skilyrði fyrir
þátttöku sinni í henni, að
minnst-350 milljónum króna
af . erlendum innstæðum
þjóðarinnar þá yrði varið til
nýsköpunar atvinnúlífsins,
að ný launalög yrðu sett til að
bæta kjör opinbérra starfs-
manna, að alþýðutrygging-
arnar yrðu stórbættar og
þeim breytt í almannatrygg-
ingar og að ný lög yrðu sett
um útrýmingu heilsuspill-
ið svo á að stúlkur, sem þann-
Lg eru á vakki við hótel, séu
til fals.
ÞÁ ER ÞAÐ mikill ljóður á
hótelinu, hve sumir gsstir haga
sér illa í veitingasölunum á
kvöldin. Hér er aðallega um að
ræða kornunga pilta, sem hafa
drukkið of mikið. Þeir vaða á
milli borðanna, ávai'pa gesti
með frekju og dónaskap, þrífa
jafnvel glös þeirra og súpa á
þeim, og allt þetta án þess að
þjónar eða aðrir starfsmenn hó-
telsins skipti sér nokkuð af því.
HVORT TVEGGJA þetta set-
ur blett á þetta myndarlega hó-
tel — og ég vil mælast til þess
við eiganda og stjórnendur þess,
að þessu verði kippt í lag. Það
er til dæmis sjálfsagt að spyrja
þær stúlkur, sem hanga í for-
stofunum, hvers þær óski. Mig
grunar líka, að hér sé aðallega
um sömu stúlkui'nar að ræða,
svo að hægt. á að vera fyrir
starfsmenn hótelsins að þekkja
þær úr“.
EINN AF MÖRGUM skrifar:
„Mér finnst ég verða að vekja
máls á samíali, sem ég átti við
erlendan mann fyrir nokkru.
Hann hafði verið hér í bænum
á þjóðhátíðardaginn. Honum
þótti bærinn vera vel skreyttur,
en hann sagði, að sér ofbyði að
sjá kolabinginn í norðvestur-
horni Arnarhólstúnsins, sem
hann kallaði puntið í þjóðhá-
tíðargarðinum. Svona smekk-
leysi í fegrun opinberra
skemmtistaða sagðist hann ekki
hafa séð’nema hér í Reykjavík.
Ég vildi aðeins vekja máls á
þessu til þess að réttir hlutað-
eigendur réðu bót á þessu, sem
og allir bæjarbúar hljóta að
óska eftir“.
andi íbúða. Sem sagt: Allt
það, sem Þjóðviljinn eignar
.nú kommúnistum af umbót-
um samstjórnarinnar á árun-
um 1944—1946, var fyrst og
fi'emst verk alþýðuflokksins!
ÞJÓÐVILJINN gætir þess vel
að minnast ekki á það, hvern-
ig kommúnistaj skildust við
þá stjórn og umbótalöggjöf
hennar. ÞaS er viturlegt af
honum; því að sjaldan hefur
flokkur stokkið á ábyrgðar-
lausari hátt og með meiri
smán úr stjórn, þegar ' að
svarf í fjárhagslegum efnumi,
og mest á reið að tryggja það,
sem unnizt hafði. Einnig það
varð alþýðuflokkurinn áð
gera og sú stjórn, sem hann
myndaði 1947 og nú situr. .
MEÐ slíka sögu að baki sér
síðan árið 1942, þarf Þjóðvilj-
inn ekki að vænta þess, að
kommúnistaflokkurinn vinnx
neinn kosningasigur, er geng-
ið verðui’ að kjörborðinu á
ný.
Kommúnistaflokkurinn
hefur síðan árið 1942 verið
veginn bæði í stjórn og utan
og léttvægur fundinn.