Alþýðublaðið - 27.07.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1949, Blaðsíða 4
« ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. júlí 1949 Útgefandi: AlþýSuflokkuriim. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan JxX. Einhugur Fram- sóknar. FRAMSÓKNARFLOKKUR- INN heldur um þessar mundir héraðshátíðir víðs vegar um land. Lætur Tíminn mjög af þessum samkomum, sem hann segir að sóttar hafi verið sam- tals af nokkrum hundruðum kjósenda og leitt í ljós á ó- gleymanlegan hátt einhug Framsóknarmanna! Ekki skal það dregið í efa, að upplýsingar Tímans um fund- arsóknina hafi við einhver rök að styðjast. Auðvitað gerir sveitafólkið sér þann dagamun um helgar að fara á samkom- ur, þar sem því er gefinn kost- ur á að heyra eftirhermur Gísla Sigurðssonar og dansa til klukkan tvö eftir miðnætti, og' sjálfsagt tekur það með stiil- ingu ræðum forkólfa Fram- sóknarflokksins, sem Tíminn gefur þá einkunn, að þær séu „snjallar“ og „ýtarlegar“. Afl- ur á móti lætur' talið um ein- huginn í Framsóknarflokknum dálítið skrýtilega í eyrum þeirra, sem hafa aðrar og betri j heimildir um sambúðina í Framsóknarflokknum en frá- sagnir Tímans. * Allir vita um sambúð Fram- sóknarflokksins við fyrrver- andi formann sinn og spá- j mann, Jónas Jónsson frá j Hriflu. Þeir, sem lesa Tímann ] annars vegar og Ófeig og Landvörn hins vegar, þui’fa ekki frekari vitna við um eld- inn, sem þar er á milli. Það er fyrsta spegilmyndin af sam- búðinni á Framsóknarheimil- inu. En þetta er aðeins byrjun- in. Alþingistíðindin frá yfir- standandi kjörtímabili verða óljúgfróð heimild um sambúð formanns Framsóknarflokks- ins, Hermanns Jónassonar, annars vegar og ritara hans, ■ Eysteins Jónssonar, og vara- formannsins, Bjarna Ásgeirs- sonar, hins vegar. Það er önn- ur spegilmyndin af sambúð- inni á Framsóknarheimilinu og hinni fyrri sízt ómerkari, þeg- ar að er gætt. Lýsingin á flokkserjum Framsóknarmanna er rnun fremur efni í bók en blaða- grein. Því fer þess vegna fjárri, að henni verði hér gerð þau skil, sem vert væri. En að- alatriðanna skal getið, og þau nægja sannarlega til þess að sýna fram á, að það er svo sem eitthvað annað en eining and- ans á bandi friðarins sé á Fram- sóknarheirnilinu. * Þegar Keflavíkursamning- urinn var samþykktur á al- þingi, klofnaði Framsóknar- flokkurinn í tvennt líkt ,og smáeyjan í Kyrrahafinu við gosið íorðumj Hermann Jónas- son var forustumaður þess hluta af þingflokki Framsókn- ar, sem í því máli kaus sér samstöðu við kommúnista. Ey- steinn Jónsson var foringi hins hlutans, sem átti samleið með þegar Tíminn er að fjölyrða hinum lýðræðisflokkunum. ■ um einhug Framsóknarmanna. Eftir að alþingi hafði afgreitt j Það skraf er iafnvel öllu hlægi- Keflavíkursamninginn, hlupust! iegra en tilburðir Tímans í kommúnistar brott úr ríkis- J andstöðunni við þá ríkisstjórn, stjórn sællar m.inningar. Þá sem Eysteinn Jónsson og gerði Hermann sér von um, að Bjarni Ásgeirsson sitia bí- hann gæti orðið forsætisráð- j sperrtir í! herra í samsteypustjórn með I Sannleikurinn er sá. að sam- kommúnistum. Honum varð búðin í Framsóknarflokknum ekki að þeirri ósk sinni, en er eins og á heimili, sem er að Framsóknarflokkurinn gerðist leysast upp. Nú á að reyna að aðili að núverandi ríkisstjórn1 forða flokknum frá algerum ásamt hinum lýðræðisflokkun- j klofningi enn um sinn með því um. Eysteinn Jónsson og að efna til haustkosninga, sem Bjarni Ásgeirsson urðu ráð-1 Framsóknarmenn hafa bó til herrar, en Hermann sat eftir. | þessa talið sér skaðræði. En Hermann Jónasson hefur aldr- i það verður skammgóður verm- Tvísaga í lyginni, ei getað litið þessa stjórnar- samvinnu réttu auga, en fylgi hans í þingflokknum hefur hrakað svo að segja dag frá degi, og á síðasta flokksþingi átti hann aðeins góðsemi Ey- steins og Bjarna það að þakka, að hann var endurkosinn for- maður flokksins. Síðan hefur Hermann setið hjá eða sam- fylkt kommúnistum á alþingi við afgreiðslu flestra mála. Á- takanlegust var eymd hans í sambandi við atkvæðagreiðsl- ,,, , una um aðild Íslands að At- se“ sottu ,fuudiT hlyddU & ir. Framsóknarflokkurinn verð ur naumast einhuga um ósig- urinn að kosningunum loknum. Orðsendin!? ti! húsmæðra af gefnu tilefni. — Yandræðin með útvarnsbuliiia. — Á að skerða Austurvöll? EF FÓLK KAIJPIR niðursoð-] ekki er hægt að koma með þá NORRÆNI UTIFUNDUR- INN hér í Reykjavík á dögun- um hefur heldur betur iarið í taugarnar á andstæðingum al- þýðuflokksins. Þjóðviljinn reið í sumarleyfinu, en þegar hún á vaðið og staðhæfði, að þeir, íók hana upp reyndist innihald- ínn mat, sem reynist vera skemmdur, er því ráðlagt að henda ekki dósinni, heldur að fara með hana og innihald tiennar annaðhvort til kaup- tnannsins, sem dósin var keypt hjá, eða til matvælaeftirlitsins ðg kæra yfir vörusvikunum. Þetta er sagt að gefnu tilefni. Kona keypti nýlega niðursoðið kjöt og fór með dósina í ferða- lag. Hún tók upp dósina síðasta daginn, sem hún ætlaði að vera lantshafsbandalaginu. Hlut- skipti hans í því máli er áreið- anlega einsdæmi um mann, sem verið hefur forsætisráð- herra og utanríkismálaráð- herra og hefur á hendi foi'- mennsku næststærsta stjórn- málaflokks landsins. Mun gætnari og skynsamari mönn- um í Framsóknarflokknum að ,, vonum hafa þott Hermann ^ ræður verkalýðsleiðtoga hinna Norðurlandaþjóðanna, for- manns alþýðuflokksins og for- geta alþýðusambandsins hefðu í mesta lagi verið þrjú hundruð! Morgunblaðið tók síðan í sama streng og Þjóðviljinn, og sam- kór afturhaldsins til hægri og vinstri lét í sér heyra enn einu sinni. Loks hefur Tíminn læra lítið um viðhorf og þróun alþjóðamálanna í (New York og París. Þegar hér var komið, átti Hermann Jónasson aðeins tvo fylginauta í þingflokki Fram- sóknarflokksins, og mun ann- ar þeirra hafa haldið tryggð við hann af vorkunnsemi en hinn af fljótfærni. Meðal ó- breyttra fylgismanna flokks- ins var hann orðinn áhrifalaus, þegar undan hafði verið skil- inn innrásarher kommúnista í félag ungra Framsóknarmanna í höfuðstaðnum. * Með hliðsjón af öllu þessu er það vægast sagt broslegt, að leggja orð í belg! Alþýðublaðið sér ekki á- stæðu til að spinna lopa þess- ara umræðna, sem áreiðanlega eru einsdæmi. Það unir vel dómi beirra, sem sóttu útifund- inn á Arnarhóli, um fjölmenn- ið þar og lætur þessar lygar andstæðinganna sér í léttu rúmi liggja. Þjóðviljinn, Morg- unblaðið og Tíminn eru sannar- lega ekki óhlutdrægir dómar- ar í þessu máli. Blöð þessi eru ekki á því menningarstigi, að bau geti sagt satt og rétt frá fundarsókn alþýðuflokksins í þetta skipti frekar en önnur. En margur mun hafa ætlað, að þau reyndu að temja sér mannasiði, þegar erlendir íð gjörskemmt. Konan ætlaði að fá aðra dós í staðinn hjá kaup- manni sínum, en fékk ekki vegna þess að hún henti henni og óþverranum, sem í henni var, af því að lyktin var svo megn, að hún gat ekki flutt dósina heim með sér. KAUPMENN hafa það að reglu, eftir því sem mér er sagt, að láta húsmæður fá aðra dós í Etað þeirrar, sem er með Ekemmdu innihaldi, ef þær skila skemmdu dósinni. En ef gestir áttu hlut að máli. Því var hins vegar ekki að heilsa. Annars vill svo vel til, að þessi andstæðingablöð alþýðu- flokksins hafa reynzt tvísaga í lyginni. Þjóðviljinn sagði sem sé, að þrjú hundruð hefðu ver- ið á fundinum, eri Tíminn í gær ályktar, að þeir, sem sóttu hann, muni hafa veríð sjö hundruð! Auðvitað er þetta sama lygin í tveimur útgáfum. En þetta sýnir þó, hversu al- varlega takandi þessi sorpskrif eru eða hitt þó heldur. Framsóknarráðherrann og vínarbrauðin skemmdu, fá húsmæður engar bætur, og er það von. HLUSTANDI skrifar: „Enn er kominn nýr þulur í útvarpið og virðist hann vera lélegastur þeirra allra, sem reyndir hafa verið. Er þetta orðið næsta ó- þolandi ástand hjá útvarpinu. Allt frá því er Pétur Pétursson hvarf svo skyndilega (vegna veikinda) úr þularstarfinu, hef- ur þetta starf verið í miklu ó- lagi, að minnsta kosti þegar Jón Múli og Ragnar lesa ekki. RÍKISÚTVARPIÐ verður að hafa skilning á því, að mjög ríð- ur á því að velja vel þuli, en svo virðist ekki vera. Hvernig er það? Vinnur ekki Guðbjörg Vigfúsdóttir hjá útvarpinu? Og ef svo er, hvers vegna er hún þá ekki beðin að lesa fréttir í stað þeirra sumra, sem nú gera það?“ REYKVÍKINGUR skrifar: ,,Ég sé af frásögnum blaðanna, að nú eru miklar umræður uppi um að koma upp bifreiðastæð- um víðs vegar um bæinn. Það er gott og blessað, því að brýn nauðsyn er á því að reyna að koma bifreiðunum af gangstétt- um borgarinnar. Ég hef nokkuð kynnt mér þær tillögur, sem gerðar hafa verið um bifreiða- stæði og líst mér yfirleitt vel á þær. Þó er ein alveg fráleit að mínum dómi og vona ég að hún komist aldrei itl framkvæmda. ÉG Á HÉR VIÐ tillöguna um að skera sneið af Austurvelli og setja undir bifreiðastæði. Ég veit, að yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa er þessu algerlega andvígur. Austurvöllur er og hefur verið dýrgripur Reykja- víkur, enda um margt sögulegur staður eins og sjálft nafnið bendir til. Hann hefur verið skertur of mikið fyrir alllöngu og nú er nóg komið af svo góðu. Framar má ekki sk’erða hann minnstu vitund. LÍTIÐ ÞJÓÐFÉLAG eins og það, sem fyrirfinnst yzt á hjara heims á voru ágæta íslandi, hefur ekki ráð á því að eiga stjórnmálaflokka, sem hugsa einstrengings- lega um eina stétt manna. Slíkur hugsunarháttur hef- þó verið rauði þráðurinn í stefnu framsóknarmanna, eins og þráfaldlega hefur komið í ljós. Síðasta dæm- ið er um það, hvernig menntamálaráðherra hefur gersamlega afskipt Reykja- vík um fé til skólabygginga, þótt varla séu til eins fjöl- mennar sveitir skólalausar í landinu og sum hverfi Reykjavíkur. ANNAÐ DÆMI UM ÞAÐ, hvernig framsóknarflokk- urinn hikar ekki við að draga taum einnar stéttar á kostnaö allra annarra, kom í Ijós fyrir nokkrum vikum, þótt fáir tækju eft- ir því. Það er að vísu ekki stórbrotið þjóðfélagsvanda- mál, en athyglisvert engu að síður. SVO ER MÁL MEÐ VEXTI, að fyrir nokkru er tekin til starfa þurrmjólkurgerð norður í landi. Er þetta kaupfélagsfyrirtæki, sem er sett á stofn til að vinna úr afurðum bænda og selja þær, en um það er allt gott að segja. Sá galli fylgir þó göfugu þingi, að það hefur reynzt ógerlegt að selja þurrmjólkina, jafnvel þótt hún væri rækilega auglýst í mjólkurhallærinu í vor. FYRIRTÆKIÐ fór því ekki glæsilega af stað. Þótti nú horfa til vandræða, og var ekki um annað að ræða en láta framsóknarflokkinn nota hin pólitísku ítök sín í stjórn landsins til að bjarga þurrmjólkurgerð- inni. Þetta var gert á þann hátt, að framsóknaráðherra gaf út (að vísu samkvæmt gamalli lagaheimild) reglu- gerð og tilskipun um það, að framvegis skyldu bakar- ar nota ákveðið magn af þurrmjólk í brauð og kökur. Árangurian af þessu er sá, að sala á íslenzkri þurr- mjólk er tryggð, en brauð og kökur versna að gæðum. Þetta er því bein árás á kaffiborð og kvöldverði landsmanna og þykir sum- um, að vínarbrauðum hafi farið nóg aftur í landinu síðasta mannsaldurinn, þótt þau yrðu ekki að taka að sér að tryggja verksmiðju- rekstur framsóknarmanna. NÚ ER ÞESS AÐ MINNAST, að framsóknarmenn kepp- ast við íhaldið um að bölva öllum höftum, þótt engir hafi sett á meiri höft en framsókn gerði fyrir stríð né nokkur framkvæmt víð- tækari höft en íhaldið eftir stríð. Það er því fróðlegt að sjá þessa haftaafnámspost- ula sjálfa setja á ný höft á laun til að bjarga einni verksmiðju, sem flokki þeirra er annt um. VISSULEGA eru það höft, þegar landsmenn eru neydd ir til að eta svo og svo mik- ið af þurrmjólk, ef þeir ÉG SKIL EKKI í ÖÐRU en að hægt sé að finna aðra staði á líkum slóðum en þennan undir bifreiðarnar. Og heldur munu menn vilja að bifreiðir haldi á- Eram að standa þar sem þær standa nú í miðbænum en að þær séu settar inn á Austurvöll. Þetta bið ég þig að birta í von um að það geti stuðlað að því að ekki verði framið fyrirhugað skemmdarverk. ‘1 vilja yfirleitt bragða brauð eða kökur. Það er hægt að afsaka það, þótt iðngrein sé vernduð með innflutnings- höftum, ef við það sparast gjaldeyrir. En hér er ákveð- inni framleiðslu dembt of- an í alla landsmenn, því að allir neyta hér brauðs, eí ekki annars bakkelsis. HVAÐ GERIR FRAMSÓKN næst á þessaíi leið? Ætli það komi ekki fyrirskipan- ir um að allir landsmenn skuli kaupa a. m. k. eitt par Fraaohald á 7. stStj, ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.