Alþýðublaðið - 30.07.1949, Blaðsíða 5
Laugardágíiu. 30. júlí 1849
ALÞÝfiUBLAÐlÐ
SAMÞYKKI ítalska þings-
ins á þátttöku í Atlantshafs-
bandalaginu hefur vakið at-
hygli manna á utanríkisstefnu
þessa lands, en hún hefur að-
allega verið mótuð af einum
frægasta leiðtoga frjálslyndra
flokka á vorum dögum — Car-
lo Sforza greifa, sem er í senn
aðalsmaður, fagurfræðingur,
sagnfræðingur og stjórnmála-
maður.
Eitt sinn er ég var í hálfop-
inberri heimsókn í London,
komst ég í kynni við Carlo
Sforza greifa, sem þá var ekki
orðinn utanríkismálaráðherra,
heldur forseti ráðgjafanefnd-
arinnar og þingmaður í ítalska
þinginu. Ég fékk einu sinni á-
heyrn hjá honum milli þess að
hann flutti fyrirlestur í Oxford
og ferðaðist til Suður-Amer-
íku.
Við hittumst í ítalska sendi-
ráðinu á hinu virðulega Gros-
venor Square í sendiherra-
hverfinu. Móttökusalurinn var
gerður af góðum smekk og list-
fengi. Hjá verkuxn gömlu
meistaranna héngu og stóðu
munir, sem báru vott um lat-
meska siðmenningu.
Þótt Sforza sé hálfáttræður,
'er hann furðulega unglegur.
Jafnvel litli’, hvíti hökutoppur-
inn bar ekki vott um elli, held-
ur sjálfhæðni. Leiftrandi gall-
ísk fyndni einkennir þennan
sanna ftala, sem ekki hefur
látið. bugazt af andstreymi í
stjórnmálum, fangelsisvist eða
tvísýnum flótta hvað eftir ann-
að. Hann var gagntekinn af
hugsjónum Benesar, sem var
ágætur vinur hans. Benes var
aftur á móti þurrari á mann-
inn, fræðilegri og um fram allt
laus við alla kímnigáfu. Glæsi-
leiki Sforza á ekkert skylt við
kæruleysi. Hin glæsta fram-
koma hans og klæðaburður er
í fullu samræmi við hið tigna
útlit hans.
Mönnum og málefnum lýsir
hann á eins látlausan hátt og í
bókum sínum. Á löngum
stjórnmálaferli, sem hófst árið
1896, hefur þessi heiðursdokt-
or frá Oxford komizt í kynni
við marga menn, sem hafa
haft mikil áhrif á heimsmálin.
Honum var sífellt falið að
gegna ábyrgðarmiklum stöð-
um í París, London, Belgrad,
Peking, Kairo, Madrid, Bukar-
est og Konstantinopel. í þess-
um stöðum komst Sforza í náin
kynni við sameiginleg vanda-
mál Evrópu og erfiðleika
Austurlanda. Verk hans eru
einmitt svo lokkandi vegna
þess, að hann var ekki þurr
fræðimaður, heldur var hann
í miðju atburðarásarinnar.
Árið 1910, þegar Sforza vár
sendifulltrúi í Konstantínópel,
varð hann að beita allri þeirri
lægni, sem honum var unnt.
Það var þegar ítalir héldu
flotasýningu til þess að ögra
,e,viak manninum“ við Bos-
porus — sannast að segja
vandræðaástand. Eftir að hafa
verið sendifulltrúi í Kaup-
mannahöfn varð hann sendi-
herra í Peking.
Á þessum 5 árum, sem hann
dvaldisí' í Kína, gaf hann Ev-
rópu á fræðilegan, - en fyrst
og fremst mannúðlegan
hátt yfirlit yfir stjórn-
málalegt og hagfræðilegt á-
stand Austurlanda. Hann hef-
ur einnig lýst Belgrad-tímabil-
inu í einni bók sinni („Pasch-
itsch und die Jugoslawische
Union“). Gagnstætt mörgum
löndum sínum er Sforza ekki
GREIN ÞESSI, sem fjallar um aðalsmanninn, fagur-
fræðinginn, sagnfræðinginn og stjórnmólamanninn, Carlo
Sforza greifa, núverandi utanríkismálaráðherra ítala, er
eftir Alfred Joochim Fischer og býdd úr „Verens Gang“,
tímariti danskra jafnaðarmanna.
Carlo Sforza.
þjóðernissinni og laus við allan
þjóðernishroka og stafar það
af því, að hann hefur starfað
bvo mikið að alheimsmálum og
hefur því öðlazt víðan sjón-
deildarhring. Hann hefur aldr-
ei notað nein vígorð. Á einlæg-
an hátt barðist hann fyrir vin-
áttu við hina slavnesku
granna. Stambulisky, sem
seinna var myrtur, leit ekki á
sig sem Búlgara, heldur sem
Suður-Slava, og hann átti ó-
skipta samúð Sforza. Hann
skildi einnig króatísku bænda-
ieiðtogana Radek og Mad-
schek. Frá hans sjónarmiði var
samband Suður-Slava, sem
byggt væri á lýðræðisgrund-
velli, ekki hótun við Ítalíu,
heldur miklu fremur til örygg-
is friði og vígi gagnvart þeim
þjóðernisrembingi, sem óð
uppi. Sforza undirskrifaði and-
Habshorgarsáttmálann milli
ítala, Júgóslava, Tékka og
Rúmena. Sem utanríkismála-
ráðherra ítalíu átti hann þátt
í að semja Rapollo-sáttmálann
við Belgrad.
í samræðum okkar í London
fordæmdi hann hina freklegu
þjóðernisstefnu júgóslavnesku
stjórnmálamannanna, sem
gerðu honum gramt í geði. Þá
þegar stakk hann upp á lausn
á Triest-vandamálinu í sam-
ræmi við ítalska-austurríska
samninginn um Suður-Tyrol.
Það er dæmi um mikla stjórn-
vizku og ég vona einlæglega,
að þetta muni leiða til gagn-
kvæms skilnings.
Spá hans rættist. Heimsókn
dr. Grubers til Róm og hin öfl-
ugu viðskiptasambönd voru
þýðingarmiklir áfangar. Þrátt
fyrir deyfðina ætlaði Sforza
sér ekki að loka dyrunum að
Júgóslavíu. „Faraldrar líða
hjá og þjóðernishrokinn er far-
aldur. ítalir og Júgóslavar
munu komast að raun um, að
Ítalía og Júgóslavía verða að
öðlast varanlegan gagnkvæm-
an skilning. Ef það verður
ekki vegna vináttu þá af-nauð-
syn.“
Varla mun nokkur evrópsk-
ur stjórnmálamaður fylgjast af
eins miklum áhuga með deilu
Títós og Kominforms eins og
Sforza greifi, og hann er ein-
lægur formælandi heilla , sátta
milli Belgrad og Vesturveld-
anna.
Afskipti hansvaf tyrkneskum
stjórnmálum virðast alltaf
hafa bcrið góðan árangur á
hinum alvarlegustu tímum.
Árið 1919 fékkst hann, sem
umboðsstjóri í Tyrklandi, við
hinn unga og ólgandi kamal-
isma. Stefna hans var sahn-
gjörn og örugg. Þannig var
hann, sem fulltrúi Ítalíu, mót-
fallinn því, að ítalia fengi hluta
af Tyrklandi. Fyrir þetta er
hann ennþá mjög virtur í An-
kara. Útlit er fyrir, að samn-
ingar þeir, sem eru í vændum
milli Sforza og Saka um Mið-
jarðarhafsbandalag, muni auð-
veldlega pást. Einn af hinum
farsælu áföngum á stjórnmála- ■
ferli Sforza er tillaga hans um
skiptingu Efri-Slésíu, sem
Þjóðabandalagið féllst á.
Við valdatöku Mussolinis
var Carlo Sforza greifi sendi-
herra í París. Klukkustund eft-
ir að II Duce hafði með sím-
skeyti falið honum aö undir-
rita Lausanne-friðarsammng-
ana við tyrkneska lýðveldið,
sagði hinn gamli lýðræðissinni
af sér.
Sem leiðtoga andstöðuhreyf-
na" ingarinnar tókst honum ekki
að hindra hrun stefnu hinna
frjálslyndu afla. Hann sýndi
undravert hugrekki í hinum
djarflegu þingræðum sínum,
en kjarni þeirra var ákæra á"
Mussolini og fasismann eftir
hið lævíslega morð á Matte-
otti. Þetta ,,j’aceuse“ hans var
þrungið ódauðlegri frelsisást
hans.
Árið 1926, eftir að allir ít-
alskir stjórnmálaflokkar, að
undanskildum fasistaflokkn-
um, höfðu endanlega verið
brotnir á bak aftur, hófst bar-
átta hans fyrir endurfæðingu
frelsis og lýðræðis og ótak-
markaðra mannréttinda. Þótt
rit hans „Evrópskt einræði“
væri birt fyrir valdatöku Hitl-
ers, er það ennþá sígilt verk
um þessa nýtízku stjórnmála-
drepsótt.- Af vísindalegri ná-
kvæmni rannsakaði hann ein-
kenni einræðistímabilsins. —
Sforza vísar einnig stefnu
Sovétríkjanna á bug, eins og
öllum öðrum einræðisstefnum.
Hin opnu bréf hans, sem birt
voru í mörgum ólöglegum
blöðum, meðal annars bréfið
til Viktors Emanúels frá 30.
maí 1940, þar sem hann varar
hann alvarlega við því, að ít-
alía taki þátt í stríðinu, er í
dag sögulegt plagg.
Frá Toulon komst Sforza á
seinustu stundu til Bandaríkj-
anna.
Eftir að ítalía hafði beðið ó-
sigur, tók hann þátt í stjcrn '
Badoglios og Bonomis. Vegna
andstöðu Breta varð bið á því
að hann yrði gerður að utan-
ríkismálaráðherra, en að því j
kom samt sem áður. Nú er
camband Sforza við „Foreign
Office“ eins innilegt og hugs-
azt getur. Suður-Ámeríka —.
en þar heimsótti hann' einnig
smáríkin, sem sérstakur sendi- j
boði þjóðar sinnar —- hafði
mikil áhrif á hann, bæði vegna
hinnar miklu samúðar,-sem ít-
ölum var sýnd, og einnig
vegna hinna miklu framfara,
sem þar höfðu orðið. „Hér
dafnar einlæg frelsis- og lýð-
ræðisást. Frá mínu sjónarmiði
hefur verið bætt fyrir þau mis-
Áfgreiðslustúlka
óskast
Café Höll,
Austurstræti 3.
Sími 1016.
vantar strax. Herberg
getur fylgt. Upplýsing-
ar í skrifstofunni.
VEITIN GAS ALAN,
Vonarstræti 4.
■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■BaviBaa ui
Laxaneí
Silunganet,
Murtunet,
fyrirliggjandi.
Geysir h.f.
veiðarfæradeildin.
ivanar
allar stærðir, ávallt fyrir
liggjandi.
Húsgagnavinnustofan,
Bergþórugötu 11, sími
81830.
Sófasetf
með útskornum og pó!
eruðum örmum, klædc
með silkidamaski.
Nýjar gerðir.
Húsgagnavinnustofan,
Brautarholti 22
(Nóatúnsmegin),
sími 80388.
Höfum nýlega fengi
nokkrar tegundir a
sportjökkum. Ennfrem
ur sport-föt og staka
buxur.'
GEFJUN — IÐUNN,
Hafnarstr, 4, Reykjavík
Litaður og ólitaður lo}
í miklu úrvali.
GEFJUN — IÐUNN
Hafnarstr. 4, Reykjaví
■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■
ARMENNIN GAR.
Stúlkur og piltar!
Sjálfboðavinna í Jósefsdal
um helgina. Farið kl. 2.
STJÓRNIN.
SKlFAttTaeRÐ
RIKISINS ■
„Skjaldbreið"
til Snæfellsneshafna, Gils-
fjarðar og Flateyjar hinn 3.
ágúst n.k. Tekið á móti flutn-
ingi árdegis í dag og á þriðju-
daginn. Pantaðir farseðlar
óskast sóttir á þriðjudaginn.
fer héðan 11. ágúst n.k. tíl
Færeyja og Kaupmannahafn-
ar. Þeir, sem fengið hafa lof-
orð fyrir fari, sæki farseðle
sína þriðjudaginn 2. ágúst fyr-
ir kl. 5 síðdegis. Annars verða
miðarnir seldir öðrum.
NÆSTU 2 FERÐIR frá
Kaupmannahöfn verða sem
hér segir, 5. ágúst og 19. ág=
úst_ Flutningur óskast til«
kynntur skrifstofu Sameinaða
í Kaupmannahöfn.
Skipaafgreiðsla
JesZimsen. 1
Erlendur Pjetursson.
Úlbrelðið
Alþyðublaðið!
tök, sem hér hafa orðið.“
Sem utanríkismálaráðherra
er Sforza hlynntur stjórn-
málastefnu vestrænna ríkja.
Hann styður Marshalláætlun-
ina og Atlantshafsbandalagið.
Sforza vildi láta Vestur-Ev-
rópu njóta góðs af auðlindum
Afríku. í stuttri blaðagrein
lagði hann til, að Eritrea yrði
nýtt til iðnaðar, Marshalllönd-
unum í hag. Þessi mikli ítalski,
frjálslyndi leiðtogi er formæl-
andi hinna víðtæku krafna ný-
lendnanna og berst fyrir betri
lífskjörum og þróunarmögu-
leikum þeim til handa.
Ítalía hefur ákveðið afstöðu
sína til Atlantshaísbandalag-
ins. Eftir síðustu stjórnmála-
ræðu Sforza var ekki um ann-
að að velja. Hann vill láta
Rússa reka sig á það, aö heim-
inum sé skipt í tvær fjandsam-
legar heildir. En nafn Sforza
er trygging fyrir því, að í Róm
er ekki litið á Atlantshafssátt-
málann sem árásarsamning,
heldur sem tryggingu fyrir
friði.