Alþýðublaðið - 16.08.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.08.1949, Blaðsíða 5
'íriSjudagor T6. •; águst- >1949. ALÞYWBLAÐro eir, sem þurfa o í Álþýðiiblaðiiiu á suunudögum eru vinsamlega beðnir skila handrífi að auglýsingunum fyrir kíukkan 7 á fösfudagskvöld í afgreiðslu blaðsins. Hverfisg. 8—10. Köupum tuskur. áíþýSuprenfsniIðjaii h.l. við víkjum að öðru máli“, í SEPTEMBERMÁNUÐI fyrra árs tilkynnti Garry Dav- is, fyrrverandi flugmaður, þá 27 ára að aldri, að hann hefði afsalað sér sínum bandaríska ríkisborgararétti. Upp frá þessu teldi hann sig alheims- borgara, og kvaðst hann ætla að starfa eingöngu í þágu heimsfriðarins framvegis. Og til þess að vekja sem mesta athygli á þessari ákvörð- un sinni, tjaldaði hann í nánd við tröppur Chaillothallarinnar í París, en þar stóð þá þing sameinuðu þjóðanna. Hann kvað alheimsborgararétt sinn eiginlega hvergi heimila sér annan samastað. Var ekki um- hverfi hallarinnar alþjóðlegur staður? Hafði Auriol Frakk- landsforseti ekki afhent æðstu mönnum sameinuðu þjóðanna lyklavöldin að höllinni til þess að sýna og sanna, að þar giltu frönsk lög ekki lengur? Á meðan ráð, nefndir og undirnefndir kýttu og rifust inni í höllinni, átti Garry Davis tal við þá, sem um götuna gengu, og skýrði þeim frá skoð- unum sínum og fyrirætlunum. ',,Ég -er bara hversdagslegur maður,“ sagði hann, „sem á erfitt með að sætta sig við þá tilhugsun, að ný styrjöld geti brotizt út þegar minnst varir. 'Sameinuðu þjóðirnar gera harla lítið til þess að fyrir- byggja það. Sú stofnun hefur þegar horfið að stórveldastefn- unni, sem við munum frá ár- inu 1939. En er annars að vænta á meðan ráð sameinuðu þjóðanna er ekki alheims- stjórn, valin af alheimsborgur- um?“ Sú eina leið, sem Davis sér færi út úr ógöngunum, er sú, að öll ríki leggi niður sjálfstæði sitt og gerist aðilar að alheims- stjórn og stoínun allsherjar- ríkis. í samræmi við þá skoð- un eyðilagði hann hið banda- ríska végabréf sitt. „Vega- bréf“. segir hann, „eru áþreif- anleg tákn þjóða og þjóðerna og allrar slíkrar vitleysu“. Fyrst í stað hugði fólk hann ekki með öllum mjalla, en hann hækkaði skjótt í áliti og áhrif hans jukust dag frá degi, er honum gafst tækifæri til að ræða skoðanir sínar við menn og rökstyðja þær. Þegar hann hélt ræður, þyrptust hinir efun- argjörnu og tómlátu Paríssr- foúar að ræðustaðnum; á ein- um staðnúm kom til sennu, vegna þess að fimm þúsund menn vildu komast inn í sal- inn, sem aðeins rúmaði tvser þúsundir. í eitt skipti talaði hann fyrir tuttugu þúsund manna hóp. Fram að þessu höfðu þeir de Gaulle og Maurice Thores einir geta hrós að sér af slíkum áheyrenda- skara. Garry Davis hefur nú eign- azt áhangendur víðsvegar uni heim. Á meðal þeirra eru víð- frægir menn eins, og. til dæm- is Albert Einstéin, fæðusérfræð ingurinn sir Jöhn Boyd Orr, ■ hljómsveitarstjórinn sir -Ádri- an Boult, og , rithöfundurinn Jean Paul Sartre. Áuk þess hafa tuttugu brezkir þingmenn lýst því yfir, að þeir styöji mál hans. Síðastliðið jólakvöld 'fórn aði Auriol Frakklandsforseti hálfri annarri klukkustund til viðtals, og ræddu þeir um frið- arstarfsemi. Nú sem stendur vinnur Da- vis að því öllum stundum, að auka friðarhugsjóninni fylgi meðal almennings um víða ver- ^ f GREIN þessari, sem er^ ^ þýdd úr „I ÐAG“, segir nokk^ ^ uð frá Bandaríkjamanninum^ v, Gary Bavis, er telur sig^ S heimsborgara og vinnur að^ S stofnim eins alísherjarríkis.S S Hefur honum tekizt að vinnaS S nokkra merka menn til f ylg- S ^ is við skoðun sína. ^ S ^ öld, og skrásetja þá, sem gerzt hafa alheimsborgarar fyrir á- hrif hans. „Ég bið alla þá, sem stuðla vilja að stofnun al- heimsstjórnar að senda mér línu“; segir hann. Öllum, sem þess æskja, veitir hann skír- teini sem sannar alheimsborg- ararétt viðkomanda. ,,Ég býzt við að þeir verði orðnir allt að því milljón talsins, árið 1950, og þá;. boðum við til ráðstefnu og stofnum allsherjarsamtök heimsborgara“. Á síðastliðnum mánuðum hefur honum borizt fjöldi um- sókna , um heimsborgararétt. í skrifstofu hans í gistihúsi einu á Signubökkum getur að líta hlaða af bréfum frá Þýzka- landj. Lýbíu, Kína, Afríku, Eng landi og Bandaríkjunum. All- an daginn geta þeir, sem ger- ast vilja virkir þátttakendur, náð tali af honum, hverrar þjóðar, sem þeir eru. Davis við urkennir hreinskilnislega, að þeir, sem .með honum vilia starfa, verði að hafa frjálsar hendur fyrir öllum stjórnarvöld um. „Það er vonlaust mál að bíða samþykkis þeirra og að- stoðar“, segir hann. „Við verð- um að vinna án þeirra íhlutun- ar. Slíkt hefur áður verið gert. Má benda á það sem dæmi, að það var einkum fyrir atbeina einkamanna, að Bandaríkin voru stofnuð, einkamanna, sem tókzt að verða lögleg'um ríkis- stjórnum áhrifameiri“. Ef einhvern skyldi fýsa að leita orsakanna fyrir ákvörð- un Davis í atburðum frá bernskuárum hans eða æsku, yrði sú leit með öllu árangurs- laus. Samkvæmt upplýsingum News Review er hann fæddur í Bar Harbour í Maine, og var móðir hans mótmælendatrúar en faðir hans af gyðingaættum. Hefur faðir hans um langt skeið verið kunnur hljómsveit- arstjóri þ»ar í fylki. Hjá foreldr- um sínum naut Garris góðrar æsku og í skólanum var hann einkar vel látinn, bæði af nem- endum og kennurum. Hann heigðist að tónlist eins og fað- irinn og lék bæði á trompet, klarinett og slaghröpu. Samt unni hann leiklistinni mest. Hann lék við góðan orstír í leikrinu „Lpt us Face it“, á- samt skopléikaranum Danny Kaye, og úm það leiti, sem heimsstyrjöldin brauzt ut, ha-fði hann verið valinn í mik- ilsvert híutverk í öðru leik- riti. Þegjaíidi og hljóðalaust hvarf hanh af leiksviðinu og 'gerðist flugÉnaður. Hann fór sjö árásarferðir yfir Þýzkaland, en í áttundu ferðinni var flug vél hans skotin niður. „Mér féll það hálfilla fyrst í stað, en þó ekki svo, að ,ég hefði orð á því“, segir hann. Haustiðdí945 var hann leyst- ur úr herþjóhustu og hvarf hann þá aítur að leikhúsinu. Var haun valinn til að leika skophlutverk í sjónleiknum „Three to make ready“. En styrjaldarminningarnar létu hann ekki í friði. „Það brást ekki að ég varð andvaka í hvert skipti, sem ég hafði lesið frásagnir af styrjöldum í Pale stínu, Kína eða Indonesíu“, segir hann. Hann varð meðlimur í sam- tökum, sem höfðu alheimssam- vinnu á stefnuskrá sinni, en varð skjótt leiður á þeim fé- lagsskap. Þótti honum sem þar eyddist alltof mikill tími í kokktaildrvkkju og tilgangs- lausar skálaræður. Síðan tók1 hann sér ferð á hendur til Ev- rópu. Þegar hann hafði valið sér dvalarstað við tröppur Chaillot hallarinnar, var honum fljótt boðið að hypja sig á brott. En honum varð ekki svarafátt. „Þar eð sameinuðu þjóðirnar hafa enga sameiginlega lög- í gjöf, brýt ég ekki nein lög; og enda þótt þeir gætu það lög- ! um samkvæmt, hafa þeir ekki i yfir neinum lögreglumönnum að ráða til þess að framkvæma ; þá ákvörðun“. ! Þessi fullyrðing hans varð til þess að ráð sameinuðu þjóð- anna fékk marga hnutuna frá blöðum Parísarborgar. „Skorti sameinuðu þjóðirnar vald til að kasta rauðhærðum stráklingi á dyr, — getum við þá vænst þess, að sú stofnun hafi dug í sér til að koma í veg fyrir heimsstyr j aldir ?1 ‘ Og um leið varð Davis uppá- hald allra Parísarbúa. Þeir færðu honum mat og drykk og sæmdu hann blómagjöfum. Nokkrum vikum siðar gerð- ist það, er hröð orðasenna stóð yfir í þingi sameinuðu þjóð- anna, að Davis hinn ungi reis ir og allir einstaklingar geta sameinast undir . . .“ Þegar þar var komið ræðu hans, leiddi franskur lögreglu- þjónn hann á dyr. Samt sem áð- sagði einn þeirra við hann, „Verða laun okkar lögreglu- manna ekki dágóð, þarna í alls- herjarríkinu?11 Að þessu loknu boðaði Davis til fuhdar í Plejæls tónlistahöll- innþ til þess að ræða þá áskor- un til þings sameinuðu þjóð- anna, að það gengist fyrir stofn. un alheimsstjórnar, þar eð'það væri hið eina ráð til þess að varanlegur friður kæmist á í heiminum. Tvær þúsundir á- heyrenda samþykktu áskorun,- ina, og skoruðu auk þess á þing- á fætur úr áheyrendasæti og tók til máls: „Einmitt vegna þess, að þér eruð fulltrúar sérstakra ríkja og ríkisstjórna, er vonlaust, að þér getið komizt að samkomu-1 lagi um neitt það. sem máli skiptir“, hrópaði hann. ,,Sund- urlyndi yðar hlýtur óhjákvæmi lega að leiða yfir oss nýjar | styrjaldarógnir. Þess vegna skora ég á yður, að boða til alheimsráðstefnu, er hefji á loft það merki, sem allar þjóð- ur urðu þingmennirnir að hlýða á hana frá upphafi, þar eð einn þeirra, franski fulltrú- inn Robert Sarrasac hershöfð- ingi, tók þar við, sem hann hætti og flutti ræðuna til enda, en hann var einn áhang- enda Davis. Davis var fluttur í lögreglu- stöðina og yfirheyrður þar. Að yfirheyrslunni lokinni, voru þeir orðnir perluvinir, hann og lögreglumennirnir. „Svo að Framhald á 7. siSu. Við pýramídana á Egyptalandi Myyndin sýnir hóp stúdenta frá Kairo, sem hlýða á fræðslu kennara sinna um pýramídana* hin fornfrægu mannvirki Egyptalands. :, Æ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.