Alþýðublaðið - 16.08.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.08.1949, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. ágúst 1949. POKUNARNEFNDIN I SICILAR ÁLITI. Eins og mörgum mun kunn- ugt og áður hefur verið minnst á, bæði í þessum dálkum og öðr- um, hefur ný refsiaðferð við drukkin delikventi verið reynd, .— hin svonefnda Hveragerðis- aðferð, sem halda mun nafni þess á lofti um ókomnar aldir, löngu eftir að allir hafa gleymt þeim Kristmanni og Kötlumanni báðum og öllu, sem þeir hafa þar skrifað. Vakti refsiaðferð þessi óhemju athygli, •— væg- ast sagt, og má til dæmis geta þess, að norrænar uppeldis- og áfengisvarnarnefndir eru vænt- anlegar hingað þeirra erinda að kynna sér hana, og má þá segja, að íslendingar hafi forgöngu um flést á Norðurlöndum, og þurfa nú danskir lítið að grobba af sínum antabus. Jæja, hvað um það; það þótti þegar koma í Ijós, að nokkrir annmarkar væru enn á aðferðinni, enda varla annars að vænta meðan hún er eiginlega enn á byrjun- arstígi, og var því skipuð nefnd til að athuga hana og gera til- lögur um úrbætur. Áttu sæti í nefndinni, auk fulltrúa allra stjórnmálaflokka, fulltrúar bæði áfengisfénda, áfengisneyt- enda og áfengisseljenda, og fer hér á eftir álitsgerð nefndarinn- ar. Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna gerðu svohljóðandi sérálits gerð: „Þar eð kosningar fara í hönd, gerum vér það að tillögu vorri, að viðkomandi refsiaðgerð verði ékki beitt fyrr en að þeim lokn um, þar sem ógerlegt er að segja, fyrir, hvaða flokkur eða flokkar gætu tapað atkvæðum þeirra, sem fyrir henni yrðu, og hvaða flokk eða flokka þeir mundu þá styðja. Hins vegar þorum vér ekki, þar eð bindind- ismenn eru til í öllum stjórn- málaflokkum, — og með tilliti til væntanlegra kosninga, að vera á móti 'fyrrnefndri refsi- aðg'erð, og að kosningum lokn- um munum vér láta hana alger- lega afskiptalausa, að því til- skildu, að virðingarmenn allra flokka skuli henni' undanskyld- ir með öllu“. Þá lét minnihluti nefndarinn- ar, fulltrúi áfengisfénda, þetía nefndarálit frá sér fara: „Þar eð refsiaðgerð þessi hef ur vakið óskipta athygli, bæði hérjendis og erlendis, og þar eð hún virðist allt að því nægilega ofstækiskennd, ómannúðleg og lúaleg, til þess, að þeir, sem á- fengis neyta annað hvort í hófi eða óhófi, — einkum þó í hófi •— geti talizt verðskulda hana, er- um vér því eindregið fylgjandi, að henni verði allstaðar beitt, þar sem ölvaðir menn og pokar fyrirfinnast, — og menn til að koma þeim í pokana, — en þó því aðeins að ekki verði önnur ómannúðlegri, ofstækiskennd- ari og lúalegri uppfundinn. Heit um vér á alla bindindismenn, einkum fyrrverandi drykkju- menn, að styðja þessa refsiað- gerð af öllum sínum breyska mætti, og sjá til þess, að hún verði allstaðar framkvæmd án miskunnsemi, og helzt, — verði því við komið, án manngreinar- ál‘its“. Hins vegar er álit meirihlut- ans, áfengisseljenda og áfengis- neytenda svo hljóðandi: „Sem lýðræðissinnar gerum vér það að tillögu vorri, að refsi aðgerð þessari, er hér um ræðir verði framvegis aðeins beitt á lýðræðislegum grundvelli, bann ig, að á hverjum þeim stað. þar sem ofangreind refsiaðgerð get- ur komið til greina, verði látin fram fara atkvæðá’greiðsla um það, hverjir skuli í poka hverfa, og framkvæmdum síðan hagað eftir því. Þá viljum ýér og gera það að skilyrði fyrir stuðningi okkar við tillöguna, að vinum og vandamönnum hinna pokuðu, leyfist að heimsækja þá í pok- unum og færa þeim þá hress- ingu eftir eigin geðþótta. Skal og ekkert eftirlit með því haft, hver sú hressing er, hvort held- ur sem pokaðir eru góðtempl- arar eða aðrir“. Þannig hljóða álitsgerðir nefndarinnar, og verður ekki sagt, að þær stingi verulega í stúf við það, sem. slíkar bók- menntir plaga að veru. Nýtt hefti komið út. Fæst í öllum bókabúðum. ástíangínn af dóttur minni?*’ „Ég er hrædd um það, frú Hadam. Hann hefur sagt mér, að hann elski hana“. ,.Ó, aumingja Michael! Þér sjáið nefnilega, að Barbara er svo ung og, þó að hún viður- kenndi það fyrir mér, að stundum þætti henní vænt um Michael, — þá, já, hún er ó- ákveðin. Sjáið þér til, þetta nýja líf, sem hún lifir nú. Ég held að þau séu látin eiga svo annríkt fiestum stundum og þau hafa víst ekki langan tíma til umhugsunar. Hún er nú að- eins átján ára. Það er ekki hár aldur“. „Nei“, sagði lafði Cardingly, og það var eitthvað óheilla- vænlegt við rödd hennar. „Nei, en þér verðið að beita áhrifum yðar, til þess að binda enda á þessá •— þessa efablendni, frú Hallam. Ég bið yður að gera allt, sem í yðar valdi stendur — allt“. Kitty fann að hún roðnaði. Þessi kona var óþolandi. „Þér verðið að beita áhrifum yðar“ — „gera allt, sem í yðar valdi stendur". Við skulum láta Michael Cardingly berjast ein- an. Ef Bar vildi ekki giftast honum, hafði ekki nokkur maður rétt til að knýja hana til þess. „Lafði Cardingly“, sagði hún og rödd hennar skalf af reiði. „Dóttir mín verður að ákveða sig sjálf. Ef hún vill giftast syni yðar — ef hún elskar hann og hann hana — þá munum við faðir hennar verða ánægð. Að öðru leyti mun ég ekki reyna að hafa hin minnstu á- hrif á hana. Ég veit, að hún er ung, en ég held, að hún sé nægi lega þroskuð til þess að á- kveða sig sjálf og þekkja til- finningar sínar. Mér þykir þetta leitt, en því miður þá get ég ekki og vil ekki hafa áhríf á hana í þessu efni“.. Lafði Cardingly andvarpaði ungan, hallaði sér dálítið áfram og sagði: „Ég er hrædd um, að ég hafí ekki gert mig algerlega skilj- anlega. Mér þykir fyrir því, Ég ætlaði að reyna að forðast að valda yður sársauka. Fyrir mér vakir ekki að fá yður til að brýna fyrir dóttur yðar að giftast Michael, en ég óska að gera henni það algerlega skilj- anlegt — á hvern þann hátt, sém auðið er — að hún hvorkí niá né getur gifzt Michael“. Þessi orð og tónninn, sem þau voru sögðu í, ollu því að Kitty stóð skyndilega á fætur. Henni var skipað að hindra dótt ur sína í að giftast syni þess- arar konu. ímyndaði hún sér eitt andartak, að dóttir Oli- vers Hallans stæði ekki nógu ofarlega í mannfélagsstiganum tií að gi.ftast syni hennar? Hélt hunj að hann væri of mikilvæg pérsóna til þess að kvænast dóttur manns, sem var frægur hif reiðaf r amleiðandi ? . Rödd hennar var orðin laus vjð allan taugaóstyrk. „Ég get sagt yður, lafði Cardingly, að ég er þolinmóð manneskja, en þessar athugasemdir virðast mér nálgast furðulega ósvífni! Dóftir mín —• ásamt föður sín- um og tveimur bræðrum — hefur gengið í þjónustu föður- lands síns. Hún'hefði vel get- að beðið eftir „útboði“, en það gerði hún ekki. Hún fór sem sjálfboðaliði og það gerðu einn ig maðurinn minn og synir mín ir. Ef það er nokkuð, sem dótt- ur minni kynni að falla illa í fari sonar yðar, þá er það það, að, hann situr hér kyrr í algeru öryggi — og ræktar limgirðing ár. Ég held að ég eigi ekkert vantalað við yður. Verið þér sælár“. Hinn kaldranalegi og strangi svipur lafði Cardingly báru eng an vott um minnstu undrun. Hun talaði rólega og af jafn- aðargéði. „Frú Hallam! Þér hagið yð- ur mjög heimskulega. Setjizt niður. Þér knýið mig til að segja það, sem ég hefði heldur Viljað láta ósagt. Ég endurtek það, að dóttir yðar getur ekki gifzt syni mínum“. „Og ég endurtek, að það er ákaflega ólíklegt, að dóttir mín óski þess að giftast syni yðar“. „Gjörið svo vel og leyfið mér áð útskýra þetta . . .“ ...„Ég bíð eftir því, að þér gérið svo“. „Þér hétuð Bland áður en þér giftust. Er ekki svo?“ „Jú“. „Þér voruð í hjúkrunnarsveit inni í Balford11. „Já. Kemur það málinu við?“ Lafði Cardingly bandaði héndinni. „Leyfið mér að Ijúka við þetta. Munið þér eftir s.júkl ing, sem hét Kahl majór? John Kahl?“ Kitty hleypti brúnum. „Johnnie Kahl? Já, ég man vel eftir honum, en hvað kem- ur hann þessu máli við?“ „Hann fór aftur til Frakk- lands. og gat sér góðan orðstír. Hann breytti nafni sínu í Cardingly, því að hoiium fannst Kahl líkjast útlendum nöfnum um of. Hann kvæntist mér og Michael er einkasonur okkar. Skiljið þér nú, hvað ég á við, frú Hallam?“ Kitty fann til skyndilegrar skelfingar. Hvernig mundi þetta enda? Hvað kom henni þetta við? Það, sem átt hafði sér stað milli hennar og Johnníe, var löngu liðið, þegar hann kynntist þessari konu og kvæntist henni. Hún reyndi að láta ekki bugast og hún barðist á móti hugsuninni um það, að hún ætti eitthvað hræðilegt í vændum. „Ég er hrædd um, að ég skilji samt sem áður ekki enn þá, hvað það kemur mér við þótt þér hafið gipzt John Kahl“. „Áður en maðurinn minn . . „Þér eigið við, áður en hann varð maðurinn yðar“. Lafði Cardingly hélt áfram, eins og hún hefði ekki heyrt þetta. „Áður en maðurhm minn fór til Frakklands, þegar hann kom af sjúkrahúsinu, voruð þér með honum yfir helgi í London. Neitið þér því?“ „Ég neita því hvorki né við- urkenni. Ég vil aðeins fá að vita hvað yður kemur við, það sem þér hafið ímyndað yður að okkur hafi farið á milli“. „Maðurinn minn geymdi nokkur bréf frá jrður. Hann hefur ef til vill gleymt þeim, enda á hann mjög annríkt. Ég fann þau — bæði bréfin frá yð- ur, þar sem þér lofið honum að koma til London og hitta hann þar og einnig önnur, þar sem minnzt er á það, sem skeði um helgina, sem þið voruð saman“. Það fauk_ snöggvast í Kitty Hallam. „Enn hvað Johnnie var alltaf héimskulega viðkvæm- ur!“ „Viðurkennið þér þá allt?“ „Hlustið þér nú á. Við vorum bæði unglingar. Johnnie leidd- ist á sjúkrahúsinu og ég býst við, að mér hafi líka leiðst. Hann var að fara burt og: bað mig að koma til London með MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINSs ÖRN ELDING ÖRN: Það er bezt fyrir mig að reyna að komast. á brott héðan. Loftslagið á ekki við .mig. Öll þessi musteri og öll þessi skurðgoð , . . Þessu musteri hafa þeir raunar breytt í flugvélarskýli------------Halló, Siggi--------- — En tilbreiðsluhátíðinrj heldur áfram f hofi Dudgs----------------

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.