Alþýðublaðið - 18.08.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.08.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. ágúst 1349. Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Eitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneðikt Gröndai. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. ASsetur: Alþýðuhúsið. Albýðuprentsmiðjan hJL Sffórnlagaþingslil- lögur Framióknar ÞAÐ hefur aldrei verið neitt leyndarmál, að til væru í báð- um íhaldsflokkum landsins menn, og það meira að segja áhrifamenn, sem hyggðu á af- nám ýmissa þeirra kjarabóta og trygginga, sem verkalýðurinn og launastéttirnar hafa öðlast við margháttaða félagsmálalög- gjöf undanfarinna áratuga. En um mjög langt skeið hafa fáír látið sér detta það í hug, að til væru í landinu öfl, þegar komm únistar eru undanskildir, sem í alvöru hyggðu á árás á hið stjórnarfarslega lýðræði og jafnrétti, sem skapazt hefur með þjóðinni á þessari öld, í því skyni að takmarka það og breyta stjórnskipulagi landsins í afturhaldsátt. Svo sjálfsagt hafa menn talið það í seinni tíð, að stjórnarfarslegt lýðræði og jafnrétti væri tryggt hér á landi um allan aldur. En alveg nýlega hafa komið hér fram tillögur, börnar fram af öðrum íhaldsflokknum, sem sýna, að andvaraleysi í þessum efnum er á engan hátt réttlæt- anlegt, og að full ástæða er til að vera vel á verði um stjórn- arfarslegt lýðræði og jafnrétti þjóðarinnar, eins og um allt annað, sem unnizt hefur í bar- áttu hennar fyrir bættum kjör- um og auknum réttindum á undanförnum áratugum Þess- ar tillögur eru tillögur þær, sem Framsóknarflokkurinn bar nýlega fram í stjórn landsins um sérstakt stjórnlagaþing, kosið á allt annan hátt, en al- þingi. ❖ Tíminn hefur af skiljanleg- um ástæðum verið ákaflega hljóður um þessar tillögur flokks síns; og sannast að segja hefur þjóðin hingað til ekki fengið annað um þæi’ að vita en það, sem Alþýðublaðið hef- ur skýrt frá. En í s'tuttu máli voru tillögurnar, sem lagðar voru fram í ríkisstjórninni í júlí, á þessa leið. Ef samkomulag næst ekki með stjórnarflokkunum um að kalla saman sumarþing til að ræða tillögur Framsóknar- flokksins í fjárhags- og dýrtíð- armálunum, þær sem nú hafa leitt til þingrofs, skal alþingi að minnsta kosti kallað saman til að ganga frá stjórnarskrár- breytingu þess efnis, að stofn- að skuli til sérstaks síjórníaga- þings til að setja lýðveldinu fyrirhugaða stjórnarskrá, og skal til stjórnlagaþingsins kos- ið í um hundrað einmennings- kjördæmum, sem jöfnusíum að kjósendafjölda. Skal þetta þing því næst vinda bráðan hug að því að ganga frá stjórnarskrár- málinu. í fljótu bragði reka menn sig fyrst á það augljósa atnði í þessum tillögum, að Sjálfstæð- isflokkurinn, sem er lang- stærsti flokkur landsins, hlyti að verða í hreinum meirihluta á því stjórnlagaþingi, sem þannig yrði kosið og því svo til einráður um framtíðarstjórn arskrá lýðveldisins, ef hann vildi. Og menn spyrja: Eru foringjar Framsóknarflokksins gersamlega búnir að missa alla vitglóru? Nei þetta er allt með ráði gert: Tilgangur Framsóknar- foringjanna er að umturna öllu kjördæmaskipulagi og allri kosningatilhögun lands- ins. Þeir óttast, að það sé skammt fram undan, ef stjórn- arfarslegt jafnrétti á grund- velli hlutfallskosninga til al- þingis verður við haft hér á- fram, að flokkur þeirra dragist aftur úr Alþýðuflokknum og verði framvegis ekki nema þriðji stærsti stjórnmálaflokk- ur landsins. Þess vegna vilja þeir í tíma afnema hlutfaíls- kosningarnar og koma á ein- tómum einmenningskjördæm- um með einföldum meirihluta- kosningum og án allra upp- bótarsæta á alþingi, svo að þeir tveir flokkar, sem nú eru fá- mennastir, og þá einkum AI- þýðuflokkurinn, sem hann ótt- ast mest, fái framvegis ekki þingmannatölu í neinu hlut- falli við kjósendafylgi sitt. Þeir vilja með öðrum orðum gera verkalýðinn og launasíéttirn- ar í landinu pólitískt réttlitlar eða réttlausar! Og svo áfjáðir eru foringjar Framsöknar- flokksins í þessa gerbreytingu á kjördæmaskipun og kosninga tilhögun landsins í afturhalds- átt til þess að tryggja í fram- tíðinni valdaaðstöðu hlutfalls- lega minnkandi flokks síns, að þeir skoða ekki hug sinn um það, að bjóða Sjálfstæðisflokkn um upp á hreinan meirihluta og þar með raunverulegt ein- ræðisvald á stjórnlaga þingi í von um, að hann noti sér þá aðstöðu til slíkrar árásar á st j órnarf ar slegt lýðræði og jafnrétti í landinu til þess að tryggja íhaldsflokkunum, sér og Framsóknarflokknum, á- framhaldandi völd um ófyrir- sjáanlegan tíma! Hér er um afturhaldsfyrir- ætlanir að ræða, sem eru al- veg einstæðar í stjórnarfars- legri sögu þjóðarinnar á þess- ari öld. Og það er sannarlega full ástæða fyrir alla unnend- ur lýðræðis og iafnréttis í land- inu, að vera vel á verði gagn- vart þeim. Það er máske ekki svo rangt út reiknað af foringjum Fram- sóknarflokksins, að Sjálfstæð- isflokkurinn sé vel viðmæl- andi um tillögur þeirra, og að óhætt væri fyrir þá, af þeirri ástæðu, að gefa honum hrein- an meirihlut.a á hugsanlegu stjórnlagaþingi. í svari Sjálf- stæðisflókksins við tillögum Framsóknar áður en þing var rofið segir: „Sjálfstæðisflokk- urinn hefur þegar áður til- kynnt, að hann er fús til við- ræðna um hugmyndina um st j ór nlagaþing11. Alþýðuflokkurinn svaraði hins vegar því til,. að hann sæi enga ástæðu til þess, að öðru þingi en sjálfu alþingi yrði fal- in afgreiðsla hinnar nýju stjórn arskrár; og að sú kosningatil- högun, sem Framsóknarflokk- urinn vildi við hafa við kosn- ingar til hugsanlegs stjórnlaga- þings, kæmi að minnsta kosti ekki til nokkurra mála frá hans sjónarmiði, þar sem stærstu flokkunum, eða jafn- vel einum flokki, yrði með henni tryggð miklu hærri full- trúatala á því þingi, en sem svaraði kjósendafjölda þeim, er á bak við þá eða hann stæði. Það er á þessarí afstöðu Al- þýðuflokksins, sem hinar furðu legu stjórnlagaþingstillögur Framsóknarflokksins strönd- uðu, að minnsta kosti í þetta sinn. En menn skulu vera vel á verði. Þær geta komið fram aftur eftir kosningar. Dæmdir ir lelk ÞJÓÐVILJANUM líður ber- sýnilega illa í fyrirlitningu þeirrar þagnar, sem nú ríkir um Kommúnistaflokkinn. í öngum sínum er hann í gær að reyna að minna á hann með því að lepja upp rógskrif Tím- ans og Morgunblaðsins um Al- þýðuflokkinn síðustu dagana; og sýnir Þjóðviljinn með þeirri iðju, að enn sem fvrr eru það ekki íhaldsflokkarnir, Sjálfstaéðisflokkurinn og Fram sókn, sem kommúnistar líta á sem óvini sína heldur AlþýðTi- flokkurinn. Hafa þeir og fyrir Lögreglan bar og hér. — Vantar heimild. — Ný lög og nýiar regiur. — Afmæli Keykja- víliur. — Eins dæmi. LÖGREGLAN í KAUP- MANNAHÖFN segir, að það séu nær alltaf sömu vagnstjór- arnir, sem valdi árekstrum og slysum í borginni. Er hafin ný herferð gegn þessum mönnum og hefur lögreg;lan heimild í lögum til þess að innkalla öku- skírteini og hyggsí hún nú að gera þetta og krefjast þess að hrakfallabálkarnir verði látnir ganga undir nýtt próf, miklu strangara en áður v;.r og með löngu lýst yfir því, að Alþýðu- flokkurinn sé „höfuðóvinur- inn“! í gær hefur Þjóðviljinn það eftir Morgunblaðinu, að Al- þýðuflokkurinn sé mesti bitl- , ingaflokkur landsins og senni- ’ lega heimsins; en eftir Tíman- um hefur hann það, að Alþýðu- flokkurinn muni áreiðanlega fallast á gengislækkun eftir kosningar. Telur Þjóðviljinn þetta hvorttveggja miklar „uppljóstranir“, sem ekki þurfi frekar vitnanna við, fyrst svo sannleikselskandi blöð og Morg unblaðið og Tíminn segja það! Þjóðviljanum skal af þessu tileíni því einu svarað, að hversu margar. níðklausur um Alþýðuflokkinn, sem hann lep- ur upp úr íhaldsblöðunum, þá munu þær aldrei nægja til þess, að rétta við hið hrynjandi kjörfylgi Kommúnistaflokks- ins. Almenningur veit, að kommúnistar hafa með fram- komu sinni undanfarið • dæmt sig úr leik, og allir hinir flokkarnir lýst yfir því, að þeir vilji ekki eiga við þá neina samvinnu um stjórn landsins. Þeim atkvæðum, sem Komm- únistaflokkinum kynnu að verða greidd, væri því kastað algerlega á glæ. Ekki veldur sá* sem varar TÍMANUM er vissulega ekki alls varnað í fábjánalegum skrifum eins og vel kom fram í grein blaðsins, þar sem því var haldið fram, að ummæli Alþýðublaðsins um lúxus- ílakk íslenzkra auðmanna ‘ erlendis sanni getuleýsi Em- ils Jónssonar og sé óræk sönnun þess, að Hermann Jónasson hafi farið með rétt mál, er hann hélt því fram, að inneignir íslenzkra auð- manna erlendis væru 130 milljónir. SHka hundalógik eru ekki aðrir vanir að bera hér fram en Þjóðviljinn og má mikið vera, ef lesendur Tímans gína við slíkum f jar- stæðum. KJARNINN í grein Alþýðu- blaðsins, sem Tíminn hefur svo gersamlega gengið fram hjá, er sá, að íhaldið og kommúnistar hafi, með því að samþykkja afnám alls eftirlits með gjaldeyri ferða manna í vetur, tryggt auð- mönnum „frelsið til að braska og sóa“ með þeim af- leiðingum, að ekki minna en 7—10 milljónum í erlend- um gjaldeyri hafi verið eytt erlendis í sumar. Þegar slík- ar sakir eru bornar á íhaldið (og hjálparkokka þess, komm únista, sem einnig sam- þykktu þetta) á Tíminn, sem þykist allra blaða skelegg- ast í baráttunni við íhaldið, að hafa vit á því að þegja og lofa íhaldinu og hjálpar- kokkum þess að svara fyrir sig. ÞAÐ VAR ÁÆTLAÐ í fyrri grein blaðsins, að ólöglegur gjaldeyrir, sem íhaldið og hjálparkokkarnir gáfu mönnum tækifæri til að sóa, mundi vera 3,5 — 6,5 mill- jónir. Eitthvað af þessu'er án efa inneignir auðmanna er- lendis, en mikið af því er einnig fengið á svörtum i markaði hér heima. Hvaðan sá markaður fær gjaldeyris- birgðir sínar, skal ekki full- yrt hér, en mikið af því er án efa frá erlendum ferða- mönnum, sem bingað korna. Það er því hlægileg fjar- stæða, að þetta sanni þau ummæli Hermanns Jónas- sonar, sem hann læddi út úr sér austur á Hornafirði í fyrra, að inneignirnar er- lendis séu 130 milljónir. AFSKIPTI EMILS JÖNSSON- AR af þessu máli hafa verið þau, að hann lét skömmu eft- ir að hann varð viðskipta- málaráðherra árið 1947 gera athugun á því, hversu mikl- ar inneignir landsmanna væru erlendis. Reyndust þær vera rúmlega 24 milijónir í Bandaríkjunum, og eru þar með taldar löglegar innistæð ur fyrirtækja eins og Eim- skipafélagsins og SÍS. Ríkis- stjórnin hefur síðan gert þeim hæíti að vinsa úr þá, sem í raun og veru ekki geta ekið bif- reið þó að þeir sén að myndast við það. SUMIR MENN geta alls ekki lært að aka farartæki. Ýmsir eru þannig skapifarnir að þeir gleyma því með hvað þeir eru í höndunum og hvernig umhv’erfi þeirra er. Ég þekki bifreiða- stjóra, sem ekið hefur bifreið í aldarfjórðung, valdið hefur slys um og hvað eftir annaö lent í árekstrum, þó er hann sam- vizkusamur og gætinn, eins og sagt er, en hann er svoddan dæmalaus klaufi að engu iali tekur, getur til dæmis aldrei ,,bakkað“ bifreið án vandræða. EN SYO ÞEKKI ég líka aðra sem eru þannig skapi farnir, að þeir mega helzt ekki snerta bif- reið — og eru þeir þó ekki klaufar. Þeir hafa svo hvikula skapgerð að þeir gleyma sér, þeim finnst þeim vera allir veg- ir færir, hægja ekki á sér, þó að þeir fari fyrir horn, vaða í hvað sem fýrir er, gá ekki til hliðar, þó að þeir fari inn í götu og beygi af aðalbrau o. s. frv. HVORUGÍR ÞESSARA AÐ- ILA má stjórna bifreið. Ég veit að lögreglan hér er farin að þekkja þessa menn úr. Hana skortir hins végar heimild til að innkalla ökuskírteini og er nauð synlegt að hún fái þessa heim- ild. Annars eru lög um bifreið- ar og umferð mjög illa gerð, enda má segja, að reynslan verður að kenna mönnum laga- setningar í þessu ekki síður en öðru — og jafnvel fremur. Hér er verkefni að vinna og ástand- ið í þessum málum hjá okkur er vægast sagt mjög bágborið. f DAG er afmæli Reykjavík- ur, þessarar blessuðu borgar, sem eltki á þak yfir höfuðið á sjálfri sér og er alveg einsdæmi meðal höfuðborga í menningar- ríki, enda óvenjulegt líka að höf uðborg sé stjórnað af íhaldi. Höfuðborgir eiga að vera djarf- ar, fagrar, háborgir framtaks og bjartsýni með hverri þjóð, En ef svo á að vera þá mega ekki afturhaldsmenn, sofandi clurgar, halda um stjórnartaumana. ÖLLUM REYKVÍKINGUM þykir vænt um Reykjavík. Þess vegna munu þeir eiga þá afmæl isósk heitasta til hennar á þess- um degi, að meiri bjartsýnUgæti í stjórn hennar, meira framtak setji svip á framkvæmdirnar og ekki sé ætíð miðað við það sem var, þegar ákvarðanir eru tekn- ar um framtíðina. Hér gildir það sama og annars staðar, að völd- in mega ekki verða rótgróin. Það veldur kyrrstöðu og sofanda- hætti — og þannig er og hefur verið um stjórn Reykjavíkur. Hannes á horninu. allt, sem unnt er, til þess að komast yfir slíkan gjaideyri, en Tíminn veit eins vel og aðrir, áð það hefur reynzt ógerningur. Jafnvel þótt þjóðin gerði slíkt mikil- Framh. á 7. siðu. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.