Alþýðublaðið - 25.08.1949, Síða 4

Alþýðublaðið - 25.08.1949, Síða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FimmtudagUr 25« ágúst 19 ,9 Útgefandi: Alþýðuflokkuriim. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Grönðal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hJL um „vlnstri- flokk" Hermanns ÞAÐ er mörg blekkingin, sem haldiS er að mönnum hér á landi á vettvangi stjórnmál- anna, en fáar þó eins miklar og sú, að Framsóknarflokkurinn sé vinstriflokkur! Er það þó máske mannlegt, þó að ýmsir framsóknarmenn, sem muna fífil sinn fegurri en hann er í dag, reyni að blekkja menn með slíkri staðhæfingu; en þá kastar tólfunum, er kommún- istar halda slíku fram, þó að einnig það hafi sínar skiljan- legu orsakir. Kommúnistar tengja nú nefnilega allar vonir um það, að komast út úr póli- tískri einangrun sinni og nið- urlægingu, við samspil sitt við Hermann Jónasson; og því þurfa þeir að sjálfsögðu að skreyta flokk hans fyrir fylg- ismönnum sínum með ein- hverju fallegu nafni; og því skal hann heita vinstriflokkur! Það var einu sinni sú tíð, að vinstri flokkurinn í Dan- mörku, sem eins og Framsókn- arflokkurinn hér er bænda- flokkur, bar nafn sitt með rentu. En í dag er hann fyrir löngu hættur að vera vinstri- ílokkur nema að nafninu til. í sannleika er hann nú aðalí- haldsflokkur Danmerkur, og, ef nokkuð er, til hægri við sjálfan íhaldsflokkinn, svo sem hvað eftir annað hefur komið í ljós, ekki hvað sízt eftir stríðið. Það er hart að þurfa að segja það, að þróun Framsóknar- flokksins hér á landi hefur ekki verið ósvipuð. Hann hóf göngu sína sem þróttmikill vinstriflokkur og átti um skeið verulegan þátt í þeim félags- legu umbótum, sem hófust hér á landi fyrir tuttugu til þrjátíu árum, fyrir frumkvæði Al- þýðuflokksins. En það skeið er því miður fyrir löngu liðið; og nú gengur Framsóknarflokkur- inn fram fyrir skjöldu í fylk- ingu íhaldsins í landinu með kröfur um það, að þröngva kosti verkalýðsins og launa- stéttanna, bæði efnahagslega og pólitískt, — með gengis- lækkun krónunnar og með af- náml hlutfallskosninganna, sem nú tryggja alþýðustéttun- um pólitískt jafnrétti á alþingi við aðrar stéttir. '!' Þegar Tíminn er að reyna að telja mönnum trú um það, eins og hann hefur gert undan- farið, að slíkur flokkur beri einhverja sérstaka umhyggju fyrir hag verkalýðsins og launastéttanna, fer skörin sannarlega að færast upp í bekkinn. Eða heldur Tíminn að verkamenn og launamenn yfir- leitt skilji ekki mælt mál eða fylgist ekki með í því, sem gerzt hefur á undanförnum ár- um og er að gerast í stjórn- málum landsins? Heldur Tíminn, að verka- menn og launamenn séu búnír að gleyma gerðardómslögun- um, sem Hermann Jónasson átti frumkvæði að og setti með hjálp Sjálfstæðisflokksins árið 1942 til þess að reyra allt kaupgjald í landinu í órjúfandi fjötra eftir að hann var búinn að hækka verðið á landbúnað- arafurðum upp úr öllu valdi? Heldur Tíminn að menn séu búnir að gleyma því, að Fram- sóknarflokkurinn barðist einn allra flokka gegn launalögun- um og almannatryggingunum árið 1945? Heldur hann að op- inberir starfsmenn muni það ekki, að Framsóknarflokkur- inn ætlaði af göflum að ganga út af því á alþingi í vor, að samþykkt skyldi vera þingsá- lyktun um að veita þeim launa- uppbót til samræmis við hækk- uð laun annarra launastétta, og að Framsóknarflokkurinn greiddi allur atkvæði gegn þeirri samþykkt, þó að helm- ingur Sjálfstæðisflokksins drattaðist þó til þess að vera með henni? Og heldur Tíminn að endingu, að verkalýður og iaunastéttir landsins finni ekki, hvað að þeim snýr, þegar Framsóknarflokkurinn gerir nú kröfu til þess að gengi krón- unnar sé fellt og að hlutfalls- kosningar og þar með pólitískt jafnrétti í landinu sé afnumið? * Það er ekki óálitlegur ,,vinstriflokkur“, eða hitt þó heldur, sem slík aðalstefunmál hefur við kosningarnar, sem í hönd fara! En kommúnistar láta eftir sem áður eins og þetta sé flokkurinn, sem verkalýðurinn þurfi að taka höndum saman við til þess að mynda „vinstristjórn“ í land- inu; og þeim áróðri til stuðn- ings syngur Þjóðviljinn nú. Hermanni Jónassyni lof og dýrð og fullvissar menn um, að hann hafi aldrei haft meira Cylgi og sigurvonir en nú! Hvað skyldu þeir verka- menn og launamenn, sem hing- að til hafa fylgt kommúnistum, segja um slíkan lofsöng Þjóð- j viljans um forustumann geng- islækkunarflokksins? Hvort : myndi þeim ekki þy'kja það ’ girnilegt, að fylgja kommúnist- ! um í flatsæng til hans? Veiting verðlauna fyrir fegurstu garðana. — Bréf frá garðyrkjumanni, sem ekki er sérfræðingur. I ÞJÓÐVILJINN hefur grun- samlega mikinn áhuga fyrir ! kosningunum í Strandasýslu í i haust. í grein um þær síðast j liðinn föstudag sagði hann: | „Strandamenn eru kunnir að því að fylgja sannfæringu l sinni og hafa hvað eftir ann- j ið sannað það á eftirminnileg- an hátt“. En síðar bætir blað- , ið við: „Er talið víst, að kosn- ing Hermanns Jónassonar sé stórum öruggari en síðast; en þó sigraði hann með 132 at- kvæða mun“. Hvað skyldi Haukur Helga- con segja um slíkan áróður flokksblaðs síns? Búið er fyrir þó nokkru að tilkynna fram- boð hans af hálfu Kommún- istaflokksins. En það er svo œm ekki fylgi hans, sem Þjóð- viljinn er að hugsa um, heldur fylgi Hermanns Jónassonar! Væri það nú ekki, að gefnu þessu tilefni, vissara fyrir IJauk, að reyna að komast fyr- ír það, á hvaða frambjóðanda atkvæðum kommúnista er ætl- að að falla við kosningarnar í Strandasýslu í haust? GARÐYRKJUMAÐUR, sem ekki er fagmaður, skrifar mér á þessa leið: „Fegrunarfélag Reykjavíkur hefur nú gengizt fyrir því, að verðlaun hafa verið veitt og viðurkenning fyrir feg- urstu skrúðgarðana í Reykja- vík. Ég er í sjálfu sér ánægður yfir þessu frumkvæði Fegrun- arfélagsins og tel að það, að baejarbúar vita það að gorðum þeirra er veiít athygli, geti orð- ið til þess að auka umhvggju þeirra fyrir görðunum. EN ÞAÐ VERÐUR til þess að gera borgina fegurri, en sjálf- sagt er að viðurkenna að borgin hefur tekið geysimiklum stákkaskiptum til hins betra á síðustu fimmtán árum, og vona ég að þú leyfir mér að segja það, að ég þakka það ekki sízt daglegum skrifum bínurn, Hannes minn, á undanförnum árum, og öðrum slíkum blaða- mönnum, ssm hafa fetað í þína slóð. EN ÉG HEF athugasemdir að gera við þetta uppátæki Fegr- unarfélagsins. Ég efast ekki um að þeir garðar, sem hlutu verð- laun, séu einna fegurstir allra garða í Reykjavík. Hins vegar tel ég að það sé ekki hægt að Víða er pottur brotinn SAGA SNILLINGANNA get- ur um margan snillinginn, sem gekk illa að fella júg við þær skyldur, og þá ábyrgð, sem hver borgari í siðuðu þjóðíelagi verður að takast á hendur. Það er vissulega leiðinlegt, að slíkt skáld, sem Halldór Kiljan Laxness er, skuli skipa sér í þá sveit, en það hefur hann nú gert. Og hann hlaut, fyrr eða síð- ar, að reka sig á það, að hann er ekki undanþeginn iögum þessa lands, þótt verk hans séu í hávegum höfð af mörgum. ÞJÓÐVILJINN hefur nú, eins og vænta mátti, tekið mál- stað Kiljans í skattamálum skáldsins, sem Lögbirtinga- blaðið hefur skýrt frá. Sú vörn er vesældarleg og skín hin slæma samvizka út úr henni. Blaðið fullyrðir, að Alþýðublaðið hafi „hlakk- andi . . . fagnað“ því, að þetta kom fyrir Kiljan. Þjóðviljinn mun ekki geta bent á eitt orð í frásögn Al- þýðublaðsins til að styðja þessa fullyrðingu. Þvert á móti harmar Alþýðublaðið, að skáldið, sem skrifaði „Sjálfstætt fólk“, skyldi velja sér sjálfu það „sjálf- stæði“, sem auðmenn og braskarar vegsama, sjálf- stæði hinna földu tekna og falda gjaldeyris. ÞAÐ ER FULLYRT í Þjóð- viljanum, að 225 000 krón- ur hafi verið lagðar á Kilj- an „út í bláinn“. Er gefið í skyn, að tekjur Kiljans, hafi verið „aðeins brot“ af þeirri upphæð, sem Alþýðu- blaðið nefndi (100 000 doll- ara). Vill Þjóðviljinn þá ekki skýra frá því, hve miklar tekjur skáldsins voru og hreinsa það í einni svip- an af þessu máli? FRÁSÖGN ÞJÓÐVILJANS er auk þess tvísaga. Það er sagt, að Kiljan hafi engin rétt- indi selt til Ameríku, skipti aðeins við forleggjara í London, og sé öll sala á „Sjálfstæðu fólki“ í Ame- ríku honum því óviðkom- andi. En rétt á undan var sagt, að Kiljan hefði gefið skattanefnd skýrslu um sölu bókarinnar vestra, og síðar, að hann hefði greitt ca. 70% ritlaunanna í skatta erlendis. Af hverju er Kilj- an að gefa íslenzkum skatta nefndum skýrslur um tekj- ur, sem Ragnar Ólafsson segir í Þjóðviljanum, að séu honum óviðkomandi? Af hverju greiðir hann 70% í skatta í Ameríku af tekj- um, sem honum eru óvið- komandi? Hvar fékk Kiljan dollara til að kaupa áme- rískan bíl, sem hann fékk aðeins innflutningsleyfí fyrir, en ekki gjaldeyris- leyfi? MÁLSTAÐURINN er eitthvaf rotinn. Það þýðir ekkert að reyna að blekkja almenning um dollaratekjur Kiljans. Það er ógerlegt að íela stór- tekjur af bókaútgáfu. Hinir auðkýfingarnir, sem vafa- laust eiga miklar inneignir vestra, hafa getað falið þær svo, að erfitt eða ómögulegt er að komast yfir þær. En fáir myndu þar til nú hafa trúað því, að Halldór Kilj- an Laxness væri í þessum efnum engu betri en þeir, braskararnir, sem bæði hann og aðrir kommúnist- ar hafa, og það ekki að á- stæðulausu, farið svo hörð- um orðum um. 45 húselgnir aug- lýslar á nauðung- ar uppboði í LÖGBIRTINGABLAÐINU, sem kom út um helgina eru 45 húseignir hér í bænum aug- lýstar á nauðungaruppboði vegna margvíslegra ógreiddra skatta. Samkvæmt auglýsing- unum eiga uppboðin flest að fara fram seinnipart septem- bers, ef áhvílandi gjöld hafa ekki verið greidd. ÞÓRARINN JÓNSSON löggiltur skjalþýðandi í ensku. Sími: 8)655 . Kirkjuhvoli. dæma um útlit allra garða og leggja að jöfnu. Það er ekki hægt að dæma sem jafna að- stöðu í samkeppni garð, sem er þriggja ára og annan, sem er kannske fimmtán ára. Enn fremur er mikill munur á hvort eigandi garðsins sjálfur og skyldulið hans hafa unniS að öllu í garðinum eða hvorí um milljónamæring er að ræða, sem keypt hefur utlærðan sér- fræðing til þess að sjá um garð- inn að öllu leyti. ÉG VEIT að það hefur verið allmiklum erfiðleikum bund ið fyrir Fegrunarfélagið að fara þá leið, sem ég tel rétta, að flokka garðana, enda hefur joað sneitt hjá vandanum og tekið þann kostinn að dæma á milli allra garða, en ég vona að í framtíðinni finnist heppileg lausn á þessu máli, því að ég veit, að bæjarbúar, sem unna fögrum görðum, eru óánægðir með þá aðferð, sem höfð hefur verið. ÞETTA VILDl ÉG sagt hafa af tilefni verðlaunaveiting- anna. Allir eru garðarnir, sem verðlaun hlutu og viðurkenn- ingu, mjög fagrir og tel ég eng- um efa bundið, að sá garður, sem hlaut fyrstu verðlaun, er þeirra fegurstur, en ékkert veit ég um það, hvernig eigandi þess garðs hefur unnið að honum, hvort það hafi verið hans eigin hendur eða aðkeyptar hendur sérfræðinga. En eins og ég tók fram í upphafi, þá er hér stefnt í rétta átt, en ég vil bara að sá, sem vinnur sjálfur að garði sín- um, fái fyrir það viðurkenn- ingu, og að fremur sé gengið framhjá hinum, sem kaupa allt að, en ganga um kring með vindil milli tannanna og sjúss- inn í greipinn meðan aðrir vinna.“ ÞETTA SEGIR HANN. Ég veit að þetta starf Fegrunarfé- lagsins hefur haft töluverð á- hrif, og eins og ýmislegt annað, sem það félag hefur gert, mun bað vaxa og hafa sín áhrif í bæjarfélaginu. Það er líka aðal- atriðið. Starf Fegrunarfélagsins er á byrjunarstigi, og þó að eitt- hvað kunni að mistakast í upp- hafi, þá er það varla tiltökumál. Hannes á horninu. ACHESON, utanríkismála- ráSherra Trumans, sagði í gær, að Sovétríkin hefðu hrist sverfi sitt í brösunum við Júgóslavíu síðustu dagana. Væri erfitt. sagði ráðherrann, að sam- ræma slíka framkomu Sovét- ríkjanna friðarhjali þeirra endranær. Sultugíös. Kaupum sultuglös með loki, einnig neftóbaksglös, 125 og 250 gr. — Móttaka daglega kl. 1—5 á Hverf- isgötu 61, Frakkastígsmeg- m.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.