Alþýðublaðið - 05.10.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.10.1949, Blaðsíða 8
Alþýðuf lokksf ólk! 1 Vinsamlega gefið kosn- ingaskrifstofunni upplýsing- ar um kjósendur flokksins, sem staddir verða erlendis eða annars staðar utan kjör- staðar á kosningadag. —■ Símar 5020 og 6724. X A r Miðvikudagur 5. október 1949 Alþýðuf Iokksfólk !\ Athugið, hvort þið eruð á kjörskrá. Hringið í síma 6724 Kærufrestur er út runn- inn 2. október. 1 Kosningaskrifstofan er í Alþýðuhúsinu við Hverfis* götu, II. hæð. j x A í Prentaraverkfaílinu lokið: Prentarar oa bókbindarar sömdu $0 hafa gengið í F.UJ, á síðustu Stúikur í orentsmiðium fá hámarks- ka.up eftsr 5 ára starf í stað 3© ára áðúf. PItjENTAÍÍAVEKK.FALLINU !auk í gærmorgun, cg var vinná hafin í ;-‘rentsmiðjunum að nýiu um hádcgið. Á mánu- dagskvöldiö lögðu prentsmiðjueigendur fram tilboð um 14% Jaunahéekkun hjá öllu fólki, er virinúr í prentsmiðjum, og snemma í gærmorguri hélt Prentarafélagið fund, har sem sam- þykkt var með miklum meiri hluta atkvæða að ganga að þessu samningstilboði. Bókbindarar, sem einnig * voru í verkfalli, sömdu í gær, eh'þeirrí hafði líka verið boðin 14% grunnkaupshækkun,. og ge.ngu þeir að því tilboði. Grunnkaup setjara og prent- ara verður nú kr. 190 á viku, en var áður kr. 167 á viku. Kaup vélsetjara verður kr. 203 á viku í stað. kr. 178, og er það hlutfallslega sama hækkun, en véletjarakaup hefur lengi ver- ið nokkru hærra en prentara og setjara vegna þess, að vélstj- aravinnan er talin erfiðari og meira þreytandi. Stúlkur, sem vinna í prent- !5 voru teknir í fé- lagið í gær. smiðjum fengu einnig 14'; grunnkaupshækkun, en því til viðbótar styttist tími sá, sem þær þurfa að vinna til þess að hækka í launum og komast í hámarkslaun. Áður hækkaði kaup þeirra eftir 5 ára starf, en hámarkskaupi náðu þær ekki fyrr en eftir 10 ár. Nú hækkar kaup þeirra eftir 3 ár, og hámarkskaupi ná þær eftir 5 ára starf. Kaup bókbindara verður nú kr. 190 á viku, eins og prent- ara, og hækkaði um 14% eins og þeirra, og í sama hlutfalli hækkaði kaup stúlkna og ann- arra, er að bókbandi vinna. Úlifundur æsku - lýðsfélaganna FULLTRÚAR æskulýðsfé- laga stjórnmálaflokkanna komu saman á fund í gær til að ræða sameiginlegan útifund félag- anna, en Félag ungra jafnaðar- manna hefur boðið hinum fé- lögunum til umræðu um slík- an fund. Þegar viðræðurnar í gær hófust, kom þegar í ljós, að kommúnistar og sjálfstæð- ismenn toldu öll tormerki- á slíkum útifundi. Báru komm- únistar fyrir sig útbreiðslufund þeirra flokks nú á sunnudag, en sjálfstæðismenn bentu þá þegar á svipaða afsökun fyrir næsta sunnudegi. Var auðséð, að þessir tveir flokkar eru að reyna að komast hjá því, að útifundurinn verði haldinn. Fulltrúi ungra sjálfstæðis- manna mun gefa endanleg svör í kvöld. Menn munu minnast þess, að ungir kommúnistar þorðu ekki áð mæta ungum iafnaðarmönnum á kappræðu- fundi s. 1. vetur. Hvað ætlast nú kommúnistar og íhaldsmenn fyrir um væntanlegan úti- fund? Framhald af 1. síðu. sem vilja setja hagsmuni bæj- arfélagsins ofar pólitískum dægurþrasi. Líklegt er, að Sjálfstæðisménn og kommún- istar, sem hafa haft meirihluta á ísafirði og eru búnir að koma þeim bæ á vonarvöl, hafi viljað grípa tækifærið til að láta Siglu fjörð verði á undan til að biðja um aðstoð hins opinbera, enda þótt það sé alveg uppvíst, að fjárhagur Siglufjarðar er góður og miklu betri en ísa- fjarðar, þótt fjárfesting án lána hafi valdið greiðsluerfiðleik- um. Þessu til sönnunar má berida á, að íhaldsfulltrúinn Pétur Björnsson flutti einnig svohljóð andi tillögu á sama fundi: „Náist ekki samkomulag um bæjarstjóra, tilnefnir ríkis- stjórnin mann, er verði trúnað armaður ríkis og bæjar og gegni hann störfum bæjar- stjóra, þar til öðru' vísi verður ákveðið“. Þessi tillaga Péturs var felld. Þá var einnig felld tillaga kommúnista um að alls herjarnefnd gegni störfum bæjarstjóra og hinn nýfengni meirihluti kommúnista og í- haldsmanna virðist ekki geta komið sér saman um nokkurn mann. Ríkir því algert öng- þveiti í öllum bæjarmálum Giglufjarðar. Bæjarstjórn Siglufjarðar er nú þannig skipuð, að Alþýðu- flokkurinn hefur þrjá fulltrúa, kommúnistar þrjá, íhaldið tvo og Framsóknarmenn einn. Gunnar Vagnsson var gerður bæjarstjóri með atkvæðum Al- býðuflokksins og Framsóknar- mannsins, en Sjálfstæðismenn sátu hjá. Kommúnistar voru á móti. FIMMTÁN NÝIE FÉLAG- AH gengn í Félag ungra jafn- aðarmanna á fundi bess í gær- kvöldi í Alþýðuhúsinu, en 60 hafa bætzt í lióninn á þrem síðustu fundum félagsins. Margir frambjóðendur ungra jafnaðarmanna töluðu á fund- inum í gær. Snérust umræður aðallega úm kosningarnar í haust og stefnu Alþýðuflokks- ins, og kom í ljós mikill áhugi á því, að gera sigur Aiþýðu- flokksins sem mestan. isýning á Kapp ar og vopn á Akureyri LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýndi sjónleikinn Kappar og vopn eftir Bernard Show síð , astliðinn sunnudag, og var leiknum mjög vel tekið af á- horfendum. Leikstjóri var Ein- ar Pálsson. Næsta sýning er í kvöld. Leikendur í Kappar og vopn eru þessir: Hólmfríður Hólm-1 geirsdóttir, Sigurjóna Jakobs- dóttir, Björg BaldursdóttirJ Guðmundur Gunnarsson, Hólm geir Pálmason, Jálíus Oddson og Sigurður Kristjánsson. Leik tjöld gerði Haukur Stefánsson. Eftir frumsýninguna á sunnudaginn hélt Leikfélag Ak ureyrar Einari Pálssyni sam- sæti og þakkaði honum ágæta leikstjórn og undirbúning að sviðsetningu leikritsins. Húsmæðrafélag Reykjavíkur efnir fil sýnikennslu í mafargerð i ■............. -------- Hefur fengið húsnæðs í Borgaríún 7. -------4------ HÚSMÆÐRAFÉLAG REYKJAVÍKUR hefur nýlega byrj- að sýnikennslunámskeið í matargerð, en sú starfsemi hefur lengi verið ofarlega á baugi hjá félaginu, en fram aö þessu hefur húsnæðisskortur að mestu hamlað starfseminni. Nú hef- ur félagið hins vegar fengið vistleg húsakynni ó efstu hæð húss Almenna byggingarfélagsins við Borgartún 7 og þar mua félagið efna til margs konar námskeiða í vetur, og hefur .jafn- framt í hyggju að gera þetta að nokkurs konar félagsheimili húsmæðra. Fyrir síðustu helgi lauk fyrsta sýnikennslunámskeiðinu í matreiðslu, og var kennari við það námskeið frú Sigríður Haraldsdóttir. Vár námskeið þetta einkanlega ætlað hús- mæðrum, sem nokkuð höfðu numið áður í matargerð og voru þátttakendur milli 50 og 60. Framvegis verða einnig starfrækt sýnikennslunám- skeið fyrir byrjendur, og loks er í ráði að hafa námskeið í bakstri og saumaskap. Geta konur þá komið með efni, ann- aðhvort nýtt, eða sniðið upp úr gömlu, og fengið tilsögn við saumaskapinn á námskeiðinu. Enn fremur hefur félagið ráð- gert að hafa þarna margs kon- ar tómstundavinnu fyrir ung- ar stúlkur. í tilefni af þessu fyrsta nám- skeiði bauð húsmæðrafélagið borgarstjórahjónunum og fleiri gestum til kvöldverðar í hinum nýju salarkynnum síðastliðinn föstudag, en bærinn hefur styrkt starfsemi félagsins nokkuð, meðal annars í sam- bandi við undirbúning þessara námskeiða. Húsmæðrafélag Reykjavíkur er nú á fimmtánda ári og hef- ur unnið margvísleg störf í þágu húsmæðranna og heimil- anna á liðnum árum. Formað- ur húsmæðrafélagsins er Helga Marteinsdóttir, en sú kona, sem lengst hefur verið í stjórn félagsins, eða allt frá upphafi, er frú Jónína Guðmundsdóttir. íekjur af berkla- 1 varnadeginum í t Rvík 80 þús. kr, 1 Á BERKLAVARNADAGINN seldust merki og blað SÍBS hér í Rykjavík fyrir um 80 þúsund krónur, en ekki hefur enn borizt skilagrein frá ein- stökum stöðum úti á landinu. 1 Járnsmiðir fá kaue JARNSMIÐIR hafa nú gert nýja kaupsamninga og fengið ' hækkun á kaupi sínu. Var þetta 1 gert án samningsuppsagnar og til samræmis við kaup það, sem bifvélavirkjar hafa fengið. — Hið nýja vikukaup járnsmiða er 189 kr., en var áður 170 kr. Kominformríkin viðurkenna hina nýju stjórn kommúnista í Kína Mao Tse-tung er forseti en Chou En-Iai forsætis- og utanríkisráðherra hennar. KOMINFORMRÍKIN FIMM hafa nú fylgt uæmi Rússa og viðurkennt stjórn kommúnista í Kína. Síðast liðinn laugar- dag var tilkynnt í Peking, að Mao Tse-tung væri forseti hins nýja ríkis, en Chou En-lai forsætis- og utanríkismálaráðherra. Varaforsetar eru átta, þeirra á meðal Tsu-teh herforingi og ekkia Sun Yat-sens. Kominformríkin, sem farið hafa að dæmi Rússa eru þessi: Ungverjaland, Pólland, Tékkó- slóvakía, Rúmenía og Búlgaría. Það hefur vakið athygli, að Ungverjaland hefur nú um skeið ávallt verið fyrsta lepp- Þegar Rússar lýstu yfir við- urkenningu sinni á hinni nýju kommúnistastjórn, slitu þeir jafnframt stjórnmálasambandi við Kanton-stjórnina. Hefur utanríkismálaráðherra Kuo- mintang-stjórnarinnar rætt við sendifulltrúa Rússa, og í orð- sendingu segir stjórnin, að hún líti á viðurkenningu Rússa sem fjandskap við Kína, en komm- únistastjórnin í Pekinjr sé handbendi Rússa. Dr. Malíhías Jónas- son kosinn for- maður Barna- verndafélagsins. AÐALSTOFNFUNDUR Barnaverndarfélags Reykjavíl ur var haldinn í Góðtemplara húsinu í fyrrakvöld, og vai húsið troðfullt út úr dyrum, oj um 200 manns eru skráðir stofr endur. Undirbúningsstofnfundur hafði áður farið fram en í fyrrs dag var formlega gengið fn stofnun félagsins og stjórn ko: Formaðqr félagsins er dr. Matthías Jónasson, en aðrir í stjórninni eru þessi: Séra Jón Auðuns, dómkirkjuprestur, dr. Símon Jóhann Ágústsson, pró- fessor, Kristján Þorvarðarson, taugalæknir, og frú Lára Sig* urbjörnsdóttir. ríkið til að feta í fótspor Rússa, og er þetta tekið sem merki þess, að Ungverjar hafi nú tek- ið við hiutverki Júgóslavíu sem öndvegis-leppríkið. Sjúkum sagf til vegar SJÚKUM SAGT TIL VEG- AR, nefnist nýútkomin bók eft ir Are Waerland, og er þetta áttunda bókin í bókaflokki Náttúrulækningafélags íslands. Bókin er um 120 blaðsíður að stærð, og skiptist í 11 kafla, er bera þessar yfirskriftir: Lífshrynjandin endur- heimt, Meginreglur rétts mat- aræðis, Um þrent að velja, Hreinsun og endurbygging, Hreyfing, ristilskolanir og fasta, Hrörnun innýflanna, Breytt um mataræði, I norna- katli sjúkdómanna, Innvortis hreinlmti, Mataræði sjúklinga og mætaræði mæðra og barna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.